Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 38
 10. október 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Bolurinn með áletruninni „Bank- anum þínum er sama um þig“ hefur átt vel við síðustu daga. Sigurður Harðarson, Siggi pönk, lét framleiða bolinu í góðærinu miðju. „Það voru nú bara við- brögð við auglýsingum bank- anna,“ segir hann. „Þeir lugu því stanslaust að þeim væri annt um einstaklingana.“ En er ekki bolurinn orðinn úreltur í ljósi nýjustu atburða? „Jú, ætli ég geri ekki annan með áletruninni „Mér er sama um bankann minn“,“ segir Siggi og hlær. „Það var svo sem viðbúið að þetta gerðist. Þetta er bara grund- vallareðlisfræði. Það sem þenst út dregst aftur saman.“ Siggi seldi fimmtán boli á Bubba-tónleikunum á miðviku- daginn. Bolina má einnig fá í búð- inni Ranimosk. Allir ágóði rennur í að fjármagna bókaútgáfu. „Ég sé um bókasafnið í Hljómalind og þar eru titlarnir að nálgast þús- und. Þar eru alls konar pælingar, meðal annars hvernig hægt er að reka efnahagskerfið eftir öðrum aðferðum en þeim sem hafa tíðk- ast til þessa.“ Siggi grætur ekki hrun kapítal- ismans. „Ég tók aldrei þátt í góð- ærinu og tek því ekki þátt í kreppunni. Nú er gott að vera hjúkrunarfræðingur. Margir þeir sem eru að missa vinnuna voru hvort sem er ekki að gera neitt, bara að velta tölum til og frá. Nú eru Pólverjarnir að fara svo þar losna störf. Það vantar alltaf fólk í fiskvinnslu og á hjúkrunarheim- ilin. Ég myndi segja að við lifum á spennandi tímum og ég held að fólki væri hollt að tala við gamla fólkið. Það upplifði kreppur og heimsstyrjöld og kann á þetta.“ - drg Við lifum á spennandi tímum BARA GRUNDVALLAR EÐLISFRÆÐI Siggi rífur sig úr bankabolnum í pönk- æsingi. Hljómsveitin Amiina á lag á nýrri plötu Disney-fyrirtækisins með endurgerðri tónlist úr brúðumynd- inni The Nightmare Before Christ- mas. Á meðal þeirra sem eru í félagsskap með Amiinu á plötunni eru rokksveitirnar heimsfrægu Korn og Marilyn Manson. Platan nefnist Nightmare Revis- ited og var gefin út í tilefni af fimmtán ára afmæli myndarinnar, sem Tim Burton leikstýrði. Danny Elfman, sem samdi tónlistina í myndinni, hélt um taumana við gerð plötunnar. „Það var mjög gaman að fá þetta verkefni í hendurnar. A Nightmare Before Christmas er auðvitað stórskemmtileg mynd og við höfum gaman af því að vinna út frá svona ævintýraheimum,“ segir Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu. „Svo er reyndar skondið frá því að segja að við höfum oftar en einu sinni fengið þá athugasemd að tón- listin okkar gæti vel átt heima í Tim Burton-mynd,“ segir hún. Í góðum félagsskap AMIINA Hljómsveitin Amiina á lag á nýrri plötu með endurgerðri tónlist úr brúðumyndinni The Nightmare Before Christmas. > BANNAÐ AÐ NOTA LAG Bandaríska rokksveitin Foo Fighters hefur bannað John McCain, forseta- frambjóðanda repúblikana, að nota lag þeirra My Hero í kosningabar- áttu sinni. Segja þeir að lagið hafi verið notað án samþykkis hljóm- sveitarinnar og þessi misnotkun McCains hreinlega eyðileggi lagið. Bjartmar Þórðarson fær góða dóma fyrir fyrsta leikstjórnarverkefni sitt í London. „Við erum voðalega sáttir við þetta. Það er frekar óvenjulegt að sýning sem gengur aðeins í tvær vikur fái gagnrýnanda inn frá Timeout, svo það sem slíkt er mikils virði,“ segir Bjartmar Þórðarson um dóma á verkunum Monster í leikstjórn Ryland Alex- ander og Mr. Kolpert sem hann leikstýrir sjálfur í Greenwich Playhouse í London. Mr. Kolpert er frumraun Bjartmars í leik- stjórn, en hann er nú að ljúka meistaranámi í leikstjórn frá Rose Bruiford-leiklistarskólan- um. „Það er mikill sigur fyrir okkur að fá fjórar stjörnur af sex, sér- staklega þegar sýning er sett upp af miklum vanefnum með um 100.000 krónur til umráða. Þá þarf maður að treysta á snilli leikaranna og ég er rosalega ánægður með þá. Fjórar stjörnur af sex þýðir yfirleitt að sýning- arnar fara í „recommended“- flokk með sýningum sem Time out mælir með. Fimm af sex þýðir „critic‘s choice“, eða sýning sem gagnrýnandi heldur upp á, og svo fá engar sýningar sex stjörnur,“ útskýrir Bjartmar. Auk góðra dóma á vefsíðu Timeout hlaut sýning Bjartmars mikið lof á vefsíðu The British Theatre Guide, þar sem gagnrýn- andinn sagði Mr. Kolpert vera eina fyndnustu sýningu sem hann hefur séð. „Dómur þeirra er í raun enn þá jákvæðari, en Time out er þekktara svo við erum stoltari af þeirra dómi. Þótt það sjái kannski ekki allir sýn- inguna er maður alla vega með eitthvað á pappírum um að þetta hafi verið skemmtilegt og vel útfært. Síðasta sýningin er á sunnudag svo allir sem ætla að skella sér í helgarferð í kreppunni ættu að kíkja á hana,“ segir Bjart- mar að lokum og hlær. alma@frettabladid.is Fékk fjórar stjörnur í Timeout ÁNÆGÐUR MEÐ DÓMINN Bjartmar segir óvenjulegt að sýningar sem ganga aðeins í tvær vikur fái gagnrýni frá Timeout og er að vonum ánægður með fjórar stjörnur af sex. Útflutningsráð íslenskrar tónlist- ar, ÚTÓN, segir að tónlistarráð- stefnunni You Are In Control verði ekki aflýst þrátt fyrir orð róm þess efnis vegna neikvæðra frétta um Ísland í Bretlandi. Ráðstefnan verður því haldin á Hótel Sögu 15. og 16. október eins og áætlað hafði verið. „Núna er rétti tíminn til að horfa fram á veginn og einbeita sér að því jákvæða sem Ísland hefur upp á að bjóða í hinu alþjóðlega samfé- lagi,“ segir Anna Hildur Hildi- brandsdóttir hjá ÚTÓN í yfirlýs- ingu sinni. Ráðstefnu ekki aflýst ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR Anna Hildur segir að nú sé rétti tíminn til að horfa fram á veginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.