Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 36
20 10. október 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Komdu elsk- an, við erum orðin of sein! Þú verður bara að mála þig í bílnum! Þrátt fyrir að lítið leki út er ég vel aflögufær með Bouquet. Það er góður litur á því og það tónar vel! Þú tekur þvag- prufuna aðeins of alvarlega! Í hvert skipti sem ég fer að heiman þarf mamma að segja að hún elski mig. Er eitthvað að því? Það pirrar mig! Mér finnst eins og ég sé... ... þú veist... ... ofhlaðinn. Ég finn til með þér. Fyrst þú getur ekki sofnað Mjási skaltu prófa að telja kindur. Jebb Svona til að byrja með... Núll. Ég er heima og hef átt góðan dag! Og um leið og ég hef geng- ið frá skal ég segja ykkur frá deginum! En fyrst vil ég heyra hvort þið viljið ekki hjálpa mömmu með matinn! Einhverjar spurningar? Með bros á vör og allt það?? Stuna Það eru erfiðir tímar, Baktus bróðir. En samt er ekkert að því að fara að fordæmi Sverris Stormskers og horfa á björtu hliðarnar við og við. Til þess þarf maður ekki að vera bölvuð gunga og gólftuska, eins og dómstóll götunnar virðist af sinni óendanlegu visku hafa dæmt alla þá sem dirfast að svo mikið sem glotta að grátbroslegum hliðum kreppunnar. Til dæmis glápti ég stíft á björtu hliðarnar þegar fréttir hófu að berast af hugsanlegri milliríkjadeilu við Breta, með Golden Brown og elsku Alistair í broddi fylkingar, fyrr í vikunni. Ég hugsaði sem svo að ef við þyrftum að lenda í deilu við eitthvert ríki væri Bretland fráleitt versti kosturinn. Svo fór ég að pæla, og komst að því að ég hafði rangt fyrir mér. Bretar luma nefnilega á fjöldanum öllum af banvænum leynivopnum sem reynst gætu and- og líkamlegri heilsu Frónbúa skeinuhætt. Mest er ég smeykur við Bretarnir skvetti heitu tei á okkur úr öllum litlu tebollunum sínum. En þeir gætu líka gripið til þess ráðs að hætta að senda graða og tannlausa blokkarbúa í mislukkaðar kynlífsferðir til Reykjavíkur. Eflaust kemur til greina hjá þeim að byggja risastóra hátalara og blasta lögum Coldplay og fleiri ámóta enskra popphljómsveita yfir allt landið, og skaða þannig tóneyra landans til frambúðar. Einnig gætu þeir gripið til þess ráðs að ráðast gegn knattspyrnuskynsemi Íslendinga og loka fyrir beinar útsendingar frá leikjum allra annarra liða en Manchester United. Því er vissara að fara sér hægt í að deila við Breta. Þótt reyndar sé ólíklegt að þeir geti slitið sig nógu lengi frá krikketleikjunum sínum, sem taka að meðaltali tólf og hálfan dag að klárast, til að deila mikið. Aðgát skal höfð í nærveru Breta NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason Ekki missa af eldfjörugum söngleik og ekta diskófjöri! lau. 11/10 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 12/10 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare fim. 9/10 uppselt fös. 10/10 uppselt Takmarkaður sýningafjöldi Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin lau. 11/10, sun. 12/10 örfá sæti laus Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað Frumsýning 17. október Örfá sæti laus á fyrstu fimm sýningarnar www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Engisprettur Biljana Srbljanovic Heillandi leikhúsveisla - síðustu sýningar fim. 9/10 örfá sæti laus, fös. 10/10 Sá ljóti Marius von Mayenburg Nú á leikferð um landið! Hæðarstillanleg w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 skrifborð Verð frá kr. 60.600 (handknúin) og kr. 82.200 (rafmagnsknúin) kr. 77.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.