Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 8
8 12. október 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Þau áföll sem dunið hafa yfir okkur Íslendinga á síðustu vikum hafa áhrif inn á hvert einasta heimili landsins. Næstu mánuðir verða erfiðir, mjög erfiðir, fyrir fólkið, heimili og fyrirtæki í landinu. Margir hafa beðið mikið fjárhagslegt tjón, enginn er ósnortinn. Um allt land, í hverri götu eru fjölskyld- ur í sárum. Það þýðir hins vegar ekkert að leggja árar í bát. Við verðum að horfast í augu við þá stöðu sem upp er komin og hefja hér á ný uppbyggingu á þjóðfélaginu og atvinnulífinu. Land okkar er ríkt af náttúrunnar gæðum en ekki síður af mannauði, vel menntuðu og harðduglegu fólki. Því megum við ekki gleyma – það verðum við að nýta okkur. Bankakerfið og erlendar fjárfestingar hafi skilað Íslendingum mikilli búbót á undanförnum árum og ungt og vel menntað fólk hefur getað gengið að krefjandi og vellaun- uðum störfum nær vísum. En Ísland nútímans varð ekki til á örfáum árum og lífskjör okkar byggjast síður en svo á fjár- málastarfsemi einvörðungu. Við skulum hafa hugfast að við upphaf þessarar aldar, áður en hinn mikli vöxtur fjármálakerf- isins hófst, voru lífskjör Íslendinga þegar með þeim allra bestu í heiminum. Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstöðuatvinnuveg- ur okkar Íslendinga. Sú undir- staða er ennþá traust og mun tryggja okkur, þótt annað bresti, stöðugt og mikið flæði gjaldeyr- is. Það sama á við um stóriðju sem aldrei hefur veitt fleirum atvinnu og aflað meiri gjaldeyr- istekna. Mikil uppbygging hefur sömuleiðis átt sér stað á undanförnum árum í ferðaþjón- ustu sem halda mun áfram að búa til atvinnu og skapa verð- mæti. Von okkar og áskorun Ýmis mistök hafa verið gerð á undanförnum árum. En við höfum líka sýnt fyrirhyggju til framtíðar á mörgum sviðum: Það hefur til dæmis verið fjárfest mikið í menntun og rannsóknum á síðustu árum. Það verður að tryggja að sú fjárfest- ing skili sér af fullum krafti inn í okkar samfélag á þessari ögurstundu. Við erum háþróað ríki með hörkuduglegt fólk. Í því felst okkar von, okkar áskorun. Við verðum einnig á næstu mánuðum að nýta okkur þau sóknarfæri sem er að finna á sviði orkufreks iðnaðar og sjávarútvegs og auka þar fjölbreytni og sköpunarkarft. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar og munu hjálpa við að fleyta okkur í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru. Í bankakerfinu hefur verið starfandi öflug sveit harðdug- legs fólks með fjölbreytilegan bakgrunn. Sumt af því fólki er nú að missa vinnuna. Það hefur mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu. Við verðum að tryggja að þessi mannauður okkar verði virkjaður áfram í þágu atvinnu- og verðmætasköp- unar í stað þess að hann hverfi úr landi. Síðustu dagar hafa einkennst af hruni heillar atvinnugreinar en nú tekur við tímabil uppbygg- ingar. Samhliða henni verður hins vegar einnig að eiga sér stað ákveðið endurmat. Það blas- ir við öllum að sá veruleiki sem við búum við í dag er ekki sá sami og hann var í gær. Margt sem við treystum var brigðult og stóðst ekki það gjörningaveð- ur sem nú geysar og ógnar hagkerfum og samfélögum víða um veröldina. Við megum ekki hræðast þetta endurmat, því eftir þessa kreppu verður ekkert sem fyrr. Við blasir, að sú peningamála- stefna sem við höfum treyst á undanfarin ár hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast, svo vægt sé til orða tekið. Háir stýrivextir Seðlabankans við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi eru eins og öfugmælavísa. Við verðum að endurheimta þann stöðugleika sem hér ríkti og grípa til þeirra ráða sem nauðsynleg kunna að reynast í því sambandi. Íslenskt samfélag og íslenskt efnahagslíf þolir ekki aðra rússíbanareið af því tagi sem við höfum nú upplifað. Í náinni framtíð er ljóst að við verðum að halda áfram að reyna að laða að erlendar fjárfestingar inn í okkar samfélag á hinum mismunandi sviðum. Það blasir við að núgildandi peningamála- stefna og traust á gjaldmiðili okkar hefur beðið hnekki en það er ekki til þess fallið að vera sá segull sem til þarf fyrir fjár- festa. Nýjar forsendur Það er einnig ljóst að umræða um tengsl okkar við Evrópusam- bandið verður ekki lengur háð á sömu forsendum og verið hefur til þessa. Sum þeirra áfalla sem við urðum fyrir má að minnsta kosti óbeint rekja til aðildar okkar að Evrópusamstarfinu og vísa ég þar meðal annars til þeirrar heimildar sem íslenskir bankar höfðu til að byggja upp innlánsreikninga í öðrum ríkjum en með íslenskri baktryggingu. Á hinn bóginn má einnig færa rök fyrir því að hjá mörgu hefði mátt komast, ef við hefðum átt aðild að ESB. Hvert sú umræða sem nú fer í hönd um Evrópumál mun leiða okkur er engin leið að spá fyrir um. Við verðum að velta fyrir okkur hver staða okkar er og sjá hvernig ríkjum á evrusvæðinu reiðir af í þeirri fjármála- kreppu sem hugsanlega hefur ekki enn náð hámarki sínu. Hitt er ljóst að við Sjálfstæðismenn höfum ávallt sagt að stefna okkar eigi að ráðast af köldu mati á því hvar og hvernig hagsmunum Íslands er best borgið til lengri tíma. Umhverf- ið er nú breytt, forsendur hafa breyst. Breyttar forsendur kalla á endurnýjað hagsmunamat. Sjálfsmynd hvers einstaklings byggist á reynslu, reynslu af sigrum og ósigrum. Þegar frá líður skipta ósigrarnir ekki minna máli, ef við erum óhrædd við að horfast í augu við þá og draga af þeim lærdóma. Ákvarðanir okkar mega hvorki stjórnast af kvíða né angist, og gamlar hugmyndir mega ekki verða að steinbörnum sem við drögnumst með inn í nýja tíma. Við Íslendingar stöndum nú á tímamótum. Við erum særð en við höfum þetta af. Við erum samheldin þjóð þar sem undir- stöður okkar, huglægar sem hlutlægar, eru sterkar. Með slíkt í farteskinu mun uppbygging ganga hraðar fyrir sig, jafnvel hraðar en við höldum í dag. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Í DAG | Uppbygging og endurmat Það hefur til dæmis verið fjárfest mikið í menntun og rannsóknum á síðustu árum. Það verður að tryggja að sú fjárfesting skili sér af fullum krafti inn í okkar samfélag á þessari ögurstundu. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Rangur misskilningur Roy Hattersley, fyrrverandi aðstoðar- utanríkisráðherra Bretlands, skrifar um reynslu sína af samningaviðræð- um við Íslendinga í þorskastríðinu í pistli í breska blaðinu Guardian í gær. Segir hann meðal annars frá því að Harold Wilson, þáverandi forsætis- ráðherra Bretlands, hafi gefið bresku samninganefndinni hér á landi skýr fyrirmæli um að snúa tafarlaust aftur til Bretlands ef klippt yrði á togvíra meðan á dvöl nefndarinnar á Íslandi stæði. Skorið var á tvo tog- víra hálfri klukkustund áður en nefndin lenti á Reykja- víkurflugvelli, en Hattersley segir nefndina hafa ákveðið „á sinn breska hátt“ að láta sem ekkert væri og halda viðræðun- um áfram. Spurningin er hvort Gordon Brown hafi lært „á sinn breska hátt“ að þykj- ast hvorki heyra né skilja hvað sagt og gert er, af Hattersley og félögum. Öflugur metnaður Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem hefur kallað einna hæst eftir afsögn bankastjóra Seðlabankans, skrifaði á heimasíðu sína í febrúar 2007: „Bankarnir eru með vel launuð störf sem fela í sér ótal tækifæri fyrir fólk á öllum aldri. Þessi störf eru ekki lengur einskorðuð við Ísland heldur er starf- vettvangurinn heimurinn allur. Hin öfluga útrás er meira og minna leidd af ungu fólki sem hefur gríðarlegan metnað.“ Ágúst Ólafur hefur væntanlega nú gert sér grein fyrir því hversu stutt er milli metnaðar og ofmetnaðar. Töluvert sniðugt Árvakur hf. og 365 hf. hafa samein- að Fréttablaðið Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Eftir kaupin verður 365 hf. 36,5 prósenta hluthafi í Árvakri. 36,5 = 365. Skemmtilegt talnagrín hér á ferð og ánægjulegt að kímnigáfa sjái sér fært að skjóta upp kollinum við og við þessa dagana. kjartan@frettabladid.isA tburðarásin undanfarna daga hefur verið hraðari og stórbrotnari en nokkurn gat órað fyrir. Því miður er ekki útlit fyrir að um hægist á næstunni. Fram undan eru aðgerðir og ákvarðanir sem munu ráða úrslitum um hvernig samfélag verður hér á næstu áratugum. Mikið veltur á því að hratt sé gengið til verks. Enn þá mikilvæg- ara er að ekkert sé gert í óðagoti. Verk stjórnvalda og erindreka þeirra verða öll að vera uppi á borðinu. Skýr og hiklaus svör verða að fást við spurningum um hverja einustu ráðstöfun. Stærstu bankar landsins eru komnir undir stjórn ríkisins. Það þýðir í reynd að örlög fjölda fyrirtækja, allt frá litlum til þeirra allra stærstu, eru í höndum ríkisvaldsins. Og í þessum skrifuðu orðum er verið að ákveða innan bankanna hvaða fyrirtæki munu fá skuldbreytingu, afskriftir á lánum sínum, frystingu afborgana eða aðra fyrirgreiðslu. Í bönkunum er sem sagt verið að ákveða hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa. Þau sem lenda í síðari hópnum munu erfa landið. Á þessum tímapunkti er því gríðarlega mikilvægt að staldra við og spyrja í fyrsta lagi: Hvernig verður staðið að þessum ákvörðun- um? Og í öðru lagi: hverjir fella dómana? Fullgild ástæða er til að spyrja á hvers vegum eru Elín Sigfús- dóttir, bankastjóri Nýja Landsbankans, Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Nýja Glitnis og hver sá sem velst til forystu fyrir nýja Kaup- þing? Hver úthlutaði stólunum? Þessar spurningar eru lagðar fram með fullri virðingu fyrir Elínu og Birnu. Þær eru örugglega grand- varar bankakonur og afbragðsstjórnendur. Eins þarf að fá strax upp á yfirborðið hvernig skipað verður í stjórnir nýju ríkisbankanna. Það er fullkomlega óásættanlegt ef ríkisstjórnarflokkarnir tveir ætla að sjá einir um það verkefni. Það væri uppskrift að nýju helmingaskiptakerfi. Í stjórnum bankanna verða að sitja fulltrúar allra stjórnmála- flokka. Og til að taka af allan vafa er með því ekki átt við stjórn- málamennina sjálfa, heldur fulltrúa þeirra, fólk sem hefur reynslu og þekkingu á fjármálaþjónustu og rekstri. Þetta eru spurningar og álitamál sem þarf að kljást við þegar í stað. Til lengri tíma bíður það tröllvaxna verkefni að koma fyrir- tækjum sem lenda í ríkiseigu á næstu mánuðum aftur í einkaeigu. Það þarf að taka á nýjan leik hugmyndafræðilega afstöðu til þess hvaða rekstur má yfirhöfuð vera í einkaeigu. Gamla svarið var: Allt sem má ekki fara á hausinn. Það hefur öðlast glænýja og breytta merkingu. Fyrir hálfum mánuði voru þetta grunnstofnanir samfélagsins á borð við sjúkrahúsin, löggæsluna og menntakerfið. Í síðustu viku bættust bankarnir í þennan hóp. Þeir voru áður gim- steinarnir í krúnu einkaframtaksins. Við stöndum frammi fyrir því að feikilegur fjöldi af ungu, vel menntuðu og hugmyndaríku fólki er að missa vinnuna. Það verð- ur að vera hér samfélag sem getur nýtt sér krafta þeirra og hug- myndaauðgi. Samfélag sem er laust við pólitíska fyrirgreiðslu og klíkuskap. Þessi þjóð þarf að fá fullvissu um að heiðarleg og sanngjörn vinnubrögð verði viðhöfð þegar spilin verða gefin upp á nýtt. Framtíð landsins veltur á því hvernig til tekst. Bankarnir hafa örlög fyrirtækja í höndum sér. Hverjir fá að erfa landið? JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 EFNAHAGSMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.