Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 10. október 2008 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 10. október ➜ Tónleikar 23.00 Tríó Andrésar Þórs leikur frumsam- inn djass í bland við djassstandarda á Café Rósenberg. 21.30 StandArt heldur tónleika á veit- ingastaðnum Gamli Baukur, Hafnarstétt 9, Húsavík. ➜ Dansleikur Bermuda spilar á Players, Bæjarlind 4. ➜ Ljósmyndasýningar 12.00 Heima - Heiman Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjalla um sýningu sína sem nú stend- ur yfir á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, (6. hæð). Sýningin stendur til 23. nóv. og er opin 12.00- 19.00 virka daga og 13.00-17.00 um helgar. ➜ Ráðstefna Að taka náttúruna með í reikninginn Orkuveita Reykjavíkur ásamt sam- starfsaðilum standa fyrir ráðstefnu um endurheimt staðargróðurs og frágang á gróðri og landslagi eftir rask fram- kvæmda. Dagskrá ráðstefnunnar er á www.or.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Listamennirnir og hjónin Samuel og Marina Rees hafa dvalist í gestavinnustofu Skaftfells á Seyðisfirði nú í september. Þau opnuðu sýningu í Skaftfelli um síðustu helgi þar sem þau sýna afrakstur vinnu sinnar í formi eins konar furðudýrafræðisafns. Marina Rees vitnar í þjóðsagna- arfleifð á súrrealískan hátt í fram- setningu sinni á hlutum, sem eru ýmist raunverulegir safnmunir, fundnir á förnum vegi eða skapaðir til að passa inn í heildina. Sam Rees hefur mikinn áhuga á fáránlegum minjagripum og klisjukenndri markaðssetningu eða sölumennsku. Til að full- komna furðudýrafræðisafnið mun hann setja upp safnverslun þar sem hann selur sína eigin furðulegu framleiðslu, undir áhrifum rannsókna og sköpunar- verka konu sinnar. Skaftfell er til húsa á Austur- vegi 42 á Seyðisfirði og stendur sýningin til 26. október. - vþ Furðudýr Rees-hjóna FRÚ OG HERRA REES Marina og Samuel Rees opnuðu sýningu í Skaftfelli um síðustu helgi. Listahátíðin Sequences fer af stað með glæsibrag á morgun, en hana einkenna sem áður fjölmargar spennandi uppákomur. Sérleg áhersla verður lögð á verk sem innihalda tímalínu og eru þannig bundin stað og stund. „Viðburðir, gjörningar og tónleikar verða áber- andi á hátíðinni í ár, einnig mun danslistin ryðja sér til rúms,“ segir Tinna Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Sequences spannar aðeins fimm daga að þessu sinni og er því held- ur styttri en áður. „Við ákváðum að hafa Sequences knappari og hnit- miðaðri í ár en hún hefur verið; þannig tekur hátíðin til að mynda aðeins yfir eina helgi. En á móti kemur að dagskráin er þéttskipuð þennan stutta tíma og af nógu að taka fyrir listáhugafólk,“ segir Tinna. Aðspurð um hápunkta hátíðar- innar nefnir Tinna gjörning Rúríar í samstarfi við Jóhann Jóhannsson tónlistarmann, sem framinn verð- ur í Hafnarhúsinu á sunnudag. „En annars er margt annað spennandi á dagskrá, til að mynda verk í almenningsrými og myndlistar- sýningar sem verða fólki aðgengi- legar meðan á hátíðinni stendur.“ Áhugasömum er hollast að kynna sér dagskrá Sequences vel til þess að missa ekki af tímabundnum uppákomum, en dagskrána má nálgast á vefsíðunni sequences.is. Þess ber einnig að geta að ókeypis er á allar uppákomur Sequences, sem eru góðar fréttir í ríkjandi árferði. - vþ Sequences knöpp og hnitmiðuð í ár SKELEGGUR FRAMKVÆMDASTJÓRI Tinna Guðmundsdóttir stendur að baki listahátíð- inni Sequences sem hefst á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.