Tíminn - 17.02.1982, Blaðsíða 9
Miövikudagur 17. febriiar 1982
9
„Rétt er það, að kaup á tækjum hafa
setið á hakanum á lokasprettinum við að
ljúka smiði iþróttahúsa. Sá sprettur hef-
ur ílestum aðstandendum húsanna verið
fjárhagslega erfiður og verið aðdáunar-
vert hvemig þeir erfiðleikar voru yfir-
stignir. Eitthvað hlaut að frestast og þá
var það að búa húsin fullkomlega að
tækjum”.
arkitektum og verkíræðingum
samkvæmt rándýrum sérteikn-
ingum ogsvo fer fé iútflúr og
annað þ.h.”. Fyrir það fé, sem
greinarhöfundur telur hafa farið i
bruðl sérteikninga og útflúrs
hefði mátt kaupa tæki.
Sjö sinnum hefur iþróttanefnd
rikisins staðið að rannsóknum til
samanburðar á ýmsum gerðum
iþróttahúsa, ýmist ein eða i sam-
vinnu t.d. við Innkaupastofnun
rikisins, sveitarstjórnarsamtök
eða bæjarstjórnir
Með i þessum rannsóknum voru
forbyggð hús og einingahús.
Eitt forbyggt iþróttahús hefur
verið reist hérlendis. Samtimis
varunniðaðsmiði tveggja á hefð-
bundinn isl. hátt. Hið forbyggða
hús varð eigi ódyrara en hefur
verið dýrara i viðhaldi.
Iþróttahús úr einingum hafa
verið reist hérlendis og bygginga-
mátinn reynst hagkvæmur en þar
sem langt er frá slikum
byggingastöðvum eininga, sem
eru fáar, og til byggingarstaða
iþróttahúsa hafa flutningar
reynst of dýrir eða tæknilega
ófærir.
lþróttahús reist samkv. stöðl-
uðum teikningum er draumsýn,
þvi að svo margt varðandi skipu-
lagsmál, staðsetningar eða
grunnstæði. orsaka marghátt-
aðar breytingar frá hinni stöðluðu
teikningu til hinna virku að-
stæðna.
Ég leyfi mér þvi aö andmæla
greinarhöfundi að i þessum bygg-
ingarmálum hafi ráðið flaustur,
bruðl eða minnismerkjagerðir.
Að baki smiði allra núverandi
iþróttahúsa hérlendis eru margir
fundir með viðkomandi aðilum
framkvæmda og kunnáttu-
mönnum um byggingar. Hafi
iþróttakennari verið við störf á
viðkomandi stað hefur hann verið
með.
Fundir um hvert hús hafa verið
mismunandi margir allt frá
fyrsta fræðslufundi um það sem á
að leggja út i, og skoðunarferð
milli hliðstæðra mannvirkja sem
fyrirhugað er og til fundar með
starfsfólki og rekstrarnefnd er
húsið eða áfangi þess skyldi
tekinn til starfrækslu.
Á öllum þessum fundum hefur
verið vakin athygli á reynslu
ræstingafólks, húsvarða, iþrótta-
kennara og áhugamanna um
iþróttir.
Á þvi timabili, sem ég vann að
þessum málum var leitast við að
láta eigi þá galla, sem kunnir
voru á einhverju iþróttahúsi lifa
áfram inn i fyrirhugað hús, en i
sambandi við slika viðleitni
kemur margt mannlegt og tækni-
legt til greina. Fræðsla um
iþróttahús hefur verið sótt á
fundi, námskeið, ráðstefnur og
sýningar á meginlandi Evrópu og
til Norður-Ameriku. Viðhorf til -
ýmissa atriða i gerð eins iþrótta-
húss getur verið flokkað undir
„meingallað” sem öðrum finnst
til fyrirmyndar. Hefi ég oft lent i
stælum vegna slikra sjónarmiða
og niðurstaða orðið önnur en ég
taldi reynsluna sýna.
Greinarhöfundur telur að
væntanlegt iþróttahús að
Laugarvatni sé vænlegri starfs-
vettvangur iþróttakennara og
iðkenda fyrir þá fundi sem Gisli
Halldórsson hélt með skólastjóra
og kennurum ÍKÍ meðan á
hönnun mannvirkisins stóð.
Nefndur arkitekt og samstarfs-
maður hans Bjarni Marteinsson
arkitekt erualls góðs maklegir en
það átti greinarhöfundur að vita
að til þessara funda með kenn-
urum boðuðu skólastjóri Arni
Guðmundsson og ég sem for-
maður skólanefndar og á tvo
mættu auk nefndar arkitekta
verkfræðingarnir Jóhannes
Guðmundsson (burðarvirki),
Hjálmur Þórðarson (hitun, vatns-
og skólplagnir) og Daði Agústs-
son (raflagnir og lýsing).
Greinarhöfundur telur þessar
fundaraðgerðir afdrifarikar en
þetta er einmitt það sama sem
gert hefur verið varðandi fyrir-
huguð iþróttahús og tekið var
fram hér að framan.
Frumteikningar af væntanlegu
iþróttahúsi IKÍ voru einnig lagðar
fram af skólastjóra á skólaráðs-
fundum þar sem greinarhöfundur
átti sæti. A einum slikum fundi
mætti ég.
Greinin er orðin lengri en ég
ætlaði og þó er eigi tekið til með-
ferðar ýmislegt sem sannarlega
væri ástæða að rita ýtarlega um
svo mjög sem smiði i'þróttamann-
virkja hefur verið til umræðu.
reynslu. Stjórnendur fyrirtækis-
ins telja að verkstjórarnir eigi
mikinn þátt i stórbættri afkomu
fyrirtækisins. Sætti einstakir
starfsmenn sig ekki við
stjórnendur fyrirtækja verður að
telja eðlilegra að þeir hinir sömu
leiti sér að vinnu annars staðar i
stað þess að reyna að bola sam-
starfsmönnum frá og með órök-
studdum fullyrðingum og meið-
yröum.
Fullyrðingum um að bókhald
fyrirtækisins sé ekki i lagi er al-
gjörlega visað á bug, enda ekki
vitað til að umræddur starfsmað-
ur hafi kynnt sér þau mál. Verið
er að setja bókhald fyrirtækisins i
eigin tölvuvinnslu sem mun skila
nákvæmu sölu- og birgðabók-
haldi. Telur stjórn fyrirtækisins
að það verk sé vel unnið af starfs-
liði skrifstofunnar og þessar full-
yrðingar jafn órökstuddar og aðr-
ar i nefndri grein og einungis til
þess fallið að kasta rýrð á sam-
starfsfólk.
A siðustu þremur árum hafa
orðið miklar breýtingar til batn-
aðar á rekstri Frihafnarinnar.
Breytingar þær er þurfti að gera
voruekki allar vinsælar. Almennt
sættu starfsmenn sig við breyt-
ingarnar, einkum þegar þeir sáu
árangur þeirra. Einstaka starfs-
menn hafa þó ekki sætt sig við
þessar breytingar og unnið gegn
þeim af alefli, sem skapað hefur
úlfúð og leiðindi á vinnustað.
Stjórn fyrirtækisins vonar að
hlutaðeigandi starfsmönnum
verði brátt ljóst að ekki verður
horfið aftur til fyrri starfsaðferða
i Frihöfninni á Keflavikurflug-
velli heldur verði haldið áfram á
þeirri braut til bættra vinnu-
bragða sem farin hefur verið.
F.h. stjórnar Frihafnarinnar á
Keflavikurflugvelli
Gunnl. M. Sigmundsson.
gróöur og gardar
Grein af kakótré með blóm og ung aldin
Heilsudrykkur
Azteka
■ Fyrir um 460 árum kynnt-
ust Spánverjar súkkulaði-
drykk i Mexikó, þ.e. kakódufti
i vatni kryddað með vanillu og
gertsætt meðhunangi. Þannig
var það drukkið við hirð
Montezuma konungs. Aztekar
drukku þennan drykk kaldan
og mikið af honum. Þeir töldu
hann mjög nærandi og styrkj-
andi og sögðu einn bolla af
honum nægja hermanni á
göngu heilan dag. Sumir,
einkum alþýða manna, blönd-
uðu maismjöli og spönskum
pipar i drykkinn.
Kakó, vanillu og mais
þekktu Evrópubúar ekki á
þeim timum, en lærðu ræktun
og notkun af Indiánum. Kakó-
tré, er lágvaxið og mjög við-
kvæmt og vandræktað. Þarí
bæði skjól og hlifð við sterku
sólskini, ennfremur myldinn
jarðveg. Heimkynnið er frum-
skógar Mið-Ameriku og norð-
anverðrar S.-Ameriku. Vex
enn villt i Amazonskógunum
miklu, þar sem meðalhiti árs-
ins er yfir 22 gráður og mikill
loftraki. Á kakótrjáekrunum
eru krónur skuggatrjáa látnar
breiðasighæfilega yfir. Sáð er
til trjánna á vaxtarstaðnum
og þau látin vaxa upp til íulls
þar, þvi að mjög erfitt er að
flytja plönturnar til gróður-
setningar. Hin mörgu rauðu
blóm spretta hvarvetna út úr
stofni og greinum og siðan
hanga hin gulrauðu aldin þar
niöur, likt og gúrkur að lögun
og stærð. Kakóbaunirnar eru
fræin innan úr aldinunum.
Þær eru þurrkaðar og með-
höndlaðar á ýmsa vegu og
venjulega pressuð burt úr
þeim allmikil fita. Kakóaldin-
in eru 15—25 cm löng og verða
gulrauð við þroskun. 1 þeim er
um 45% fita, oft kölluð kakó-
smjör. Það þránar seint og er
notað I smyrsl o.fl. Kakó er
mjög nærandi, en þó nær fjör-
efnalaust. 1 þvi er ögn af
koffeini og teóbrómini. Kakó
hefur þvi örvandi áhrif, en þó
miklu minni en kaffi og te.
Mest kakó kemur frá Vestur-
Afriku og Suður-Ameriku, en á
þeim stöðum ber kakótréö
blóm og aldin allt árið oft i
30—40 ár. Villt tré geta orðið
80—100 ára.
Aztekar steiktu (ristuðu)
kakóbaunirnar.. Þær voru
einnig gjaldmiðill, miölungs
þræll kostaði 100 baunir. Spán-
verjar reyndu lengi aö leyna
aðferð súkkulaðigerðar, svo
þeir sætu einir að markaðn-
um. Við kakógerð er þykk ald-
inskelin brotin til að ná
fræjunum. Eftir gerjun o.fl.
aðgerðir verða baunirnar fag-
urlega rauðbrúnar, bragðið
milt og þægilegt. Er gera skal
súkkulaði eru finmalaðar
baunirnar blandaðar sykri og
vanillu, og stundum kakó-
smjöri. Ódýrt súkkulaöi er oft
blandað mjölvi (sterkju) o.fl.
Á uppvaxtarárum undirrit-
aðs þóttu kaffi og súkkulaði
höfðinglegar veitingar, súkku-
laði fyrst, kaffi á eftir. Þetta
var föst venja á jólum. Nú er
súkkulaði étið i stórum stil,
sem sælgæti, i margvislegu
föstu formi auk drykkjarins
góða.
Ingólfur Davíðsson
skrifar