Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 14
14 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR UMRÆÐAN Gunnar Tómasson skrifar um hagstjórn Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverð- bólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölu- tryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráð- herra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygg- ing lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa! Á þessum árum vann ég sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þegar ég frétti af afnámi vísitölutryggingar launa og áframhaldandi verð- tryggingu skrifaði ég bréf til áhrifamanns í íslenzku samfélagi, þar sem ég gagnrýndi harðlega aðgerðir stjórnvalda og sagði þær vera herfilegustu hag- stjórnarmistök frá upphafi lýðveldisins. Hér væri tjaldað til einnar nætur. Ástæðan var sú að verðtrygging er skálkaskjól stjórnvalda sem hafa hvorki haft vilja né getu til að stjórna peningamálum Íslands. Stjórnvalda sem létu það viðgangast að útlán bankanna jukust um 3450% (þetta er ekki ritvilla) áratuginn 1970-1979 og um nánast sama hlutfall á árunum 1980-1989. Þótt árin eftir 1983 hafi verið skuldsettum heimilum erfið, gætu þau orðið barnaleikur í samanburði við þær þrengingar sem nú blasa við. Vandinn nú er þeim mun erfiðari úrlausnar að á síðustu 25 árum hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda sem um langt árabil hafa látið gott heita að útlán héldu áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu. Samtímis hefur orðið breyting á tekjuskiptingu þannig að greiðslubyrði banka- og lífeyrissjóðslána hefur hækkað sem hlutfall af rauntekjum þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Það er skammgóður vermir fyrir lántakendur að verðbætur leggjast á höfuðstól en koma ekki til innheimtu strax. Það verðbólguskot sem nú er væntanlega á byrjunarstigi, ört vaxandi atvinnuleysi og minnkandi rauntekjur ásamt fallandi eignaverði mun sýna að verðtrygging er argvítugur staðgengill fyrir trausta og skilvirka stjórn íslenzkra peninga- mála. Hér er verk að vinna fyrir stjórnvöld og lífeyrissjóði. Höfundur er hagfræðingur. Verðtrygging GUNNAR TÓMASSON Fyrir utan heilræðið um að við eigum nú að reyna að vera góð við börnin okkar – rétt eins og eitthvað annað hafi staðið til – þá held ég að tvær tuggur ráðamanna séu einna óbærilegastar um þessar mundir. Önnur er sú að auðvelt sé að vera vitur eftirá. Hvernig gátuð þið látið þetta gerast? er spurt og svarand- inn – fyrrum bankaeigandi, auðjöfur, bankastjóri, ráðherra, yfirmaður fjármálaeftirlits, sölumaður norðurljósa – einhver klúðrarinn – ekur sér dálítið í stólnum, brosir pirraður og segir loks og reynir að hljóma eins og hann sé að tala við fábjána: Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá … Þetta er einn af þessum ömur- legu orðaleppum sem fólk notar til að þurfa ekki að tala. Í stað þess að ræða málin kemur þetta. Allt eins mætti segja: Æ, dinglaðu þér. Þetta er dæmigert fyrir hið umræðu- fælna samfélag gærdagsins þar sem hvers kyns tilraun til sundur- greinandi samræðu er eitur í beinum höfðingjanna sem vildu helst fá að halda áfram að gelta sínar fyrirskipanir. Getur verið að þeir sem eiga svona auðvelt með að vera vitrir eftirá séu þá jafnframt heimskir fyrirfram? Og það er auðvelt að vera heimskur fyrirfram … Eða hvað? Hvernig stendur þá á því að þessir ráðamenn streitast enn við að nota sömu úrræðin og þeir notuðu áður en eftirviskan vitraðist þeim svo auðveldlega? Er kannski erfitt að vera vitur eftirá? Kannski erfitt að vera vitur yfirleitt – og auðvelt að vera vitlaus? Þegar Davíð Oddsson er gagnrýndur segir blaðafulltrúi hans Geir Haarde jafnan að ekki megi „persónugera vandann“. Hann talar eins og bókmennta- fræðingur. Þegar hafið stynur, grasið syngur og fjöllin gráta í skáldskap er slíkt nefnt persónu- gerving, enda fyrirbærum náttúrunnar gefnir mannlegir eiginleikar. Geir vill með þessu telja okkur trú um að vandinn sé náttúruhamfarir og hafi ekki mannlega ásjónu – og alls ekki Davíðs. Að sjálfsögðu ristir vandi Íslendinga dýpra en svo að Davíð Oddssyni verði einum kennt um hann eða að brotthvarf hans sé eina forsenda endurreisnarstarfsins. Eitt er það að fjórflokkakerfið – með einum fimmta flokki sem veit ekki alveg hvað hann er – virðist í senn merkilega lífseigt og ófært um að endurspegla hugmynda- strauma og andstæðar skoðanir samfélagsins, til dæmis í afstöðu til Evrópu þar sem stjórnmála- menn hafa lengi verið á eftir almenningi og hagsmunasamtökum atvinnulífsins, nema kvótakónga. Og ríkisstjórnin er einhvers konar pattstjórn. Eða kannski leppstjórn – í þeim skilningi að hinir and- stæðu flokkar eru svo uppteknir af því að leppa menn andstæðingsins að útkoman er patt. En allt í lagi: Setjum svo að hér hafi utanaðkomandi hamfarir gengið yfir þjóðina, sambærilegar við það þegar stormurinn Katarina lagði New Orleans í rúst í Banda- ríkjunum. Þá þóttu flóðavarnir Bush-stjórnarinnar með þeim hætti að flestir sem ábyrgð báru á því voru látnir víkja úr embætti, og sjálfur forsetinn og varaforseti ærulausir menn. Það er nefnilega svo í siðuðum samfélögum með lýðræðishefð að menn í ábyrgðarstöðum þurfa að axla þá ábyrgð þegar sýnt þykir að þeir hafi brugðist á örlagastundu. Þegar kjósendur afþakka krafta tiltekinna stjórnmálamanna í kosningum má vissulega segja að þeir séu að „persónugera vandann“ en málið er að það eru nú einu sinni persónur sem taka að sér úrlausn tiltekinna mála og standa þess vegna fyrir ákveðin úrræði í huga fólks. Davíð Oddsson er bara óvart persónugervingur alls kyns hugmynda og úrræða. Hann var persónugervingur góðærisins og nú er hann persónugervingur þess að hafa veðjað ranglega á Ameríku í stað Evrópu – og persónugerving- ur þeirrar öfgafullu reiðareks- stefnu í peningamálum sem kom þjóðinni svo sannarlega á vonarvöl. Jafnvel þótt hann væri óskeikull eins og Geir og aðrir meðreiðar- sveinar hans virðast halda – já meira að segja þótt hann kynni eitthvað í hagfræði – þá skiptir það ekki lengur máli. Allt er um seinan. Hann mun aldrei öðlast þá virðingu sem embættið þarf sárlega á að halda. Þjóðin mun aldrei fylgja honum neitt. Geir Haarde þarf að spyrja sig: Þarf sátt um Seðlabankann? Þarf Seðlabankinn traust innanlands og utan? Þarf þjóðin að taka mark á seðlabankastjóra? Sé svarið nei við þessum spurningum – þá heldur hann Davíð. Það var sögulegt hlutverk Geirs Haarde að leiða þjóðina frá stefnu Davíðs og í átt að öryggi og evru – til þess hlaut hann brautargengi þjóðar og flokks – en hann brást þessu hlutverki sínu og það kemur í hlut annars að inna það af hendi, með harmkvælum. Tuggur tvær Fjölskyldan rannsökuð Nokkur vandkvæði gætu orðið á gerð svokallaðrar Hvítbókar eins og Pétur Gunnarsson gerir greinargóð skil á síðu sinni eyjan.is/hux: „Þegar litið er yfir ríkisstjórnarborðið kemur í ljós að Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra og yfirmaður ríkissaksóknara, er tengdafaðir Hreiðars Más Guð- jónssonar, lykilstjórnanda í viðskipta- veldi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Eigin- maður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra er Kristján Arason, sem var yfirmaður einkabanka- þjónustu hjá Kaupþingi. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er svili Sigurðar G. Guðjónssonar, sem sat í stjórn Glitnis. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra er stjúpfaðir Borgars Þórs Ein- arssonar, sem starfaði í lögfræðideild Landsbankans. Eiginkona Geirs, Inga Jóna Þórðardóttir, sat sem kunnugt er í stjórn FL Group.“ Ótrúlega hlutlausir Bent hefur verið á að smæð íslensks samfélags geti reynst erfið við gerð svokallaðrar Hvítbókar. Bogi Nils- son, fyrrverandi ríkissaksóknari, og Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari telja smæðina þó ekkert vandamál eins og haft hefur verið eftir þeim í Morgunblaðinu en þeim er ætlað að rannsaka mál sona sinna úr röðum útrásarvíkinga. Sjeikspírskur harmleikur Illugi Jökulsson segir á bloggi sínu á dv.is að það gæti hugsast að saga Davíðs Oddsonar sé að verða að „sjeikspírskum harmleik“. Nú þurfi Davíð lífverði til að verja sig fyrir þjóðinni sem áður dáði hann. Eftir eina mestu niðurlægingu vestræns ríki síðari ára telja margir sig eiga heimtingu á að fá að vita hvers vegna mannabreytingar hafa ekki verið gerðar í Seðlabanka. Sumir segja ráðherra ósvífna aðrir huglausa. Eða er þetta fólk allt jafn mikið úti á þekju og þingmaðurinn Arnbjörg Sveinsdóttir ein virðist hafa komist hjá því að heyra gagnrýniraddir um störf Davíðs. karen@frettabladid.is GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG |Efnahagsmálin L itlar líkur eru á að einstaklingur muni nema einu sinni á ævinni upplifa slíkar hremmingar í efnahagslífi eins og þær sem nú ríða yfir Ísland. Það er því ákaflega mikilvægt að nýta eftir föngum reynslu annarra af því að bregðast við slíkum aðstæðum. Nú um helgina var leið Finna út úr efnahagskreppu sem þar herjaði upp úr 1990 mjög í umræðunni í tengslum við fund Samfylkingarinnar í gær þar sem meðal annars var rætt um þessa leið sem reyndist Finn- um happadrjúg. Einn frummælenda á þessum fundi var Stefán Ólafsson félags- fræðiprófessor sem kom einnig fram í viðtölum í fjölmiðlum. Stefán dró einkum fram þrjá þætti sem Finnar hefðu haft að leiðarljósi þegar þeir, með eftirtektarverðum árangri, unnu sig út úr kreppuástandi. Í fyrsta lagi sóttu Finnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1992, í miðri kreppunni, og litu beinlínis á það sem leið til að tak- ast á við efnahagsástandið. Eitt af því sem líkt er með finnsku kreppunni og þeirri íslensku er að Finnar sátu uppi með ónýtan gjaldmiðil, rétt eins og við, og urðu í framhaldi af inngöngunni í Evrópusambandið fyrstir Norðurlandaþjóða til að taka upp evru. Í öðru lagi beittu Finnar velferðarkerfinu markvisst til að milda áhrif kreppunnar á almenning. Atvinnuleysi fór upp í 18 prósent í Finnlandi og því var róðurinn þungur, auk þess sem ríkissjóður stóð illa. Útgjöld til velferðarmála fóru frá um 25 prósentum af þjóðarframleiðslu í upphafi kreppunnar upp í 35 prósent í lok hennar. Þeir fluttu fjármagn milli málaflokka innan velferðarkerfisins og skáru sumt niður eins og lífeyrisgreiðsl- ur til þeirra sem höfðu hærri tekjur annars staðar frá. Einnig juku þeir skatta tímabundið til þess að mæta óhjákvæmilegri útgjaldaaukningu. Í þriðja lagi tóku Finnar upp nýja atvinnustefnu sem byggði á nýsköpun og þekkingarbúskap. Þetta var gert með því að hlúa að umhverfi sem væri hvetjandi til nýsköpunar í atvinnulífi. Þarna gegndu háskólar lykilhlutverki. Auk þess sem áhersla var lögð á bætta menntun voru myndaðar þekkingarþyrpingar þar sem frumkvöðlastarfsemi átti skjól. Þessar aðgerðir skiptu áreiðan- lega sköpum fyrir finnsku þjóðina. Hugmyndir Bjarkar Guðmundsdóttur og þeirra sem með henni starfa eru í raun mjög í þessum anda. Íslendingar eru vel menntuð þjóð og hér er um talsvert auðugan garð sprotafyrir- tækja að gresja sem hlúa þarf að ef úr eiga að verða umtalsverð- ar tekjur fyrir þjóðarbúið. Ljóst er að það verður ekki verk einnar kynslóðar að greiða niður skuldir þjóðarinnar. Því verkefni verður líklega ekki lokið fyrr en framhaldsskólanemendur dagsins í dag verða að nálgast eftirlaunaaldurinn. Atvinnustefna leikur því lykilhlutverk um hvernig til tekst. Uppbygging iðnaðar sem ekki er háður kostn- aðarsömum undirstöðum eins og stórvirkjunum getur þarna skipt sköpum. Uppbygging atvinnulífsins er lykilatriði. Finnska leiðin út úr kreppu STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.