Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 42
26 10. október 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is > Jóhann fer aftur til HSV Blikarnir Jóhann Berg Guðmundsson og Finnur Orri Margeirsson eru farnir frá Hamborg eftir að hafa verið hjá HSV í nokkra daga. Finnur Orri mun ekki snúa aftur en Jóhann Berg mun aftur snúa til félagsins eftir að hann hefur leikið með U-19 ára landsliði Íslands gegn Makedóníu. Forráðamenn HSV hafa mikinn áhuga á Jóhanni og eru meiri líkur en minni að hann snúi heim á leið frá Þýskalandi með samningstilboð í vasanum. Blikar hafa þegar samþykkt kauptilboð í leikmanninn efnilega. FÓTBOLTI Mikil umræða um launamál í knattspyrnuheiminum á sér stað þessa daga. Lord Triesman, formaður enska knattspyrnusambandsins, hefur mælt með launaþaki á ensku úrvalsdeildina þar sem félögin séu flest afar skuldsett. Triesman telur það algera nauðsyn að setja á launaþak svo félög fari ekki í gjaldþrot. Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er á sama máli og telur það nauðsynlegt fyrir íþróttina. Hann sér þó ekki fyrir sér að það gerist á næstu misserum. „Við verðum að fara varlega í þessi mál og sjá hvað við getum gert enda yrði það fótboltanum í hag að koma á launaþaki,“ sagði Platini. - hbg Peningamál fótboltans: Platini vill sjá launaþak PLATINI Vill launaþak en segir það ekki gerast strax. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . NÝ ÍSLENSK KVIKMYND - FRUMSÝND 9. OKTÓBER BESTA MYNDIN og Showtime verðlaunin - New York LGBT Festival Sérstakt afrek í þágu kvikmynda - Exit, Novi Sad, Serbía V i in n in g a r n g ve rð a a ERTU Á LEIÐINNI Í BÍÓ? SENDU SMS BTC BSR Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA HVER VINNUR!9. BESTA MYNDIN - Teddy Awards Berline Film Festival ,,Áhrifarík kvikmynd" - LA Times ,,Heillandi og dómlaus frásögn - Hollywood Reporter Valskonur töpuðu stórt fyrir sænsku meisturunum í Umeå í fyrsta leik sínum í riðli sínum í 2. umferð Evrópukeppninnar í gær. Umeå skoraði fyrsta markið eftir 10 mínútna leik og var komið í 3-0 fyrir hálfleik, þökk sé þrennu sænsku landsliðskon- unnar Hönnu Ljungberg. Margrét Lára Viðarsdóttir náði að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks en Svíarnir bættu strax við fjórða markinu og það var síðan hin brasilíska Marta sem gulltryggði sigurinn. „Þetta er frábært fótboltalið og geta liðsins er bara töluvert meiri en okkar. Hjartað sló í 90 mínútur og leikmenn lögðu sig rosalega mikið fram. Ég er ánægð með liðið að mörgu leyti. Við verðum bara að átta okkur á því að það eru heimsklassaleikmenn í hverri einustu stöðu og hæfileikarnir eru meiri en hjá okkur,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, annar þjálfari Valsliðsins eftir leik. Umeå-liðið hitti á mjög góðan leik og Valsliðið mátti ekki við því. „Maður dáðist líka að því hvað þær lögðu mikið í leikinn. Þjálfari þeirra talaði um það eftir leikinn að þetta væri einn besti leikur þeirra seinni hluta sumars,“ segir Elísabet. „Við mættum mjög ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og við áttum miklu betri leik í seinni hálfleiknum. Við minnkuð- um muninn en við náðum varla að fagna því áður en þær voru búnar að skora nokkrum sekúndum síðar,” segir Elísabet. Hún segir tilfinninguna eftir þennan leik þó vera allt aðra en eftir 0-4 tap fyrir KR í bikaúrslitaleiknum á dögunum. „Við töpuðum bikarúrslitaleik eftirminni- lega fyrir stuttu og þá var maður óánægð- ur með liðið og framlag til leiksins var lélegt. Í dag var það ekki svoleiðis,” segir Elísabet sem segir að ekkert hafi breyst og leikurinn á móti ítalska liðinu Bardolino á laugardaginn væri enn þá úrslitaleikurinn fyrir Valsliðið. „Það er bara leikurinn,“ segir Elísabet að lokum. ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR, ÞJÁLFARI VALSLIÐSINS: VALUR TAPAÐI STÓRT Á MÓTI UMEÅ Í GÆR Með heimsklassaleikmenn í hverri einustu stöðu HANDBOLTI Það óttuðust margir að Haukar yrðu kjöldregnir af þýska liðinu Flensburg í gær en af því varð ekki. Haukar stóðu ágætlega uppi í hárinu á þýska risanum en töpuðu að lokum með fimm marka mun, 35-29. Haukar byrjuðu leikinn vel og um miðbik hálfleiksins náðu þeir þriggja marka forskoti, 9-12. Þá tóku leikmenn Flensburg öll völd á vellinum og skoruðu tíu mörk gegn tveimur fram að hálfleik og leiddu þar af leiðandi með fimm mörkum í hálfleik, 19-14. Haukar byrjuðu grimmir í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk en nær komust þeir ekki. Flensburg hélt þeim ávallt í þægi- legri fjarlægð og landaði að lokum fimm marka sigri. „Við spiluðum virkilega góðan leik. Það er ekkert öðruvísi. Við komumst í 9-12 og hefðum getað bætt við en þá tóku dómararnir völdin og hentu okkur af velli hvað eftir annað. Það var bara of mikið. Þetta króatíska dómarapar var skelfilegt og sérstaklega annar þeirra sem dæmdi beinlínis á móti okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Annars er ég mjög ánægður með strákana. Töpum seinni hálf- leiknum með einu marki og það þrátt fyrir þessa dómgæslu. Það var alger vendipunktur er við minnkuðum muninn í 29-27 úr hraðaupphlaupi en það var dæmt skref á okkur sem var algert bull. Í kjölfarið er einn af okkar mönn- um rekinn af velli, þeir ganga á lagið og klára leikinn,“ sagði Aron en hans menn létu ekki troðfulla höll í Flensburg slá sig út af laginu og Aron segir leikmenn sína geta borið höfuðið hátt. „Kári var að spila virkilega vel allan leikinn. Andri kom upp í seinni hálfleik. Svo var Arnar Pét- ursson sterkur en hann kom nán- ast beint í leikinn frá Íslandi. Byrj- aði á bekknum en kom svo inn og stóð sig vel. Það munaði um það hjá okkur að Gunnari Berg var tvisvar vikið af velli í fyrri hálf- leik og ég gat því ekki beitt honum sem skyldi í vörninni eftir það. Það vantaði svo talsvert upp á markvörsluna hjá okkur. Þess utan er ég stoltur af strákunum sem sýndu flotta frammistöðu á virkilega erfiðum útivelli þar sem var mikið mótlæti í dómgæslu,“ sagði Aron. henry@frettabladid.is Króatísku dómararnir skelfilegir Íslandsmeistarar Hauka stóðu sig ágætlega gegn þýska stórliðinu Flensburg í Campushalle í gær. Haukar töpuðu með sex marka mun, 35-29. Þjálfari Hauka var mjög ósáttur við dómgæsluna í leiknum. STERKUR Kári Kristjánsson var markahæstur Hauka með sjö mörk og átti stórleik. Andri Stefan kom næstur með sex mörk. MYND/LIVING SPORTS STEMNING Sigurbergur Sveinsson fagnar hér marki í Campushalle. MYND/LIVING SPORTS HANDBOLTI Akureyri vann örugg- an 30-21 sigur á HK norðan heiða í gær. „Þetta er frábær vörn fyrir framan mig og stemningin í hús- inu var stórkostleg,“ sagði Haf- þór Einarsson markmaður sem fór á kostum í gær. Akureyri hafði undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé frábærri vörn og góðri markvörslu Haf- þórs sem varði ellefu skot í fyrri hálfleik og alls 24 í leiknum. Heimamenn skoruðu sex mörk úr hraðaupphlaupum og náðu mest fimm marka forystu og höfðu 14-10 yfir í hálfleik. HK gekk illa að finna svör við þéttum varnarleik heimamanna og virtust þunglamalegir í sókn- inni. Þeir skoruðu aðeins fimm mörk fyrstu fimmtán mínúturn- ar og ekki tók betra við í seinni hálfleik. Þá lokaði Hafþór mark- inu enn frekar og HK skoraði aðeins tvö mörk fyrsta korterið. Liðið var lélegt og skoraði ekki fyrstu tíu mínúturnar á meðan Akureyringar spiluðu mjög vel, náðu mest tíu marka forystu og unnu sanngjarnan 30-21 sigur. „Þetta var hneisa,“ sagði HK- ingurinn Sverre Jakobsson sem er uppalinn á Akureyri. „Við komum með hangandi haus til leiks og höldum að við séum kóngar eftir að hafa unnið Hauka. Þetta er bara skandall. Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt að tapa hér fyrir norðan, þeir eru með hörku lið, en að tapa með svona byrjendabolta er hneisa fyrir félagið og við urðum okkur til skammar í dag. Ég vil biðja stjórnina og stuðnings- mennina afsökunar á þessu,“ sagði Sverre sem sagði nauðsyn- legt fyrir liðið að vinna næsta leik. Hafþór var mun sáttari. „Þetta var mjög góður leikur að okkar hálfu. Við spiluðum vel saman sem heild og þá gengur allt saman upp. Það er góð stemning í kring- um liðið og umgjörðin er frábær. Herbert Guðmundsson með Can´t walk away hér fyrir leik átti sinn þátt í að koma okkur í stuð eins og annað,“ sagði Hafþór glað- beittur en Herbert hitaði áhorf- endur upp fyrir leikinn. „Áhorfendur voru frábærir og með troðfullt hús þarf að vera eitthvað að ef þú ætlar þér ekki eitthvað. Við getum allt sem við viljum ef við höldum þessu áfram.“ - hþh HK-ingar biðjast afsökunar á lélegum leik eftir öruggan sigur Akureyrar í gær: Við urðum okkur til skammar HARÐORÐURSverre Jakobsson var ekki sáttur með leik HK. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 6 (9), Andri Snær Stefánsson 5/3 (7), Heiðar Þór Aðalsteinsson 5 (7), Árni Þór Sigtryggsson 5 (15), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Jónatan Magnússon 2 (7/1), Þorvaldur Þorvaldsson 1 (1), Rúnar Sigtryggsson 1 (1), Elfar Halldórsson 1 (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 24/44 55%, Jesper Sjögren 0/1 0% Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 4, Heiðar 2, Rúnar, Andri). Fiskuð víti: 4 (Árni 2, Hörður 2) Utan vallar: 4 mínútur Mörk HK: Valdimar Þórsson 6/4 (11), Gunnar Steinn Jónsson 4/1 (10), Einar Ingi Hrafnsson 3 (5), Sverre Jakobsson 2 (2), Magnús Magn ússon 2 (4), Hlynur Már Magnússon 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (3), Bjarki Már Gunnars son 1 (4), Hákon Bridde 0 (2), Jón Björgvin Pétursson 0 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 0 (1). Hraðaupphlaup: 2 (Sverre, Magnús) Fiskuð víti: 5 (Einar, Valdimar, Jón Björgvin, Magnús). Utan vallar: 4 mínútur Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10/30 33%, Björn Ingi Friðþjófsson 6/16 38%. AKUREYRI-HK 30-21

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.