Fréttablaðið - 03.11.2008, Side 4

Fréttablaðið - 03.11.2008, Side 4
4 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL „Þetta er einhvers konar áróðursfriðþægingarleikur af hálfu Samfylkingarinnar sem eykur ekki trú mína á ástandinu á stjórnarheimilinu,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, um bókun Samfylking- arinnar. Hann segir bókunina afar sérstaka og bendir á að þótt stjórn Seðlabanka heyri undir forsætis- ráðuneytið geti Samfylkingin ekki firrt sig ábyrgð. „Samkvæmt stjórnskipun landsins og lögum um ráðherraábyrgð bera ráðherr- ar ábyrgð á framvindu sinna mála- flokka og síðan ríkisstjórnin sam- eiginlega ábyrgð á stefnu og starfi stjórnarinnar í heild. Ef Sjálfstæð- isflokkurinn kæmi á morgun og segði að hann bæri ekki ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu, sem heyrir undir Björgvin G. Sigurðsson, hvers konar stjórnskipan er þá orðin í landinu?“ Steingrímur segir að með bókun sinni og orðum Samfylkingar- manna í fjölmiðlum sé flokkurinn að færa ábyrgðina frá ríkisstjórn- inni og yfir á Seðlabanka Íslands eða Davíð Oddsson persónulega. „Ef það er skoðun Samfylkingar- innar að Seðlabankinn og stjórn hans sé óhæf þá beinist þessi bókun fyrst og fremst að Geir H. Haarde,“ segir Steingrímur og bætir því við að meðan Samfylk- ingin setji brottvikningu stjórnar Seðlabankans ekki sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsam- starfi sé bókunin í raun merking- arlaus. Davíð sitji enn í umboði Samfylkingar. „Þetta rökstyður kröfuna um að það þarf að kjósa um leið og unnt er svo ný stjórn með nýtt umboð geti endurskipulagt ríkisbúskap- inn og starfsemi þessara mikil- vægu stofnana sem undir ráðu- neytin heyra,“ segir hann. - þo Ef það er skoðun Sam- fylkingarinnar að Seðla- bankinn og stjórn hans sé óhæf þá beinist þessi bókun fyrst og fremst að Geir H. Haarde. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA ddy.is Diddy.is dy.is Diddy.is ddy.is Diddy i. s sDiddy.i Diddy.is Faxafeni 14. Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari Stelpur á öllum aldri ath. Nú er búðin full af skvísufötum, stærðir frá S - 3x. Kjólar, mussur,skytur,toppar,pe ysur,leggings,úlpur, gallabuxur í miklu úrvali og margt fl . Ný föt í hverri viku, og lygilegt verð! Verið velkomnar, alltaf heitt á könnunni. Did Didd Did VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 18° 12° 16° 12° 12° 14° 15° 15° 10° 12° 23° 13° 16° 27° 5° 14° 23° 5° Á MORGUN Vaxandi SA-átt, 10-18 m/s síðdegis. 0 MIÐVIKUDAGUR 3-10 m/s, stífastur vestan til 11 13 8 8 8 8 6 10 8 13 15 8 5 6 88 MILDIR DAGAR Sé horft heildrænt yfi r veðrið næstu daga er ekki að sjá annað en að milt verði á landinu næstu 10 daga eða svo. Lægðir verða tíðar á þessum tíma og því almennt vætusamt sunnan til og vestan en þurrara annars staðar. Þá verður og vindasamt. Vestan til verður vindur meiri en austan til en auðvitað lægir ávallt á milli lægðanna. 6 5 4 6 2 5 6 8 7 6 4 5 5 88 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Steingrímur J. segir bókun Samfylkingar merkingarlausa nema stjórnarsamstarfið sé sett að veði: Seðlabankastjóri situr víst í umboði flokksins STJÓRNMÁL Bókanir á ríkisstjórnar- fundum eru afar fátíðar og um þær eru takmarkaðar heimildir til. Valgerður Sverrisdóttir, varafor- maður Framsóknarflokksins, segist ekki muna eftir að bókun hafi verið gerð í hennar ráðherra- tíð sem stóð í sjö og hálft ár. Reyndar sé rík hefð fyrir því, sem hún muni ekki eftir að hafi verið rofin á meðan hún gegndi embætti, að ráðherrar taki ekki upp mál sem heyra undir annan ráðherra. „Þarna hefur mál sem heyrir undir forsætisráðherra verið tekið upp af öðrum ráðherra sem sætir einnig tíðindum,“ segir hún. - kdk Valgerður Sverrisdóttir: Man ekki eftir annarri bókun EFNAHAGSMÁL „Sumir telja að hluverk stjórnmálaflokks sé að vera vettvangur hugmynda, endursköpunar og verkfæri fyrir bættu samfélagi. Aðrir telja að hlutverk flokka sé að standa vörð um einhverja stefnu, hversu vitlaus sem hún sé,“ sagði Lúðvík Bergvinsson, þegar hann var spurður um skoðun sína á málefn- um tengdum stjórnskipan í Seðlabankanum. Þá segir hann furðulegt að Samfylkingarfólk sé sagt í stjórnarandstöðu sé það ekki sammála stefnu Sjálfstæðismanna. Báðir flokkar séu í stjórn og því sé eins vitlaust að tala um að Sjálf- stæðismenn séu í stjórnarandstöðu séu þeir ekki sammála Samfylk ing- arfólki. Útilokað er að ná fram trúverð- ugri peningamálastefnu, bæði innanlands og utan, án þess að gera breytingar í Seðlabankanum,“ segir hann. - kdk Lúðvík Bergvinsson: Samþykki Sjálf- stæðisflokks ekki skilyrði STJÓRNMÁL „Ég tel þetta ekki vera stjórnarslitamál og það kæmi mér mjög á óvart ef menn mætu það svo,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um ágreininginn innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst er að mikil óánægja er með störf stjórnar Seðlabankans í röðum Samfylkingarmanna. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sagði til að mynda í viðtali við Morgunblaðið á laugardag að aðgerðir og yfirlýs- ingar yfirstjórnar Seðlabankans orkuðu „mjög tvímælis“ og slíkt gæti ekki gengið til lengdar. Aðrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa tekið í sama streng. Ólafur segir bókun Samfylking- arinnar þess efnis að stjórn Seðla- bankans starfi ekki í hennar umboði ákaflega sérstaka. Allir stjórnar- flokkarnir beri ábyrgð á stjórn Seðlabankans og undan henni sé ekki hægt að koma sér með bókun. „Það hefur verið svolítill misskiln- ingur á Íslandi að hver ráðherra beri ábyrgð á sínum málefnum, vissulega er það ráðherrann sem er ábyrgur lagalega en hins vegar eru þeir flokkar sem standa að stjórn- inni ábyrgir fyrir stefnu stjórnar- innar í heild og bera pólitíska ábyrgð á stefnunni í einstökum ráðuneytum,“ útskýrir hann. Undir þetta tekur Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. „Ríkisstjórnarfundir eru trúnaðar- fundir og því engin sérstök ástæða til að leggja fram bókanir sem þess- ar. Bókunin er því trúlega táknræn yfirlýsing, nema menn hafi ætlað sér að láta þetta leka út og þannig sé þetta þáttur í einhverju pólitísku spili,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt fyrir Samfylkinguna að skapa ákveð- ið bil milli sín og Sjálfstæðis- flokksins sem nú gjaldi fyrir ástandið í þjóð- félaginu „Það versta sem gæti komið fyrir Samfylk- inguna er að verða eins og Sjálf- stæðisflokkurinn og kannski er ólgan innan Sjálfstæðisflokksins meira áhyggjuefni en ágreiningur- inn milli stjórnarflokkanna. Það er greinilegt að hluti Sjálfstæðis- manna er kominn inn á ESB-línuna og sá hópur er byrjaður að toga. Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir Geir að spila úr því án þess að fara beinlínis gegn Davíð Oddssyni og þeirri stefnu sem hann skap- aði á sínum tíma,“ segir Gunnar og bætir því við að Samfylkingin hafi hag af því að hreyfa við þessari ólgu innan Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er vandasamur línudans. Það gæti vel soðið upp úr og það er hvorug- um flokknum til góðs,“ segir Gunnar. Geir H. Haarde sagði í viðtali í Kastljósi RÚV miðvikudaginn 22. október að það hafi ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar að stjórn Seðlabankans víki. Þá voru tæpar þrjár vikur síðan Samfylkingin lagði fram bókun sína. Brot úr við- talinu er birt hér til hliðar. Ekki náðist í Geir H. Haarde við vinnslu fréttarinnar. thorgunnur@frettablaðið.is Samfylkingin hefur hag af ólgu innan Sjálfstæðisflokks Samfylkingin getur ekki firrt sig ábyrgð á stjórn Seðlabankans með bókun. Stjórnmálafræðingur segir ólguna innan Sjálfstæðisflokksins ef til vill meira áhyggjuefni en ágreining milli stjórnarflokka. TÍMAÁS 29. september Glitnir þjóðnýttur 30. september Davíð Oddsson er viðstaddur ríkisstjórnarfund og viðrar hugmyndir um þjóðstjórn. 3. október Samfylkingin lætur bóka á ríkisstjórnarfundi að seðlabankastjór- ar starfi alfarið í umboði Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingin styðji þá ekki í því embætti. 15. október Seðlabankinn lækkar stýrivexti í 12,5 prósent. 22. október Geir H. Haarde forsætis- ráðherra segir í viðtali í Kastljósi að það hafi ekki verið rætt innan ríkis- stjórnarinnar að seðlabankastjórnin víki. 28. október Seðlabankinn hækkar- stýrivexti í 18 prósent. 29. október Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir í hádegisfréttum RÚV að IMF hafi ekki hlutast til um stýrivaxtahækkunina, ákvörðunin hafi verið tekin hjá Seðla- bankanum. 30. október Seðlabanki Íslands send- ir frá sér athugasemd þess efnis að ákvörðun um stýrivaxtahækkun hafi verið ákvörðun milli ríkisstjórnarinnar og sendinefndar IMF. 31. október Samfylking ítrekar bókun sína á ríkisstjórnarfundi um að seðlabankastjórar starfi ekki í hennar umboði. Sigmar Guðmundsson (SG) ræddi við Geir H. Haarde (GHH) í Kast- ljósi RÚV miðvikudagskvöldið 22. október. Hér er brot af því sem þeim fór á milli. SG: „Seðlabankinn, hann ber ábyrgð að margra mati. Af hverju situr bankastjórnin þar enn þá?“ GHH: „Það er ekki út ... Það kemur ekki til greina að persónugera þann vanda sem núna er við að fást í þeim þrem mönnum sem sitja í bankastjórn Seðlabankans. Það er ekki hægt að kenna þeim um þetta sem einstaklingum.“ SG: „Stefna bankans hefur beðið skipbrot, hún nýtur ekki trausts hvorki hér innanlands né erlendis. Er ekki fyrsta verk að fá nýja menn, með nýja stefnu, í nýrri stjórn til þess að endurvekja traustið?“ GHH: „Ég fellst ekki á þessar for- sendur sem þú ert með í spurn- ingunni og þess vegna er svarið augljóst. Ég tel ekki að þeir eigi að víkja.“ SG: „Þetta er ekki forsenda sem ég gef mér. Ég er bara að tala út frá þeirri gagnrýni sem er almennt í samfélaginu, til að mynda í Samfylk- ingunni sem þú ert í stjórn með.“ GHH: „Ég fellst ekki á þessa gagn- rýni.“ SG: „Munu þeir víkja á næstunni?“ GHH: „Ekki af mínum völdum.“ SG: „Hefur það verið rætt í ríkis- stjórninni?“ GHH: „Nei, nei, það hefur ekki verið rætt. Ekki, ekki, ja, nei, nei ... það hefur ekki verið rætt ... Sko, þetta ... bankinn heyrir undir mig. Forsætis- ráðherra er ráðherra Seðlabankans og ég hef ekki tekið neina slíka ákvörðun og hyggst ekki gera.“ GEIR H. HAARDE Í KASTLJÓSI ÓLAFUR Þ. HARÐARSON GUNNAR HELGI KRISTINSSON GENGIÐ 31.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,7121 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,05 120,63 194,2 195,14 153,07 153,93 20,555 20,675 17,902 18,008 15,413 15,503 1,2304 1,2376 178,74 179,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.