Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 6
6 10. október 2008 FÖSTUDAGUR Finnst þér sanngjarnt að kalla forsvarsmenn bankanna óreiðu- menn? Já 67,3% Nei 32,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að milliríkjadeila sé skollin á milli Íslands og Bretlands? Segðu skoðun þína á vísir.is EFNAHAGSMÁL Fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar og atvinnulífsins hafa fundað á hverjum degi í margar vikur um ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Markmiðið er að halda gangverki atvinnulífsins smurðu, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ. Gylfi segir mikilvægt „við þessar skelfilegu aðstæður að það sé unnið saman að því að koma í veg fyrir að þessi gríðarlega kreppa og krísa á fjármálamark- aði breiðist um hagkerfið eins og eldur í sinu“. - ghs Framkvæmdastjóri ASÍ: Snúum bökum saman með atvinnulífinu VERÐLAUN Tilkynnt var í Stokk- hólmi um hádegi í gær að Nóbels- verðlaun í bókmenntum í ár hlyti franska skáldið Jean-Marie Gustave Le Clézio. Clezio er fæddur 1940 og var alinn upp í Suður-Frakklandi, á Máritaníu og í Nígeríu. Hann er tvítyngdur og var menntaður í Bretlandi. Fyrstu skáldsögu sína sendi hann frá sér árið 1963, Prices-Verbal, sem var samin í anda nýrómansins franska. Hann hefur síðan verið afkasta- mikill höfundur skáldsagna, ritgerða, barnabóka og ferðabóka. Hann hefur þýtt á frönsku helstu verk bókmennta indíána í Suður- Ameríku og býr í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, á Máritaníu og í Nice í Frakklandi. Mörg verka hans hafa verið þýdd á ensku og Norðurlandamálunum. Verðlaunin verða afhent skáldinu í desember í Stokkhólmi eins og venjan er. - pbb Nóbelsverðlaun í bókmenntum: Frakki hlýtur heiðurinn KJARAMÁL Almennir starfsmenn bankanna sem ríkið hefur yfirtek- ið geta ekki verið vissir um að halda sömu launum og réttindum og áður, verði þeir endurráðnir hjá nýju fyrirtæki. Starfsmenn sem ekki verða endurráðnir geta vænst þess að uppsagnarfrestur þeirra verði virtur að vettugi. Ákvæði laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru numin úr gildi þegar ríkis- stjórnin setti neyðarlögin sem sér- fræðingur í vinnurétti telur að geti stangast á við EES-samninginn. Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja (SSF), segir það alls ekki víst að almennir starfsmenn bankanna haldi sínum fyrri launum og réttindum, eins og Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra hefur haldið fram. „Sett var inn í neyðarlögin að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðila- skipti séu ekki í gildi, en sam- kvæmt þeim heldur starfsmaður öllum sínum réttindum við breyt- ingu eins og þessa.“ Eiríkur Elís Þorláksson, héraðs- dómslögmaður hjá lögmannsstof- unni LEX, segir þá starfsmenn sem fá vinnu hjá nýjum banka eiga að halda óskertum kjörum ef lögin eigi við. „Í hinum svokölluðu neyð- arlögum sem sett voru fyrir fáein- um dögum er hins vegar tekið sér- staklega fram í 1. grein að þau geri það ekki.“ Eiríkur telur það álitamál hvort það standist að undanskilja lögin í þessu tilviki því þau voru sett til innleiðingar tilskipunar Evrópu- sambandsins sem Íslandi ber að fylgja samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. „Lögin hafa að geyma lágmarksréttindi sem ríki eiga að tryggja starfsmönnum við aðilaskipti að fyrirtækjum. Því kann að vera umdeilanlegt hvort hægt sé að ryðja lögunum út eins og gert var með neyðarlögunum.“ Eiríkur segir að réttarstaða starfsmanna sem missa vinnuna ráðist af því hvort eldri bankinn verður gjaldþrota eða ekki. „Ef bankinn verður ekki gjaldþrota þá á starfsmaður sem fær uppsagnar- bréf tilkall til launa í uppsagnar- fresti. Ef bankinn hins vegar verð- ur úrskurðaður gjaldþrota, þá horfir málið líklega öðruvísi við. Launþeginn á að vísu kröfu í þrota- búið, en óvíst er að eitthvað feng- ist upp í þær.“ svavar@frettabladid.is Ekkert tryggir laun bankastarfsmanna Ekkert tryggir að laun og önnur réttindi verði óbreytt hjá nýjum ríkisbönkum. Lög um réttarstöðu starfsfólks hafa þar verið numin úr gildi. Sérfræðingur í vinnurétti telur neyðarlög geta stangast á við skuldbindingar EES-samningsins. EIRÍKUR ELÍS ÞORLÁKSSON FRIÐBERT TRAUSTASON STARFSMENN LANDSBANKANS Nýr ríkisbanki hefur verið stofnaður á rústum gamla Landsbankans. Þeir 1.000 starfsmenn sem endurráðnir verða lifa í óvissu. 500 gætu misst vinnuna. KJARAMÁL Fjármálaeftirlitið tilkynnti í gær stofnun nýs ríkisbanka á rústum Landsbanka Íslands. Heitir hann Nýi Lands- banki Íslands. Samkvæmt ákvörðun stjórnar FME munu um eitt þúsund starfsmenn vinna í Nýjum Landsbanka í framtíðinni af þeim tæplega 1.500 sem unnu þar fyrir. Helga Jónsdóttir, formaður starfsmannafélags, segir mikla óvissu ríkja innan bankans um hverjir haldi vinnunni og hvort laun og réttindi haldist frá því sem var. „Viðskiptaráðherra sagði að allir myndu halda sínum launum nema þeir sem hafa svokölluð ofurlaun. En hann sleppti því að skilgreina hver þau væru.“ Helga telur að starfsmenn útibúanna séu einna öruggastir um að halda vinnunni en þeir eru um 700 talsins. - shá Nýr Landsbanki Íslands: 1.000 af 1.500 verða ráðnir VIÐSKIPTI Alþjóðlegir fjárfestar, sem eiga tugi milljarða króna innstæður í íslenskum bönkum, eru uggandi yfir því hvort þær séu tryggðar. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi margítrekað að allar innstæður á íslenskum reikningum séu tryggðar virðist óvissa ríkja um hvort það gildi einnig um útlendinga sem eiga krónur á íslenskum bankareikningum. Forsvarsmenn alþjóðlegs fjárfestingarfélags sem hefur nokkra milljarða króna á íslenskum banka- reikningum segjast hafa fengið misvísandi svör varðandi hvort innstæður þeirra væru tryggðar. Þeir fullyrða að mikil óvissa ríki um málið og það sé ein af meginástæðunum fyrir þeim óróa sem verið hefur í viðskiptum með krónuna undanfarna daga. Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður á lög- fræðistofunni Logos, segir að undanfarna daga hafi fjöldi erlenda og innlendra aðila, einkum erlend fjármálafyrirtæki, leitað til Logos vegna þessa. Allir hafi áhyggjur af að ekki sé fullt jafnræði meðal innstæðueigenda hérlendis. „Ef sá skilningur er réttur að yfirlýsing stjórnvalda nái einnig til innstæðna erlendra aðila í íslenskum bönkum er mikilvægt að þeim skilningi verði þegar í stað komið á framfæri við erlendar fréttaveitur,“ segir hann. - hhs Alþjóðlegir fjárfestar kalla á staðfestingu á tryggingu innstæðna: Útlendingar óttast um peninga hér EFNAHAGSMÁL Þrír stærstu lífeyris- sjóðir landsins tapa um 50 milljörð- um króna á hruni íslensku bank- anna. Þetta eru Lífeyrissjóður VR, Gildi og Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, LSR. Ljóst er að líf- eyrisgreiðslur skerðast á næsta ári, mismunandi mikið eftir lífeyris- sjóðum. Iðgjöld hækka hugsan- lega. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, LL, segir lífeyrissjóðina hafa orðið fyrir „bylmingshöggi“. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum höggsins. „Við getum reiknað með að tapa rúmum 16 milljörðum, eða sex prósentum af eignum,“ segir Gunnar Páll og telur ljóst að færa þurfi niður réttindi á næsta ári. Hann vonast til að það verði innan við tíu prósent. Hrafn segir að enginn viti hvern- ig málin standa um áramótin. Skerðing eða breytingar á iðgjöld- um komi ekki til álita fyrr en á fyrstu mánuðum næsta árs. „Mér er ekki fullljóst hve mikið sjóðirnir áttu í bönkunum. Innlend hlutabréf voru metin í lok júní upp á 170 milljarða. Hlutdeild lífeyrissjóð- anna nemur um átta prósent af eignum. Við vitum ekki hve mikils virði þessi bréf eru,“ segir Hrafn og rifjar upp að lífeyrissjóðirnir hafi átt um 5,5 prósent í Glitni. Sú eign hafi rýrnað um 10 milljarða við yfirtökuna. „Meiri líkur en minni eru til þess að það komi til skerðingar á næsta ári,“ segir Hrafn og telur útilokað að lífeyrissjóður verði gjaldþrota. - ghs Þrír lífeyrissjóðir tapa um fimmtíu milljörðum á hruni bankanna: Lífeyrisgreiðslurnar skerðast Við getum reiknað með að tapa rúm- um 16 milljörðum GUNNAR PÁLL PÁLSSON FORMAÐUR VR ÓTTAST UM KRÓN- URNAR Óvissa er um hvort peningar útlendinga á íslenskum banka- reikningum séu tryggðir. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.