Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 24
4 föstudagur 10. október Stjörnumerki: U: Hrútur. S: Tvíburi. Besti tími dagsins: U: Þegar sonur minn vekur mig hlæjandi á morgnana. S: klukkan 9.15 þegar ég er búin í Pilates hjá Ástrós. Algjör sæla. Geisladiskurinn í spilaranum: U: Emilíana Torrini, Me And Armini...snilld! S: Kardemommubærinn, hvað annað! Uppáhaldsverslunin: U: Er ekki að hugsa um verslanir þessa dag- ana. S: Júniform og allar lágvöruverslanir á þessum síðustu og verstu. Uppáhaldsmaturinn: U: Íslensk kjötsúpa. S: Sushi. Væri til í sushi á hverjum degi. Ég lít mest upp til... U: Bjössa míns. S: Foreldra minna, eiginmanns, barna minna og vina og allra sem eru sannir og góðir. Áhrifavaldurinn? U: Tónlist, leiklist, kvikmyndir, góðar samræð- ur og gott fólk. S: Þeir eru ótalmargir, allt frá hvunndagshetjum upp í snillinga, í fortíð og framtíð. Draum U: Snæ S: Mér er algjö góðum víni, sk göngu Ef þú kaupa U: Ég best... ✽ ba k v ið tjö ldi n Unnur Ösp Stefánsdóttir og Selma Björnsdótt- ir kynntust fyrst þegar þær voru aðeins átta og tíu ára gamlar og léku í Kardemommubænum. Það var þó ekki fyrr en tuttugu árum síðar, eftir símtal frá Selmu, sem þær Unnur tóku upp þráðinn og hafa verið óaðskiljanlegar síðan. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson Í kvöld verður Fólkið í blokk- inni frumsýnt í Borgarleik- húsinu í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur. Það er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík sem ákveður að setja upp söngleik. Selma Björnsdóttir hefur komið fram í rúmlega tuttugu söngleikj- um og leikritum í atvinnuleik- húsum, starfað sem danshöfund- ur og verið fulltrúi okkar Íslend- inga í Eurovision í tvígang. Hún settist í fyrsta skipti í leikstjóra- stólinn þegar hún leikstýrði Gosa í Borgarleikhúsinu í fyrra. Nú leik- ur hún í Ástin er diskó – lífið er pönk og leikstýrir Kardemommu- bænum í Þjóðleikhúsinu sem verð- ur frumsýndur í lok febrúar, en það var einmitt í þeirri sýningu sem leiðir Selmu og Unnar lágu fyrst saman árið 1984. Unnur lék svartan kött en Selma lék Kamillu. „Ég leit rosalega upp til Selmu því hún söng svo vel. Selma varð mér því snemma mikil fyrirmynd,“ segir Unnur og hlær. Eftir Karde- mommubæinn skildi leiðir en þær vissu alltaf hvor af annarri. „Árið 2003 ákvað ég að hringja í Unni og spyrja hvort hún væri ekki til í að setja upp með mér eitt stykki söngleik,“ segir Selma. „Ég hugsaði fyrst bara „geðsjúk- lingur er á línunni” af því að við bara rétt könnuðumst við hvor aðra og höfðum ekki haldið neinu sambandi í gegnum árin en um leið fannst mér þetta náttúrulega spennandi tilboð, mikil fífldirfska og langaði strax að fara í samstarf með þessum ágætu hjónum Selmu og Rúnari Frey Gíslasyni,“ segir Unnur en þau settu saman upp söngleikinn Hárið árið 2004. „Svo leysti ég Unni af í hlutverki Krissu í Grease og við vorum ráðn- ar til að setja upp Litlu hryllings- búðina í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sama vetur. Síðan hefur ekki slitnað slefan milli okkar því við tölum eflaust meira saman okkar í milli en við maka okkar og símreikningurinn hefur hækkað töluvert því við heyrumst svo oft,” segir Selma og brosir. Í LEIKSTJÓRASTÓLNUM Spurðar um leikstjórnarverkefni sín segist Selma hafa fengið sitt fyrsta tækifæri á því sviði fyrir til- stilli Unnar. „Unnur benti á mig til að vera leikstjóri fyrir Verzlunar- skóla Íslands fyrir tveimur árum. Þá var ég kasólétt, fæddi fimm dögum fyrir frumsýningu og mæli ekki beint með því. Í kjölfar þess, bara mánuði eftir frumsýningu, kom Guðjón Pedersen Borgarleik- hússtjóri til mín í hléi á leiksýn- ingunni Ást og stakk því að mér hvort ég væri ekki til í að leikstýra Gosa. Þá var ég eiginlega að fara í fyrsta skipti út á meðal fólks eftir að ég átti Selmu Rún dóttur mína og það datt gjörsamlega af mér andlitið. Ég fékk svo að vita að þetta yrði ekki fyrr en um haust- ið og eftir að ég hafði tekið heila viku í að brjóta mig niður og hugsa að ég gæti þetta ekki fannst mér þetta náttúrulega bara ótrúlega spennandi,“ segir Selma. Unnur segir að það hafi aldrei verið ákvörðun hjá sér að snúa sér að leikstjórn heldur hafi það komið til hennar. „Fólkið í blokkinni er í rauninni fyrsta leikstjóraverk- efni mitt á vegum atvinnuleik- húss og langstærsta verkefnið mitt til þessa. Þegar maður fær tæki- færin upp í hendurnar og það er veðjað á mann getur maður ekki skorast undan,“ segir Unnur. „Mér finnst mjög gaman að ögra mér og ég held að maður þurfti að gera það til að þroskast og læra í líf- inu, en ég held að ég viti þegar ég er að taka of stórt upp í mig og þá hef ég yfirleitt vit á að segja nei. Mitt mottó er að ganga einu skrefi lengra en ég þori og það hefég allt- af gert,“ segir Selma. FORGANGSRÖÐIN BREYTTIST Það er óhætt að segja að Selma og Unnur Ösp séu samstiga því auk þess að vera önnum kafnar í leik- húslífinu eru þær báðar í sambúð með leikurum, voru óléttar á sama tíma og eiga börn með fimm mán- aða aldursbili. Aðspurðar segja þær gott skipulag vera lykilatriði í stórum og krefjandi verkefnum svo þau bitni ekki á fjölskyldu- lífinu. „Allt líf mitt breyttist við barnsburð. Það sem skiptir máli er barnið og lífið heima hjá manni,“ segir Unnur. Selma viðurkennir að barneignir hafi breytt starfsák- afanum og framagirninni. „Þegar ég var ólétt af Gísla Birni hafði ég áhyggjur af því að detta út og geta ekki komist inn í bransann aftur, en ég er laus við þær áhyggjur núna. Þegar maður fær lítið barn í hendurnar tekur móðir náttúra við og breytir forgangsröðinni hjá manni. Selma Rún var sjö mánaða þegar ég fór að leikstýra Gosa og ég fann að ég skipulagði mig miklu betur og ég gat alltaf komið heim úr vinnunni og slakað á með börn- unum mínum,“ segir Selma og Unnur segist ekki jafn dugleg að taka vinnuna með sér heim. „Ég skipulegg mig þannig að lífið sé í fyrsta sæti því það er í raun inn- blástur í vinnuna mína.“ Hvernig er heimilislífið þegar þið eruð í verkefnum á sama tíma og makarnir? „Okkur Rúnari var boðið að leika saman í tveimur sýning- um, en eftir að Selma Rún kom í heiminn er það ekki í boði,“ segir Selma og Unnur tekur undir þetta. „Við Bjössi erum bæði uppi í Borg- arleikhúsi núna og við reynum að hafa það fyrir reglu að vera ekki í sömu verkefnunum. Maður þarf virkilega að hugsa þetta allt upp á nýtt eftir maður eignast barn.“ Starf leikara felur gjarnan í sér óvissu þegar kemur að verkefn- um og tekjum. Unnur og Selma hafa þó nóg fyrir stafni og segjast að vissu leyti þrífast á óvissunni. „Ég frumsýni í lok febrúar og eftir það er hin fullkomna óvissa, en ég er svo vön því. Það er yfirleitt allt- af þannig hjá mér og ég er ekkert stressuð yfir því,“ segir Selma og Unnur segist þrífast á óvissunni. „Eftir frumsýningu á Fólkinu í blokkinni fer ég að æfa Milljarða- mæringa sem er jólasýning í Borg- arleikhúsinu og fer að leika í Fló á skinni, sem ég mun hoppa inn í, en ég hef aldrei verið fastráðin og maður hræðist það pínulítið. Það SLEFIÐ slitnar ekki Á MILLI Þ Unnur Ösp Stefánsdóttir og Selma Björnsdóttir eru samstiga í lífinu Þær eiga börn á svipuðum tíma, eru báðar að leikstýra um þessar mundir og eru báðar giftar leikurum. SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I -A K A D E M Í A N Velkomin í Snyrtiskóla Snyrtiakademiunnar Hjallabrekku 1 Snyrtiskólinn er einkaskóli með alþjóðleg CIDESCO réttindi. Nám í snyrtifræði er hagnýtt og skemmtilegt nám. Snyrtiskólinn er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu. Námið er lánshæft í gegnum LÍN. Örfá pláss laus í Nóvember. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 553-7900 www.snyrtiakademian.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.