Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 12
12 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR Öflugt háskólasamfélag er hornsteinn í þeirri uppbyggingu sem nú bíður þjóðarinnar. Með miða í Happdrætti Háskólans leggur þú þitt af mörkum og átt um leið mikla möguleika á frábærum vinningum. Gakktu í hópinn og brostu og brostu! - Þú færð miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. ...OG GÆTIR UM LEIÐ UNNIÐ MILLJÓNIR ÞÚ STYÐUR UPPBYGGINGU HÁSKÓLA ÍSLANDS... Mistök urðu við frágang á viðtali við Guðjón Friðriksson sagnfræð- ing í blaðinu í gær, með þeim afleiðingum að sum svör voru endurtekin í greininni en eitt svar féll út. Guðjón er spurður hvort bókin Saga af forseta verði ekki að koma út í uppfærðri útgáfu innan fárra ára í ljósi atburða. Guðjón svarar: „Þessir atburðir sem gerst hafa undanfarnar vikur kalla bara á nýtt verk í sjálfu sér. Það er annað tímabil. Þessi saga er að mestu leyti skrifuð 2006 og 2007, hápunktur tímabils sem segja má að nú sé liðið og bókin lýsir því. Svo verða önnur verk að segja söguna áfram. Mér finnst ágætt að þessi bók komi út núna. Hún er þá vitnisburður um þessa tíma og þátt Ólafs Ragnars í þeim.“ Rétta útgáfu viðtalsins við Guðjón má lesa á Vísi. Beðist er velvirðingar á mistökunum. - bs Mistök við vinnslu viðtals: Rétt viðtal við Guðjón á Vísi GUÐJÓN FRIÐRIKSSON sagnfræðingur STJÓRNSÝSLA „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hunsar bæði okkur og úrskurð umhverfisráðuneytisins,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæj- arstjóri í Ölfusi. Ólafur Áki segir bæjarstjórnina telja fullreynt að Ölfus fái fram- gang fyrir sjónarmið sín hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurlands varð- andi fiskþurrkun Lýsis í Þorláks- höfn. Þess vegna sé því beint til umhverfisráð- herra og þing- manna kjördæmis- ins að breyta lögum þannig að Ölfus flytjist undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Þá sé leitað til umboðs- manns Alþingis vegna þess að umhverfisráðuneytið sé komið þrjá mánuði fram yfir tilskilinn frest í afgreiðslu nýrrar kæru Ölfuss vegna útgáfu nýs starfsleyfis til tólf ára. Ólafur Áki segir að þvert ofan í kröfur bæjarstjórnarinnar og úrskurð umhverfisráðuneytisins frá í fyrra hafi Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í vor veitt Lýsi starfs- leyfi til tólf ára fyrir fiskþurrkun- inni. „Þessi þurrkun er gjörsamlega óbærileg. Það er ekki líft á heimil- um og vinnustöðum og bílar eru ónýtir eftir að hafa staðið nálægt þessu fyrirtæki. Stór hluti íbúanna skrifaði undir áskorun um að veita því ekki starfsleyfi og bæjarstjórn- in hefur margítrekað það, en hjá heilbrigðiseftirlitinu er ekkert hlustað á okkar óskir. Málið er að heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur aldrei látið fyrirtækið fara eftir starfsskilyrðum,“ segir bæjarstjór- inn sem kveður langvarandi erfið- leika hafa verið í samskiptum við Lýsi. „Lögmaður fyrirtækisins hefur hótað íbúum málsókn fyrir rógburð ef þeir kvarta.“ Elsa Ingjaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, telur embættið hafa unnið eftir settum lögum og regl- um. Ekki mundi breyta neinu fyrir Ölfus að heyra undir annað starfs- svæði. „Heilbrigðiseftirlitssvæðin framfylgja sömu reglum og ákvarð- anir eru kæranlegar til sömu aðila. Þess vegna á að að vera samræmi í ákvörðunum og framkvæmd.“ Elsa minnir á að forsenda starfs- leyfisins til Lýsis sé uppsetning þvottaturna sem séu besta fáanlega mengunarvörnin. Byggingarleyfi fyrir þeim hafi ekki fengist hjá Ölf- usi og því hafi fyrirtækið kært sveitarfélagið til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Nið- urstöðu þaðan sé enn beðið. „Ef úrskurðurinn verður sá að Lýsi fái ekki að setja upp turnana verður starfsleyfið að sjálfsögðu endurskoðað í því ljósi. Það sama gildir um úrskurð umhverfisráðu- neytsins. Vitanlega hlítum við honum hver sem hann verður,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir. gar@frettabladid.is Vilja undan heilbrigðiseftirliti Bæjarstjórn Ölfuss vill af starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands yfir til Suðurnesja. Bæjarstjórinn segir ástæðuna útgáfu starfsleyfa til Lýsis sem mengi óbærilega. Förum eftir lögum og reglum segir eftirlitið. NOREGUR Norska lögreglan grunar nítján menn um að hafa myndað hring barnaníðinga sem hafa dreift og skipst á myndum af börnum í kynferðisathöfnum á Netinu og í gegnum síma. Einn hinna hand- teknu vann að málefnum barna sem hafa orðið fyrir kynferðisof- beldi í viðkomandi fag ráðuneyti í Ósló. Annar var leiðtogi í trúar- söfnuði. Fréttin um að embættismaður í norska ráðuneytinu, sem hefur með málefni barna að gera, hefur slegið niður eins og eldingu í stjórn- kerfinu í Noregi. Maðurinn hefur játað að tengjast hringnum og seg- ist sjá sárlega eftir því en nafn hans var á lista yfir meðlimina. Hann hefur nú verið rekinn úr starfi, að sögn norska dagblaðsins VG, en ekki fannst neitt barnaklám í tölvu hans eða vinnuaðstöðu í ráðuneytinu. Málið kom fyrst upp í sumar þegar kennari í Skien í Noregi fékk tvær klámmyndir af börnum í far- síma sinn óumbeðinn. Hann ætlaði fyrst að eyða skeytinu en ákvað svo að hafa samband við lögregl- una. Félagar í barnaklámshringnum áttu samskipti á Netinu, í gegnum farsíma eftir að hafa mælt sér mót í gegnum sjónvarp og þeir hafa ekki allir hist. Lögreglan segir að ekkert bendi til þess að þeir hafi myndað sína eigin kynferðislegu misnotkun á börnum. -. - ghs Norska lögreglan upprætir nítján manna barnaklámshring: Ráðuneytismaður í hópnum EMBÆTTISMAÐUR REKINN Embættis- maður í norsku ráðuneyti var í. Myndin er af Stórþinginu í Ósló. FRÉTTABLAÐIÐ/MAGNUS FRÖDERBERG, NORDEN.ORG STJÓRNMÁL Áróður um að Seðla- banki Íslands hafi brugðist hlutverki sínu undanfarið stenst ekki skoðun, segir í ályktun stjórnar Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi. Í ályktuninni er lýst vanþóknun á „einstaklega ósanngjarnri“ aðför að stjórn bankans. Stjórn Þórs bendir einnig á að kapp sé best með forsjá þegar komi að hugsanlegum aðildarvið- ræðum að Evrópusambandinu. Staða þjóðarinnar nú megi ekki verða til þess að langtímahags- munum sé fórnað fyrir „ímynd- aða lausn til skamms tíma“. - bj Ungir Sjálfstæðismenn: Seðlabankinn brást ekki ÓLAFUR ÁKI RAGNARSSON MÓTMÆLI AFHENT Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suð- urlands, tók í apríl við mótmælum íbúa gegn veitingu starfsleyfis fyrir fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn. Leyfið var síðar veitt. MYND/GKS FISKÞURRKUN Fiskþurrkunarverk- smiðja Lýsis í Ölfusi. MYND/GKS MÓTMÆLI Banni við hjónaböndum samkynhneigðra í Kalíforníu í Banda- ríkjunum hefur verið mótmælt um landið allt síðustu vikur. Þessir menn voru á meðal mótmælenda í Sacram- ento í Kalíforníu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.