Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 22
2 föstudagur 10. október núna ✽ kreppan bítur ekki... þetta HELST Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 augnablikið helgin MÍNBRYNJAR MÁR VALDIMARSSON Ég er að spila á Café Oliver alla helgina. Maður sefur sennilega inn á milli, glápir á kassann og er svo úti að skokka og í matarboði áður en ég fer að spila á morgun. Ég er síðan að senda plötuna mína út í prentun um helgina og áætlaður lendingartími er 1. nóvember. S öngkonan Birgitta Haukdal og unnusti hennar, Benedikt Ein- arsson lögmaður, ætla að ganga í það heilaga á morgun, 11. októb- er. Parið er búið að vera saman síðan þau léku bæði í söngleikn- um Grease sem settur var upp í Borgarleikhúsinu árið 2003. Þar fór hún með aðalhlutverkið en Bene- dikt var dansari í sýningunni. Brúðkaupið hefur verið í undir- búningi lengi og lét Birgitta sér- sauma á sig kjól í París fyrir stóra daginn. Sjálf athöfnin fer fram í Dómkirkjunni en veislan verður í Turninum. Það mun án efa verða mikill glaumur og gleði í brúðkaupinu en sjónvarps- konan Ragnhildur Steinunn verður veislustjóri en hún og Birgitta hafa verið bestu vinkon- ur um nokkurra ára skeið. Föstu- dagur hefur heimildir fyrir því að ekki verði þverfótað fyrir þotuliði en með brúðkaupinu sameinast tveir ólíkir heimar þar sem poppheimurinn mætir við- skiptalífinu, en faðir Bene- dikts er Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslands. Á meðan þjóðin heldur að sér höndum með sparnaði er annað uppi á teningnum hjá Birgittu og Benedikt því í apríl festu þau kaup á tæplega 200 fm húsi við Bakkaflöt í Garðabæ. Var ætlunin að endurnýja húsið að hluta með minni háttar breyt- ingum. Síðar kom í ljós að hluti hússins var ónýtur og stendur húsið núna nánast fokhelt. Birg- itta og Benedikt sóttu um leyfi til að breyta þaki hússins, hækka lofthæðina, breyta gluggunum og skipulagi innanhúss. Nú hefur skipulagsstjórinn í Garðabæ sam- þykkt tillögur skipulagsnefndar með fyrirvara um grenndarkynn- ingu. Hildur Bjarnadóttir arkitekt á heiðurinn af endurbótunum en hún hefur unnið til verðlauna fyrir hönnun sína. Ég og Lóa Auðunsdóttir mágkona mín erum tvær saman í þessu. Ég átti hugmyndina en Lóa skrif- aði og hannaði bókina,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir um bókina Reykja- vík barnanna sem Salka forlag gefur út. Bókin inniheldur upplýs- ingar um hvað foreldrar geta gert með börnum sínum í Reykjavík og viðtöl við foreldra um hugmynd- ir þeirra að skemmtilegum degi í höfuðborginni. „Þetta er hugmynd sem ég hafði gengið með lengi því ég hef sjálf notast mikið við svona bækur er- lendis. Þær eru til úti um allan heim, bæði í stórum og smáum borgum og mér hefur fund- ist vanta svona bók hér á landi. Manni dettur sjaldan eitthvað nýtt í hug til að gera með börn- unum sínum svo mér fannst til- valið að safna því saman,“ segir Þórey. - ag Þórey Vilhjálmsdóttir og Lóa Auðunsdóttir: Góðar hugmyndir ENGIN KREPPUKLÆÐI Dorrit og Þorgerður Katrín voru ansi vel búnar þegar þær mættu í boð á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Dorr it var í fatnaði frá Steinunni Sigurðar- dóttur en Þorgerður mætti í Prada - stígvélum... Birgitta Haukdal og Benedikt Einarsson ganga í það heilaga á morgun RAGNHILDUR STEINUNN VERÐUR VEISLUSTJÓRI Bakkaflöt 3 Svona lítur húsið út í dag Bakkaflöt 3 Svona leit húsið út í apríl áður en breytingar hófust. Egill heillaði upp úr skónum Leikkonan Ingibjörg Reynisdótt- ir var gæsuð á dögunum en hún mun ganga í það heilaga seinna í mánuðinum. Vinkonur Ingibjarg- ar komu henni heldur betur á óvart þegar stórsöngvarinn Egill Ólafs- son mætti í gæsapartíið sem hald- ið var á veitingastaðnum Domo. Hann þandi raddböndin fyrir gæs- ina þegar hann tók lagið Slá í gegn. Það á vel við þar sem leik- ferill Ingibjargar er bara rétt að byrja. Stjörnupar Birgitta og Benedikt kynntust þegar þau unnu saman í söngleiknum Grease. Svo 2007 Margir fengu hland fyrir hjart- að þegar þeir horfðu á sjón- varpsþáttinn Innlit/útlit í vik- unni. Þátturinn heimsótti svart/ hvítt smartheitaheimili á Völlunum í Hafnarfirði og höfðu margir orð á því að það væri eins og fólk væri að horfa á ársgamlan þátt. Smart- heitin hafi nefnilega ekki verið í takt við október 2008 heldur hafi verið svo 2007. Hver þarf sturtu- klefa með síma og díóðulýst- ar veggflísar á tímum sem þessum? Þórey og Lóa Voru heilt ár að vinna að bókinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.