Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 2
2 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR Nám í verðbréfaviðskiptum Nám til undirbúnings prófs í verðbréfaviðskiptum Framúrskarandi kennarar Staðnám og fjarnám Fyrirlestrar á netinu ll. hluti hefst 12. nóvember Skráning stendur yfir á endurmenntun.is NEYTENDUR Fyrirséð er að breytingar verði á vali lands- manna í húsnæð- ismálum í kjölfar þeirra efnahags- erfiðleika sem nú dynja á þjóðinni. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmda- stjóri húsnæðis- samvinnufélags- ins Búseta, telur að fleiri eigi eftir að kjósa búseturétt. „Ég held að fjöldi þeirra komi til með að aukast á næstunni í ljósi atburða liðinna vikna,“ segir hann. Búseturréttur byggir á þeirri hugmynd að menn fá eign lánaða ótímabundið og á kostnaðarverði gegn aðild að húsnæðissamvinnu- félagi. - vþ/sjá Allt í miðju blaðsins Breytingar í húsnæðismálum: Búseturéttur vinsælli kostur GÍSLI ÖRN BJARNHÉÐINSSON ÁHÆTTULISTI CREDIT SUISSE Ísland 229 Bretland 155 Bandaríkin 148 Brasilía 127 Rússland 111 Indland 95 Kína 54 VIÐSKIPTI Ísland er nú í efsta sæti á lista svissneska bankans Credit Suisse yfir þau lönd þar sem áhættusamast er að fjárfesta. Seattle Times greindi frá þessu í gær og sagði niðurstöðurnar ekki koma á óvart í ljósi þess að bankakerfi landsins hafi hrunið. Við röðun á listann er meðal annars tekið tillit til stöðu efnahagsmála í landinu, skulda og eigna landsins og vöruskipta. Skoðuð voru 35 ríki og var Ísland með flest stig á áhættu- listanum eða 229. - þo Áhættumat Credit Suisse: Verst að fjár- festa á Íslandi Einar, starfar Davíð í þínu umboði? „Ef Davíð verður alveg umboðslaus er vert að athuga hvort hann þurfi umboðsmann.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi á ríkisstjórnarfundi lagt fram bókun þess efnis að Davíð Oddsson seðlabankastjóri starfi ekki í þeirra umboði. Einar Bárðar- son hefur verið nefndur umboðsmaður Íslands. VINNUMARKAÐUR „Það hefur orðið algjör sprenging á síðustu tveim- ur vikum. Á föstudag liðu fimm mínútur milli símtala um umsókn- ir hjá okkur. Í báðum tilfellum voru það grunnskólakennarar að spyrjast fyrir um störf,“ segir Bjarney Magnúsdóttir, leikskóla- stjóri á Hvarfi í Kópavogi. „Nú eru leikskólarnir komnir í þá stöðu að geta valið á milli hæfra umsækjenda. Það er mikill munur. Áður þurfti maður nánast að taka það sem bauðst.“ Bjarney tók við stöðu leikskóla- stjóra á Hvarfi fyrir hálfu ári. Hún segist finna verulegan mun á starfinu frá þeim tíma. Það er ekki lengra síðan í ágúst sem for- eldrar barna á Hvarfi fengu til- kynningu um skerta þjónustu á leikskólanum vegna manneklu. Það ástand varði í nokkrar vikur. Á þeim tíma voru níutíu börn í leikskólanum. Nú á einungis eftir að manna þrjár stöður. Á næstu vikum má gera ráð fyrir að börnin verði orðin 120. Leik- skólinn verður þá fullur af fólki, börnum sem fullorðnum. Bjarney er ánægð með að nú sé loks búið að leysa þennan vanda, þótt gremjulegt sé að kreppu þurfi til þess að manna leikskólana. „Við erum glaðar yfir því að geta farið að velja úr fólki. En það er ömurlegt að það skuli vera á þeim forsendum að fjöldi manns sé að missa vinnuna.“ Hún er bjartsýn á að framvegis verði tekið tillit til þess að leikskóla- kennarar eru að hjálpa til við að ala upp framtíð landsins. Það skipti máli að fólk með menntun, getu og kunnáttu haldist í því starfi. Í Reykjavík er hið sama uppi á teningnum. Borgin er hætt að aug- lýsa eftir nýju starfsfólki á leik- skóla borgarinnar á vef sínum. Fjöldi umsókna hefur borist og því stutt í að allar stöður verði mannaðar í leikskólum borgarinn- ar og öll pláss fyrir börn nýtt. „Við erum með margar umsóknir í píp- unum. Ég get ekki ímyndað mér annað en að við náum að full- manna alla leikskólana á allra næstu dögum eða vikum,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs Reykja- víkurborgar. „Við höfum verið að fá umsóknir frá fólki með góða reynslu og menntun. Það er mikill munur frá því sem verið hefur.“ holmfridur@frettabladid.is Leikskólar geta valið á milli umsækjenda Leikskólar, sem búið hafa við manneklu árum saman, geta nú valið á milli hæfra umsækjenda. Sprenging hefur orðið í umsóknum um störf á leikskólum. RAGNHILDUR ERLA BJARNA- DÓTTIR LEIKSKÓLI Nú sér fyrir endann á manneklunni á Hvarfi sem hefur verið viðvarandi allt frá opnun leikskólans árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÁTTÚRA Rusl í náttúrunni getur valdið skepnum þjáningum og jafnvel dauða. Dæmi um slíkt er þegar vír vefst um horn og háls hreindýra að sögn Skarphéðins G. Þórissonar, hreindýrafræðings á Náttúrustofu Austurlands. Til að geta komið dýrum til bjargar sem lent hafa í háska vegna hirðuleysis mannanna hefur verið keypt deyfibyssa. Ekki reyndist þó þörf að grípa til hennar þegar hinn myndarlegi tarfur sem sjá má á meðfylgjandi mynd sást umvafinn plasti við girðingar gegnt Gríms torfu. „Ég sagði nú í gríni að því miður ógnaði þetta ekki lífi hans því þá höfðum við ekki tækifæri til að prófa nýju deyfibyssuna sem dýralæknirinn er með,“ segir Skarphéðinn en ítrekar að um grín hafi verið að ræða. Plastið mun hafa losnað af tarfinum daginn eftir að farið var að fylgjast með honum. Ekki séu þó öll dýr svo heppin. Árlega finnist skepnur sem hafa lent í hremmingum vegna rusls í náttúrunni; plast, girðingahlutar, símavírar, netadræsur og annað slíkt getur valdið þeim ómældum þjáningum, jafnvel dauða. Þótt hreindýr felli hornin árlega komi það fyrir að draslið vefjist um fætur þess og háls auk þess sem dýr hafi fest saman á hornunum eftir að hafa stangast á. Skarphéðinn hvetur menn því til að hreinsa til í kringum sig. - kdk Beðið eftir því að geta bjargað hreindýri og prófað nýju deyfibyssuna um leið: Plasttarfur á Fljótdalshéraði PLASTTARFURINN Þessi tarfur var heppinn að losna við plastið. Margir þeirra lenda í því að bera jafnvel þyrnikórónur úr gaddavír eða ýmislegt annað sem valdið getur skaða og jafnvel dregið þá til dauða. MYND/NÁTTÚRUSTOFA AUSTURLANDS SÁDI-ARABÍA, AP Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er vongóður um að Sádi-Arabía muni styrkja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Brown er í fjögurra daga ferð um Persaflóa og hefur fundað með ráðamönnum í Sádi-Arabíu og Katar. Brown segir að auka þurfi fé í gjaldeyrissjóðnum um hundruð milljarða dollara til þess að takast á við fjármálakreppuna. Í sjóðnum eru 250 milljarðar dollara, en þrjátíu milljörðum verður veitt í aðstoð til Ungverja- lands, Úkraínu og Íslands. Búist er við því að Pakistan óski eftir aðstoð sjóðsins bráðlega. - þeb Gordon Brown við Persaflóa: Brown vill hjálp Sádi-Arabíu LEIT Björgunarsveitir Landsbjarg- ar á Vesturlandi voru í gær kallaðar út til að leita að rjúpna- skyttu sem saknað var við Beilárheiði við Langavatn á Mýrum. Maðurinn var við veiðar ásamt félaga sínum en skilaði sér ekki að bíl þeirra á tilsettum tíma seinnipartinn í gær. Maðurinn var þó í talstöðvarsambandi fyrst um sinn. Þá var hann óslasaður en villtur. Maðurinn var ekki fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þetta er þriðja útkall björgun- arsveita vegna rjúpnaskyttu þessa fyrstu helgi rjúpnaveiði- tímabilsins en í fyrradag sóttu björgunarsveitir dreng sem var á veiðum með föður sínum og féll í klettum og mann sem brotnaði illa þegar hann féll í hlíð. - kh Björgunarsveitir leita: Skyttu leitað á Vesturlandi SVEITARSTJÓRNIR „Ef samstaða næst um það meðal starfsmanna Bláskógabyggðar að lækka laun sín þá munu stjórnendur örugg- lega taka þátt í því,“ sögðu fulltrúar meirihluta Þ-listans í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þegar þeir felldu tillögu minni- hluta T-listans um að laun bæði æðstu stjórnenda sveitarfélagsins og sveitarstjórnarmanna yrðu einhliða lækkuð um 20 prósent. „Þ-listinn vill benda einstökum sveitarstjórnarmönnum á að ef þeir vilja lækka við sig laun fyrir störf sín í sveitarstjórn þá er þeim það heimilt,“ bættu fulltrúar meirihlutans við áður en þeir felldu einnig viðbótartillögu um 20 prósent launalækkun allra kjörinna sveitarstjórnarmanna. - gar Sveitarstjórn í Bláskógabyggð: Meirihluti fellir lækkun launa TRÚMÁL Karl Sigurbjörnsson bisk- up vígði í gær fjóra kandídata í guðfræði til prestsþjónustu í Þjóð- kirkjunni. Árni Svanur Daníels- son, Elína Hrund Kristjánsdóttir, Hjörtur Pálsson og Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir voru vígð í Dómkirkjunni í gærdag. Vígslan var nokkuð sérstök, því Hjörtur er að öllum líkindum elsti maðurinn sem hefur verið vígður til prests hér á landi. „Hann er að minnsta kosti elsti prestur sem við munum eftir að hafi verið vígður,“ segir Steinunn Arnþrúð- ur, en hún hefur starfað sem verk- efnisstjóri hjá Biskupsstofu og hefur nú verið kölluð til prests- þjónustu þar. „Það er ekki hægt að fullyrða hvernig þetta var fyrr á öldum. Á síðustu öld var einn maður vígður 66 ára gamall, en Hjörtur er 67 ára.“ Hjörtur hefur verið ráðinn sérþjónustuprestur á Biskupsstofu. Hann mun vera í afleysingaþjónustu með sérstakar skyldur við Hóladómkirkju. Þá hefur Elína Hrund verið sett sókn- arprestur í Reykhólaprestakalli, og Árni Svanur hefur verið kall- aður til prestsþjónustu á Biskups- stofu til þess að sinna trúfræðslu á vefnum. Að sögn Steinunnar Arn- þrúðar er þetta í fyrsta skipti sem prestur er vígður til þess að sinna vefmálum. - þeb Tvær konur og tveir karlar vígð til prestsþjónustu í Dómkirkjunni í gær: Vígður til prests á sjötugsaldri VÍGSLAN Karl Sigurbjörnsson biskup vígði fjóra presta í gærdag. Hann er hér ásamt prestunum fjórum og vígsluvott- um. MYND/ÞÓRIR GUÐMUNDSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.