Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 4
4 10. október 2008 FÖSTUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 15° 12° 13° 17° 19° 19° 20° 21° 17° 24° 26° 22° 18° 24° 24° 30° 17° 8 Á MORGUN 3-8 m/s SUNNUDAGUR 5-13 m/s, stífastur vestan til 9 8 8 7 10 10 8 5 7 5 4 3 3 3 13 10 8 9 8 7 4 3 6 5 5 1 2 66 HELGIN Á morgun snýst hann í norðanátt, yfi rleitt 3-8 m/s. Rigning eða slydda verður norðan til á landinu en syðra léttir smám saman til. Á sunnudag snýst þetta við. Þá verður suðaustan átt með vætu sunnan til en þurrt og skýjað með köfl um nyrðra. Veður fer heldur kólnandi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BRETLAND „Þetta er mjög óvenju- legt ástand, að heilt land sé í raun orðið gjaldþrota,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, í viðtali við bresku sjón- varpsstöðina Sky síðdegis í gær. Hann telur engan vafa leika á því „að þegar íslenskir bankar hafa hrunið þá verði íslensk stjórnvöld að taka fulla ábyrgð á því“. „Þau geta ekki bara neitað að standa í skilum,“ segir Brown. „Þau geta ekki sagt að þau ætli sér ekki að bera neina ábyrgð á því sem hefur gerst.“ Hann var spurður út í þau ummæli Geirs Haarde forsætis- ráðherra að það væri óviðeigandi að beita Íslendinga lögum sem sett voru gegn hryðjuverkastarfsemi: „Ég tel að almenningur, sem fylgist með þessum atburðum öllum, átti sig á því að þegar sparn- aður fólks og innstæður eru í hættu, þá höfum við rétt til að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynleg- ar eru til að kyrrsetja eignirnar ef við höfum engar aðrar leiðir,“ sagði hann. „Við gripum til þessara aðgerða. Ég biðst ekki afsökunar á því. Ég tel rétt að hafa gert þetta við þessar kringumstæður. Við höfum einnig áhyggjur af því að fé hafi verið flutt frá London til Íslands. Ég tel mikilvægt að átta sig á því að þetta er eitthvað sem við erum að skoða líka.“ Hann segir engan vafa leika á því að ábyrgðin á fjárfestingum breskra sveitarstjórna í íslenskum bönkum liggi einnig hjá íslenskum stjórnvöldum: „Þau eiga að greiða þetta fé til baka. Þau bera ábyrgð á því,“ segir Brown. „Þau hafa sett reglurnar, þau hafa eftirlitsskyld- una, það eru þau sem bera ábyrgð- ina á því sem íslenskir bankar með aðsetur á Íslandi eru að gera. Við væntum þess að þau standi við skuldbindingar sínar.“ Bresk stjórnvöld hafa að hans mati brugðist við af fullri ábyrgð: „Við erum staðráðin í að gera það sem við getum til að hjálpa sveitarstjórnunum og líka einstakl- ingum sem hafa átt inneignir á reikningum í íslensku bönkunum. En ábyrgðin á þessu liggur alger- lega hjá íslenskum stjórnvöldum og þeim ber skylda til að finna leið- ir til að standa við skuldbindingar gagnvart almennum borgurum sem hafa fjárfest í íslenskum bönk- um.“ gudsteinn@frettabladid.is Ábyrgðin er alfarið hjá Íslendingum Forsætisráðherra Breta segir Ísland í raun gjaldþrota. Stjórnvöld hér verði að taka fulla ábyrgð á hruni íslenskra banka. Engrar afsökunarbeiðni er að vænta vegna þess að beitt var lögum um hryðjuverkastarfsemi gegn bönkunum. GORDON BROWN Forsætisráðherra Bretlands segir íslensk stjórnvöld bera ábyrgðina, bæði á innstæðum einstaklinga í íslenskum bönkum í Bretlandi og einnig á fjárfest- ingum breskra sveitarfélaga í íslenskum bönkum. VIÐURKENNING „Ég veit ekki til þess að heilli þjóð hafi verið veitt slík verðlaun áður. Ég er því frekar stolt af þessari hugmynd minni,“ sagði Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, að lokinni afhendingu LennonOno-friðarviðurkenningar- innar í Höfða í gær. Verðlaunin komu í hlut íslensku þjóðarinnar, fyrir áratuga hollustu og frumkvöðlastarf við nýtingu jarðhita og hreinnar orku, og indverski vísindamaðurinn dr. Vandana Shiva, fyrir ævistarf í þágu umhverfis og friðar. Hvorri viðurkenningunni fylgir 50.000 dollara peningagjöf, andvirði ríflega fimm milljóna króna Friðarsúlan var tendruð í gær. - kg LennonOno-viðurkenningin: Íslenska þjóðin verðlaunuð LENNONONO-VEITING Yoko Ono og dr. Vandana Shiva eftir afhendingu LennonOno-viðurkenningarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN, AP Heimsverð á olíu hefur lækkað hratt síðustu daga og hefur ekki verið lægra á þessu ári. Tunnan af olíu kostaði 87,10 dali í gær. Stýrivaxtalækkanir helstu seðlabanka heims höfðu líka sín áhrif til lækkunar á olíuverði. Einnig virðast hafa haft áhrif nýjar upplýsingar frá Bandaríkja- stjórn um að efnahagsvandræðin í Bandaríkjunum hafi valdið því að Bandaríkjamenn noti bifreiðar sínar minna en áður. Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa boðað til fundar 18. nóvember til þess að ræða ástandið. Talið er að þau muni draga úr framleiðslu til þess að stöðva verðlækkunina. - gb Olíuverð lækkar áfram: OPEC-ríkin boða til fundar FÓLK „Ég er alls ekkert miður mín vegna þessa ástands. Ég er alltaf bjartsýn og vona bara það besta,“ segir Sigurlaug Gísladóttir, 86 ára gamall Seltjarnarnesbúi. Sigurlaug hefur að öllum líkindum tapað sparifé sínu á krepputímum tvisvar sinnum, fyrst árið 1930 og aftur nú, en tekur fram að í hvorugt skiptið hafi verið um háar fjárhæðir að ræða. Sigurlaug var níu ára stúlka á bænum Þórisdal í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu þegar alheimskreppan reið yfir árið 1930. Hún segir enga banka hafa verið úti á landi í þá daga, heldur hafi fólk átt reikninga í kaupfélögunum sem lagt var inn á og tekið út af. „Ég heiti í höfuðið á hjónum sem dóu ung og hafði verið ánafnað einhverjum peningum í þeirra nafni. Foreldrar mínir höfðu nýlokið við að byggja stórt hús og skulduðu vegna þess, og þegar kreppan kom og fólk gat ekki borgað reikninga voru allar eigur þeirra teknar yfir af kreppulánasjóðnum svokall- aða. Þar á meðal voru aurarnir mínir.“ Þegar Flugfélag Íslands hóf flug til og frá Hornafirði nokkrum árum síðar fékk Sigurlaug minnstu hlutabréfin í fyrirtækinu í afmælisgjöf. Með viðkomu í Flugleiðum enduðu þau bréf svo í Glitni í vor. „Þá vildi ég selja bréfin því mér leist ekkert á fyrirtækið, en kom mér aldrei að því. Nú eru bréfin líklega einskis virði,“ segir Sigurlaug og bætir við að hún sé pollróleg yfir þessu. Skellurinn sé ekki mikill fyrir sig. - kg Sigurlaug Gísladóttir hefur lifað tvær kreppur en er bjartsýn nú sem endranær: Hefur tvisvar tapað sparifénu í kreppu POLLRÓLEG Sigurlaug missti sparifé sitt til kreppu lána- sjóðs árið 1930 og býst við að bréfin í Flugfélagi Íslands sem hún eignaðist sem unglingur séu verðlaus eftir fall Glitnis. Fréttablaðið/Anton NEYTENDUR „Okkur datt í hug að fólk myndi vilja setjast niður á þægilegum stað og fá sér kaffi og kökur á viðráðanlegu verði,“ segir Glen Barken, einn eigenda kaffihússins Babalú við Skólavörðustíg. Babalú býður þessa dagana upp á svokallað „kreppukaffi“ á 200 krónur bollann. Sama verð er á stórum og stökkum hafrakökum, sem gefið hefur verið hið viðeigandi nafn „credit-crunch cookies“, eða „lánsfjárkreppukökur“. Glen segir ástandið í efnahags- málum vissulega áhyggjuefni. „Við höfum þó ekkert keypt með lánum. Við fjárfestum í bjór og kaffi og erum góðir næstu tvo mánuði að minnsta kosti,“ segir Glen og skellir upp úr. - kg Babalú á Skólavörðustíg: Lánsfjárkreppu- kökur í boði GLEN BARKEN EFNAHAGSMÁL Mjög mikið álag hefur verið í Kvennaathvarfinu undanfarnar vikur. Sigþrúður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastýra athvarfsins, segir þó óvarlegt að tengja álagið efnahagsástandi þjóðarinnar beint. Vitað sé að þegar vandamál aukist á heimilum og í samfélaginu geti reiðin brotist út í heimilisof- beldi. Annríki hafi þó ríkt í um það bil ár í athvarfinu og þótt tímabilið sé afar erfitt þurfi það ekki að tengjast þrengingum í efnahags- málum. - kdk Heimilisofbeldi: Mikið annríki í Kvennaathvarfi GENGIÐ 09.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 191,6819 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 105,17 105,67 181,87 182,75 143,87 144,67 19,296 19,408 17,189 17,291 14,868 14,956 1,0455 1,0517 161,05 162,01 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.