Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 34
22 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is 14.–16. nóvember Man Utd. Stoke 25.–26. nóvember Arsenal Dynamo Kyiv 14.–16. nóvember Arsenal Aston Villa F í t o n / S Í A Boltinn er hjá okkur! Flug og miði á leik: 39.900 kr. Flug og miði á leik: 35.000 kr. Verð á mann í tvíbýli: 49.900 kr. Innifalið: Flug m/sköttum og öðrum greiðsl- um, miði á leikinn og hótel m/morgunverði. TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Innifalið: Flug m/sköttum og miði á leikinn. Innifalið: Flug m/sköttum og öðrum greiðslum og miði á leikinn. Iceland Express karla: Grindavík-Þór Ak. 108-87 (54-54) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 37, Páll Kristinsson 17, Brenton Birmingham 12 (11 frák., 6 stoðs., 5 stolnir, 4 varin), Þorleifur Ólafsson 12, Helgi Jónas Guðfinnsson 9, Guðlaugur Eyjólfsson 7, Arnar Freyr Jónss. 6 (9 stoðs.), Björn Brynjólfss. 5, Davíð Hermannss. 2, Nökkvi Már Jónsson 1. Stig Þórs: Cedric Isom 21 (10 frák., 8 stoðs.), Guðmundur Jónsson 17 (12 frák.), Hrafn Jóhannesson 14, Óðinn Ásgeirsson 12, Jón Orri Kristjánsson 11, Bjarki Ármann Oddsson 9, Baldur Ingi Jónsson 3. Njarðvík-Tindastóll 75-84 (41-41) Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21 (6 frák.m 5 stoðs.), Logi Gunnarsson 17, Friðrik Stefánss. 15 (13 frák.), Sævar Sævarss. 13, Hjörtur Hrafn Einarss. 6, Sigurður Gunnarss. 3. Stig Tindastóls: Benjamin Luber 26 ( 6 frák. m 5 stoðs.), Darrell Flake 18 (10 frák.), Svavar Atli Birgisson 14, Helgi Rafn Viggósson 11, Ísak Sigurjón Einarsson 8, Soren Flæng 7. Stjarnan-Skallagrímur 82-45 (51-22) Stig Stjörnunnar: Fannar Freyr Helgason 15, Kjart an Atli Kjartansson 11, Guðjón Hrafn Lárusson 10 Justin Shouse 9, Hjörleifur Sumarliðason 8, Jovan Zdravevski 7, Birkir Guðlaugsson 6, Ólafur Jónas Sigurðsson 4, Hafþór Örn Þórisson 4, Helgi Þorleiksson 4, Hilmar Geirsson 4. Stig Skallagríms: Þorsteinn Gunnlaugsson 13, Sveinn Arnar Davíðsson 12, Pálmi Þór Sævarsson 8, Trausti Eiríksson 5, Bjarni Ómar Nielsen 3, Óðinn Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2. Norska úrvalsdeildin Tromsø-Stabæk 0-1 Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn en Pálmi Rafn Pálmason kom inn á í hálfleik. Fredrikstad-Lyn 0-2 Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn hjá Lyn en Garðari Jóhannssyni var skipt útaf á 83. mín. Rosenborg-Bodø/Glimt 1-3 Strømsgodset-Viking 3-2 Vålerenga-Brann 0-1 Ármann Smári Björnsson, Ólafur Örn Bjarnason og Gylfi Einarsson léku allan leikinn með Brann og Birkir Már Sævarsson kom inn á 49. mínútu. HamKam-Molde 0-1 Aalesund-Lillestrøm 3-0 Haraldur Guðmundsson sat á bekk Aalesund. Formúla eitt LOKSTAÐAN Í HEIMSBIKARNUM: 1. Lewis Hamilton, McLaren 98 2. Felipe Massa, Ferrari 97 3. Kimi Räikkönen, Ferrari 75 4. Robert Kubica, Sauber 75 5. Fernando Alonso, Renault 61 6. Nick Heidfeld, Sauber 60 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Kvennalandsliðinu í fótbolta hefur í fyrsta sinn verið boðið að taka þátt í efri hluta hins árlega æfingamóts Algarve Cup sem fer fram í sextánda sinn í Portúgal í mars næstkomandi. Íslenska liðið hefur verið með í C-riðli mótsins undanfarin tvö ár en fær nú tækifæri til að mæta bestu knattspyrnuþjóðum heims í A eða B-riðli þessa sterka móts. Á mótinu í fyrra vann íslenska liðið alla fjóra leiki sína og tryggði sér 7. sætið sem var besti möguleiki þjóða sem spila í C- riðlinum. Nú fá stelpurnar okkar aftur á móti tækifæri til að keppa um sjálfan titilinn. - óój Kvennalandsliðið í fótbolta: Mæta þeim bestu á Algarve Cup GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR Stelpurnar okkar er á leið á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Bolton vann gríðarlega mikilvægan sigur á Manchester City, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni og komst fyrir vikið af botninum og upp fyrir Tottenham og Newcastle. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem hægri bakvörður og lagði upp fyrra mark Bolton á 77. mínútu, brunaði þá upp hægri vænginn og sendi boltann þvert fyrir markið þar sem Ricardo Gardner stóð fyrir opnu marki. Seinna markið sjálfsmark Richards Dunne. - óój Bolton komst af botninum: Grétar Rafn lagði upp mark > Ragnar akstursíþróttamaður ársins Torfæruökumaðurinn Ragnar Róbertsson var kjörinn akstursíþróttamaður ársins í lokahófi akstursíþrótta- nefndar ÍSÍ/LÍA, sem fram fór í Sjallanum um helgina. Ragnar náði í ár einum besta árangri sem íslenskur torfæruökumaður hefur náð, en hann keppti í ellefu keppnum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og náði að vinna allar nema eina. Með þessum árangri tryggði hann sér Heimsbikarmeistarann, Norðurlandameistar- ann og Noregsmeistaratitil í flokki sérsmíðaðra götubíla. Ragnar endaði einnig í þriðja sæti í keppninni um Íslandsmeistaratit- ilinn þrátt fyrir að hafa einungis tekið þátt í tveimur keppnum í Íslandsmótinu. Ragnar keppir á „N1 Willys“ bíl sem hann smíðaði 1999. Nýliðar Breiðabliks í Iceland Express deild karla komu mörgum á óvart með 21 stigs sigri sínum á Íslandsmeisturunum í Keflavík á föstudagskvöldið. Sigur Blika var sögulegur, þeir unnu sinn fyrsta úrvalsdeildarsigur í Keflavík og Keflavík hefur ekki tapað heimaleik stærra í deildinni í rétt tæp 14 ár. Fyrir leikinn höfðu líka ríkjandi Íslandsmeistarar unnið 50 heimaleiki í röð á móti nýliðum eða síðan að nýliðar Keflavíkur unnu meistara Njarðvíkur 93-91 4. mars 1983. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Blika, hefur stjórnað Njarðvíkingum til sigurs í Keflavík og vissi greinilega hvað þurfti til svo að Blikar stigu þetta stóra skref. „Frábært hugarfar og mikil trú. Eins fáránlega og það hljómar þá höfðum við ofboðslega mikla trú á því að við værum að fara að taka þennan leik. Við vorum að spila ótrúlega vel, það var mikil barátta í liðinu og mikið líf í kringum mannskapinn allan tímann,“ segir Einar Árni en það var 57 stiga sveifla hjá liðinu milli leikja eftir 36 stiga tap á móti KR. „Ég held að margir hafi stimplað okkur vonlausa eftir leikinn á móti KR en eftir sem áður þá verður þetta erfitt í vetur þrátt fyrir að við höfum unnið Keflavík,“ segir Einar Árni. Hann undirbjó sitt lið vel fyrir svæðispressu Keflvíkinga og það bar árangur. „Að fara í gegnum leik á þeirra heimavelli þar sem þeir eru að pressa okkur í 40 mínútur og vera aðeins með 13 tapaða bolta er mikill sigur,“ segir Einar og fram undan er leikur á móti stigalausum ÍR-ingum í kvöld. „Þetta er ofboðslega erfiður leikur. Við erum að fara að mæta feykilega góðu liði sem er langt frá því að vera einhver fallkandidat. Þetta snýst fyrst og fremst um það að menn tapi ekki sýn á það sem færði okkur þennan góða leik á móti Keflavík,” segir Einar sem treystir á góðan stuðning. „Ég myndi líta á þennan leik hjá strákunum sem áskorun á stuðningsmenn Breiðabliks að fjölmenna á leikinn á mánudaginn [í kvöld] sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli,“ segir Einar en þrátt fyrir glæsilegan sigur á Keflavík hefur markmið liðsins ekkert breyst. „Ég er ekki að velta fyrir mér sæti í úrslitakeppninni í dag. Við þurfum bara að fyrst og síðast að koma okkur í þá stöðu að vera ekki í fallsæti,“ sagði Einar að lokum. EINAR ÁRNI JÓHANNSSON, ÞJÁLFARI BREIÐABLIKS: FYRSTU NÝLIÐAR Í 25 ÁR TIL AÐ VINNA ÚTISIGUR Á MEISTURUM Margir stimpluðu okkur vonlausa eftir KR-leikinn FORMÚLA 1 Það var ekki nóg með að úrslitin í baráttunni um heims- meistaratitilinn réðust í lokamóti ársins heldur réðust þau í síðustu beygju og á endanum munaði aðeins einu stigi á Lewis Hamilton og Felipe Massa. Lewis Hamilton var við það að missa frá sér annan heimsmeist- aratitil á jafnmörgum árum en náði að vinna sig upp um sæti og tryggja sér fimmta sætið sem var nóg. Hamilton er aðeins 23 ára, 9 mánaða og 26 daga gamall og fyrsti Bretinn til að vinna heimsmeistaratitilinn síðan Damon Hill vann hann árið 1996. Hann bætti met Fernandos Alonso sem var 24 ára, eins mánaðar og 27 daga gamall þegar hann vann 2005. „Það er engin leið að koma orðum að því hvernig mér líður. Ég hugsaði: Náði ég þessu? Er þetta komið? Þegar þeir sögðu mér að ég hefði náð þessu þá missti ég mig alveg,“ sagði Hamilton sem grét af gleði eftir að heims- meistaratitilinn var í höfn. Dramatíkin í lokakapp- akstri ársins í Brasilíu í gær var engu lík og þegar Fel- ipe Massa kom fyrstur í mark leit út fyrir að hann væri að tryggja sér líka heims- meistaratitilinn á heimavelli. Lewis Hamilton var þá dottinn niður í sjötta sætið og það hefði verið nóg fyrir Massa. Hamilton tókst hins vegar að stinga sér fram fyrir Þjóðverjann Timo Glock og tryggja sér heimsmeistaratitilinn um leið og Ferrari-menn fögnuðu, að þeir héldu, glæsilegum sigri síns manns. Glock var 18 sekúndum á undan Ham- ilton fyrir loka- hringinn en hann var á dekkjum fyrir þurra braut og það skall á úrhelli í lokakafla kappaksturs- ins. Felipe Massa tryggði Ferrari heimsmeistaratitil ökuliða og vann heimakappakstur sinn af miklu öryggi en þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann nær því. Massa grét í leikslok enda hafði hann skömmu eftir að hann kom í mark fengið þau röngu skila- boð að heimsmeistaratitillinn væri kominn í höfn. „Þetta var fullkominn kappakstur og við leystum allt frábærlega við mjög erfiðar aðstæður. Ég er rosalega stoltur af öllum sem koma að liðinu. Því miður vantaði okkur aðeins eitt stig en svo- leiðis er bara formúlan,” sagði Massa sem hal- aði inn einum sigri meira en Hamilton á tímabilinu en það dugði ekki til. Myndskeiðið af starfsmönnum Ferrari þegar þeir fara í gegnum allan tilfinningaskalann, frá því að fagna titil- inum í að fá fréttirn- ar um að Hamilton hefði í raun unnið, verða væntanlega spilaðar um ókomna tíð enda sýnir fátt annað betur hvað gekk á síðustu sekúndurnar á þessu frábæra keppn- istímabili í formúlunni. ooj@frettabladid.is Hamilton heimsmeistari Úrslitin um heimsmeistaratitilinn í formúlunni réðust ekki fyrr en í síðustu beygju og um tíma héldu Ferrari-menn að Felipe Massa hefði unnið titilinn. TÁRAÐIST Felipe Massi gat ekki varist gráti eftir dramatíkina í lokin á Brasilíukappakstrinum. NORDICPHOTOS/AFP MEISTARINN Lewis Hamilton fagnar titilinum sem hann var nærri því búinn að missa annað árið í röð. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir 108-87 sigur á Þór í gær. Mesta spenna kvöldsins var þó í leik Njarðvíkur og Tindastóls í Ljónagryfjunni þar sem Tinda- stólsmenn unnu fjórða sigur sinn í fimm leikjum á tímabilinu. Eftir tvo góða útisigra í röð þurfa Njarðvíkingar að bíða enn eftir fyrsta heimasigri vetrarins eftir 75-84 tap á móti Tindastól í Ljónagryfjunni í gær. Njarðvík tapaði einnig fyrsta heimaleik sínum á móti Grindavík. Ben Luber kvaddi Stólana með enn einum stjörnuleiknum en hann var með 26 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í gær auk þess að raða niður mikilvægum vítum í lokin. Frakkinn Alan Fall mun leysa Luber af og hans bíður ekki auðvelt hlutverk enda kveður Luber Krókinn með 15,6 stig og 5,4 stoðsendingar í leik auk 80 pró- senta sigurhlutfalls liðsins. Magnús Þór Gunnarsson fór mikinn í liði Njarðvíkur og skor- aði 21 stig og Logi Gunnarsson var með 17 stig flest þeirra í seinni hálfleik. Grindavík og KR eru enn einu ósigruðu liðin eftir 21 stigs sigur Grindavíkur á Þór í gær en KR spilar fimmta leik sinn á móti FSu í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik fóru Páll Axel Vilbergsson og Grindavíkurliðið í gang í þriðja leikhluta og gerði út um leikinn með því að vinna hann 32-11. Páll Axel Vilbergsson skoraði 37 stig í leiknum þar af þrettán þeirra í þriðja leikhlutanum. Brenton Birmingham átti mjög góðan leik með Grindavík og skilaði góðum tölum á öllum sviðum leiksins. - óój Þrír leikir fóru fram í fimmtu umferð Iceland Express deildar karla í gærkvöldi: Grindavík áfram á sigurbraut LAUFLÉTT Hér reynir Stjörnumaðurinn Hilmar Geirsson að verja skot frá Trausta Eiríkssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.