Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÁRLEGT KJÓLABALL hljómsveitarinnar Heimilistóna fer fram í Iðnó á laugardagskvöld. Þar mun hljómsveitin, sem skipuð er landsþekkt- um leikkonum, flytja á íslensku þekkt lög frá gullaldarárum rokksins. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og ekki er verra að mæta prúðbúin til fara. Inga Rósa Ágústsdóttir er mat- reiðslumaður á leikskólanum Ásborg og líkar vel. Þar matreiðir hún hollan og góðan mat ofan í börnin og segir leikskólann leggja metnað í að bjóða ekki upp á tilbúinn mat. „Ég elda mikið af grænmetis- réttum sem krakkarnir eru mjög hrifnir af. Svo er líka hefðbundið hakk og spagettí og súpa sem við köllum orkusúpu. Grunnurinn að henni er eins og kjötsúpa nema hún inniheldur bara grænmeti og er í miklu uppáhaldi hjá krökkun- um.“ Inga segist dugleg að elda heima enda hafi fólk með börn yfirleitt ekki val um annað. Hún eldar mikið af grænmetisréttum og segir enga matvendni á heimilinu. „Maðurinn minn er líka kokkur svo það er bara í genunum í börnunum okkar að borða allan mat. Við erum með barn með mjólkuróþol þannig að hér er ekki skyr og jógúrt í matinn og ég bý allt til frá grunni.“ Inga býður lesendum Frétta- blaðsins upp á uppskrift að bananabrauði sem hún segir mjög gott að baka í frystinn. „Banana- brauðið er eitthvað sem börnin eru rosalega hrifin af. Það er mjög ein- falt; allir geta bakað brauðið og ég baka það oft í leikskólanum.“ Hún segir tilvalið að nota banana sem eru farnir að þroskast full mikið í brauðið í stað þess að henda þeim og svo sé gott að frysta það. Uppskriftina að bananabrauði Ingu Rósu er að finna á blaðsíðu 2. heida@frettabladid.is Bananabrauð í kreppu Inga Rósa Ágústsdóttir kokkur býður lesendum upp á uppskrift að góðu bananabrauði í frystinn. Hún bakar brauðið oft í leikskólanum Ásborg þar sem hún matreiðir ofan í leikskólakrakka. Inga Rósa Ágústsdóttir er matreiðslumaður á leikskólanum Ásborg, þar sem lögð er áhersla á að matreiða frekar frá grunni en að bjóða upp á tilbúinn mat. Hún segir bananabrauð vinsælt hjá krökkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Villibráðarhlaðborð hefst 16. október. Jólahlaðborð hefst 20. nóvember. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t Banfi kvöldverður 26. september - 15. október 26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Á föstudögum og laugardögum spilar Jazztríó Björns Thoroddsen. Aðeins 3 vikur! Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Parmaskinka með fíkjusalati og balsamico Tígrisrækjur og smokkfiskur á pappardelle pasta í tómat-basilsósu Kálfahryggur á beini með grilluðu grænmeti, kartöflumauki og madeirasósu Sítrónugrass–kókoshneta og vanillu panna cotta með kirsuberjaís og ávöxtum í chili-sírópi 6.590 kr. Með 4 glösum af víni: 10.490 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.