Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. nóvember 2008 11 Í dag: Akureyri , Sjallinn – kl. 17.15 Staðir: Egilsstaðir, Hótel Hérað – 25. nóvember kl. 20.00 Selfoss, Hótel Selfoss – 26. nóvember kl. 18.00 Reykjavík – Útifundur á Ingólfstorgi – 27. nóvember kl. 17.00 Dagskrá: Áfram Ísland – fyrir hag heimilanna. Hvert skal halda? Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Pallborð: Formenn landssambanda og stærstu félaga ASÍ sitja fyrir svörum Tónlistaratriði, skipulagt í samvinnu við FÍH Forystumaður stéttarfélags í heimabyggð kynnir drög að ályktun fundarins Í lokin verður boðið upp á kaffispjall ÁFRAM ÍSLAND – fyrir hag heimilanna Fundarherferð ASÍ um landið í samstarfi við aðildarfélögin SVÍÞJÓÐ Sænski herinn íhugar að koma á fót þremur samstarfs- skrifstofum í Svíþjóð til að sjá um samvinnuna við norrænu grann- löndin. Varnarskrifstofan fyrir Danmörku og Ísland verður í Malmö, fyrir Noreg í Gautaborg og í Stokkhólmi fyrir Finnland. Þetta er liður í auknu norrænu varnarsamstarfi. Í sænska dagblaðinu Syd- svenskan er gert ráð fyrir auknu samstarfi í gegnum menntun og þjálfun hermanna og sameiginleg- ar aðgerðir í framtíðinni, til dæmis á sjó. Samstarfið gæti líka falið í sér að komið verði á fót sameiginlegum flota Hercules- flugvéla til að flytja sameiginleg- ar hersveitir. - ghs Sænski herinn: Vill skrifstofur fyrir samstarfið BRUSSEL, AP Metnaðarfull tilraun til að sameina aðgang að menn- ingararfi Evrópu á Netinu strandaði strax á fyrsta sólar- hringnum eftir að opnað var fyrir hið nýja vefsetur, www.europ- eana.eu. Síðan hrundi vegna of mikils álags á netþjóninn. „Við erum að reyna okkar besta til að opna Europeana-síðuna aftur í öflugri útgáfu eins fljótt og auðið er,“ sögðu forsvarsmenn verkefnisins í Brussel á föstudag. Stefnt væri að því að opna síðuna á ný fyrir miðjan desember. Á vefsetrinu er sameinaður netaðgangur að öllum helstu söfnum Evrópu, þar á meðal Landsbókasafni Íslands-háskóla- bókasafni. - aa Misheppnuð opnun vefseturs: Evrópsk safna- síða hrundi VONBRIGÐI Menningarmálaráðherrar nokkurra Evrópuríkja við vígslu Europ- eana-síðunnar í Brussel á fimmtudag. NORDICPHOTOS/AFP FINNLAND Presturinn Olli Aalto í Finnlandi skiptir um nafn um áramótin og gengur eftir það undir nafninu Marja-Sisko Aalto, eins og hann hefði verið skírður hefði hann fæðst sem stúlka. Aalto byrjar um áramót í leiðréttingaraðgerðum á kyni, að sögn Hufvudstadsbladet. Aalto hefur verið prestur í Imatra í þrjátíu ár en verður sendur í sjúkraleyfi um áramótin. „Ef ég hefði haldið áfram að ljúga og þykjast vera karl hefði ég getað haldið áfram fram á lífeyrisaldur en þegar ég ákveð að vera heiðarlegur þá er mér sparkað,“ segir hann. - ghs Prestur í Finnlandi: Fær sparkið fyr- ir heiðarleika Spurt um skuldir útvegsins Kristinn H. Gunnarsson spyr fjármála- ráðherra hve mikið sjávarútvegsfyrir- tæki skulda ríkisbönkunum þremur. Jafnframt vill hann vita hve stór hluti skuldanna er tilkominn vegna kvótakaupa og hvaða veð hafi verið lögð fram. Háhraðanetþjónusta Kolbrún Halldórsdóttir spyr sam- gönguráðherra hvað líði framkvæmd við háhraðanetþjónustu fyrir lögheim- ili með heilsársbúsetu og fyrirtæki með heilsársstarfsemi sem hvorki eiga kost á slíkri þjónustu nú né munu eiga kost á henni á markaðs- forsendum. ALÞINGI SJÁVARÚTVEGUR „Humar er dýr vara og fyrstu kreppumerkin koma fram á sölu á slíkri vöru,“ segir Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Atlants- humri í Þorlákshöfn, um trega sölu á humri. Hann segir að strax í sumar hafi orðið erfiðara að selja humarinn. Mest af íslenskum humri er selt úr landi og er Spánn helsti markaðurinn fyrir heilan humar. Slitinn humar, humarhalar, er hins vegar seldur til Kanada. Ármann segir þau hjá Atlantshumri hafa veitt um 200 tonn af humri á síðustu humarvertíð sem stóð frá 15. mars til 31. október. „Það fór einn gámur frá okkur út á þriðjudaginn og við eigum einhver 30 tonn eftir af heilum humri sem við reynum að koma út fyrir jólin,“ segir Ármann en á Spáni selst mest af humri fyrir hver jól. Hann segir mikið þrýst á að útgerðarmenn lækki verð á humri. Þeir hafi þó þegar tekið á sig gríðar- legar verðlækkanir. „Gengisbreytingarnar eru einar um að halda þessu uppi,“ segir Ármann en bætir við að vegna gengisbreytinganna hafi skuldir flestra útgerðarfyrirtækjanna einnig hækkað. - ovd Útgerðarmenn segja sölutregðu á humri tengjast alþjóðlegri efnahagskreppu: Sala á humri dregst saman ÞORLÁKSHÖFN Stór hluti humars sem veiddur er við Ísland er unninn í Þorlákshöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR ELÍASSON RÚSSLAND, AP Neðri deild rúss- neska þingsins samþykkti fyrir helgi, að lokinni þriðju og síðustu umferð, frumvarp um að lengja kjörtímabil forseta úr fjórum árum í sex. Frumvarpið fer nú til efri deildar, sem væntanlega samþykk- ir það með hraði. Lögin hafa ekki áhrif á yfirstandandi kjörtímabil Dmitrís Medvedevs forseta, sem lýkur árið 2012, en gerir hins vegar Vladimír Pútín kleift að sitja í samtals tólf ár í stað átta, eða tvö sex ára kjörtímabil í stað tveggja fjögurra ára, ef hann býður sig fram til forseta að nýju, eins og margir reikna með. - gb Neðri deild Rússlandsþings: Lenging kjör- tímabils í höfn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.