Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 40
28 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is F í t o n / S Í A Boltinn er hjá okkur! 29. nóv. – 1. desember Chelsea Arsenal Verð á mann í tvíbýli: 49.900 kr. Innifalið: Flug m/sköttum og miði á leikinn. TILB OÐ 5. – 7. desember Arsenal Wigan Verð á mann í tvíbýli: 48.900 kr. Innifalið: Flug m/sköttum og Club lever miði á leikinn. TILBOÐ Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir ákvað fyrir helgi að ganga í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad þar sem Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrverandi þjálfari hennar hjá Val, heldur nú um stjórnartaumana. Guðný Björk lék hins vegar ekkert með Val síðasta sumar vegna meiðsla, þar sem hún sleit krossbönd í hné á undir- búningstímabilinu, en er nú óðum að ná sér og stefnir á að vera komin á fullt skrið snemma á nýju ári. „Ég er byrjuð að æfa á fullu en má ekki spila fótbolta aftur fyrr en í janúar. Ég þekki Betu hins vegar vel og hún þekkir mig þannig að ég er ekkert að fara út í neina óvissu þannig séð,“ segir Guðný Björk. Hin tvítuga Guðný Björk hefur reyndar lent áður í því að slíta krossbönd á hné. Það var þegar hún lék með Aftureldingu en hún gekk í raðir Vals fyrir sumarið 2005. „Ég hef náttúrulega lent í þessum meiðslum áður og veit alveg út á hvað þetta gengur allt saman og það hefur pottþétt orðið til þess að hjálpa mér í endurhæfingunni núna,“ segir Guðný Björk. Guðný Björk hefur jafnan leikið sem bakvörð- ur með Val og íslenska landsliðinu en er þekkt fyrir að vera mjög fjölhæf og hún var til að mynda að spila sem framliggjandi miðjumaður á undirbúningstímabilinu með Val þegar hún meiddist. „Ég held að Beta sjálf hafi ekki hugmynd um hvar hún ætlar að nota mig á vellinum með Kristi- anstad. Það er mjög skemmtilegt að spila á miðjunni en ég byrjaði í bakverðinum og líkar það líka mjög vel. Hún mætti setja mig í markið mín vegna,“ segir Guðný Björk á léttum nótum. Guðný Björk á 13 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og hafði þrátt fyrir ungan aldur fest sig ræki- lega í sessi í landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í undankeppni EM 2009 áður en hún meiddist. Guðný Björk er líka harðákveðin í því að komast aftur í lands- liðshópinn, nú þegar liðið er komið í lokakeppni EM sem fram fer í Finnlandi á næsta ári. „Ég ætla pottþétt að komast með landsliðinu til Finn- lands. Það er engin spurning,“ segir Guðný Björk. GUÐNÝ BJÖRK ÓÐINSDÓTTIR: ÁKVEÐIN AÐ KOMAST Í SITT BESTA FORM EFTIR AÐ HAFA JAFNAÐ SIG Á MEIÐSLUM Ætla að komast með landsliðinu til Finnlands FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er greinilega á réttri leið með íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu. Á sínu fyrsta heila ári með Ólaf í brúnni náði liðið sínu besta landsliðsári í átta ár með því að vinna fimm leiki, vera með jákvæða marka- tölu og halda marki sínu hreinu í fjórum leikjum á þessu ári. Íslenska liðið lék alls tólf leiki á þessu ári og náði fimmtíu pró- senta sigurhlutfalli í þeim sem er besti hlutfallsárangur liðsins síðan 2003 eða í fimm ár. Íslenska karlalandsliðið vann eins og áður sagði fimm leiki á árinu, vináttulandsleiki gegn Armeníu, Færeyjum, Slóvakíu og Möltu og svo leikinn á móti Make- dóníu í undankeppninni. Liðið tap- aði tveimur fyrstu leikjunum á móti Hvíta-Rússlandi og Möltu, tapaði síðan vináttuleik gegn Wales í maí og loks tveimur leikj- um í röð á móti Skotlandi og Hol- landi í undankeppninni. Leikirnir gegn bresku liðunum tveimur, Wales og Skotlandi, voru örugglega mest svekkjandi úrslit ársins enda átti íslenska liðið að fá meira út úr báðum þeim leikjum, sérstaklega út úr leiknum á móti Skotum þar sem íslenska liðið fékk miklu fleiri færi. Ólafur hefur unnið með varnar- leikinn sem þurfti að taka í gegn eftir útreið í síðustu undankeppn- um og það hefur borgað sig. Íslenska liðið vann þannig alla mótherja ársins nema einn (Aserba- ídsjan, heima) þar sem liðið hélt hreinu í fyrri hálfleik. Íslenska liðið hélt alls fjórum sinnum hreinu á árinu sem er besti árangurinn síðan liðið hélt einnig fjórum sinnum hreinu árið 2000. Íslenska liðið náði að halda hreinu í 339 mín- útur í ársbyrjun sem er besti árangur liðsins í tuttugu ár og bætti þar árang- ur liðsins frá árinu 1994 þegar það var undir stjórn Ásgeirs Elías- sonar. Íslenska liðið hefur nú hald- ið marki sínu hreinu í síðustu tveimur leikjum og alls í 206 mín- útur. Það verður athyglisvert að sjá hvort liðinu takist að halda út lengur en það gerði í vináttuleikj- unum í febrúar og mars. Markatala íslenska liðsins var í plús í fyrsta sinn í átta ár en íslenska liðið skoraði 13 mörk í 12 landsleikjum ársins. Markatala íslenska liðsins var búin að vera samanlagt 35 mörk í mínus undanfarin fjög- ur ár og þar kemur aftur að slökum varnarleik enda fékk íslenska landsliðið á sig 72 mörk í 33 lands- leikjum frá 2004 til 2007 eða 3,3 mörk að meðaltali í leik. Íslenska liðið er með fjögur stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í undan- keppni HM 2010 og hefur ekki verið með fleiri stig eftir fyrri hluta undankeppni síðan í undan- keppni Evr- ópumótsins 2000. Ísland náði þá í fimm stig út úr þremur leikj- um liðsins sem voru spilaðir árið 1998. Þegar saga íslenska liðs- ins er skoðuð og miðað við að liðið fái þrjú stig fyrir sigur kemur í ljós að þetta er næstmesti stiga- fjöldi íslenska karlalandsliðsins í fyrri hluta undankeppni á stór- móti. Árin 2004 til 2007 voru íslenska karlalandsliðinu ekki skemmtileg. Liðið sigraði aðeins í 5 af 33 lands- leikjum og hrundi niður heimslist- ann. Ólafur Jóhannesson hefur náð að stoppa hrun liðsins og tek- ist að snúa við blaðinu. Liðið vann jafnmarga sigra á hans fyrsta heila ári og samanlagt á fjórum árum á undan og er sem stendur í 3. sæti undanriðils síns í undan- keppni HM og því enn með í bar- áttunni um sæti á HM í Suður-Afr- íku 2010. Fram undan eru því spennandi tímar þar sem reynir á hvort breytingin sé tímabundin eða hvort að karlalandsliðið stefni á sömu slóðir og það var á þegar Guðjón Þórðarson réði ríkjum rétt fyrir síðustu aldamót. ooj@frettabladid.is Besta landsliðsárið síðan 2000 Íslenska karlalandsliðið hefur ekki átt betra ár í átta ár þegar litið er á fjölda sigra, markatölu liðsins eða leiki þar sem markinu er haldið hreinu. Sigurinn gegn Möltu var fimmti sigur íslenska liðsins á árinu. ÖRYGGIÐ UPPMÁLAÐ Gunnleifur Gunnleifsson hefur staðið vel fyrir sínu síðan landsliðsþjálfarinn kallaði hann aftur inn í hópinn eftir nokkurra ára hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á RÉTTRI LEIÐ Landsliðs- þjálfarinn Ólafur Jóhann- esson stendur vel að vígi í samanburði við fyrirrennara sína í starfi. SCANPIX LANDSLIÐIÐ Í FRAMFÖR Markatala landsliðsins síðustu ár: 2008 +1 (13-12 í 12 leikjum) 2007 -13 (7-20 í 9 leikjum) 2006 -6 (4-10 í 6 leikjum) 2005 -5 (16-21 í 9 leikjum) 2004 -11 (10-21 í 9 leikjum) 2003 -2 (8-10 í 8 leikjum) 2002 -6 (8-14 í 9 leikjum) 2001 -2 (17-19 í 11 leikjum) 2000 +3 (13-10 í 9 leikjum) Flestir sigrar A-liðs karla á einu ári: Sex 1999 (10 leikir) Fimm 1994 (10 leikir) Fimm 2000 (9 leikir) Fimm 2008 (12 leikir) Fjórir 1987 (11 leikir) Fjórir 1990 (8 leikir) Fjórir 1996 (11 leikir) Fjórir 2001 (11 leikir) Möbelringen Cup Ísland-Danmörk 22-23 (7-10) Mörk Íslands: Hanna G. Stefánsdóttir 5, Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 1, Hrafnhildur Skúladóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1. Markahæstar á mótinu: Hanna G. Stefánsdóttir 12 mörk Ágústa Edda Björnsdóttir 10 Ásta Íris Pétursdóttir 7 Hrafnhildur Skúladóttir 6 Rakel Dögg Bragadóttir 6 Dagný Skúladóttir 4 ÚRSLIT HANDBOLTI Landsliðsþjálfarinn Júlíus Jónasson er ánægður með framgöngu kvennalandsliðs Íslands á Möbelringen Cup þrátt fyrir að liðið hafi tapað öllum þremur leikjum sínum. „Við vissum að við værum að fara að mæta þremur af sterk- ustu handboltalandsliðum í heimi og ég held að stelpurnar hafi haft gott af því að sjá og spila gegn þeim bestu,“ segir Júlíus. Þátttaka Íslands í mótinu var liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem fram fer í Póllandi dagana 25.-30. nóvember. „Það verður erfitt verkefni þar sem við mætum sterkum þjóðum en við setjum stefnuna á fyrsta sætið í riðlinum,“ segir Júlíus. - óþ Júlíus Jónasson: Markmiðið að vinna riðilinn SÁTTUR Landsliðsþjálfarinn er ánægður með undirbúning íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Kvennalands- lið Íslands tapaði naum- lega gegn Danmörku, 22-23, í lokaleik sínum á hinu geysisterka Möbel- ringen Cup-æfingamóti sem fram fór í Noregi um helgina. Ísland tapaði öllum þrem- ur leikjum sínum í mótinu en greinilegur stígandi var í leik liðs- ins. Ísland tapaði stórt gegn Evrópu - og Ólympíumeisturum Noregs í fyrsta leik sínum í mótinu og liðið mátti einnig þola fremur stórt tap gegn heimsmeistur- um Rússlands í öðrum leikn- um. En íslensku stelpurnar létu töpin ekki slá sig út af laginu og voru nálægt því að krækja í jafn- tefli gegn sterku liði Danmerkur. Dönsku stúlkurnar voru alltaf skrefi á undan þeim íslensku í gær en staðan í hálfleik var 7-10 Danmörku í vil. Danir náðu mest fimm marka mun í seinni hálf- leik, í stöðunni 15-20 um miðbik hálfleiks- ins, en þá kom íslenska liðið aftur inn í leikinn og náði að saxa á for- skotið jafnt og þétt. Þær dönsku leiddu leik- inn 20-23 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leikn- um en Ágústa Edda Björns- dóttir og Íris Ásta Péturs- dóttir skoruðu þá fyrir Ísland og minnkuðu mun- inn niður í eitt mark á lokamínút- unni. Íslensku stúlkurnar fengu svo boltann og áttu möguleika á að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og lokatölur urðu sem fyrr segir 22-23. - óþ Kvennalandslið Íslands í handbolta lauk keppni á Möbelringen Cup í gær: Stígandi í leik íslenska liðsins ÓHEPPNAR Íslensku stúlkurnar voru óheppnar að krækja ekki í jafntefli gegn Danmörku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > KR og Grindavík mætast í kvöld Áttunda umferð Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld þegar KR og Grindavík mætast í DHL-höllinni kl. 19.15. Grindavíkurstúlkur eiga harma að hefna þar sem KR-stúlkur unnu í Grindavík í fyrsta leik tímabilsins. Þá var Grindavík slegið út af KR í undanúr- slitum úrslitakeppninnar í fyrra. Liðin eru svipuð að styrkleika og berjast nú sem stendur um fjórða sæti deildarinnar. Vert er að geta þess að hamborgarar verða grillaðir í KR-heimilinu á undan leiknum og fá þeir frítt á leikinn sem kaupa hamborgara. Allir körfuboltaáhugamenn eru hvattir til þess að mæta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.