Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 16
Alla þriðjudaga
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is
„Búseti byggir á skandinavískri
fyrirmynd; þó hefur hugmyndin
um að kaupa sér búseturétt frem-
ur en eign þróast á ólíkan hátt á
Norðurlöndunum. Kerfið hér lík-
ist einna mest því norska þar sem
það er ekki niðurgreitt, hvorki af
ríki né af sveitarfélögum,“ segir
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, fram-
kvæmdastjóri húsnæðissamvinnu-
félagsins Búseta. Búseti er með
íbúðir á höfuðborgarsvæðinu ann-
aðhvort með búseturétti eða til
leigu.
„Mörg húsnæðissamvinnufélög
voru stofnuð hér á landi á sínum
tíma, en þau hafa smám saman
hætt eða sameinast,“ heldur Gísli
áfram. „Mörgum hefur þótt þessi
nálgun í húsnæðismálum dálítið
sérstök þar sem maður er hvorki
að kaupa né leigja eign heldur
verður maður aðili að félagi þar
sem maður fær svo eign lánaða
ótímabundið og á kostnaðarverði.
Þetta köllum við búseturétt. Félag-
ið getur ekki sagt íbúanum upp
svo lengi sem hann er húsum
hæfur og borgar sín gjöld. Hann
býr því við mikið öryggi.“
Fyrirséð er að nokkrar breyt-
ingar verði á vali landsmanna í
húsnæðismálum í kjölfar þeirra
efnahagserfiðleika sem nú dynja á
þjóðinni. Gísli telur líklegt að
almenningur komi til með að líta á
búseturétt sem raunhæfari mögu-
leika í framtíðinni. „Ég held að
fjöldi félagsmanna Búseta komi
til með að aukast á næstunni í ljósi
atburða liðinna vikna. Við í félag-
inu teljum að það sé mikilvægt
fyrir samfélagið að bjóða upp á
ýmsa valkosti á húsnæðismarkað-
inum, enda skipta þessi mál miklu
fyrir velferð fólks því allir þurfa
jú heimili. Búseturéttur gerir fólki
jafnframt kleift að nota peningana
sína í annað en að greiða af fast-
eign, til að mynda sparnað eða
fjárfestingar.“
Búseti á gott úrval fasteigna og
því er aðild að félaginu raunhæfur
möguleiki fyrir fólk úr öllum þrep-
um þjóðfélagsins. „Félagið lítur á
sig sem mikilvægan og eðlilegan
valkost fyrir fólk á öllum aldri,“
útskýrir Gísli. „Eignakostur
félagsins er fjölbreyttur; við
eigum bæði lítil og stór fjölbýli
sem og raðhús, þannig að flestir
ættu að finna eitthvað við sitt
hæfi.“
Frekari upplýsingar um starf-
semi Búseta má finna á vefsíðunni
www.buseti.is. vigdis@frettabladid.is
Mikilvægur valkostur
Húsnæðissamvinnufélagið Búseti býður félagsmönnum sínum upp á möguleikann á tryggðum búseturétti í
búsetaíbúðum og leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Talið er líklegt að félagsmönnum fjölgi á næstunni.
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, vill sjá meiri fjölbreytni á
íslenskum húsnæðismarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KERTAVAX er illa séð í borðdúkum. Til að losna við það má
reyna að leggja servíettu yfir blettinn og renna yfir með heitu
straujárni. Endurtakið nokkrum sinnum með nýja servíettu í hvert
skipti þangað til pappírinn hefur sogið í sig allt vaxið úr dúknum.
Ef gólfið í anddyrinu er hált getur reynst erfitt að
halda útidyramottum á sínum stað. Sniðugt er að
setja þunnan gúmmísvamp neðan á mottuna til að
halda henni stöðugri.
Vetrarstígvél
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Gler-rennibrautir
Hawa Junior 80 eru glæsilegar
rennibrautir fyrir 8-10-12 mm
hert gler eða timburhurðir.
Eigum einnig rennibrautir frá
fyrir skápa og
tréhurðir.
Útvegum hert gler eftir máli..
Ertu starfandi í i›ngreinunum hér fyrir ne›an en hefur
ekki loki› námi í greininni?
Hefur flú áhuga á a› ljúka námi í greininni?
Hófst flú nám í i›ngrein
en hefur ekki loki› flví?
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
26
.0
0
6
• Pípulögnum
• Framrei›slu
• Kjöti›n
• Matrei›slu
• Matartækni
• Vinnusta›anám í ljósmyndun
• Vinnusta›anám í matrei›slu
• Blikksmí›i
• Hársnyrtii›n
• Bifvélavirkjun
• Bílamálun
• Bílasmí›i
• Húsasmí›i
• Málarai›n
Bættu um betur er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta
færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví hvernig
hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verk-
efninu ljúki sveinsprófi.
fiátttakendur flurfa a› vera me› marktæka starfsreynslu.
Áhugsömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA-fræ›slusetur
í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›.
Nánari uppl‡singar er a› finna á www.idan.is. Einnig er hægt
a› senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is.