Tíminn - 17.02.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.02.1982, Blaðsíða 1
Skákskýrandi Tímans ídag er D. Gurevic TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Miðvikudagur 17. febrúar 1982 37. tölublað — 66. árg. sthólf370Rc Getrauna- leikur: Omar spáir í 11. sinn! — bls. 11 Hentug húsgögn — bls. 10 Fæddist í annað sinn — bls. 2 Island - Svíþjóð — bls. Ritstjórn 86300 - Auglýsingar lá300 - Afgreiðsla og áskrift 86300- Kvöldsímar 86387 og 863 Samningsdrögin um Blönduvirkjun: LÍKUR Á AÐ FIMM AF SEX HREPPUM SAMÞYKKI ¦ „Þetta var jákvæður fundur hér i dag og ég er trúaöur á aö það sé mjög sterkur meirihluti fyrir þvi i þessum tveimur hreppum, ao ná fram sam- komulagi um virkjun Blöndu," sagöi Borgar Simonarson, einn hreppsnefndarmanna i Lýtings- staöahreppi i gærkveldi, rétt eftir að sameiginlegum fundi hreppsnefnda Lýtingsstaöa- og Seyluhrepps lauk, en þann fund sátu einnig fulltrúar samninga- nefndar rikisins, þvi á þessum fundi var fjallað um nýju sam- komulagsdrögin varöandi virkj- un Blöndu. Borgar sagði að eftir þvi sem fram hefði komið á fundinum i gær, þá virtist sér sem það væri meirihluti fyrir hendi i báðum hreppsnefndunum, um að sam- þykkja þessi drög, með ein- hverjum smávægilegum breytingum, þvi mjög litil and- staða hefði komið fram á fundinum. Verði raunin sú, að þessir hreppar samþykki drögin, þá hafa fimm hreppar af sex sam- þykkt samkomulagið, þ.e. allir hrepparnir sem land eiga að Auðkúluheiði, Blönduóshrepp- ur,- Torfalækjarhreppur og Svinavatnshreppur, og tveir þeirra þriggja hreppa sem land eiga að Eyvindarstaðaheiði, Seyluhreppur og Lýtingsstaða- hreppur, en eins og kunnugt er þá hefur Bólstaðarhliðarhrepp- ur hafnað samkomulaginu. Marinó Sigurjónsson, oddviti Lýtingsstaðahrepps var að þvi spuröur i gærkveldi hvaða álit hann hefði á þessu máli eftir fundinn og sagði Marinó: „Ég vil ekkert um það segja á þessu stigi." 1 gærkveldi var almennur sveitarfundur i Seyluhrepp, þar sem samkomulagsdrögin voru kynnt, en ekki voru þau borin undir atkvæði á fundinum. Er þess að vænta að hrepparnir tveir skili endanlegri afstööu sinni til iðnaðarráðuneytisins eftir örfáa daga. -AB FORSETI ÍSLANDS ÍLONDON Vigdis Finnbogadóttir, for- seti tslands, kom i gærmorgun ásamt fylgdarliði sinu til Heath- rowflugvallar i London, en opin- ber heimsókn forsetans til Bretaveldis hefst i dag. í fylgdarliði forsetans eru Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra og kona hans, Dóra Guðbjarts- dóttir, Hörður Helgason, ráðu- neytisstjóri og Sarah Ross Helgason, kona hans, og Ólafur Egilsson forsetaritari og kona hans Ragna Ragnars. Konunglegur lifvörður stóð heiðursvörð á Heathrow við komu forsetans þangað og sér- legir fulltrúar Bretadrottningar og Crringtons lávarðar, utan- rikisráðherra Breta buðu for- setann velkominn. Forsetinn hittir i dag Carring- ton lávarö, utanrikisráðherra aö máli, ræðir við Margaret Thaicher, forsætisráðherra Breta, skoðar söfn og fer á leik- sýningu. Auk þess mun forset- inn eiga fund með björgunar- sveitinni bresku, sem bjargaði áhöfninni af Tungufoss sl. haust. Ella/AB Vigdis við komuna til Heathrow-flugvallar I gær. Kaupið hækkar um7% 1. mars ¦ Hækkun framfærsluvisitölu á timabilinu desember — febrú- ar varð 9.7%. Verðbótahækkun launa hinn 1. mars n.k. verður hins vegar 7,51%, samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar, þar sem frádrættir vegna á- kvæða oftnefndra ólafslaga taka þá gildi á ný.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.