Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 14
MENNING 2 elgi Steins Stein- arrs meðal kyn- slóðarinnar sem óx upp með skáldskap hans var mikil og fölskva laus. Fyrir þá sök að Steinn, eins og margir einhleypingar þessara ára fyrir og eftir stríð, bjó við bág kjör og þröngan hag varð hann áberandi í borgarlífinu, tíður gestur á matstofum og kaffihúsum þar sem þeir sem höfðu áhuga á að taka hann tali gátu komist í bein kynni við manninn. Andstætt skáldum og rithöfundum sem náðu styrkri borg- aralegri stöðu var Steinn Steinarr lif- andi táknmynd bæjarlífsins, hvass oft í tilsvörum og jafnvel meiðandi en mörgum reyndist hann ákaflega dæll maður: „Hann var alltaf góður við mig“ hef ég heyrt fleiri en einn segja sem hafði af honum kynni. En margar sögur eru til af harkalegu viðmóti hans við menn sem töldu sig standa hærra á strái en allur fjöldinn. Beggja handa járn, oft spaklegur í umsögnum sínum, eins og fræg greining hans á ung skálda- kveri í Birtingi vitnar um. Steinn varð barn ómagi eins og það var kallað í fornri sveitalöggjöf lands- ins. Hann var ungur sagður til sveitar og komið fyrir hjá vandalausum. Hann veiktist ungur og var bæði veikur fyrir af ófitu og dugði lítt til líkamlegrar vinnu sökum visinnar handar. Hann átti lítinn kost á menntun samkvæmt skilningi okkar tíma og var því dæmd- ur til að sitja í því lagi samfélagsins sem lifði á daglaunum, sporslum. Sú framfærsluhugmynd er víðs fjarri skilningi okkar tíma en er samt dag- legt brauð með fjölda þjóða í öðrum heimshlutum. Hann hafði því fátt fyrir sig að leggja og verandi eins og margir ungir menn á árum kreppunnar rót- tækur í þjóðfélagsskoðunum gerðu skoðanir skáldinu unga erfiðara fyrir um skáldstyrk. Þýðingar lagði hann ekki fyrir sig, pólitíska bakhjarla átti hann enga. Veröld hans var skjóllítil og fyrir bragðið var hann hafinn yfir flest tengsl sem mörkuðu feril margra eftirbáta hans á skáldabekk. Hann var fullvalda í fátækt sinni – sovereign. Pólitísk sinnaskipti hans eftir hina eftir minnilegu og kunnu för til Sovét- ríkjanna voru skýrt afmörkuð en komu afar seint á ferli sem var þá í raun á enda runninn, þótt ýmsir geri mikið úr þeim nú, meira en skiptir mestu máli við feril hans og list. Steinn Steinarr breytti um síðir íslenskum bókmenntum með afdrifa- meiri hætti en margir aðrir. Þar ber hæst lífssýn hans sem fór fyrir ríkum utanaðkomandi áhrifum sem síðar skullu á hugarlendum undir nafni tilvistarhyggjunnar. Hans tilvistar- hyggja var heimasmíðuð og hert af lífsreynslu. Og þegar hún lagðist með myndvísi sem einkennir nær allan hans skáldskap, kuldalegri íroníu, stundum nöpru pólitísku háði, sem tjáð var í alþýðlegu og viðhafnarlitlu tungu- taki, varð til skáldheimur sem varð mörgum fyrirmynd og skóp honum lif- andi aðdáun sem varað hefur lengur en flestra samferðamanna hans og jafnvel flestra þeirra ljóðskálda sem á eftir komu. Því er allt tal um minnis- varða honum til virðingar skoplítið; minnisvarðar hans standa svo víða í hugum þeirra sem hafa sótt í ljóð hans og prósabrotin fáu sem eftir hann liggja. Hann var utangarðs í besta skilningi orðsins og kunni þó til hlítar sígilda hætti og nýtti þá af svo ríkri eðlistil- finningu að fáa grunaði að hann væri meistari metursins fyrr en betur var gáð. Samt var hann sá forkólfur í form- byltingu skáldskapar á Íslandi sem mestrar hylli naut. Því er það furðulegt hvað aldarminn- ing hans nú fer hljótt en er þó á sér- kennilegan hátt í stíl við hann sjálfan og lífshlaupið en á morgun eru hundr- að ár liðin frá fæðingu þessa skáldjöf- urs. En minning hans lifir í ljóðum hans: ekkert íslenskt skáld hefur markað jafn marga lagboða í söngva- safni þjóðarinnar. Og mynd hans er skýr: ekkert íslenskt skáld hefur orðið uppspretta jafn marga málverka, teikninga og ljósmynda, ef frá er tal- inn Halldór Laxness – og Bubbi Mort- hens. Ungur verslunarmaður var undir lok stríðsins að basla við að koma undir sig fótunum. Hann leigði sér herbergi í Austurstræti. Handan við ganginn var honum sagt að Steinn Steinarr ætti húsaskjól en hann varð skáldsins ekki mikið var. Svo fór eitt kvöldið í myrkv- aðri borginni að drepið var á dyr og þar stóð Steinn og spurði húsráðand- ann hvort hann ætti glas? Jú, hann ætti glös. Hvort hægt væri að fá glas að láni? Jú, það væri sjálfsagt, sagði ungi maðurinn og náði í glasið fyrir skáldið. Hvort mætti bjóða unga manninum drykk? Það þáði hann og sótti annað glas. „Allan þann vetur hélt ég fast um glasið og held á því enn,“ sagði ungi maðurinn, orðinn aldraður. Við höldum öll enn á þeim bikar sem Steinn Steinarr færði okkur. VERULEIKANS kalda ró Uppboðatíminn er að hefjast, en fyrir fáum vikum var Gallerí Borg með uppboð þar sem margt verka fór undir matsverði. Þá var uppboð hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn fyrir fáum dögum þar sem nokkur íslensk verk voru til sölu en aðeins eitt þeirra seldist. Menn merkja lækkandi verð á uppboðum víða, bæði austan hafs og vestan . Næsta listmunauppboð hér á landi verður haldið í Galleríi Fold við Rauðarárstíg og hefst það kl. 18.00 á morgun - mánudag 13. október. Að venju verða boðin upp fjölmörg verk, meðal annars mörg verk eftir gömlu meistarana. Að þessu sinni verður þó boðið upp óvenju mikið af abstraktverkum. Boðið verður upp litað Orteleusarkort frá 1595. Þetta er með allra verðmætustu og áhugaverðustu landakortum, gert af Orteliusi að fyrirmynd Guðbrandar Þorlákssonar biskups, segir í tilkynningu Foldar. Þá verður boðið upp stórt málverk eftir Dieter Roth, ströng flatar- málsmynd frá 1975, en verk þeirrar gerðar eftir Roth eru fágæti, hann vann í skamma hríð tuttugu árum fyrr í strangri formgerð afstraktsins og leiddist þaðan út í op-list. Ekki er vitað til þess að slíkt verk hafi áður verið boðið upp hér á landi og hjá uppboðs- húsum meginlandsins og Bretlands eru þau sjaldséð á markaði. Uppboðsgripir verða til sýnis í Galleríi Fold við Rauðarárstíg, frá hádegi í dag til kl. 17 og á morgun kl. 10 til 17. Uppboðið hefst kl. 18 á morgun. Er áætlun forstöðumanna Foldar að uppboðin verði tíðari, en mun færri verk boðin upp hverju sinni. Segja forráðamenn Foldar að þessi breyting sé ekki aðeins gerð í sparnaðarskyni, heldur einnig vegna þess að sífellt stærri hluti viðskipta á uppboðunum fer fram í gegnum síma og netið. Vonast er til að þessari breytingu verði tekið vel og uppboðin verði framvegis snarpari og skemmtilegri. Málverkauppboð á morgun Án titils eftir Dieter Roth, 1975. Olía - 90x140 – Merkt, Verð- mat: 5. - 7.000.000 kr. Hann átti lítinn kost á menntun samkvæmt skilningi okkar tíma og var því dæmdur til að lifa í því lagi samfélagsins sem lifði á daglaunum, sposlum, framfærsluhugmynd sem er fjarri skilningi okkar tíma. Á morgun er þess minnst að öld er liðin frá fæðingu Aðalsteins Krist- mundss onar, Steins Steinarr. Í vor var hálf öld liðin frá andláti hans. Hver er staða þessa skáldjöfurs í vitund þjóðarinnar? BÓKMENNTIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Hin kunna ljósmynd Jóns Kaldal af Steini frá árunum 1940-1944.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.