Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 4
4 12. október 2008 SUNNUDAGUR REYKJAVÍK Ágætlega gengur að ráða fólk til starfa á frístunda- heimili borgarinnar. Þó eru enn um 500 börn sem bíða eftir vistun, en 2.231 hafa fengið pláss. „Það er ágætisgangur og hefur verið síðustu vikuna. Okkur vantar 44 starfsmenn í hálft starf til að vera fullmönnuð,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri tómstundamála hjá ÍTR. Soffía segir að aðstæður í þjóðfélaginu geti haft áhrif á starfsemina. „Við vitum ekki enn hvort hreyfing verður á þeim börnum sem fyrir eru og eins hvort meira framboð verður á starfsfólki. En vonandi útvegum við öllum pláss á næstunni.“ - kóp Frístundaheimili borgarinnar: Fimm hundruð vantar pláss VANTAR ENN PLÁSS Fimm hundruð börn bíða enn eftir plássi á frístunda- heimili borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL „Það er mjög mikil- vægt fyrir íslensku þjóðina að sækja um stuðning Alþjóðagjald- eyrissjóðsins sem allra fyrst. Við hefðum mátt gera það fyrr. Sjóður- inn mun ekki setja skilyrði fyrir stuðningi önnur en þau sem eru skynsamleg og nauðsynleg, og ég sé enga vankanta á slíkri umsókn,“ segir Jónas Haralz, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri. Á síð- ustu dögum hefur gætt aukins þrýstings á yfirvöld að leita stuðn- ings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna bágs efnahagsástands þjóð- arinnar. Árni Mathiesen fjármála- ráðherra fundaði með fulltrúum sjóðsins í Washington í gær en segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort óskað verði eftir stuðn- ingi. Jónas Haralz segir Íslendinga oft hafa notið góðs af tilveru gjaldeyr- issjóðsins. „Við gengum í sjóðinn við stofnun hans árið 1944 en urðum ekki virkir þátttakendur fyrr en 1960. Þá hjálpaði sjóðurinn okkur með nauðsynlegan gjaldeyrisforða til að gefa innflutning frjálsan. Þegar erfiðleikar steðjuðu að þjóð- inni á árunum 1977 til 1979 kom sjóðurinn aftur til hjálpar. Við höfum ekki þurft á honum að halda lengi, en það er ómetanlegt að hafa svona stofnun í ástandi sem þessu,“ segir Jónas, og bætir við að ef Íslendingar fengju stuðning frá seðlabönkum einstakra landa væri eðlilegt að það yrði sem viðbót og styrking á stuðningi gjaldeyris- sjóðsins. Löndin sem rætt hafi verið um í því sambandi séu öll meðlimir í sjóðnum. Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóða- stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að greina á milli þess hvort Íslendingar hygg- ist sækja um lán eða ganga í gegn- um sérstaka meðferð gjaldeyris- sjóðsins. „Ég hef vissar efasemdir. Það þarf ekki að vera svo slæmt að fá lán hjá sjóðnum, en þegar ríki eru tekin í meðferð hjá sjóðnum hafa þau ekki verið að koma vel út. Yfirleitt fylgir slíkri meðferð að ekki megi reka ríkissjóð með halla, en við stöndum frammi fyrir halla- rekstri. Til að reka ríkissjóð án halla er ég mjög hrædd um að vel- ferðarsamfélagið þurfi að víkja. Þá verður þunginn af kreppunni bor- inn af konum sem þurfa að sinna umönnunarstörfum, sem ríkið gæti ekki sinnt lengur, heima við. Þetta verður afleiðingin ef ekki er haldið rétt á spöðunum. Ef við hins vegar fáum lán hjá sjóðnum held ég að þetta eigi ekki við.“ Silja segir sögu gjaldeyrissjóðs- ins mjög misleita. „Þegar mörg ríki lentu í alvarlegum þrengingum í upphafi níunda áratugarins höfðu kröfur sjóðsins alvarlegar afleið- ingar fyrir mörg ríki, til dæmis Argentínu. En það eru ákveðnar vísbendingar um að sjóðurinn sé að læra,“ segir Silja. kjartan@frettabladid.is Skilyrðin sögð skyn- samleg og nauðsynleg Þrýstingur eykst á stjórnvöld að leita stuðnings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagsástandsins. Jónas Haralz hagfræðingur vill að það gerist sem fyrst. IMF Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við setningu ársfundar sjóðsins í Washington í gær. NORDICPHOTOS/AFP JÓNAS HARALZSILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR STJÓRNMÁL Árni Mathiesen fjármálaráðherra gekk í gær frá samkomulagi við Hollendinga um ábyrgðir á greiðslum til eigenda Icesave- reikninga Landsbankans í Hollandi. Íslenska ríkið ábyrgist greiðslur upp að 20.887 evra marki fyrir hvern reikning. Sendinefndir frá Hollandi og Bretlandi komu um helgina til viðræðna við íslenska embættismenn. Það var hins vegar fjármála- ráðherra sem gekk frá samkomulaginu við Wouter J. Bos, hollenskan starfsbróður sinn, sem eins og Árni er á ársfundi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Washington. Árni segir aðalatriðið vera að málið sé leyst. „Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Hollenski seðlabankinn annast greiðslur til innistæðueigenda þar í landi. Þá eru viðræð- ur við sendinefnd Breta í gær um Icesave- reikninga í Bretlandi sagðar hafa verið vinsamlegar. Markmiðið hafi verið að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir báða aðila. „Verulegum árangri var náð um grundvall- aratriði fyrirkomulags til að flýta greiðslum til eigenda sparisjóðsreikninga í Icesave. Fulltrúar ríkjanna ákváðu að vinna náið saman að lausn annarra viðfangsefna á næstu dögum,“ segir í sameiginlegri yfirlýs- ingu. Enn er alls óljóst hversu háar upphæðir ríkissjóður mun þurfa að borga vegna Icesave. Geir Haarde forsætisráðherra hefur sagt að vonir séu um að eignir Icesave dugi að mestu leyti til að greiða reikningseigend- unum. - gar Viðræður við sendinefnd Breta um Icesave sagðar ganga vel: Samið um bætur til Hollendinga FUNDAÐ UM ICESAVE Sendinefnd breskra embættis- manna sat fund með íslenskum embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GENGIÐ 10.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 199,9866 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,66 111,18 187,78 188,7 149,74 150,58 20,116 20,234 17,769 17,873 15,528 15,618 1,1182 1,1248 168,8 169,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Árás á skemmtistað Ráðist var á mann á dansgólfi skemmtistaðar í Reykjavík í fyrrinótt og vísuðu dyraverðir árásarmanninum út. Fjórir ökumenn voru jafnframt handteknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík í fyrrakvöld. Ofsahraði á Sæbraut Nítján ára ökumaður var handtek- inn fyrir að aka á 121 km hraða á klukkustund á Sæbrautinni í fyrrinótt þar sem hámarkshraðinn er sextíu. Ökumaðurinn má eiga von á sekt og ökuleyfissviptingu. LÖGREGLUFRÉTTIR Eldur í potti Eldur kom upp í potti á eldavél á tveimur stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Fyrra atvikið átti sér stað í Breiðholti laust eftir klukkan eitt í fyrrinótt en hið síðara á Skúlagötu um ellefuleytið í gærmorgun. Slökkvilið Reykjavíkur var kallað til og töldust bæði óhöppin minniháttar. Ölvaður á Sauðárkróki Maður um fimmtugt var handtekinn á Sauðárkróki grunaður um ölvun við akstur laust fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Annars var nóttin með rólegra mótinu í bænum. LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 15° 14° 13° 14° 20° 22° 22° 23° 18° 25° 24° 23° 19° 23° 25° 31° 19° Á MORGUN Víða 3-8 m/s, stífari vestast. ÞRIÐJUDAGUR Hæg suðlæg eða breytileg átt. 5 4 3 3 2 3 4 6 7 8 0 18 12 13 11 10 6 6 7 9 10 9 5 8 4 2 3 3 2 3 6 5 KÓLNANDI VEÐUR Í VIKUNNI Horfur eru á kólnandi veðri með þriðjudeginum eink- um norðan til og eru líkur á að úrkoman sem kann að falla Norðanlands verði slydda eða slydduél í byggðum og snjó- koma til fjalla. Úr- koman syðra verður að öllum líkindum blaut næstu daga. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður VÍN, AUSTURRÍKI, AP Austurríski stjórnmálamaðurinn Jörg Haider lést í bílslysi í föður- landi sínu í gær, 58 ára gamall. Haider var að taka fram úr öðrum bíl þegar hann missti stjórn á bílnum og fór margar veltur. Haider, sem var einn í bílnum, var í bílbelti en það dugði ekki til því hann fékk höfuðáverka sem leiddu til dauða hans. „Haider, sem var ríkisstjóri í Carinthia-fylki og leiðtogi Framtíðarsamtak- anna, hafði fyrir skömmu snúið aftur í austurrísk stjórnmál með mýkri stefnu en þá öfga- fullu hægristefnu sem hann var þekktur fyrir er hann var leiðtogi Frelsisflokksins. Vakti sú stefna hörð viðbrögð meðal annarra Evrópuþjóða, enda þótti hún hliðholl nasisma. Haider lætur eftir sig eiginkonu, tvær dætur og níræða móður, en til stóð að fagna afmæli hennar um helgina. - fb Jörg Haider lést í bílslysi: Framúrakstur leiddi til dauða JÖRG HAIDER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.