Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Svefnpokapláss kr. 1.500 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is með ánægju www.icelandexpress.is F í t o n / S Í A Hafðu samband í síma 5 500 600 eða sendu okkur línu á vidskiptaferdir@icelandexpress.is • Betra verð • Aðra leið • Tíðar flugferðir • Hægt að fljúga til eins áfangastaðar og heim frá öðrum • Auðvelt að breyta bókunum • Finnum hótel við hæfi • Í boði að velja sæti  • Engin sunnudagaregla • Engin hámarksdvöl • Aðstoðum við bókanir á framhaldsflugi erlendra flugfélaga Hagstæðir fyrirtækjasamningar í boði. Tilvalið fyrir sveitarfélög, opinberar stofnanir og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Eina viðskiptavitið! – Fyrir þá sem eru á leiðinni út Í dag er sunnudagurinn 12. október, 285. dagur ársins. 8.10 13.14 18.17 7.59 12.59 17.57 Um daginn var ég skammaður fyrir að skrifa bara um ein- hver smámál en ekki um stórmál- in sem eru efst á baugi: „Heimur- inn er að farast og þú ert að rausa um tittlingaskít!“ En ég geri þetta af yfirlögðu ráði. Mér finnast smá- málin nefnilega undantekningalít- ið mun áhugaverðari en stórmálin. Til dæmis hafði ég mjög gaman af fréttum hér áður fyrr þegar þar var sagt frá því helsta í heimsmál- unum, smáu sem stóru. Þá mynd- uðu smáatburðir nauðsynlegt mót- vægi við stóratburði. „Hafði“ segi ég því nú er þessu öðruvísi farið. Nú eru bara stórmál í boði. Um daginn var ekki einu sinni pláss fyrir íþróttafréttir í Sjónvarpinu fyrir stórfréttum úr heimi bók- færslu og viðskipta. ÉG MAN að fyrir nokkrum árum byrjaði þáttur í sjónvarpi sem hét Viðskiptafréttir og gekk út á það að umsjónarmaðurinn, hinn geð- þekki G. Pétur Matthíasson, ruddi upp úr sér tölfræði um gengi hlutabréfa og helstu gjaldmiðla. Ég man að ég gapti af undrun fyrst þegar ég sá þetta ævintýralega leiðinlega sjónvarpsefni. Ekki datt mér í hug að nokkur maður nennti að horfa á þetta, þeir sem þyrftu þessar upplýsingar fengju þær annars staðar, þeir sem ekki þyrftu þær skiptu um stöð. Ég spáði þessum þætti því ekki löng- um lífdögum. Illu heilli reyndist ég ósannspár. Þættinum óx fiskur um hrygg frekar en hitt. Smám saman yfirtók hann aðalfrétta- tímann eins og hvimleið og skæð sýking. Nú er svo komið að allar fréttir eru viðskiptafréttir, ekki bara í sjónvarpi heldur líka í dag- legum samskiptum fólks. UM DAGINN lagði ég leið mína á gamla eftirlætispöbbinn minn til að spjalla við fyllibytturnar um síðustu atburði. Þetta var daginn eftir lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu, en um hvað haldið þið að hafi verið rætt þarna á barnum þennan sögulega mánu- dagseftirmiðdag? Dramatíkina í lokaumferðinni? Seiglu Hafnfirð- inga og seinheppni Keflvíkinga? Nei, það var verið að ræða vísi- tölur og vogunarsjóði, vaxtabætur og verðtryggingarálag. Ef þetta er að vera dagdrykkjumaður í dag er ég feginn að geta notað tímann í annað. ÉG TRÚI því hins vegar og treysti að þegar fram líða stundir muni sannir fréttafíklar eins og ég minnast ársins í ár með hryllingi. Árið 2008 verður annus horribilis í minningunni, árið þegar G. Pétur stal fréttunum. Þegar G. Pétur stal fréttunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.