Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 20
 10. október 2008 FÖSTUDAGUR4 ÞESSIR skór eru hluti af nýrri afmælisútgáfu af Stinky Rat-línu tískuhönnuðarins Marc Jakobs. Hann fékk graffítí-listamanninn Kaws í lið með sér við hönnun línunnar sem var fyrst sett á markað fyrir tíu árum. Eins og hér má sjá hefur samstarfið borið góðan árangur. Edda Ósk Ólafsdóttir framleiðir snyrtivörur á heimili sínu undir vörumerkinu EÓ Cosmetics. „Ég kynntist þessu á netinu fyrir um það bil tveimur árum. Um er að ræða svokallað „mineral makeup“ eða steinefnafarða en hann hefur notið mikilla vinsælda erlendis. Ég panta efniviðinn í snyrtivörurnar og umbúðirnar frá Bandaríkjunum og blanda vörurnar heima,“ segir Edda Ósk en hún framleiðir meðal annars augnskugga, gloss, farða, kinnalit og krem. Vörurnar innihalda hvorki rot- varnarefni né önnur aukaefni og eru því að sögn Eddu Óskar góðar fyrir húðina. „Þær eru einnig lyktar - lausar að undanskildum kremunum en ég blanda ilminum í grunninn sem ég kaupi tilbúinn. Um 22 mismunandi ilmtegundir eru í boði og má nefna kókos, mangó og lavender.“ Edda Ósk er tölvunarfræðingur að mennt og heldur utan um síðuna www.eocosmetics.com. Þar er hægt að nálgast vörur hennar ásamt fróð- leik. Vörurnar er síðan hægt að fá sendar í póstkröfu en auk þess býður Edda Ósk upp á kynningar. vera@frettabladid.is Heimatilbúnar snyrtivörur Tölvunarfræðingurinn Edda Ósk Ólafsdóttir kynntist heimatilbúnum snyrtivörum á netinu og þær fram- leiðir hún á heimili sínu í Grafarholti. Hún býður meðal annars upp á augnskugga, gloss, krem og farða. Edda Ósk segir steinefnafarðann njóta mikilla vinsælda víða erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Edda Ósk bræðir glossið á heimili sínu og bætir litarefnum út í. Augnskuggar í úrvali. Arctic Trading Company Arctic Trading Company Alla laugardaga Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Dvöl Opnunartími: kl. 9-16 virka daga (10-16 á fimmtudögum) og kl. 11-14 á laugardögum. athvarf í Kópavogi Dvöl // Reynihvammi 43 // Kópavogi // sími 554 1260 Markmiðið með starfsemi Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðraskanir að stríða. Gestir koma í athvarfið á eigin forsendum eða með stuðningi annarra og njóta þeirrar þjónustu sem í boði er. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gestanna, en jafnhliða eru gestir aðstoðaðir við að leita nýrra leiða, sé þess óskað. Dvöl er athvarf en ekki meðferðarstofnun en gestir og aðstandendur geta fengið góð ráð hjá starfsmönnum ef þeir óska þess. Við leggjum áherslu á gagnkvæma virðingu í samskiptum gesta, starfsmanna og sjálfboðaliða og viljum gjarna fá alla þá í heimsókn sem þurfa á athvarfinu að halda. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.