Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 6
6 12. október 2008 SUNNUDAGUR EFNAHAGSMÁL Skólastjórnendur finna fyrir því að heimilin hafa minna milli handanna en áður. Í Rimaskóla eru foreldrar farnir að gefa peningaleysi sem ástæðu fyrir því að börn geti ekki tekið þátt í tómstundastarfi. Í unglinga- skólanum Garðaskóla hefur leyfis- beiðnum vegna utanlandsferða fækkað og skólastjórinn verður var við auknar áhyggjur af kostn- aði. Skólar landsins fengu bréf frá menntamálaráðherra í vikunni þar sem stjórnendur eru hvattir til að skoða hvaða úrræði væru fyrir hendi til að takast á við kreppuna á sem uppbyggilegastan hátt. Skólar fengu svipað bréf frá fræðslu- stjórum. Starfsfólk skólanna er á varðbergi gagnvart líðan barna og tilfinningum þeirra. Í mörgum skólum ræða kennarar við nem- endur og svara spurningum. Helgi Árnason, skólastjóri Rima- skóla, segir að ástandið hafa breyst, krakkar geti komið illa fyrir kallaðir í skólann, þau geti verið grátgjörn og fljót upp. Innan skólanna séu áhyggjur af greiðsl- um fyrir þjónustu. „Við erum með flesta krakka í áskrift í mötuneyti og höfum kannski áhyggjur af því að það innheimtist verr en áður. Við höfum líka verið að innheimta ýmis skólaverkefni, ferðir á vegum nemenda eða verkefni sem kalla á kostnað foreldra sem og tóm- stundanámskeið. Við finnum aðeins fyrir því að krakkarnir hafi ekki efni á því að fara á tómstunda- námskeið. Ég var til dæmis að aug- lýsa skákskóla sem kostar 5-10 þúsund krónur. Einhverjir svör- uðu að þeir gætu ekki verið með því að þeir hefðu ekki efni á þessu,“ segir hann. Ragnar Gíslason, skólastjóri Garðaskóla, segir að kennarar skólans hafi rætt við krakkana um ástandið. Sjálfur hafi hann hitt nemendaráðið til að heyra hvernig krakkarnir skynja ástandið. „Við erum að draga andann og athuga hvaða áhrif ókyrrð á heimilunum hefur á börnin. Síðan erum við að skapa jákvætt skólastarf þannig að skólinn sé þeirra griðastaður.“ Margrét Geirsdóttir, forstöðu- maður á Ísafirði, segir að samstarf sé að hefjast innan bæjarkerfisins við Fjölmenningarsetur, vinnu- miðlun, verkalýðsfélög og fleiri. Hugsanlega komi kreppan ekki eins hart niður fyrir vestan. „Ákveðin spenna er í andrúmsloft- inu en við erum ekki farin að finna hvar skórinn mun kreppa.“ ghs@frettabladid.is Taka á kreppunni á uppbyggilegan hátt Heimilin hafa minna milli handanna en áður. Börn geta ekki tekið þátt í tóm- stundastarfi vegna peningaleysis. Leyfisbeiðnum vegna utanlandsferða hefur fækkað. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að greiðslur berist verr en áður. HELGI ÁRNASON MARGRÉT GEIRSDÓTTIR ÁHYGGJUR GETA BROTIST ÚT Skólastjórnendur finna fyrir því að heimilin hafa minna milli handanna en áður. Innan skólanna eru áhyggjur af greiðslum fyrir þjónustu, til dæmis áskrift í mötuneyti. Áhyggjur fjölskyldnanna geta brotist út hjá börnunum í skólanum. Kennarar ræða við börnin og svara spurningum sem brenna á þeim. MYNDIN ER ÚR SAFNI OG TENGIST EFNI FRÉTTARINNAR EKKI BEINT. DÓMSMÁL Tveir rúmlega tvítugir menn hafa verið dæmdir í sex og átta mánaða fangelsi. Þeir struku af Litla -Hrauni, fóru víða og létu greipar sópa. Fyrst brutust þeir inn í hesthús á Eyrarbakka og stálu meðal annars skrautsverði. Síðan lá leiðin í vinnuskúr í Árborg. Þar stálu þeir vinnufatnaði. Þar skrifuðu þeir á vegg vinnuskúrs- ins: „Takk fyrir okkur, stroku- fangar á Litla-Hrauni.“ Mennirn- ir héldu áfram að fara á milli staða og stela, þar á meðal vegabréfum, bíl og innkaupakorti Það notuðu þeir til að kaupa mat og sígarettur. Báðir eiga brota- feril að baki. - jss Sex og átta mánuði inni: Fangar létu greipar sópa DÓMSMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri hefur verið ákærður fyrir að ráðast á annan mann og stórskaða hann í andliti. Manninum er gefið að sök að hafa ráðist á fórnarlambið í húsnæði Þvottahallarinnar, Grófinni 27, Reykjanesbæ, slegið hann hnefahöggi í andlit svo að hann hlaut brot á kinn- beini vinstra megin í botni augntóftar með brotlínu eftir öllu gólfi augntóftar og upp í augntóftina nefmegin. Jafnframt rispu á hornhimnu augans, glóðarauga og nefblæðingu auk þess sem höggið leiddi til tvísýni. Sá sem fyrir árásinni varð krefst 484 þúsunda króna í skaðabætur. - jss Ákærður og krafinn bóta: Stórskaðaði mann í andliti NÓBELSVERÐLAUN Martti Ahtisaari, fyrrverandi Finnlandsforseti, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir aðild sína að friðarumleitun- um víða um heim undanfarna þrjá áratugi. „Öll sín fullorðinsár, hvort heldur sem háttsettur embættis- maður í Finnlandi og forseti eða á alþjóðavettvangi, oft í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar, hefur Ahtisaari unnið að friði og sáttaumleitunum,“ segir í tilkynn- ingu norsku Nóbelsnefndarinnar. Þar eru nefnd alvarleg átök víða um heim, sem hann hefur átt þátt í að leysa, svo sem aðild hans að stofnun sjálfstæðs ríkis í Namibíu, lausn á deilu íbúa Aceh-héraðs við stjórnvöld á Indónesíu árið 2005, og svo þátt hans í lausn á deilum um Kosovohérað. - gb Martti Ahtisaari: Vinnur að friði víða um heim MARTTI AHTISAARI Hann hlýtur friðar- verðlaun Nóbels í ár. Forsetakjör í aðra umferð Maumoon Abdul Gayoom, sem hefur verið forseti Maldíveyja í Indlandshafi í 30 ár, hlaut flest atkvæði í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í landinu. Þar sem hann fékk ekki hreinan meirihluta verður efnt til úrslitaumferðar milli hans og höf- uðandstæðings hans, Mohameds Nasheed. Gaoyoom fékk 41 prósent en 25 prósent komu í hlut Nasheeds. MALDÍVEYJAR EFNAHAGSMÁL Tryggja þarf matvælaöryggi þjóðar- innar í efnahagssamdrættinum. Einar K. Guðfinns- son, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur fundað með Eiríki Blöndal, forsvarsmanni Bænda- samtaka Íslands, um leiðir til að reyna að tryggja stöðu landbúnaðar og um leið sjá til þess að hér ríki matvælaöryggi. Til að hægt sé að stunda sjávarútveg og landbún- að þarf að tryggja ýmsar innfluttar vörur. Það mikilvægasta er eldsneyti svo hægt sé að sigla skipum og koma vörum til og frá en svo eru þættir eins og umbúðir, varahlutir, veiðarfæri og kjarn- fóður. Til þess að fjármagna það þarf gjaldeyri. „Menn mega ekki gleyma því að Íslendingar eru fyrst og fremst matvælaframleiðsluþjóð þegar kemur að framleiðslugreinum. Í þeim skilningi erum við sjálfum okkur nóg. Stóra málið er samt að tryggja að hér geti farið fram eðlileg gjaldeyrisviðskipti. Takist það eru allar aðstæður til að tryggja matvælaöryggi,“ segir Einar. „Það verður ekki matvælaskortur á Íslandi ef gjaldeyrisviðskipti eru tryggð. Það er stóra málið sem við verðum að vinna að,“ segir Einar. - kdk Án gjaldeyris er matvælaöryggi þjóðarinnar ekki tryggt: Matvælaöryggi ótryggt án aðfanga LANDBÚNAÐUR Leitað er leiða til að sjá til þess að þjóðin geti aftur farið að stunda eðlileg gjaldeyrisviðskipti svo hægt sé að kaupa nauðþurftir fyrir samfélagið. STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er hneykslaður á ummælum Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætis ráðherra, í Fréttablaðinu í gær. „Ég held að mörgum hafi brugð- ið í brún við að sjá hverjir nú eru komnir upp á dekk til ráðgjafar um lausn á vanda Íslendinga. Annars vegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og viti menn, Halldór Ásgrímsson sem þykist búa yfir einhverjum húsráðum,“ segir Ögmundur. „Við megum ekki gleyma því að hann var einn af leiðsögumönnum okkar út í það fen sem við nú erum stödd í. Þegar hann fagnar að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn sé að koma til sögunnar segist hann vera þess vel meðvitaður að sjóðurinn komi til með að setja okkur ákveðnar skorð- ur. En það þurfi hvort sem er að taka ákvarðanir sem muni leiða okkur til betri framtíðar. Þessi orð hljóta að verða okkur tilefni til umhugsunar,“ segir hann. „Jafnan þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur að því að ræða málefni þjóð- ar sem á í vanda hugar hann fyrst og fremst að tvennu. Í fyrsta lagi að tryggja að alþjóðaauðmagnið fái eins mikið út úr þrotabúum og kostur er, sem þýðir á mannamáli að það á að tryggja að börnin okkar og barnabörn verði látin borga sem mest fyrir gróðavæðingu síðustu tíu ára. Í öðru lagi hefur sjóðurinn haft það að vinnureglu að finna leiðir til að auðmagnið fái greiðan aðgang að endurreistu samfélagi. Það er gert með kröfum um markaðs væðingu.“ Ögmundur gagnrýnir Halldór fyrir að vilja virkja sem aldrei fyrr og láta ekki löggjöf þvælast fyrir okkur. „Ég spyr hver verður til varnar fyrir íslenskt samfélag ann- ars vegar og náttúruna hins vegar ef menn sem eru svona þenkjandi og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með sína hugmyndafræði leggja saman í púkk. Það er ekki gæfulegur kok- teill.“ - fb Ögmundur Jónasson gagnrýnir ummæli Halldórs Ásgrímssonar um efnahagsmál: Segir Halldór hafa leitt Íslendinga í skuldafen ÖGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur gagnrýnir ummæli Halldórs Ásgrímsson- ar í Fréttablaðinu á laugardag harðlega. KJÖRKASSINN Hyggur þú á utanlandsferð í vetur? Já 26,5% Nei 73,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Ísland að sækja um stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Segðu skoðun þína á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.