Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 14
14 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er allt í lukkunnar velstandi hjá mér. Ég var að byrja á nýju tölublaði af Monitor og get ekki annað en brosað yfir því, enda jákvæðasti fjölmiðill landsins. Það getur reynst erfitt að finna ljósu punktana í þessu hrikalega árferði, en það gerir starfið meira krefjandi,“ segir Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri tónlistartímaritsins Monitor. „Frítíma mínum eyði ég í að rifja upp þátt eftir þátt af Simp- sons og Seinfeld. Ég nenni ekki lengur að horfa á fréttir, enda tala pólitík- usarnir eitthvað framandi tungumál sem ég skil ekki. Fréttaleysið hefur gert líf mitt að ævar- andi sælu. Ég man ekki hvernig Davíð Oddsson lítur út og Geir H. Haarde gæti alveg eins verið afdalabóndi úr Eyjafirði. Svo skilst mér að jólin séu á næsta leiti, en ég nenni ekki að pæla í þeim og finnst að við ættum að leggja þau niður. Jólin urðu gjaldþrota með kapítalism- anum og ég skil ekki hvernig hátíð sem kallar það versta fram í fólki í mánuð fyrir þrjá góða daga fær að viðgangast. Spurning um að þjóðnýta jólin, þá verða þau kannski aftur hátíð fólksins en ekki fyrirtækjanna.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: ATLI FANNAR BJARKASON RITSTJÓRI MONITOR Fréttaleysið sæla en jólin gjaldþrota John Benediktsson, af- komandi skáldsins Einars Benediktssonar, er forstjóri tölvufyrirtækis í Kaliforníu sem hyggur á opnun skrif- stofu á Íslandi. Hann segist bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti og vonast til að geta skapað nokkur störf og komið með peninga inn í landið. Honum líður eins og heima hjá sér á Íslandi. „Ísland býr yfir gríðarlega mörgu hæfileikafólki á tölvu- og tækni- sviðinu, sér í lagi þegar kemur að hugbúnaðarmálum. Fyrirtækið mitt lítur þessa miklu hæfileika hýru auga. Auk þess er ég sífellt að enduruppgötva íslenskar rætur mínar betur og betur og þykir vænt um landið. Ísland þarf á góðum fréttum að halda,“ segir John Benediktsson, forstjóri og annar stofnenda tölvufyrirtækis- ins FATTOC, LLC., sem hefur aðsetur í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. John og meðeigandi hans, David Salomon, hafa í hyggju að opna útibú fyrirtækisins hér á landi í náinni framtíð. FATTOC, LLC. hefur þegar átt í nokkru samstarfi á sviði hugbúnaðar- mála við íslenska fyrirtækið CCP. Afi Johns fluttist frá Íslandi til Alaska í Bandaríkjunum í upp- hafi síðustu aldar. Faðir hans og langafi Johns var skáldið og athafnamaðurinn Einar Bene- diktsson. John sótti Ísland fyrst heim fyrir rúmlega tveimur árum og hefur komið hingað fjórum sinnum eftir það. Hann segist hafa heyrt margar sögur af lang- afa sínum og greinilegt sé að hann hafi verið þekktur maður á Íslandi. „Til dæmis heimsótti ég Höfða, gamla heimili langafa míns, og borðaði á fyrirtaksveit- ingastað í miðborginni sem er nefndur eftir honum. Mér brá dálítið þegar ég sá nafnið hans á skiltinu. Fólk sagði mér margar sögur og mér skilst að Einar hafi verið leiðandi í framsýnni hugsun á sínum tíma. Að hann hafi haft háar hugmyndir fyrir land og þjóð.“ Aðspurður vill John ekki líkja sér við langafa sinn. „Hann var greinilega merkilegur maður og bækur hafa verið skrifaðar um hann. Hins vegar hefur mér vegn- að vel í starfi og blessunarlega hefur heimskreppan haft lítil sem engin áhrif á starfsemi fyrirtæk- isins. Ég ber hag Íslands fyrir brjósti og hluti af þeirri hugsun er að opna skrifstofu í Reykja- vík,“ segir John og bætir við að of snemmt sé að segja til um hversu mörg störf skapist við opnun úti- búsins. Þau gætu þó mögulega orðið á bilinu fimmtán til tut- tugu. FATTOC, LLC. heldur námskeið fyrir starfsfólk sitt hér á landi í byrjun desember. Að sögn Johns mun hann nota tækifærið þá til að kanna aðstæður og mynda við- skiptasambönd. „Svo hef ég mik- inn áhuga á að læra íslensku betur en ég hef fengið tækifæri til. Ég hef farið á nokkur námskeið og systir mín hefur náð nokkrum árangri með íslenskuna. En betur má ef duga skal. Ég hlakka til að koma til Íslands. Þar líður mér eins og ég sé heima hjá mér,“ segir John Benediktsson að lokum. kjartan@frettabladid.is Ísland þarfnast góðra tíðinda FÓLK Almenningsruslafötur sem á hafa verið máluð kjólföt og nafnspjöld þekktra viðskipta- jöfra þjóðarinnar hafa vakið töluverða athygli. Þessar rusla- fötur er að finna við tjörnina í Reykjavík, á Miklatúni og víðar. Fréttablaðið hafði uppi á þeim sem ber ábyrgð á gjörningnum, en sá vildi ekki koma fram undir nafni til að forðast sektir vegna spellvirkja á almenningseign- um. Að sögn mannsins blöskrar honum sú spilling sem víða við- gengst í kerfinu. Tók steininn úr þegar fréttir bárust af afskrift- um skulda hjá Kaupþingi fyrir skemmstu, og lagði hann þá til atlögu með málningu og stensla í skjóli nætur. Náttfarinn segir megininntak ádeilu sinnar vera líkindin með ruslafötunum og viðskiptamönn- um sem hafa verið áberandi í kringum hrun bankakerfisins, eins og Hannesi Smárasyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Björgólf- unum tveimur og Hreiðari Má, sem ásamt fleirum hafa fengið nafn sitt skráð á nafnspjöldin á fötunum. Allt í kringum þessa menn hafi átt að vera voðalega fínt, en svo breyst í innantómt drasl. Spurður hvort von sé á fleiri ádeilugerningum af þessu tagi segist maðurinn búast fastlega við því. Hann noti sér þó einung- is opinberar eignir við tjáning- una og láti einkaeignir í friði. - kg Ádeila vegna efnahagsástandsins tekur á sig margvíslegar myndir: Viðskiptajöfrar á ruslafötum VIÐ REYKJAVÍKURTJÖRN Nafn Hannesar Smárasonar hefur verið málað á þessa skreyttu ruslafötu við Reykjavíkurtjörn. Stúlkurnar þrjár á myndinni virðast sáttar við ádeiluna, en tengjast fréttinni ekki að öðru leyti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mér skilst að sýnishorn af íslensku þjóðinni mæti reglulega niður á Austurvöll, til að kasta fúleggj- um í þinghúsið og mótmæla. Mótmælend- ur hafa að sjálfsögðu ekki hugmynd um það hverju þeir eru að mótmæla – en ef marka má fréttainnklipp þá halda víst sumir hverjir að verið sé að mótmæla Tyrkjaráninu og ekki seinna vænna. Pereat er hrópað á Davíð og landsstjórnin látin heyra það – en öllum gleymist að það var fólkið í landinu sem kaus þessa fulltrúa sína og hefur raunar gert svo lengi sem elstu menn muna þó forgangsverkefni þjóðkjörinna valdsmanna hafi raunar í gegnum tíðina verið að búa í haginn fyrir subbulega braskara. Þegar ég var krakki og unglingur trúði ég á fólkið í landinu og skoð- anir þess. Á gamalsaldri er ég farinn að hallast að því að jafnaldri minn og kollega Clint Eastwood hafi lög að mæla þegar hann segir í ágætri bíómynd: „Well, sir, opinions are like assholes, everybody’s got one.“ SJÓNARHÓLL MÓTMÆLIN Fólkið kaus þá FLOSI ÓLAFSSON Jákvæð Framsókn „Það er kraftur í flokknum og við erum núna að undirbúa glæsilegt flokksþing sem verður í janúar. Eftir það verður allt upp á við.“ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR, FOR- MAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS, UM FYLGI FLOKKSINS Í SKOÐANA- KÖNNUN. Fréttablaðið, 23. nóvember 2008 Mótmælandi á móti „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera því ég er algjörlega á móti því að borga þessa sekt.“ HAUKUR HILMARSSON MÓT- MÆLANDI VAR LÁTINN LAUS ÚR FANGELSI EFTIR AÐ SEKT HANS HAFÐI VERIÐ BORGUÐ Í KJÖLFAR MÓTMÆLA Á LAUGARDAG. Fréttablaðið, 23. nóvember 2008 ■ Hvítblinda er truflun á sjónskynj- un sem lýsir sér með því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga, kennileita, áttar eða dýptar. Gerist þetta helst þar sem jörð er alhvít og himininn er skýjaður (til dæmis upp á jökli eða í snjóbreiðu). Hvítblinda er einnig sjálf birtan á alhvítum svæðum þar sem himinn og jörð renna saman. Snjóblinda er hið sama, nema snjó- blinda er eingöngu tímabundin sjón- depra af völdum mikillar snjóbirtu, en ekki lýsing á birtuskilyrðum. Á meðal flugmanna er slíkt ástand, sem veldur truflun á sjónskynjun, oftast kallað hvítblinda, en snjóblinda er orð sem er oftar notað um þær snjótruflanir sem heimskauta- og jöklafarar og skíðamenn þjást af. * Heimild: Wikipedia HVÍTBLINDA: TRUFLUN Á SJÓN JOHN MAR BENEDIKTSSON Afkomandi Einars Benediktssonar hyggst opna útibú frá tölvufyritæki sínu hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.