Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 38
26 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
KREPPAN
LÁRÉTT
2. gáski, 6. drykkur, 8. forsögn, 9.
fæðu, 11. klaki, 12. kambur, 14. sam-
band, 16. hæð, 17. fiskur, 18. runa,
20. tveir eins, 21. sóða.
LÓÐRÉTT
1. magi, 3. í röð, 4. sjúkrahús, 5. loka,
7. verkfæri, 10. viður, 13. berja, 15.
ljómi, 16. púka, 19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. öl, 8. spá, 9. mat,
11. ís, 12. burst, 14. félag, 16. ás, 17.
áll, 18. röð, 20. ii, 21. agða.
LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. rs, 4. spítali, 5.
lás, 7. laufsög, 10. tré, 13. slá, 15. glit,
16. ára, 19. ðð.
„Ég hef þá kenningu að krúttin séu
ekki dauð heldur eru þau bara farin
að lúlla,“ segir Gerður Kristný rit-
höfundur, sem kom krútt-hugtak-
inu upphaflega á koppinn í Mann-
lífsgrein sem hún fékk Ragnar
Pétursson til að skrifa. Nokkur
umræða hefur farið fram um krútt-
kynslóðina að undanförnu, hvort
hún sé lifandi eða dauð og hvort
kreppan muni breyta henni. „Það
hefur alltaf verið kreppa hjá krútt-
unum. Þau hafa verið í lopapeysu í
um áratug,“ segir Gerður. „Þetta er
áberandi hópur fólks, aðallega tón-
listarmanna, með ákveðin lífsvið-
horf, tala fyrir náttúruvernd og eru
rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að
vera stolt af því að vera krútt því
þau eru það sem þjóðin þarf á að
halda núna.“
Gerður „krútt-mamma“ segist
ekki eiga von á að fútt færist í
krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara
krúttunum ekki. Og ég sé ekki held-
ur að nýr hópur uppreisnargjarnari
listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk
ætti það að vera? FM Belfast?“
Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk
með einu krúttinu, tónlistarkon-
unni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr
ljóðabókunum mínum þremur og
hún býr til ákaflega falleg og um
leið krúttleg stef þar sem þó er eitt-
hvað hættulegt undirliggjandi. Ég
býst við að diskurinn seljist í bíl-
förmum, enda þarf þjóðin á ljóðum
að halda þessi misserin.“
Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu
í ár er svo barnabókin Garðurinn.
„Þetta er spennandi draugasaga
fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í
nútímanum. Ógn steðjar að fjöl-
skyldu í Vesturbænum og spírit-
ismi og spænska veikin fléttast inn
í söguna. Þetta er fimmtánda bókin
mín. Maður verður að framfleyta
sér og sínum. Það er ekki eins og
maður fái frítt í strætó.“
drgunni@frettabladid.is
Þjóðin þarf krútt og ljóð
KRÚTT EIGA AÐ VERA STOLT AF ÞVÍ AÐ
VERA KRÚTT Gerður Kristný gefur nú út
fimmtándu bókina sína, barnasöguna
Garðurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Við erum í stóru tapi eftir þetta og það vantar
nokkrar milljónir upp á að við náum upp í
kostnað,“ segir Kristján Björn Þórðarson,
framkvæmdastjóri Kling og Bang, sem sá
um uppsetningu Sirkuss í London á dögun-
um. Eins og mörgum er kunnugt var barinn
opnaður á listahátíðinni Frieze Art Fair í
London við góðar undirtektir en er nú á leið
aftur til landsins. Nú þegar hafa ónefndir
aðilar sýnt áhuga á því að kaupa verkið
eða sýna það á svipaðan hátt og
gert var í London, en uppsett
verð á barnum er 350.000 pund. „Við
erum að ganga frá samningum við
Eimskip og tökum líklegast á móti
barnum í næstu viku og þeim lista-
verkum sem voru til sýnis úti.
Við erum að reyna að finna út
hvað við gerum við hann og velta
fyrir okkur í hvaða samhengi við
munum sýna hann erlendis ef til þess
kemur,“ útskýrir Kristján Björn og
segir hópinn þurfa að hlaða batteríin
áður en frekari ákvarðanir verði tekn-
ar.
Fjöldi fólks lýsti yfir óánægju
sinni þegar Sirkus lokaði í byrj-
un febrúar, þar sem til stendur
að rífa húsið sem áður hýsti
skemmtistaðinn. Kristján úti-
lokar þó ekki að barinn verði
endurvakinn í sínum uppruna-
legu heimkynnum. „Það eru uppi hugmyndir
um að koma Sirkus aftur upp á Klapparstíg, en
það hefur ekki verið rætt við eigendur lóðarinn-
ar,“ segir Kristján að lokum. - ag
Vilja að Sirkus opni aftur á Klapparstíg
VÍÐFRÆGUR BAR Sirkus er nú
á leiðinni til landsins eftir að
barinn var opnaður í London
og Kristján Björn útilokar
ekki að staðurinn verði opn-
aður á ný við Klapparstíg.
Tónleikahaldarar þykjast greina
miklum mun meiri hörku í inn-
heimtuaðgerðum STEFs, þar sem
Kjartan Ólafsson er formaður,
en áður hefur verið. Vilja ýmsir
tónlistarmenn meina að byltingin
sé þar að éta börnin sín, innheimta
á STEF-gjöldum sé umdeild og
komi ekki síst starfandi
tónlistarmönnum
illa. Hörkuna vilja
menn svo rekja til
þess að nýverið
töpuðu þessi sam-
tök tónskálda og
eigenda flutnings-
réttar fúlgum
fjár á hruni
bankakerf-
isins.
Leikarinn og grínistinn Bjarni
Haukur er ekki í kör og hyggur á
útrás með sýningu sína Pabbann.
Til Svíþjóðar, til að vera við frum-
sýn- ingu þar í landi, flaug utan
nýverið, Sigurður
Sigurjónsson en
hann leikstýrði
einmitt sýning-
unni. Og nú er að
sjá hvernig Svíar
taka Pabbanum
hans Bjarna
Hauks.
„Ódáða-
hraun öskrar á bíó,” segja ónefndir
kvikmyndagerðarmenn í eyra
rithöfundarins Stefáns Mána og
krefjast þess að hann selji ekki
kvikmyndaréttinn án þess að tala
við sig fyrst. Stefán Máni virðist
hitta á einhvern myndrænan
tón í bókum sínum sem geðjast
kvikmyndagerðarmönnum einkar
vel. Þannig er bók hans Svartur á
leik á leið í tökur á
næsta ári auk þess
sem fyrirtækið
ZikZak er nú að
útbúa pakka,
kvikmyndahand-
rit og upplýsingar,
um Skipið til að
selja á erlendum
vettvangi. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég hef gefið út margar ævisögur
á löngum ferli en ég held mér sé
óhætt að fullyrða að saga Magneu
er algjörlega einstök,“ segir Pétur
Már Ólafsson útgefandi á Veröld
Bjarti.
Eftir um viku kemur út hjá Ver-
öld Bjarti bók eftir Sigmund Erni
Rúnarsson, sjónvarpsmann og rit-
höfund, – bók sem Pétur Már veðj-
ar á að veki mikla athygli. Í fyrra
skrifaði Sigmundur um Guðna
Ágústsson, mann sem gjörvöll
þjóðin þekkir en nú kemur hann
með ævisögu algjörlega óþekktr-
ar konu. Hún heitir Magnea Guð-
mundsdóttir og hefur mætt margs
kyns mótlæti í lífinu, reynt ýmis-
legt en ekki látið neitt stöðva sig
– hvorki barnammissi né annað
andstreymi. Hún stendur óbuguð
eftir og segir Sigmundi sögu sína.
Magnea fæddist í Reykjavík
árið 1951, dóttir einstæðrar
móður, og ólst upp fyrstu árin á
loftinu fyrir ofan Víkingsprent en
flutti í skrautlegt samfélag á
Sogaveginum þar sem reykvísk
alþýða reisti sér hús af misjöfn-
um efnum á sjötta áratugnum.
Magnea giftist ung og eignaðist
fjögur börn. „Við fáum innsýn í
veruleika þar sem líf og dauði fá
nýja merkingu. Saga móður sem
fórnar öllu fyrir börnin sín í von
um að dag einn geti þau lifað
venjulegu lífi,“ segir Pétur – saga
sigurvegara: Konu sem sýnir
hvernig hægt er að yfirstíga það
sem virðist óyfirstíganlegt og
þola það sem ekki verður þolað.
„Maður er alltaf á útkikkinu
eftir góðu viðtalsefni og þegar
þessa konu rak á fjörur mínar þá
varð ég í eitt af örfáum skiptum
ævi minnar algerlega kjaftstopp.
Þessi kona hefur átt einhverja
ótrúlegustu ævi sem hægt er að
hugsa sér og ég fann strax að ég
varð að skrifa bók,“ segir Sig-
mundur Ernir. Hann segir að ef
þjóðin hafi einhvern tíma þurft á
því að halda að hlusta á alþýðlega
hetjusögu, þar sem tekist er á um
raunveruleg gildi lífsins, þá sé
það núna. Ævisögur hafa ekki
verið áberandi á markaði nú um
nokkurt skeið. „Nei, hin dæmi-
gerða frægðarævisaga er svolítið
búin að missa dampinn. En það á
eftir að segja hinar raunverulegu
ævisögur þar sem fólk hefur ekk-
ert að fela því frægðin hefur ekki
byrgt því sýn.“
Magnea segir það enga spurn-
ingu að það að leggja líf sitt svona
fram fyrir almenning sé sérstakt.
„En ég einsetti mér það strax í
byrjun að taka einn dag í einu og
vera ekki að æsa mig yfir því. Svo
er Sigmundur ekki bara fallegur
að utan heldur að innan einnig.
Við náðum vel saman og gátum
talað einlæglega saman.“ Magnea
segist ekki þekkja neitt annað en
að segja allt af létta. Það er ekkert
dregið undan. „Nei, nei, fyrir mér
er það eðlilegt. Dramatísk ævi?
Ég fattaði það ekki fyrr en við
Sigmundur fórum að ræða saman.
Ég hafði ekki verið að velta mér
upp úr því – þannig.“
jakob@frettabladid.is
SIGMUNDUR ERNIR: HIN DÆMIGERÐA FRÆGÐAR-ÆVISAGA BÚIN
Simmi kjaftstopp gagnvart
dramatískri sögu alþýðuhetju
SIGMUNDUR ERNIR OG MAGNEA Magnea segir Sigmund fallegan jafnt að utan sem
innan og þau gátu talað einlæglega saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ef þú tekur blöðru, blæst hana
upp og sleppir henni, þá þýtur
hún út um allt með svaka látum
en svo lendir hún og er eins
og hún var. Þetta er því bara
leiðrétting á bullinu og fer að
taka við sér aftur svona um
vorið 2010.
Óttar Felix Hauksson útgefandi.
Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU ... Nú á að skoða hvort hægt sé að
opna Sirkus aftur við Klapparstíg.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1. Rúnar Halldórsson úr
2. Aðalsteinn Baldursson.
3. Ólöf Nordal.
i hljómsveitinni The Boys.