Tíminn - 17.02.1982, Blaðsíða 19
Miövikudagur 17. febrúar 1982
Kópavogur
Fulltrúaráð Framsöknarfélaganna heldur fund mánudag-
inn 22. febr. kl. 20.30 að Hamraborg 5.
Fundarefni:
Bæjarfulltrúarnir Jóhann H. Jónsson og Skúli Sigurgrims-
son, ræða fjárhagsáætlun Kópavogs árið 1982.
Önnur mál.
Stjórnin.
Selfoss
Opiö prófkjör fyrir bæjarstjórnarkosningar i Fram-
sóknarsaljaugardaginn 20. febr. kl. 10-22. Þátttaka heimil
öllum sem eru 18áraá þessuári ogeldri.
Framsóknarfélag Selfoss.
Ungt framsóknarfólk Hafnarfirði
Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 18. febr. kl.
20.30 að Hverfisgötu 25.
Fundarefni:
1. Kosningarstarf
2. Kosning kjörmanna forval.
Félagar fjölmennigð.
Árnesingar
Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helga-
son verða til viðtals og ræða landsmálin i Aratungu mið-
vikudagskvöldið 17. febr. n.k. kl. 21.00
Allir velkomnir
Hörpukonur
búsettar f Hafnarfirði.
Ariðandi fundur verður haldinn miðvikudaginn 17. febr.
kl. 20.30 að Hverfisgötu 25.
Stjórnin.
Akranes
Féiag ungra framsóknarmanna á Akranesi heldur fund i
Framsóknarhúsinu Sunnubraut 21 fimmtudaginn 18. febr
n.k,. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Fjölskyldupólitik
2. Félagsmálanámskeið.
3. önnur mál.
Stjórnin.
Fræðslu og leiðbein-
ingarstöð SÁÁ í Síðu-
múla 3-5, Reykjavík.
Viðtalstímar leiðbein-
enda alla virka daga frá
kl. 9-17. Sími 82399.
Fræðslu- og leiðbein-
ingarstöð Síðumúla 3-5,
Reykjavík. Upplýsingar
veittar í síma 82399.
Kvöldsímaþjónusta SÁÁ
alla daga ársins frá kl.
17-23 í síma 81515.
Athugið nýtt heimilis-
fang SÁÁ, Síðumúli 3-5,
Reykjavík.
Getum við orðið þér að
liði?
Er ofdrykkja í fjöl-
skyldunni, í vinahópnum
eða meðal vinnufélaga?
Ef svo er — mundu að
það er hlutverk okkar að
hjálpa þér til að hjálpa
öðrum. Hringdu i
fræðslu- og leiðbein-
ingastöðina og leitaðu
álits eða pantaðu við-
talstíma.
Hafðu það hugfast að
alkóhólistinn sjálfur er
sá sem minnst veit um
raunverulegt ástand
sitt.
SÁÁ Samtök áhugafólks
um áfengisvandamálið.
Síðumúla 3-5. Sími 82399.
BEINN I BAKI
- BELTIÐ
SPENNT
||UMFERÐAR
mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmi^'
Eskifjörður — Fljótsdalshérað
Almennir fundir um efnahagsmál og stjórnarsamstarfiö
verða haldnir á eftirfarandi stöðum.
Valhöll, Eskifirði, fimmtudagin 18. febrúar kl. 20.30.
Valaskjálf , Egilsstöðum, föstudaginn 19. febrúar kl.
20.30.
Framsögumenn Tómas Árnason, viðskiptaráðherra og
Halldór Ásgrimsson, alþingismaóur.
Allir velkomnir.
Aðalfundur Framsóknarfélags Sel-
tjarnarness.
verður haldinn i félagsheimilinu Seltjarnarnesi fimmtu-
daginn 18. febr. kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Aðalfundarstörf.
2. Framboð til bæjarstjórnar og hugsanlegt samstarf við
aðra flokka.
Avarp Jóhann Einvarðsson alþingismaður.
Stjórnin
Njarðvikingar ath.
Niðurstaða prófkjörsins um helgina verður bindandi fyrir
þrjú efstu sæti framboðslista Framsóknarfélags Njarð-
vikur ef kjörsókn fer yfir 25% af atkvæðafjölda fiokksins i
siðustu sveitarstjórnarkosningum.
Uppstillingarnefnd.
Auglýsið
M
I
Tímanum
1 v
Eru luktir
og glitmerki
í lagi á hjólinu
||UMFERÐAR
^^Smmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^'
#1 +’-
19
fjölmidlun
■ Sjónvarpstæki með myndvörpubúnaði eru talin verða al-
menningseign á næstu árum og þá geta menn horft á sjónvarpið
nánast eins og þeir sitji i bió.
Nýjungar á sjónvarpssvidinu:
Stór veggmynd
stereó og þrívídd
■ Vmsir hafa haft orð á þvi, hve miklu skemmtilegra sé að sjá
kvikmyndir i bió en isjónvarpi— myndin njóti sln svo miklu bet-
ur i stærra formi á tjaldi en á litlum skjá. Tækniþróunin á sviði
sjónvarps hefur að hluta til miðast við að koma til móts við óskir
um stærri sjónvarpsmynd en að auki stereo-hljóm og jafnvel þri-
vlddartækni I sjónvarpi.
Veggmynd
Stærö sjónvarpstækjanna
sjálfra hafa verið takmörk
sett af hagkvæmnisástæðum
og fyrirferö, og hafa menn þvi
ekki hafið framleiðslu sjón-
varpstækja með mjög stórum
skjám. 1 þess stað fóru tækni-
menn aðra leið til þess að full-
nægja óskum manna um
stærri sjónvarpsmynd. Hún
var sú aö breyta sjónvarps-
tækinu i eins konar sýningar-
vél, sem varpaði myndinni á
þar til gert sýningartjald sem
komið var fyrir uppi á vegg.
Slikur búnaður hefur verið
aö ryðja sér til rúms á allra
siöustu árum og hefur hann
hingað til aðallega veriö
notaður á skemmtistöðum i
kennslustofum og viöar, þar
sem þörf hefur verið talin á að
geta sýnt efni beint úr sjón-
varpi eða af myndsegulbönd-
um á tjald. Þá var þessi
búnaður einnig gripinn fegins
hendi i fullkomnustu sjón-
varpsstöövum sem nýttu sér
hann meö ýmsu móti.
En eins og fyrri daginn hef-
ur leiö þessarar tækninýjung-
ar einnig legið inn á heimilin.
Þeir, sem eru sæmilega vel
stæðir hafa getað veitt sér
þann munaö aö horfa á sjón-
varpsefnið eins og biómyndir
uppi á vegg. Þessi hefur orðiö
raunin i Bandarikjunum. En
verðiö hefur verið hátt fram
að þessu og slik sjónvarpstæki
með sýningarbúnaði ekki enn
oröið almenningseign. Þjóð-
verjar eru komnir einna
lengst nágrannaþjóða okkar á
þessu sviði og þar I landi spá
menn þvi að veggsjónvarp
veröi orðiö á flestum heimil-
um áður en þessi áratugur er
liöinn.
Án tjalds
A sýningu, sem haldin var i
Bandarikjunum á dögunum,
þar sem nýjasta tækni á sjón-
varpssviöinu var kynnt, sýndi
Henry Kloss, einn kunnasti
sérfræðingur þarlendur á
þessu sviöi, nýjung, sem talin
er munu verða verulegt skref i
þá átt aö myndvörpusjón-
varpstæki verði almenn á
heimilum. Kloss þessi hafði
fundiö leið til þess að losna við
myndtjaldið sjálft, sem fram
til þessa hefur veriö einn dýr-
asti hluti þessa búnaöar. Með
endurbótum á mynd*vörpu-
búnaöi tækisins er hægt að
varpa myndinni beint upp á
hvitan vegg án þess aö nota
sérstakt tjald og lækkar það
heildarkostnaðinn verulega.
Sýningarsjónvarpstækinu er
komið fyrir 1,25 metra frá
veggnum og fæst þá mynd,
sem er 1,25 m sinnum 1 m
beint á hvitan vegginn. Ekki
þarf að hafa mjög dimmt i
herberginu vegna þess hve
birtan i myndinni er mikil.
Þessi nýi búnaöur mun koma
á markaö i Bandarikjunum i
ágústmánuði i sumar. A næsta
ári er áætlaö að hann komi á
markað i Evrópulöndum og i
Japan. Ekki er ósennilegt að
slikt veggsjónvarp fari að
sjást á islenskum heimilum
áður en langt um liður enda
erum við yfirleitt fljótir að til-
einka okkur tækninýjungarn-
ar.
Nýjar víddir
En það er ekki eingöngu
sjónvarpsmyndin, sem á eftir
að stækka og batna. Hljóðið á
eftir aö öölast aukna vidd, eins
og I útvarpi og hljómflutnings-
tækjum. Sjónvarpstæki meö
stereóhljómburði eru þegar
orðin á fjölda heimila i Japan
og þvi er spáö að Hi-fi-stereo
sjónvarpstæki verði oröin al-
geng i Bandarikjunum á fyrri
hluta þessa áratugs. Með til-
komu veggsjónvarps hafa
aukist mjög kröfur um betri
hljómgæði og má búast við aö
þróunin i þessum efnum fylg-
ist að.
Enn ein nýjungin á sviöi
sjónvarpstækninnar, sem ver-
ið er aö gera tilraunir með um
þessar mundir er þrividdar-
sjónvarp. Fyrstu út-
sendingarnar i þrívidd fyrir
almenning fóru fram i Banda-
rikjunum i siöustu viku og
þóttu takast vel, en til þess aö
fólk geti notið þrividdarsjón-
varpsmynda þarf þaö að nota
þar til gerð gleraugu eins og i
þrividdarbió. Fróðustu tækni-
menn á þessu sviði telja aftur
á móti að hægt verði að kom-
ast af án slikra hjálpartækja
viö þrividdarsjónvarp áður en
langt um liður.,
Af þessu sést að ýmislegt er
að gerast i þessum efnum og
sjónvarpstæknin er að breyt-
ast á sama hátt og tæknin i út-
varpi og kvikmyndum.
— ór.
Ólafur Ragnarsson ©
skrifar