Tíminn - 17.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.02.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. febrúar 1982 7 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ Caspar Weinberger og Alexander Haig Enn deila Haig og Weinberger Clark tekst ekki að sætta þá ■ ÞÓTT Richard Allen yrði lát- inn vikja sem ráðunautur forset- ansí öryggis-og utanrikismálum, hefur ekki dregið úr ágreiningi meðal æðstu manna Bandarikj- anna um stefnuna i þessum mál- um. Þeir Alexander Haig utan- rikisráðherra og Caspar Wein- berger varnarmálaráðherra halda áfram að vera eins ósam- mála og áður og láta fara frá sér ósamhljóða yfirlýsingar. Það fer þvi fjarrúað William P. Clark.sem skipaður var eftir- maður Allens sem ráðunautur i öryggis- og utanrikismálum, hafi tekizt að sætta sjónarmið þeirra Haigs og Weinbergers, eins og Reagan hefur vafalaust ætlað honum. Það mun lika auðveldara sagt en gert, þvi að báðir eru þeir Haig og Weinberger ráðrikir og ætla sér forystuhlutverk á þessum vettvangi. Af þvi, sem gerzt hefur allra siðustu vikur, virðist ágreiningur þeirra Haigs og Weinbergers vera mjög viðtækur. Hann nær til málefna Vestur-Evrópu, afstöð- unnar til pólsku herlaganna, deilna Israels og Arabarikja og átakanna i E1 Salvador. WEINBERGER hefur látið ótvirætt i ljós, að hann er óánægð- ur meðafstöðu rikisstjórnarinnar til herlaganna i Póllandi. Hann telur, að stjórnin hefði átt að gripa til mun róttækari refsiað- gerða. Meðal annars hafi átt að lýsa Pólland gjaldþrota og krefjast þess, að RUssar greiddu afborg- anir og vexti fyrir Pólverja. Sennilega hefur Weinberger einnig lagt til, að hætt yrði að selja korn til Sovétrikjanna og Póllands meðan herlög giltu i Póllandi. Þetta hefur hann þó ekki sagt opinberlega, enda væri hann þá kominn i fulla andstöðu við Reagan forseta, sem felldi niður kornsölubannið, sem Carter hafði sett, þegar Rússar réðust með her inn i Afganistan. Haig hefur vafalitið ráðið mestu um, að ekki hefur verið gripið til nema mildra refsiað- gerða vegna herlaganna i Pól- landi. Astæðan er sú, að hannvill taka tillit til sjónarmiða banda- lagsrikjanna i Vestur-Evrópu, en stjórnir þeirra eru flestar þeirrar skoðunar, að strangar refsiað- gerðir gætu gert illt verra og neytt Pólverja til nánari sam- vinnu viðRússa. Þá mynduslikar aðgerðir reynast jafn óhagstæðar Vestur-Evrópu og Austur- B William Clark Evrópu, ef litið er á málin frá efnahagslegu og viðskiptalegu sjónarmiði. Reagan forseti virðist hafa fall- izt á sjónarmið Haigs og þeir þannig bakaö sér verulega reiði af hálfu haukanna svonefndu, en Weinberger verður nú meira og meira dýrlingur þeirra. Weinberger hefur sýnt, að hann er á fleiri sviðum ósammála Haig um samskiptin við Vest- ur-Evrópu. Hann hefur hvað eftir annað látiö i ljós, að rikin i Vest- ur-Evrópu leggi of litið fram til varnarmála. Sennilega er Haig einnig þessarar skoðunar undir niðri, en telur hins vegar ekki hyggilegt að krefjast þessa op- inberlega, þvi að það myndi ekki mælast vel fyrir i Vestur-Evrópu. Weinberger gerir honum þvi eng- an greiða með þvi að ganga hér fram fyrir skjöldu. SITTHVAÐ bendir ótvirætt til þess, að þeir Haig og Weinberger séu ekki á sama máli um afstöð- una til deilumála Israelsmanna og Araba. Haig hefur farið tvivegis eftir áramótin til Israels. Tilgangur hans með þessum ferðalögum hefur bersýnilega verið sá að róa Israelsmenn og lofa þeim stuðn- ingi Bandarikjanna, svo að þeir þurfi ekki neitt aö óttast, þótt þeir láti Egyptum eftir allan Sinai- skagann, en það eiga þeir að hafa gert fyrir 25.april, ef gerðir samningar verða haldnir. 1 Israel hefur sá uggur færzt i vöxt að undanförnu, að sú staða sé að myndast, að óhyggilegt sé fyrir lsraelsmenn að afhenda all- an Sinaiskagann, nema þá gegn aukinni tryggingu af háll'u Bandarikjanna. Af þessum ástæðum hefur ferðalag Weinbergers i siðustu viku til Saudi-Arabiu og Jórdaniu vakið mikinn úlfaþyt i Israel. 1 þessu ferðalagi ræddi Weinberger við stjórnir þessara rikja um hernaðarlegt samstarf og aukna vopnasölu til þeirra. Talið var, að þetta ætti að hafa þann tilgang að styrkja þessi lönd gegn hugsanlegri innrás Rússa. tsra- elsmenn telja hins vegar, að þessi löndséu ekki i bráðri hættu vegna hugsanlegra innrásarfyrirætlana Rússa. Þau muni þvi fyrst og fremst nota vopnin, sem þau fái frá Bandarikjunum, gegn tsrael. Loks er svo ágreiningur Haigs og Weinbergers varðandi E1 Salvador. Þar hefur Haig gerzt herskárri og reynt að vinna sér hylli hauk- anna á þann hátt. Hann hefur hvað eftir annað látiö i það skina að nauðsynlegt kunni að reynast að láta bandariskan her skakka leikinn meö einum eða öðrum hætti. Weinberger segir hins veg- ar, að varnarmálaráöuneytið hafi ekki neinar slikar áætlanir i und- irbúningi. Hann mun jafnframt telja, að Haig gangi með þessum yfirlýsingum inn á verksvið varn- armálaráöuneytisins. Það fellur Weinberger aö sjálfsögðu ekki vel. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Yf ir 30 sovéskir sjómenn fórust er skip þeirra sökk í gær ■ Yfir 30 sovéskir sjómenn eru nú taldir af, eftir að gáma- flutningaskip þeirra, sökk i miklu óveðri um 280 mflur undan ströndum Kanada, en þaö var á svipuöum slóðum og oliuborpallurinn sem sökk 1 fyrradag, og fórust þá allir sem um borö voru. I eftirmiðdaginn i gær haföi tekist að bjarga fjórum sovésku sjómannanna og 15 lfk höfðu fundist. Enn var saknað 18sjómanna i gær og voru þeir allir taldir af. Fulltrúar kanadisku land- helgisgæslunnar sögðu að yfir 50 feta háar öldur hefðu riöið yfir skipið og hefði vindhraö- inn þá verið um 40 hnútar. Eft- ir að öldurnar riðu yfir, hallaðist skipið um 45 gráður vegna þess að farmurinn kastaðist til i lestunum, og byrjaði sjórinn þá aö streyma inh. Jafnvel þótt tvö skip væru stödd I nágrenninu, þá ákvað sovéska áhöfnin að vera um kyrrt um borö þar til að sovéskt björgunarskip kæmi á staöinn. Biðin reyndist of löng, og skipiö sökk með fyrrgreindum afleiðingum. Bandaríkin ásaka Sovétríkin um sýkla- og eff nahemað ■ Aðalsendifulltrúi Banda- rikjanna á öryggismálaráð- stefnunni i Madrid, Max Cemleman, hefur ásakaö Sovétmenn um aö framleiða og nota i stórum stil sýkla- vopn. Sendifulltrúinn sagði þetta i ávarpi sinu til for- manna sendinefndanna á lok- uðum fundi og i máli hans kom fram að i Sovétrikjunum væru a.m.k. 14 verksmiöjur sem framleiddu vopn fyrir efna- hernað. Hann sagði að sak- laust fólk i Laos, Kambódiu og Afganistan hefðu oröið fórnar- lömb hins sovéska efna- hernaöar. Formaður sovésku sendi- nefndarinnar, hafnaði ásökun- um Bandarikjamanna algjör- lega og sagði þær vera alrang- ar, auk þess sem þær væru ögrandi áróður. Fyrir viku siðan bað Reagan Bandarikjaforseti Banda- rikjaþing um 700 milljón doll- ara fjárveitingu til þess aö hægt væri að fara aftur út i framleiðslu á efnavopnum, eins og t.d. taugagasi, sprengjum o.fl. Mugabe og Nkomo í hár saman ■ Josúa Nkomo sagði i gær að sér virtist sem Mugabe, forseti Zimbabwe hefði ekki lengur áhuga á samstarfi við sig og flokk sinn i rikisstjórn- inni i Zimbabwe. Nkomo sagði þetta eftir að hann hafði setið rikisstjórnarfund þar sem rikisstjórnin ræddi eignarnám á 11 fyrirtækjum, öllum i eigu flokks Nkomo, en þar á meðal eru hótel og bóndabæir. Þessi ákvöröun rikisstjórnarinnar kemur i kjölfar uppgötvunar stjórnarhermanna á vopna- birgðum i eigu flokks Nkomo. A meðan á rikisstjórnar- fundinum stóö i gær, réðst lög- reglan i Zimbabwe inn I höfuð- stöðvar flokksins og leitaði þar að gögnum sem gáetu bent til andstöðu flokksins við Mu- gabe. Nkomo sagði að ef hann missti ráðherrastól sinn, þá færu þrir flokksfélagar hans með honum. Talið er næsta öruggt að Nkomo og félagar hans verði látnir hætta I rikis- stjórninni, þar sem Mugabe og hans menn telji sig hafa næg- an styrkleika til þess aö berja niður alla andstöðu gegn stjórninni. Enn barist I Afganistan ■ Fregnir frá Afganistan herma að stjórnarherinn og sovéskir hermenn i Afganist- an hafi á nýjan leik náð yfir- ráðum yfir tveimur stórum borgum þar sem innlendir skæruliöar höföu haft sig mik- ið i frammi upp á siðkastiö. Borgir þessar eru Herat og Kandaha. Fregnir frá Pakist- an segja að margir skæruliðar sem höfðu hreiðrað um sig I Kandaha, hafi flúið frá borg- inni, eftir að stjórnarherinn gerði mikla sprengiárás á borgina. Sovéskir hermenn umkringdu hinsvegar Herat og leituðu hús úr húsi að skæruliöum og handtóku tals- vert marga sem þeir grunuðu um að vera skæruliða. Svo virðist sem þessar aögerðir stjórnarhersins og sovésku hermannanna hafi haft það I för með sér að stjórnarherinn hafi nú undirtökin í þessum borgum, en svo hefur ekki veriö um margra mánaða skeið. 1 öðrum landshlutum Afganistan, er vetrarveður svo mikið, að fjöldi skæruliöa hefur þurft að leita skjóls I Pakistan. KíNA: Kinversk stjórnvöld hafa nú formlega boöiö alþjóölegum oliufélögum að fara fram á leyfi, til þess að leita olíu undan ströndum Kína. Um 50 fulltrúum alþjóölegra oliufélaga hefur veriö boðiö upp á að sækja um sllkt leyfi og þeirra á meðal eru B.P. og stærstu oliufélög Bandarikjanna. BANDARiKIN: Talsmaður Hvita hússins i Washington sagði I gær að Bandarikin heföu ekki i hyggju aö selja vopn til Jórdaniu. Sagði hann þetta I tilefni þess að Israelsmenn hafa látiö i ljósi ugg um aö Bandarikjamenn hyggist selja Jórdaniumönnum her- þotur af fullkominni gerö, auk eldflauga. Fyrr hafði Weinberger, varnarmálaráðherra Bandarikjanna sagt að ekkert hefði verið ákveðið i þessum efnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.