Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 28
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] Október 2008 Neyðarfundur var boðaður í menntamálaráðuneytinu á föstudagsmorgun með helstu forkólfum listastofnana ríkisins. Ljóst er að veru- leg umbreyt- ing verður í rekstrarum- hvefi stofn- ana og þær verða í skyndingu að minnka kostnað það sem eftir er ársins og geta búist við harkalegum niðurskurði við afgreiðslu fjárlaga. Spurning hvort ráðherraliðurinn, sem í ár var nær níutíu milljónir til ráðstöfunar fyrir ráðherra, sé ekki fyrsti liðurinn sem ætti að skera niður. Vesturport-leikflokkurinn var byggður upp með dyggi- legum stuðningi Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur með tilstyrk Landsbanka Íslands. Með honum breyttist nokkuð aðstaða frjálsra leikhópa með tíðum boðsferðum á listahátíðir erlendis. Núna er sú styrklind þorrin og því fyrirsjáanlegt að sýningar á verkum hópsins í New York og víðar eru fyrir bí. Lokun á bankalínum og afgreiðslu fjármagns til erlendra viðskipta mun hafa afdrifarík áhrif á íslenskar bókaútgáfur sem prenta upplög sín erlendis. Tafir verða á útgáfum og prentun. Er því hætta á að margir fari illa út úr útgáfu á þessu ári, nema Forlagið sem tók þann pólinn á síðsumardögum að prenta allt sitt hér heima í Oddanum. AÐ TJALDABAKI HAUSTÚTSALA Aðeins í nokkra daga! OPIÐ VIRKA DAGA 10 – 18 Laug. 11. okt. 10 – 17 Sunn. 12. okt. 13-17 afsláttur www.utivistogsport.is NÝTT KORTATÍMABIL Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 Leyndarmálið felst í lögmáli aðdráttaraflsins. Allt sem gerist í lífinu löðum við að okkur. Leyndarmálið er falið innra með hverjum og einum og möguleikarnir eru endalausir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.