Tíminn - 17.02.1982, Blaðsíða 13
13
Miðvikudagur 17. febriiar 1982
íþróttir
Það er eitt-
hvað mikið að!
— ísland tapaði með átta marka mun
gegn Svíum í gærkvöldi
■ islenska liöiö stóö ekki fyrir sinu er þaö lék viö Svia í gærkvöidi. Á myndinni er Gunnar Gislason i
hraöaupphlaupi og skorar. Tfmamynd Róbert
■ tslenska landsliðið i hand-
knattleik fékk enn einn skellinn er
þaö mætti sænska landsliöinu i
Laugardalshöllinni i gærkvöldi.
Sviar sigruðu með átta marka
mun 17-25eftir að staðan ihálfleik
hal'ði verið 9-11 fvrir Svla.
Margirhöföu gert sér þá von aö
islenska landsliðinu myndi nú
takast að klekkja á Svium, en
strax iupphafi leiksins kom I Ijós
að sú von var ekki fvrir hendi.
I.angt ersíöan islenskt landsliö i
handknattleik hefur sýnt annan
eins leik, það stóö ekki steinn yfir
steini i leik Uösins og var þá alveg
sama hvert litið var. Sóknarleik-
urinn var ráölevsislegur, Sviar
léku vörnina framarlega en við
þvimátti islenska liðið búast
fyrirfram, þannig varnarleik
hafaSviar ávallt leikið. En þrátt
fyrirþaö virtist islenska liðiðekki
geta fundið neitt svar við þeim
leik Svia.
Þá var varnarleikurinn hjá lið-
inu afar slakur. Sviarnir þurftu
litið að hafa fyrir þvi að komast
þar i gegn. Baráttan i vörninni
var ekki til. Slikur leikur eins og
landsliðið er best gleymdur, en
hann vekur þó upp spurningar,
ekki eina heldurmargar. Hvað er
að? Hvað er til ráða?
Liðsheild er fyrirbæri sem ekki
virðist vera til hjá landsliöinu
þessa dagana, einstaklingsfram-
takið virðist ráða þar rikjum, en
einnig það vantaði hjá iiðinu i
gærkvöldi.
Það er hægt að fara fljótt yfir
gang leiksins, Sviarnirkomust i 3-
0 áður en islenska liðinu tókst að
komast iblað og það var ekki fyrr
en langt var liðið á 5. miniituna
sem fyrsta mark Islands kom.
Sviarnir náðu fljótt öruggri for-
ystu, komust i 7-3.
Islenska liðið gerði sig sekt um
mörg mistök i upphafi og i stað
þess að taka sig á þá virtist liðið
frekar brotna niður.
Leikur liðsins var ömurlegur i
fyrri hálfleik og furðulegt að Svi-
arnir skyldu ekki ná meira en
tveggja marka forystu i hálfleik.
Ekki voru liðnar nema 10
mi'núturaf seinni hálfleik er Sviar
höfðu náð sex marka forvstu og
eftir þaðvaraldrei aö leikslokum
að spyrja. Ahugaleysiö í i'slenska
liðinu var algjöbtog enginn vafi er
á þvi að liðið getur synt betri leik
en þeir gerðu. Þá vakti það
athygli að Hilmar hvlldi Ólaf
Jónsson,(eiginlega allan íeikinn;
gerði sig s ekan um nok ku r m is tök I
upphafi leiksins og kom ekkert
inn á eftir það)og Bjarna hvfldi
hann megin hlutann i seinni hálf-
leik. Lét óttar leika i horninu.
Mörk íslands gerðu, Kristján
6(3), Páfl 4, Þorbergur 3, Sigurð-
ur Sveins 2( 1), Gunnar og Óttar 1
hvor.
Ribendhal skoraði mest fyrir
Svia, 6 mörk.
röp-.
Smásala
&
SpoRtval
Hlemmtorgi — Simi 14390
SALOMOIVI
■ ■
Oryggisins vegna
Heildsala
Fríjferd
til ísraels
■ Israelsmenn hafa sent Knatt-
spyrnusambandi íslands bréf og
óskað eftir stuöningi frá Islandi
við ósk þeirra um inngöngu i
UEFA-alþjóða knattspyrnusam-
bandið. lsraelsmenn tóku það
fram bréfinu til KSl að styddi
sambandið umsókn þeirra um
inngöngu i UEFA myndu ísraels-
menn vera reiðubúnir til þess að
taka á móti islenska landsliðinu i
knattspyrnu ef það hefði áhuga á
að koma til þeirra einhvern tim-
ann á næstu þremur árum. Þessi
ferðmyndiað öllu leyti verða KSt
að kostnaðarlausu.
Stjórn KSl fjallaði um þetta
bréf frá lsraelsmönnum á fundi
nýlega en á þeim fundi var engin
afstaða tekin til óska israels-
manna það verður gert siðar.
röp-.
..Er bara
ekki betra
en þetta
— sagdi Hilmar Björnsson
■ „Þetta er bara ekki betra en
þetta” sagði Hilmar Björnsson,
þjálfari islenska landsliðsins i
handknattleik eftir tapiö gegn
Svium I gærkvöldi, þegar Tim-
inn spurði hann hvað ylli þessu
stóra tapi.
„Nýting leikmanna og skyn-
Algjör
aumingja-
skapur
■ „Ég skil þetta ekki, þetta er
algjör aumingjaskapur hjá okk-
ur, það á mark að skilja á milli
þessara liða. Það er aiveg á
hreinu að það var ekki gert sem
talaö var um” sagði Þorbergur
Aðalsteinsson eftir leikinn.
röp-.
semi er fyrir neöan allar hellur
og aö útispilarar eru með undir
20% nýtingu i þessum fjórum
leikjum, þetta er óskiljanlegur
hlutur. Ég reikna með að gera
einhverjar breytingar á liöinu
fyrir seinni leikinn gegn Svium,
en fyrst og fremst veröur að
koma til gjörbreyttur hugsunar-
háttur hjá leikmönnum.
Sviarnir léku vörnina framar-
lega og það vissum við vel fyrir-
fram. Sviarnir gera það alltaf.
En i stað þess að hreyfa sig þá
stóðu leikmennirnir bara kyrr-
ir. Viö spiluöum ekki nógu lengi
i sókninni og það vantaöi alla
grimmd i varnarleikinn.
Það er spurning hvort liðs-
heildin hafi ekki brotnað niður
eftir leikina við Rússa. Viö höf-
um ekki unnið Svia i langan
tima, og ég veit að hver einasti
leikmaður i landsliöinu getur
betur en hann gerði i kvöld”.
röp —.
,Við lékum vel’
■ „Þetta var góður leikur fyrir
okkur, viö lékum mjög vel og ég
veit það af fenginni. reynslu aö
islenska liðiö getur verið betra
en það var i kvöld” sagði Ander-
son, þjálfari sænska landsliös-
ins eftir leikinn.
„Mér fannst islenska liðiö
sem tók þátt i B-keppninni i
Frakklandi á siöasta ári vera
betra en þetta landslið, liðið var
mun sterkara, en ég er viss um
að islenska liöið verður grimm-
ara i leiknum á fimmtudaginn.
Viö erum að fikra okkur áfram
með varnarleikinn og finna okk-
ar réttu varnarleik og ég er
ánægöur meö varnarleikinn i
þessum leik. Við erum aö keyra
upp og erum ekki komnir á
toippinn fyrir keppnina i Þýska-
landi”. röp-.
Urslit í Englandi
Nokkrir leikir fóru fram
gærkvöldi i 1. deildinni ensku,
Arsenal sigraði Middlesboro 1-0
og Swansea sigraði Liverpool
2-0.
Þá sigraði Ipswich lið
Southampton 5-2 og skoraöi All-
an Brazil öll mörk Ipswich.
Notts County sigraði Coventry
5-1 og Wolves og Nottingham
Forest geröu markalaust jafn-
tefli.
Crystal Palace sigraöi Orient
1-0 i fimmtu umferö bikar-
keppninnar og leikur Palace við
Q.P.R. i 8-liða úrslitunum.
röp —.