Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2008, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 03.11.2008, Qupperneq 28
16 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is „Það býr sköpunargáfa í hverju einasta hjarta enda alltaf gaman að sjá eitthvað verða til,“ segir Auður Krist- insdóttir, verslunarkona og útgefandi prjónablaðs- ins Ýr. Það hefur komið út í tuttugu ár og aldrei verið vinsælla. Auður veðjar á að margir fái mjúka jóla- pakka. „Fólk sér hag í að prjóna jólagjafirnar,“ segir hún og viðurkennir að tísk- an hjálpi til. „Fólki finnst gaman að skarta prjónuð- um og hekluðum flíkum. Það felst líka mikil gleði í að gefa fólki tíma sinn og handverk.“ Hún segir ekk- ert blað hafa selst eins vel og nýja haustblaðið. „Það er 50 prósenta söluaukning frá því í fyrra,“ upplýsir hún. Auður var handmennta- kennari áður en hún hóf rekstur prjónabúðarinn- ar Tinnu 1982. „Ég prjóna öllum stundum yfir sjón- varpinu og það var áhugi minn á hand- mennt sem varð til þess að ég stofn- aði fyrirtækið og með tíman- um sérhæfði ég mig í innflutn- ingi á prjón- a garni einkum frá Sandnes í Noregi. Tók litla bílinn minn og fór út á akurinn að kynna það sem ég var að gera. Árum saman hef ég farið hringinn á hverju sumri til að heilsa upp á viðskipta- vinina, byggja upp tengsl og fá að vita hvað fólkið vill.“ Það var svo árið 1988 sem fyrsta prjónablaðið leit dagsins ljós. „Ég sá fljót- lega að það vantaði blöð á ís- lensku því konur þyrsti í að fá uppskriftir á sínu móð- urmáli. Þá fór ég að gefa út Prjónablaðið Ýr. Það var mikið í ráðist. Ég kunni ekk- ert fyrir mér í prentheim- inum og þurfti að tileinka mér aðferðirnar sem þá voru notaðar. Hann reiknast ábyggilega í mánuðum tím- inn sem ég var í prentsmiðj- unni að fá rétta liti, fara yfir texta og fylgja blaðinu eftir frá a til ö. Nú 20 árum síðar geri ég þetta allt í tölvu á skrifstofunni, ásamt fjöl- skyldunni og þarf ekki að stíga fæti í prentsmiðju.“ Auður hefur upplifað ýmsar breytingar á tísk- unni. „Tískan fer alltaf í hringi og nú sést ýmislegt sem minnir á flíkur fyrir 15 til 20 árum, víðar ermar og fleira. Heklið er líka að koma sterkt inn eftir nokkurt hlé. Eitt breyt- ist þó ekkert í tím- ans rás. Þegar nýr ein- staklingur kemur í heiminn þá fylgir það þjóðarsálinni að prjóna handa honum.“ Prjónablaðið Ýr kemur út tvisvar á ári í 5.000 ein- tökum. Upp- skriftirnar eru flestar frá Sandnes en einnig er tals- vert um íslenska hönnun. „Blaðið hefur þá sérstöðu að í því eru engar auglýsingar og það fæst einungis á sölustöðum okkar garns en hvorki í bókabúðum né bókasöfn- um,“ segir Auður og bætir við að Tinna sé líka með ókeypis prjónaklúbb og í honum séu 7.300 konur. Þær fái fréttir af öllum nýjung- um og uppskriftir einu sinni til tvisvar í mánuði. Þegar Auður er spurð hvenær útgáfan hafi verið skemmtilegust svarar hún: „Ég held mér þyki skemmti- legast núna! Annars er allt- af gaman að gefa út blað. Það er eins og að koma með barn af fæðingardeild. Með- gangan er löng en fæðing- in stórkostleg þegar allt er í góðu lagi. En þetta blað væri ekki það sem það er ef ég hefði ekki haft frábært starfsfólk. Ég dáist líka að íslenskum konum sem eru einstaklega framsæknar og duglegar við prjónaskap- inn.“ gun@frettabladid.is LISTMÁLARINN HENRI MATISSE LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1954 „Það eru alls staðar blóm fyrir þá sem vilja sjá þau.“ Henri Matisse er einn af helstu feðrum nútímamynd- listar. Hann var þekktur fyrir málverk í sterkum litum með mjúkum formum. Panama lýsti yfir sjálfstæði frá Kól- umbíu 3. nóvember 1903 að áeggjan Bandaríkjastjórnar. Yfirráð yfir Pan- amaskurðinum var helsta ástæða þess að Bandaríkjamenn vildu að Panama klyfi sig frá Kólumbíu. Framkvæmdir við skurðinn hófust seint á 19. öld til að stytta siglinga- leiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Ekki tókst að ljúka verkinu en þegar Theodore Roosevelt tók við embætti forseta Bandaríkjanna var eitt af for- gangsverkefnum hans að láta ljúka framkvæmdum við skurðinn. Bandaríkin höfðu hafið samningaviðræður við Kólumbíu um yfirráð yfir Panamaskurðinum en samningaviðræðurn- ar gengu ekki upp. Bandaríkjamenn fóru því þá leið að styðja sjálfstæðiskröfur Panama og sendu hermenn til aðstoðar. Panama lýsti yfir sjálf- stæði 3. nóvember 1903 og staðfesti samning við Bandaríkin um Panama- skurðinn. Samningurinn veitti Banda- ríkjunum yfirráð yfir landsvæðun- um báðum megin við skurðinn, um fimm mílur í hvora átt og rúman rétt til íhlutunar í málefni Panama. Kól- umbía viðurkenndi ekki sjálfstæði Panama fyrr en árið 1921. Bandaríkin höfðu ítrekað afskipti af innanríkismálum Panama allt til ársins 1936 en þá afsalaði Banda- ríkjastjórn sér réttindum sínum til þess að hafa hermenn fyrir utan yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Panama og Bandaríkin deildu um Panama- skurðinn allt þar til samkomulag náðist árið 1977 um að Panama myndi fá yfirráð yfir skurðinum árið 1999. ÞETTA GERÐIST: 3. NÓVEMBER 1903 Panama lýsir yfir sjálfstæði MERKISATBURÐIR 1660 Kötlugos hefst og fylgja því miklir jarðskjálftar og jökulhlaup. Gosið stendur fram á vetur. 1928 Tyrkir taka upp latneskt stafróf í stað þess arab- íska. 1942 Seinni orrustan um El Ala- mein endar. Þýski her- inn undir stjórn Rommels neyðist til að hefja brott- hvarf. 1986 Íran-Contra málið kemst í dagsljósið. Líbanskt tímarit greinir frá því að Bandaríkin hafi selt Írön- um vopn á laun til að frelsa bandaríska gísla í Líbanon. 2007 Pervez Musharraf lýsir yfir neyðarástandi í Pakistan. AUÐUR KRISTINSDÓTTIR: HEFUR GEFIÐ ÚT PRJÓNABLAÐIÐ ÝR Í 20 ÁR Eins og að koma með barn heim af fæðingardeildinni SITUR ALDREI AUÐUM HÖNDUM„Ég dáist að íslenskum konum sem eru einstaklega framsæknar og duglegar við prjónaskapinn,“ segir Auður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á myndum er fylgdu Teofani-sígarettum á árunum 1929 og 1930. Safnið á nokkrar ómerktar myndir og biður lesend- ur Fréttablaðsins um aðstoð. Á vef Kvennasögusafnsins, www.kvennasogusafn.is/Teofani/Teofani/Teofani.htm er hægt að skoða allar myndirnar. Ef einhver ber kennsl á stúlkurnar er hann beðinn að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525 5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is. Þekkir einhver þessar stúlkur? EÞIKOS – Miðstöð Íslands um samfélagsábyrgð fyr- irtækja stendur fyrir há- degisfundi miðvikudaginn 5. nóvember klukkan 12.00 til 13.15 í stofu 101 í Há- skólanum í Reykjavík. Um- ræðuefnið verður samfé- lagsábyrgð íslenskra fyrir- tækja. Hið nýja Ísland verður rætt og skoðað út frá sjónar- hóli stjórnvalda, atvinnulífs- ins og almennings en ljóst er að gjörbreytt viðskipta- umhverfi vekur upp marg- ar spurningar um framtíð- arskipan íslensks viðskipta- lífs. Þeirra á meðal eru spurningar er lúta að hlut- verki samfélagsábyrgðar þegar kemur að endurreisn viðskiptalífsins hér á landi og þá velta margir fyrir sér hvernig hið nýja Ísland muni koma til með að líta út. Framsögumenn á fundin- um verða: Björgvin G. Sig- urðsson, viðskiptaráðherra, sem skýrir frá sjónarhóli stjórnmálanna, dr. Sigurð- ur Guðmundsson, fyrrver- andi landlæknir og forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ, fjallar um heilbrigða sál í heilbrigðu fyrirtæki og Vil- borg Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mentors, sem hlaut Vaxtarsprotann 2008, ræðir um samfélagsábyrgð fyrirtækja frá sjónarhóli ís- lensks fyrirtækis. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Hádegisfundur um nýtt Ísland Björgvin G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, er einn framsögu- manna á fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fyrirtækið Canon notar mynd eftir íslenskan áhugaljós- myndara sem kynningarefni á heimasíðu sinni. Ljósmyndarinn heitir Reynir Lord og hann lýsir til- drögunum svo: „Ég er nýbyrjaður að taka myndir fyrir alvöru. Keypti mér Canon vél núna í ágúst og var að skrá hana nýja inn á Canon-vefinn þegar mér var boðið að opna síðu og senda þangað myndir í ljósmyndasam- keppni. Ég skellti mynd af gömlum fiskhjalli inn og gleymdi málinu. Svo var ég í síðustu viku að fara yfir heimasíður sem ég hef merkt við og kíkti inn á samkeppnisvef Canon. Þá sá ég að myndin mín var á forsíðunni. Hún er tekin rétt við landamæri Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Mér sýnist á landakorti að svæðið heiti Dysjar. Það er dulúðugt enda fer ég oft þangað að mynda.“ Áhugasamir geta séð myndina með því að fara á slóð- ina newsletter.canon-europe.com/Web/Locale/en-GB/gall- ery/default.aspx - gun Komst með mynd á Canon-vefinn Myndin sem Reynir sendi af rælni í samkeppnina til Canon er tekin á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Kjóll úr nýj- asta prjóna- blaðinu. Ástkær dóttir mín, móðir, amma, systir, móðursystir og mágkona, Katla Sigurgeirsdóttir Þórsgötu 22, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans, föstudaginn 31. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna G. Kristgeirsdóttir Elva Rakel Sævarsdóttir Aron Kristinn Haraldsson Stella Sigurgeirsdóttir Jóhann Bjarni Pálmason Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir Daði Sigurgeirsson Kristgeir Sigurgeirsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.