Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 6
6 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR VIÐSKIPTI Í LÖNDUM ÍSLAMS AUKINN SKILNINGUR – AUKIN VIÐSKIPTI R P IP A R P IP A R A R P A R IP A R P A R A R P I P • S Í • S Í • S Í • S Í • S Í • S Í • S Í SS••• • 8 • 8 • 8 • 8 • 8 A • 8• 8 A • A • AAAAA 111 2 0 31 2 0 3 2 0 3 2 0 3 2 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is Námskeið á vegum Útflutningsráðs um siði og venjur í löndum íslams verður haldið á Hilton Hótel Nordica 12. nóvember frá kl. 09-17. Fyrirlesari er Richard McCallum frá Farnham Castle International Briefing and Conference Center. Skilningur á sjaría eða lögum íslams er mikilvægur fyrir þá sem eiga viðskipti í löndum þar sem íslömsk trú er ríkjandi. Umburðarlyndi, skilningur á menningu og trúarlegum málefnum, og þekking til að forðast árekstra eru allt forsendur fyrir því að ná árangri í viðkomandi löndum. Námskeiðið felur í sér stutta kynningu á íslam, útskýringu á sjaría, svæðisskipta yfirsýn yfir sjaríalögin og umræður um ályktanir sjaría um erlenda starfsmenn og fyrirtæki. Verð 19.000 kr. Hádegisverður er innifalinn. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning er hafin í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita Inga Hlín Pálsdóttir, inga@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is. Auglýsingasími – Mest lesið STJÓRNMÁL Árni Mathiesen fjármálaráðherra vill að tóbak verði áfram selt í fríhöfnum enda aflar sala þess tekna í ríkissjóð. Þá sé tóbak dæmigerð vara í fríhafnar- verslunum um allan heim. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Ástu Möller Sjálfstæðisflokki. Í svarinu segir að rúmlega tólf hundruð þúsund vindlingapakkar hafi selst í fríhöfnum landsins á síðasta ári. Það eru átta prósent af allri tóbakssölu. Fram kemur að verð á sígarettupakka í fríhöfn sé um 299 krónur en 620 krónur út úr búð. Munurinn liggi í tóbaksgjaldi og virðisaukaskatti. - bþs Fjármálaráðherra: Vill selja tóbak í fríhöfninni Telur þú Davíð Oddsson hafa skaðað orðspor Sjálfstæðis- flokksins að undanförnu? Já 86,4% Nei 13,6% Er rétt að þjóðin fái að ganga til kosninga innan skamms? Segðu skoðun þína á visir.is MENNING Myrká, ný bók Arnaldar Indriðasonar, kom í bókaverslanir á laugardaginn. Frá upphafi hafa bækur Arnaldar komið út 1. nóv- ember og er þeirri venju haldið í ár. Fyrst um sinn verður Myrká á kynningartilboði víðast hvar og mun til dæmis kosta 3.590 krónur í bókabúðum Pennans. Leiðbeinandi verð hennar er 4.790 krónur. Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum, segir verð á bókum Arnaldar gott dæmi um hóflegar verðhækkanir á bókum. „Mýrin kom út árið 2000 og kostaði þá 3.990 krónur. Arnaldar- bókavísitalan hefur því ekki hækk- að nema um tuttugu prósent á átta árum.“ Á sama tímabili hefur vísi- tala neysluverðs, sem mælir breyt- ingar á almennu verðlagi, hækk- að um sextíu prósent. Bryndís segir þetta því að þakka að marg- ar bókaútgáfur halda verði sínu til smásala óbreyttu í ár. Aðrir hafi haldið hækkunum í lágmarki eða í kringum fimm prósent. Jólin verða skáldsagnajól en halla mun á hvers kyns betrunar- bækur, gangi spádómur Bryndísar eftir. „Ég held að fólk sé tilbúið til að hverfa aðeins inn í annan heim og þess vegna komi skáldsögurnar sterkar inn. Ég held hins vegar að fáir hafi viðbótar- orku í að betrum- bæta sig núna.“ - hhs Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Myrká, kom út hinn 1. nóvember að venju: Bækur hækka hóflega í verði MYRKÁ ARNALD- AR Verð á bókum Arnaldar Indriðasonar, sem og annarra, hefur hækkað lítið í sam- anburði við almennt verðlag. BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR verslunarstjóri. VIÐSKIPTI Félagið Rauðsól ehf., sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, hefur keypt fjölmiðlahluta 365 miðla. Stjórn 365 samþykkti kaupin á fundi sínum á laugardag. Rauðsól mun greiða 1500 milljónir króna fyrir 365 miðla, auk þess sem félagið mun yfirtaka skuldir sem eru 4,4 til 4,9 milljarðar. Jón Ásgeir Jóhannesson og Ari Edwald, forstjóri 365, segja báðir að í raun sé um hlutafjáraukningu að ræða. Jón Ásgeir segir að félag- ið muni ekki verða alfarið í sinni eigu. Öllum hluthöfum í 365 verði boðið hlutafé í nýja félaginu í sam- ræmi við núverandi hlutafjáreign sína. „Ég býst ekki við öðru en að þetta verði sömu hluthafar og eru í félaginu í dag,“ segir Jón Ásgeir. „90 prósent þeirra sem eiga í 365 í dag hafa tjáð mér að þeir ætli sér að eiga í þessu félagi.“ Að sögn Ara Edwald munu hluthafar í 365 hafa frest til 20. nóvember til þess að ákveða hvort þeir taki þátt og því muni eignarhaldið skýrast á næstu vikum. Hann segir jafn- framt að ákvörðunin um söluna hafi verið tekin samkvæmt tillögu Landsbankans, viðskiptabanka 365. Starfsemi 365 er skipt í tvennt. Undir fjölmiðlahlutann, 365 miðla, falla meðal annars Stöð 2, Vísir.is og Bylgjan. Fyrr í mánuðinum var Fréttablaðið selt frá 365 miðlum til Árvakurs, en 365 eignaðist 36,5 prósenta hlut í Árvakri. Sá hlutur fylgir með í kaupum Rauðsólar ehf. Það sem eftir stendur í 365 er afþreyingarfyrirtækið Sena, og EFG, sem meðal annars rekur Saga Film. Skuldir 365 eru rúmir þrír milljarðar eftir söluna um helgina. Að auki er Jón Ásgeir stór hluthafi í Stoðum Invest, sem eiga útgáfufélagið Birtíng. Birtíngur gefur út DV auk þess að vera stærsti útgefandi tímarita á land- inu. Allir stjórnarmenn 365, að Árna Haukssyni undanskildum, sam- þykktu kaupin á fundi sínum á laugardaginn. Árni greiddi atkvæði gegn kaupunum og sagði sig úr stjórninni. Ekki náðist í Árna í gær, en að sögn Jóns Ásgeirs hafði hann selt sinn hlut í fyrirtækinu og sagði sig úr stjórn- inni af þeim sökum. Þá náðist ekki í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra vegna máls- ins. thorunn@frettabladid.is Félag Jóns Ásgeirs kaupir fjölmiðla 365 Rauðsól, nýtt félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur keypt fjölmiðla- hluta 365. Salan var gerð að tillögu Landsbankans. Jón Ásgeir segir um hluta- fjáraukningu að ræða og öðrum hluthöfum verði boðið hlutafé í nýja félaginu. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON RAUÐSÓL STOÐIR INVEST 365 MIÐLAR 36,5% HLUTUR Í ÁRVAKRI* Fréttablaðið Morgunblaðið DV Mannlíf Nýtt líf Séð og heyrt Vikan o.fl. tímarit BIRTÍNGUR Stöð 2 og tengdar stöðvar Vísir.is, Bylgjan og tengdar stöðvar, X-ið, FM 957, * MEÐ FYRIRVARA UM SAMÞYKKI SAMKEPPNISEFTIRLITSINS EVRÓPUMÁL Ræða verður alvar- lega um aðild að Evrópusam- bandinu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það sagði Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í þættinum Mannamáli á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorgerður sagðist alltaf hafa verið efasemdarmaður og ein- dregið stutt þá stefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafi sett fram. Flokkurinn hafi metið það svo að aðild að EES hafi sinnt þörfum og hagsmunum Íslands. Nú séu aðstæður hins vegar allt aðrar. Fjármálakerfið sé hrunið og alþjóðleg kreppa ríki, og því beri okkur skylda til að horfast í augu við þessa nýju tíma. Það þurfi að meta hagsmunina upp á nýtt, og það sem fyrst. Þá hafi hún ekki bara efnahagsmálin í huga, held- ur verði að horfa til Evrópusam- bandsins þegar kemur að til dæmis utanríkis- og öryggismál- um. „Þá verðum við, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, að ræða Evrópusambandið mjög alvarlega,“ sagði Þorgerður Katrín og bætti við að ef hags- munamatið segði að hagsmunum landsins sé betur borgið með því að ganga í sambandið þá sé hún tilbúin til að endurskoða sína afstöðu. - þeb Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um Evrópusambandið: Tilbúin að endurskoða afstöðu MENNTAMÁLARÁÐHERRA Segist tilbúin til að endurskoða afstöðu sína til Evrópusambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.