Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 30
18 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Tregða þjóðarinnar til að fara gangandi á milli staða hefur verið afar áberandi hin síðustu ár. Flestir hafa álitið hentugra í alla staði að keyra um í bílnum sínum, enda inni í honum hvorki rigning né rok. En þeir fáu sem hafa látið sig hafa það að labba á milli staða hafa aldeilis ekki verið á þeim buxunum að láta einhver umferðar- og gönguljós tefja för sína, enda fer maður nógu skrambi hægt svona á tveimur jafnfljótum. Fátt hefur þótt hallærislegra meðal íslenskra bílleysingja en að standa rólegur á gangstétt og bíða eftir að græni göngukarlinn birtist á gönguljósalampanum. Svalara hefur verið að vaða yfir götuna þó að rauði kallinn blasi við og beljandi bílafljótið geri sig líklegt til að merja mann í kássu. Þeir fáu rólyndismenn sem staðið hafa rólegir og beðið eftir grænu ljósi hafa gjarnan verið sakaðir um varkáran skandinavískan hugsunarhátt og jafnvel verið uppnefndir Danir, en slíkt hefur lengi verið eitt það ljótasta sem kalla má áhættusækinn Íslending. En á örskömmum tíma hefur afstaða þjóðarinnar til áhættuhegðunar breyst verulega: nú þykir einmitt smart að fara varlega. Því hefur nokkuð borið á því upp á síðkastið að á gangstéttum borga og bæja standi pollrólegt fólk sem horfir á bílana æða fram hjá sér á ofsa- hraða og bíður eftir grænu göngu- ljósi. Þetta hefði talist afar glötuð hegðun í sumar, en virðist vera á ótvíræðri uppleið um þessar mundir. Ef kreppan verður hörð er aldrei að vita nema þjóðin temji sér varkára hegðun á fleiri sviðum lífsins. Löghlýðni á uppleið NOKKUR ORÐ Vigdís Þormóðsdóttir Ókei. Af hverju vill skóla- stjórinn tala við mig? Hvað veit hann? Hefur hann sannanir? Hann getur ekki vitað um allt sem ég hef gert! Hann er ekki Guð! …held ég! Kannski er ekkert að. Kannski vill hann bara hitta mig og segja að ég standi mig vel! Kannski gerir hann mig að nemanda mánaðar- ins? Eða ársins? Kannski vill hann bara fá álit mitt á því hvaða málm á að nota í styttuna af mér? Maggi! Nú erum við í vanda! ... eða kannski er það bara vitleysa! Ég veit ekki hvað er að mér Pitti. Það er rödd inni í höfðinu á mér sem talar bara að vild. Dreng- ur! Kannast við það! (Ahemm!) Tíminn er byrjaður. Æi, góði besti ... Já, er þín inni í höfðinu á þér? Svampur hinn gamli Ég er að hjálpa Möggu að skrifa fallega bók um ketti. Já, í gær klóraði ég í húsögnin í stofunni. Það hlýtur að duga henni í minnst einn kafla. Nú Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem Sara og Ásgeir leika sér saman! Við höfum verið upptekin. Við Benni trúum að besta leiðin til að barn finni sig sé að láta það prófa sem flesta hluti. Ásgeir er því í tennis, karate, keilu, ballett og tónlistarskóla. Nei! Að slappa af. Er eitthvað sem þú átt eftir að prófa Ásgeir? Djís, ég þoli ekki að verða gamall ... BALLETT Í SÍMAKLEFA Þann 6. nóvember milli kl. 15 og 17 halda Hvíta húsið og Nordic eMarketing ráðstefnu um nýjar áskoranir í markaðsmálum. Allir fyrirlestrarnir fjalla um hvernig skal bregðast við þessu breytta umhverfi. Ráðstefnan er haldin í ráðstefnusalnum Hvammi á jarðhæð Grand Hótel Reykjavík og er öllum opin. Ráðstefnugjald er 4.900 kr. Skráning á hvitahusid.is/ballett. DAGSKRÁ: FUNDARSTJÓRI Sverrir Björnsson setur ráðstefnuna. VÖRUMERKIÐ – EKKERT HJARTASTOPP! Magnús Loftsson, Hvíta húsinu. INTERNETIÐ ER MEIRA EN NETBORÐAR Kristján Már Hauksson, Nordic eMarketing. KAFFIHLÉ AÐ BIRTA EÐA EKKI BIRTA? Elvar Örn Arason, ABS-Fjölmiðlahúsi. MARKAÐSSETNING HEFST INNANHÚSS Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Hvíta húsinu. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERA GÓÐAR AUGLÝSINGAR Halldór Birgir Bergþórsson og Kári Sævarsson, Hvíta húsinu. UMRÆÐUR MARKAÐSMÁL NÆSTU MISSERI – SÖMU KRÖFUR, ÞRENGRI STAKKUR.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.