Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Í mestum metum heima er eld- húsborðið sem tengir okkur fjöl- skylduna saman, því þar sitjum við og borðum og hittumst þegar heim er komioð eftir annasaman dag, sitt úr hvorri áttinni,“ segir Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttur skartgripahönnuður í Aurum, þar sem hún situr við túrkísblátt eld- húsborð sem henni áskotnaðist frá tengdaforeldrum sínum. „Við þetta sama borð kynntist ég fjölskyldu eiginmanns míns á allt öðrum stað. Mér finnst sagan svo falleg því hún tengir okkur öll við borðið; við það borðaði minn heittelskaði sem lítill drengur og nú alast dætur okkar upp við sama borð,“ segir Guðbjörg, fullviss um að borðið bláa muni fylgja fjöl- skyldu sinni um ókomna tíð. „Borðið er íslensk smíð frá árinu 1967 og því jafngamalt eig- inmanni mínum. Á þeim tíma stóðu tengdaforeldrar mínir í húsasmíðum og vantaði sporöskju- lagað eldhúsborð sem hentaði í ákveðna stærð af rými. Þau fengu því Halldór Vilhelmsson, smiðinn sem teiknaði flest í húsinu, til að teikna borðið og völdu borðplötu á einum stað og fæturna á öðrum,“ segir Guðbjörg og bætir við bros- andi að tengdamóðir hennar hafi þótt djörf í litavali þegar kom að túrkísbláma borðsins. „Á þessum árum voru drapplitir og brúnir litir allsráðandi, svo blái liturinn þótti í senn ósmekklegur og vakti undrun, en merkilegt nokk að svo sterkur litur kemur afar fallega út og lýsir upp umhverfið í svartri og hvítri umgjörð,“ segir Guðbjörg, sem oft fær innblástur í bláma eldhússins við rómaða skartgripa- hönnun sína. „Kisan litla á borðinu er svo lampi úr Kisunni, með blíðri og mildri birtu sem er notaleg í morg- unsárið og skammdeginu. Þetta er því uppáhaldsstaður fjölskyldunn- ar, sem öll er nett og passar vel við svo nett eldhúsborð.“ thordis@frettabladid.is Borð sem sameinar sögu Óhóf og nýjabrum er allsendis komið úr móð þegar að hýbýlaprýði kemur. Í ljósi þess er nýtni og hús- munir með fortíð eftirsótt og húsgögnin fara frá kynslóð til kynslóðar og hafa sína sögu að segja. Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður við túrkísblátt eldhúsborð sem var sérsmíðað á Íslandi árið 1967 og sér ekki rispu á enn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓLABAKSTURINN er farinn að brenna á mörgum en tilval- ið er að byrja snemma á einhverjum tegundum. Sörur geta verið tímafrekar í framkvæmd en geymast þeim mun betur í frysti svo gott er að gefa sér góðan tíma í þær. Uppskriftir að sörum er að finna á www.eldhus.is. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.