Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 34
18 10. október 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is ELLERT B. SCHRAM ER 69 ÁRA Í DAG. „Það býr gott fólk á Nes- inu. Það veit ég af góðu nábýli við Seltirninga í marga áratugi.“ Ellert B. Schram er þing- maður Samfylkingarinn- ar og fyrrverandi forseti Íþróttasambands Íslands. Verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi var opnuð á þessum degi árið 2001. Þá voru þar um sjötíu verslanir og þjónustu- fyrirtæki en í dag eru þau um níutíu. Gólfflötur hússins er um 63 þúsund fermetrar en verslunarrýmið um 33 þús- und fermetrar. Um 45 þúsund gestir komu í verslunarmiðstöðina á fyrsta degi sem var um 20 prósentum meira en gert hafði verið ráð fyrir. Þegar verslunarmiðstöðin var opnuð voru tveir ungir nágrannar hennar fengn- ir til að hleypa á hana straumi. Þetta voru þau Linda Margrét Gunnarsdóttir og Smári Páll Svavarsson. Miklar umræður sköpuðust í kringum hönnun verslunarmiðstöðvarinnar en úr lofti þykir hún skírskota til æxlunarfæra karla. ÞETTA GERÐIST: 10. OKTÓBER ÁRIÐ 2001 Smáralind opnuð MERKISATBURÐIR 1946 Mikill fjöldi glóandi loft- steina sést víða á Norð- urlandi og Austurlandi. Á Kópaskeri töldu menn 400 loftsteina á 20 mín- útum. 1970 Auður Auðuns tekur við ráðherraembætti, fyrst kvenna. Hún gegnir stöðu dóms- og kirkjumálaráð- herra í ríkisstjórn Jóhanns Hafsteins í tæpt ár. 1972 Skyri slett á þingmenn og fleiri sem eru á leið frá Dómkirkjunni í Alþingis- húsið til þingsetningar. 1974 Norræna eldfjallastöð- in í Reykjavík er formlega opnuð. Hlutverk henn- ar er að stunda rannsókn- ir í eldfjallafræði og þjálfa unga jarðfræðinga á því sviði. Haldið er upp á alþjóða geðheilbrigð- isdaginn víðs vegar um heiminn í dag. Alþjóðlega yfirskriftin er Make Mental Health a Global Priority. Ís- lenska undirbúningsnefndin í ár ákvað þó að bregða út af vananum og fylgja eigin yfirskrift. Megináhersla er lögð á geðheilbrigði ungs fólks með yfir- skriftinni Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. „Ástæðan er sú að það gefur betri raun að vinna forvarna- en slökkvi- liðsstarf og skila forvarnir mestum ár- angri ef þær eru innleiddar snemma,“ segir Einar G. Kvaran, verkefnastjóri í málefnum ungs fólks hjá Geðhjálp. „Þá er margt sem bendir til þess að andlegt álag sem þessi hópur er undir sé vanmetið. Ekki síst nú þegar mikil óvissa ríkir í samfélaginu.“ Í tilefni dagsins verður dagskrá í Perlunni milli klukkan 16 og 18 í dag. Þar flytja fulltrúar frá Barna- og ungl- ingageðdeild Landspítalans, Götu- smiðjunni og Regnbogabörnum erindi en auk þess lætur unga kynslóðin í sér heyra með tónlistarflutningi af ýmsu tagi. „Í fyrra nutum við góðs af góðær- inu og rausnarlegum framlögum. Í ljósi þjóðfélagsaðstæðna sóttumst við ekki eftir stuðningi til að halda upp á daginn heldur nýttum afgang frá því í fyrra,“ segir Einar. Fleira hefur verið gert í tengslum við daginn og má þar nefna opnun heimasíðunnar www.10okt.com. Vef- síðan verður þróuð áfram í samstarfi við ungt fólk en markmið hennar er að veita fræðslu um geðrækt og aðstoða við skipulagningu geðræktarviðburða. Undanfarna viku hefur þar verið sér- stakt geðræktarátak sem heitir Eitt í einu. „Eitt af því sem einkennir and- leg veikindi er að festast í vandamál- um fortíðar eða framtíðar. Markmið átaksins er að styrkja einbeitingu en hún er ein af undirstöðum góðrar heilsu og gefst þátttakendum kostur á að skrá verkefni sem þeir vilja taka sér fyrir hendur á síðuna. Það getur til að mynda verið að njóta þess að vera með fjölskyldunni án þess að hlusta á útvarp eða lesa blöðin,“ útskýrir Einar en upplýsingar um skráð verkefni verða birtar á heimasíðunni. Af öðru má nefna að tveir aðstand- enda geðheilbrigðisdagsins hafa efnt til sérstaks geðræktarátaks innan sinna vébanda en það eru annars vegar Samfés, Samtök íslenskra félagsmið- stöðva, og hins vegar Vesturgarður, þjónustumiðstöð Vesturbæjar. „Á geðræktardeginum í fyrra var síðan tekin upp sú nýbreytni að fram- leiða stuttermaboli og var ákveðið að geðorðin 10 yrðu þema þeirra. Í ár er því komið að geðorði tvö, Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. Nýtt merki geðheilbrigðisdagsins á Íslandi prýðir framhlið bolsins.“ vera@frettabladid.is ALÞJÓÐA GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN: MEÐ ÁHERSLU Á GEÐHEILBRIGÐI UNGS FÓLKS Hlúum að okkar nánustu ALLTAF VON Nýtt merki geðheilbrigðisdagsins prýðir stuttermabol Einars G. Kvaran. Í því felast táknræn skilaboð um að þrátt fyrir erfiðleika er alltaf von. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hjartans þakkir færum við þeim sem veitt hafa okkur stuðning, samúð og vinarhug við andlát og útför elsku sonar okkar, bróður og unnusta, Sverris Franz Gunnarssonar Birtingakvísl 14, Reykjavík, sem lést mánudaginn 08. september síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Kristján Sigmundsson Guðný Sverrisdóttir Ari Þór Gunnarsson Vala Hrönn Guðmundsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fanney Halldórsdóttir frá Ísafirði, lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, sunnudaginn 5. október sl. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. okt. kl. 15.30. Kristján Ó. Maríasson Helga Axelsdóttir Guðmundur G. Maríasson Gladys Maríasson Friðgerður K. Maríasdóttir Jón S. Baldursson Halldór B. Maríasson Áslaug F. Guðmundsdóttir Fanney M. Maríasdóttir Nanna Bára Maríasdóttir Guðmundur Ingi Einarsson ömmubörn, langömmubörn og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Björgvinsdóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þriðju- daginn 7. október sl. Björgvin Richard Andersen Hafdís Helgadóttir Karl Andersen Lóa K. Sveinbjörnsdóttir Fríða Bonnie Andersen Sjöfn Kristjánsdóttir Thelma Margrét Andersen Daði Örn Andersen Viktor Orri Andersen Kristófer Atli Andersen Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Óskar P. Óskarsson, áður til heimilis í Grænahjalla 11, lést föstudaginn 3. október. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. október kl. 13.00. Lilja Guðbjörnsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. AFMÆLI BAI LING LEIKKONA ER 38 ÁRA. SARAH LANCAS- HIRE LEIKKONA ER 44 ÁRA. AMANDA BURTON leikkona er 52 ára. DAVID LEE ROTH SÖNGVARI ER 53 ÁRA. Allegro Suzuki-tónlistar- skólinn hefur verið rekinn í áratug. Í tilefni af því ætla forsvarsmenn hans að slá upp veglegri afmælisveislu í skólanum sem hefst klukkan 15.15 í dag. Þrennir tónleikar með blönduðu efni verða haldnir í dag auk þess sem boðið verð- ur upp á kaffi og með því. Það er þó aðeins for smekk- urinn að því sem koma skal því almenningi gefst síðan tækifæri til að líta inn og fylgjast með kennslu í hóp- tímum frá klukkan níu um morguninn og svo tónleikum klukkan 11.30 á laugardag. Samleikur verður svo hafður í öndvegi á síðustu tónleikunum, þar sem fiðlu,- selló- og píanóhópar munu koma fram í Salnum í Kópa- vogi klukkan 15 á sunnudag. Heimasíða Suzukiskólans er www.allegro.is og verður hún opnuð í nýjum búningi í tilefni af afmælinu. Hátíð um helgina NÁM Kennt er á fiðlu, píanó og selló.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.