Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 30
14 12. október 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hæ, þú hlýtur að vera Mjása! Jæja! Þú tækl- ar harkalega! Hefndin verð- ur sæææt! Hahaha! Þú ræður ekkert við mig! Nújá! Hvern- ig líst þér á þetta! Hvað í andsk...! Þú skaust leik- manninn minn! Ertu með vopn?! Pabbi. Þetta er neðanjarð- arfótbolti. Allt er leyfilegt! Í alvöru? Það er sjúkt! Ef þú safnar nægum stigum geturðu keypt kjarnorku- sprengju og farið með hana á Anfield Road! Heyyy! Ef þú ætlar að fá þér morgunmat þá máttu vita að það eru ekki fleiri hreinar skálar. Mjási, mér skilst að volg mjólk hjálpi manni að sofna. Færðu þig, hún þarf aðeins að hlýja sér. Ætluðuð þið tvö ekki að taka til í herbergjunum ykkar? Við gleymd- um því. Gleymduð? Hvernig getur maður gleymt slíku? Ég bað ykkur um það þegar þið komuð heim, ég minnti ykkur á það klukkutíma síðar og aftur einum klukku- tíma síðar! Hversu oft þarf ég að segja ykkur að ég þoli ekki að endurtaka mig!!! Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 12/10 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare Blóð vill blóð... Ekki missa af ögrandi sýningu Örfá sæti laus í október Takmarkaður sýningafjöldi Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 12/10 örfá sæti laus Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað Frumsýning 17. október Örfá sæti laus í október www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Sá ljóti Marius von Mayenburg Nú á leikferð um landið! Fylgist með á www.leikhusid.is Minnum á áskriftarkortin Þú sparar í allan vetur! HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTL BA T Á NÚMERIÐ 1900 AUKAVINNINGAR: TÖLV ULEIKIR OG DVD MYNDI R OG FLEIRA Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 99 k r/ sk ey tið . Hetja eða skúrkur? Af hverju ekki að leika alla? Auglýsingasími – Mest lesið Undanfarnir dagar hafa verið skrítnir fyrir okkur öll. Mér hefur eiginlega stundum liðið eins og ég sé að horfa á virkilega langdregna og mjög óhugnanlega bíómynd. Einhvers konar dómsdagsmynd, þar sem einhver stórhætta, sem mun breyta heiminum, er yfirvofandi. Svo óraunverulegt hefur mér stundum fundist ástandið vera. Mér þætti ástandið ábyggilega sjaldnar óraunverulegt ef ég væri ekki eins heppin og ég er. Í þessu ástandi er nefnilega allt í einu orðið gott að eiga lítið og skulda lítið. Mikið er ég líka fegin því fjármálauppeldi sem ég fékk og hefði verið svo auðvelt að hvika frá í mesta góðærinu á síðustu árum. Foreldrar mínir hafa þó alltaf staðið fastir á sínu og það hefðu svo sannarlega margir aðrir mátt hafa sama viðhorf. Ég veit ekki hversu mikið grín hefur verið gert að mömmu í gegnum tíðina fyrir það eitt að nota peningaseðla en ekki endalaus debet- og kreditkort. Nú er mælt með því. Annað ráð, frá pabba, er að taka aldrei lán í annarri mynt en þeirri sem maður fær útborgað í. Hljómar sjálfsagt í dag en margir hefðu nú hlegið að þessu fyrir ári. Eins með þriðja ráðið, að vera ekki að kaupa það sem maður hefur ekki efni á. Til hvers að eiga peninga þegar lánakjörin voru svona fín? En aftur að dómsdagsmyndinni. Ég hef aldrei haft smekk fyrir svoleiðis myndum. Ég hef samt séð þær nokkrar og veit að flestar enda þær vel. Þær enda á því að einhver mikil hetja bjargar heiminum. Eina vandamálið er að í þessa mynd virðist hafa gleymst að ráða einhvern í hlutverk hetjunnar. Hetjur óskast! „Mikið er ég líka fegin því fjármálauppeldi sem ég fékk og hefði verið svo auðvelt að hvika frá í mesta góðærinu á síðustu árum.“ NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.