Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 10
10 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR í s k ó k a s s a www.skokassar.net t i l J ó l a ... 5 d a g a r Til leigu iðnaðarhúsnæði Um er að ræða um 417 fermetra húsnæði með 2 stórum innkeyrslu- hurðum með rafmagnsopnun. Mikil lofthæð og góð aðkoma. Góð stað- setning við Vesturhraun í Garðabæ (hverfi ð á móti IKEA). Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 480-0000 Á BERANGRI Fólk sem missti heimili sín í skjálftanum ornar sér við eld undir berum himni í Ziarat, 130 km suður af Quetta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PAKISTAN, AP Læknar á jarð- skjálftasvæðinu í suðvesturhluta Pakistans greindu frá því fyrir helgi að þeir væru að verða uppiskroppa með lyf og gerfilimi. Óttast er að skjálftinn, sem reið yfir snemma á miðvikudagsmorg- un og mældist 6,4 á Richter, muni hafa kostað yfir 300 manns lífið. Þrjú þúsund hús hrundu og um 15.000 manns misstu heimili sitt. Hermenn og sjálfboðaliðar voru önnum kafnir við að koma hjálpargögnum á hamfarasvæðið, sem er í dreifbýlu fjallahéraði nærri landamærunum að Afganistan. Ráðherrann Zamrak Khan tjáði fréttamönnum að staðfest manntjón væri „eitthvað yfir 300 manns“. - aa Jarðskjálftinn í Pakistan: Yfir 300 manns týndu lífi SKIPULAGSMÁL Lóðin umdeilda á Miðskógum 8 á Álftanesi stefnir í að verða endanlega úr sögunni sem byggingarlóð eftir að skipulags- nefnd sveitarfélagsins samþykkti nýtt deiliskipulag. Eftir er að afgreiða málið endanlega frá bæj- arstjórn. Hart hefur verið deilt um Mið- skóga 8. Eigendur sjávarlóðarinnar hafa ekki fengið samþykkt bygg- ingarleyfi fyrir einbýlishúsi. Fyrr á þessu ári dæmdi Hæstiréttur Íslands að rétt hafi verið hjá sveit- arfélaginu að hafna veitingu bygg- ingarleyfis þar sem stærð hússins samrýmdist ekki skilmálum. Hins vegar sagði Hæstiréttur ekki hafa verið sýnt fram á annað en að Mið- skógar 8 væri byggingarlóð. Á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar Álftaness var nýrri og breyttri umsókn um bygg- ingarleyfi á Miðskógum 8 hafnað og nýtt deiliskipulag fyrir Vestur- Skógtjarnarsvæðið samþykkt með atkvæðum meirihluta Álftanesslist- ans. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðis- flokks átöldu meirihlutann fyrir að hafa ekki leyst ágreininginn við eig- anda Miðskóga 8 í sátt. „Nú bendir allt til enn frekari dómsmála sem eru kostnaðarsöm bæði fyrir eig- endur umræddrar lóðar og ekki síður fyrir íbúa Álftaness. For- gangsröðun fjármuna ætti að vera önnur á þeim tímum sem við lifum í dag,“ bókuðu sjálfstæðismenn. Fulltrúar Álftanesslistans kváð- ust taka undir að eðlilegt hefði verið að semja um málið. „En stefna Sveitarfélagsins Álftaness í umhverfismálum er ekki til sölu,“ sagði meirihlutinn sem kveðst telja lóðina á Miðskógum 8 of litla fyrir nýtt hús og það myndi verða of nálægt fjörunni. Mark sitt hefur sett á deiluna um lóðina Miðskóga 8 að hús forseta bæjarstjórnar stendur þar beint fyrir ofan. Á áðurnefndum fundi var tekið fyrir erindi eiginkonu hans, Kristínar Sigurleifsdóttur, varðandi jarðrask og girðingu umhverfis Miðskóga 8. Fram- kvæmdirnar hafi valdið henni miklu ónæði og hún vilji þær afmáðar og fjarlægðar. Ákveðið var að beita eigendur Miðskóga 8 ákvæði í reglugerð sem kveður á um sektir upp á allt að einni milljón króna á dag sé ekki orðið við tilmælum byggingarfulltrúa. Er þetta gert með vísan í umsögn frá Skipulags- stofnun. Hlédís Sveinsdóttir arkitekt, einn eigenda Miðskóga 8, segir bæjaryf- irvöld á óskiljanlegum villigötum. Þau hunsi sjálfan Hæstarétt og safni stöðugt ráðgjafa- og lögfræði- kostnaði sem fáist svo ekki gefinn upp. „Hvar sem málið endar þá mun Álftanes þurfa að borga og reikn- ingurinn bara hækkar. Við höfum alltaf verið til í að selja lóðina en okkur hafa aldrei boðist viðræður um alvöru lausnir.“ gar@frettabladid.is Sjávarlóð afskráð og dag- sektir boðaðar á eigendur Lóðin á Miðskógum 8 verður afmáð af skipulagi. Eigandi segir málið verða Álftnesingum dýrkeypt. Dag- sektir boðaðar eftir að eiginkona forseta bæjarstjórnar kvartaði undan girðingu og jarðvegsflutningum. Í MIÐSKÓGUM 8 Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason eru eigendur Miðskóga 8. Þau fá ekki að byggja á lóðinni. Forseti bæjarstjórnar býr í húsinu fyrir ofan. Eigin- kona hans segir ónæði af framkvæmdum á lóð Gunnars og Hlédísar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR GRASKER HANDA TÍGRISDÝRI Menderu heitir þessi sex mánaða tígrishvolpur sem kannar þetta hrekkjavökugrasker í dýragarðinum í San Diego í Bandaríkj- unum. Graskerið er fyllt með kjöti. NORDICPHOTOS/AFP KONGÓ, AP Þúsundir stríðsþreyttra flóttamanna hafa nýtt sér vopnahlé í borgarastríði því sem geisað hefur í austurhluta Lýðveldisins Kongó að undanförnu og streymdu út á vegina á ný, fótgangandi yfir víg- línur stríðandi fylkinga til að kom- ast til heimahaga sinna. Erindrekar frá Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðunum samein- uðu krafta sína til að reyna að miðla málum og finna pólitíska lausn á uppreisnarátökunum á svæðinu. Evrópusambandið íhugar að senda nýtt friðargæslulið á vettvang. Skæruliðar Laurents Nkunda stóðu vörð á eftirlitsstöðvum við vegi út úr héraðshöfuðborginni Goma, þar sem þeir stöðvuðu fram- rás sína eftir heiftarleg átök í síð- ustu viku. Nkunda sagðist vilja að vopnahléð gerði flóttafólki kleift að snúa heim og mannúðaraðstoð að berast inn í borgina. Að sögn flóttamannahjálpar SÞ hafa um 50.000 manns hrakist á flótta úr flóttamannabúðum og þorpum á svæðinu. Að baki átökunum liggja ættbálka- erjur og togstreita um yfirráð yfir demanta- og eðalmálmanámum. - aa Erlendir erindrekar reyna að miðla málum á borgarastríðssvæðinu í Austur-Kongó: Þúsundir flóttamanna nýta vopnahlé Á FLÓTTA Fjölskylda í hrakningum nærri Kibati norður af Goma í A-Kongó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.