Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 12
12 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Antonin Scalia Bandaríski hæstaréttar- dómarinn Antonin Scalia segir dómara fara út fyrir valdsvið sitt með því að túlka stjórnarskrárákvæði og önnur lög með öðrum hætti en þeim sem var upprunalegur skilningur þeirra sem settu viðkom- andi ákvæði eða lagabók- staf. Scalia, sem er einn þekktasti lög- spekingur Bandaríkjanna og hefur setið í hæstaréttinum vestra síðan árið 1986, er stað- fastur fylgismaður svonefndrar upprunahyggju við túlkun bandarísku stjórnarskrárinnar. Heilbrigð skynsemi Beðinn að útskýra hvað í upp- runahyggju felist segir Scalia að hún sé „heilbrigð skynsemi“. „Það er hin skoðunin sem krefst skýringar,“ segir hann og heldur áfram: „Upprunahyggja er ein- faldlega grunnaðferðin við að túlka lagatexta – og reyndar hvaða texta sem er. Maður spyr sig: Hvað þýddi þetta þegar það var skrifað? Eða í tilfelli stjórn- arskrár: hvað þýddi þetta þegar þetta ákvæði var samþykkt? Það er sú merking sem í því felst uns löggjafinn, þjóðin, ákveður að breyta því með stjórnarskrár- breytingu. Það er ekki á vald- sviði dómstóls að gefa stjórnar- skrárákvæði nýja merkingu.“ Til dæmis um þetta nefnir Scalia dauðarefsingu. „Það ligg- ur ljóst fyrir að áttunda stjórn- arskrárbreytingin, sem bannar „grimmilegar og óvenjulegar refsingar“ bannar ekki dauða- refsingu. Dauðarefsing var refs- ingin fyrir alla höfuðglæpi; hún skilgreindi höfuðglæp. Nú, það ber ekki nauðsyn til að fram- fylgja dauðarefsingu og í sumum ríkjum Bandaríkjanna hefur hún verið afnumin. En það er ekki á valdsviði dómara að breyta lýð- ræðislegum vilja stjórnarskrár- gjafans og segja þeim sem vilja viðhalda dauðarefsingum að þeir megi það ekki. Það er það sem upprunahyggja þýðir í raun. Stjórnarskráin merkir það sem fólkið sem samþykkti hana upp- runalega ætlaðist til. Ef því á að breyta verður þjóðin að gera það. Það er mjög lýðræðislegt!“ „Hin lifandi stjórnarskrá“ bull En hvað segir Scalia þá um þá skoðun, að skýringarinnar á að stjórnarskrá Bandaríkjanna hafi enst eins lengi og raun ber vitni sé að rekja til þess að hver ný kynslóð leggi nýja merkingu í túlkun hennar? „Það er hægt að halda því fram, en það væri rangt!“ svarar hann. „Þessi hugmynd um „hina lifandi stjórnarskrá“ er mjög ný af nálinni. Hún byrjar með Warren-dómstólnum [þ.e. tíma- bilið 1953-1969, þegar Earl Warren var í forsæti bandaríska hæstaréttarins] sem ríkjandi túlkunaraðferð. Stjórnarskráin hefði ekki staðið í 230 ár ef þessi túlkun hefði verið ríkjandi frá upphafi,“ fullyrðir Scalia. „Fyrstu 160 árin hefði engum dottið í hug að stjórnarskráin tæki stökkbreytingu á tíu ára fresti, að hún sé hvað sem dóm- stóllinn segir að hún sé. Ef þú átt við illa innrætta dómara sem mistúlkuðu stjórnarskrána vilj- andi, vissulega voru slíkir til, en þeir gerðu það „á gamla góða heiðarlega mátann: þeir lugu um það“. En nú á dögum reyna þeir ekki einu sinni að ljúga um það: „Jú, jú, þetta er það sem stjórn- arskráin merkti áður, en okkur finnst að hún eigi ekki að merkja þetta lengur. Hvers vegna? Af því við erum lögfræðingar, við vitum betur.“ Þetta er þvætting- ur. Mér finnst sem sagt ekki að ég þurfi að útskýra uppruna- hyggju; mér finnst frekar að þeir sem telja að stjórnarskráin merki það sem dómstóllinn segir að hún eigi að merkja, þurfi að svara fyrir þá stórundarlegu skoðun.“ Dómarar móti ekki stefnu Háværar pólitískar deilur hafa skapast um tilnefningu dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna á und- anförnum árum. Hvaða skýringu telur Scalia vera á því? „Þetta er afleiðing þess að líta svo á að dómstóllinn túlki sífellt nýja merkingu inn í stjórnarskrána,“ svarar hann. „Áður fyrr var það eina sem skipti mestu máli við val á hæstaréttardómara að hann væri góður og réttsýnn lögfræð- ingur. Núna er öldin önnur: „Það er fínt að fá góðan lögfræðing, en það er ekki það mikilvægasta: við viljum velja einhvern sem skrifar þá nýju stjórnarskrá sem er okkur að skapi; hvort sem það snýr að réttindum samkyn- hneigðra, fóstureyðingar eða eitthvað annað. Við viljum setja einhvern þarna inn sem skrifar okkar stjórnarskrá,“ segir Scalia um þennan hugsunarhátt sem hann álítur hafa haft þessar óæskilegu afleiðingar. „Og það mun líka gerast hér,“ bætir hann við: „Ef skipað er pólitískt í hæstarétt, sem tekur afdrifaríkar pólitískar ákvarð- anir fyrir þetta samfélag, þá mun samfélagið sannarlega láta vilja sinn í ljósi þegar skipað er í þennan dómstól. Nema Ísland sé ekki lengur lýðræðissamfélag og borgarar þess séu sauðir.“ Spurður út í hina umdeildu ákvörðun bandaríska hæstarétt- arins að vísa frá áfrýjun á úrskurði hæstaréttar Flórídarík- is um endurtalningu atkvæða í forsetakosningunum í Flórída árið 2000, sem þýddi að ekki var lokið við að endurtelja atkvæðin eins og forsetaframbjóðandi demókrata, Al Gore, vildi, segir Scalia að það mál sé dæmi um hvað gerist þegar reynt sé að færa kosningastjórnmál inn á vettvang dómstólanna. Hann segist spá því að þegar frá líði muni varla nokkur maður líta á þennan úrskurð sem það stórmál sem sumir hafi viljað vera láta þegar deilurnar stóðu sem hæst. Scalia var staddur hér á landi á dögunum sem heiðursgestur á ráðstefnunni „Lögfræði og laga- nám í aldarspegli,“ sem laga- deild Háskóla Íslands efndi til í tilefni af 100 ára afmæli laga- náms á Íslandi. ANTONIN SCALIA Einn þekktasti lög- spekingur Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ekki á valdsviði dómara að breyta merkingu stjórnlaga Aukin fólksfjölgun hefur haft mikil áhrif á dýraríkið. Fjöldi tegunda er talinn í útrýmingarhættu, margar af mannavöldum. En hvað þýðir það nákvæmlega, þegar dýrategund er í útrýmingarhættu, hvernig er það skilgreint og hvernig er brugðist við því? ■ Hvenær er tegund í útrýmingarhættu? Fjöldi einstaklinga vegur að sjálfsögðu þungt í þessu samhengi en margt annað spilar inn í. Til að mynda dreifing tegundarinnar og varðveisla búsvæðis hennar, prósentuleg fjölgun eða fækkun yfir lengra tímabil, geta til fjölgunar, fjöldi náttúrulegra óvina og ásókn manna. Þegar um er að ræða tegundir þar sem erfitt er að telja eða áætla fjölda stakra dýra, eins og með mörg skordýr, er aðallega horft til dreifingar í samanburði við fyrri ár. Skiptar skoðanir eru um hvenær setja eigi tegundir á lista yfir tegundir í útrýming- arhættu og hvenær eigi að taka þær aftur af honum eftir bata. Taka verður mið af því að þetta eru ekki alltaf nákvæm vísindi og tegundir sem lýstar hafa verið útdauðar finnast oft aftur, til dæmis ef tegundin hefur flust búferlum. ■ Hversu margar tegundir eru í útrýmingarhættu? Að mati Alþjóðanáttúruverndarsambandsins eiga um 15.500 tegundir undir högg að sækja. Þar af rúmlega 8.000 plöntur, tvær þörunga- tegundir og rúmlega 7.100 dýrategundir. Þessi listi er sá yfirgripsmesti þótt hann sé engan veginn tæmandi. ■ Hversu mikil áhrif hefur maðurinn haft á dýr í útrýmingarhættu? Maðurinn hefur haft mikil áhrif á plánetuna frá því hann fór að stunda landbúnað og jafnvel fyrr. Það er hins vegar hæpið að rekja alla útrýmingu eða fækk- un til mannsins. Tegundir hafa risið og hnigið í milljónir ára af eðlilegum örsökum, einfaldlega helst úr lestinni í kapphlaupi Darwins. Vísindamenn eru þó flestir á einu máli um að dregið hafi úr fjölbreytileika dýrarík- isins. FBL-GREINING: DÝR OG PLÖNTUR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Um 15.500 tegundir eiga erfitt uppdráttar „Dreifing Fréttablaðsins hér í Vest- mannaeyjum er til mikillar fyrir- myndar. Sá sem sér um að koma blöðunum í kassana hér í bænum er mjög áhugasamur og mikill kraftur í honum. Dreifing Morgunblaðsins hefur hingað til verið best hér í Eyjum, en Fréttablaðið hefur tekið því fram og er oft komið tveimur til þremur tímum fyrr,“ segir Páll Helgason, lesandi Fréttablaðsins í Vestmannaeyjum. Páll segist bíða spenntur eftir Fréttablaðinu á degi hverjum. Að lestri loknum klippir hann svo út úr því valdar greinar í dagbók sem hann hefur haldið í mörg ár. „Blað- ið er gott og sama má segja um dreifinguna,“ segir Páll. - kg Dagblaðadreifing í Eyjum: Fréttablaðið til fyr- ir myndar í Eyjum FRÉTTAVIÐTAL AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Veljum íslenskt Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí ka 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.