Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. febrúar 1982 5 ■ Grómýkó og Dóbrýnin sögðu honum i tiunda sinn i minni á- heyrn að Moskva væri sjö stundum á undan Washing- ton en þeir virtust vonlitlir um að lexian festist i huga Brésnéfs. bæöi svörin séu jafn gild. Hvort yröi ofan á færi eingöngu eftir aö- stæöum. Og sennilega myndi hæfni Vesturlanda til aö ávarpa báöa helminga þessarar sovésku friðarsöknar ráða úrslitum um striö eða frið. Brésnéf myndi á- reiðanlega ekki standast freist- inguna ef Vesturlönd gæfu honum tækifæri til að fara sinu fram, en gæfu þau honum ekki það tæki- færi yrði hægt að lifa með Sovét- rikjunum i satt og samlyndi. Eftir að við snerum aftur úr skögunum tók blákaldur raun- veruleikinn við. Erfiðar samningaviðræður um tilvonandi fund leiðtoganna Brésnéfs og Nixons. Ég sá ekki framar svo mannlega hlið á Leónid Brésnéf. I fyrstu vakti Watergate-málið furðu Sovétmanna. Þeir túlkuðu það sem samsæri hægri manna i Bandarikjunum gegn slökunar- stefnunni. Meðan ég var i Zavi- dovo sögðu þeir mér aö þeir von- uðu að þessu þvargi lyki innan skamms, þeir vildu ekki láta innanrikisdeilur i Bandarlkjun- um varpa skugga á ferð leiötoga Sovétrikjanna vestur um haf. Þá skipti ekki siður máli að hið flókna valdaskipulag i Sovét- rikjunum krefst þess að mótaðil- inn sé þekktur, bæði styrkleikar hans og veikleikar. Staða Nixons var engan veginn ljós árið 1973 og ekki vist hvers virði orð hans væru. Sovétmenn voru lengi aö ráða fram úr þessu vandamáli, það liðu tvö ár áöur en þeir ákváðu að notfæra sér veika stöðu Bandarikjanna og þá með þvi aö senda herlið til Afriku. Svo andrúmsloftið kringum annan fund Nixons og Brésnéfs var ekki beinlinis rólegt. Sem bet- ur fer var þegar búið að semia um flest öll atriðin i Zavidovo, hið eina sem eftir var að ákveða var hvenær SALT II samningurinn skyldi renna út en það var ekki erfitt vandamál. Brésnéf kom til Washington 16. júni. Hann er með timann á heilanum og nú varð tima- mismunurinn milli Bandarikj- anna og Moskvu honum næstum óbærilegt vandamál. Hann gekk með tvö úr og sýndi annað þeirra timann i Washington, hitt i Moskvu. Hann var sifellt að gleyma hvort Washington væri á undan eða eftir Moskvu. Þegar hann fór til San Clemente og timamismunurinn jókst um þrjár stundir hætti hann alveg að fylgjast meö timanum en hélt stöðugt áfram að velta þessu fyrir sér. Nixon kom Brésnéf og föru- nautum hans fyrir I Camp David, þar skyldu þeir hvilast áður en fundir hæfust. Camp David I hin- um kapitalisku Bandarikjunum var miklu iburðarminni bú- staður en Zavidovo kommúnist- ■ Nýjasta leik- fángið hans var sigarettuaskja sem losaði eina sigarettu I einu með fyrirfram á- kveðnu millibili. Brésnéf hafði fundið alls konar brögð til að snúa á þetta kerfi. fangiö sitt. Þaö var sigarettu- askja, þannig útbúin að hún losaði eina sigarettu i einu meö fyrir- fram ákveðnu millibili. Brésnéf hafði fundið upp alls konar brögö til að snúa á þetta kerfi stundum gekk hann meö tvær öskjur I einu og fékk helmingi fleiri sigarettur en ella. Þessu næst spurði Brésnéf mig áhyggjufullur hvort viö ætluðum aö hætta við aö undirrita sam- komulagið. Myndu mótmæla- göngur verða á vegi hans? Myndu öldungadeildarþingmennirnir koma sómasamlega fram við hann? Myndu þeir reyna að sletta sér fram i sovésk innanrikismál? Ég reyndi að róa hann og tókst vonum framar. Fyrsti fundur Brésnéfs og Nixons var i Avala herberginu i Hvita húsinu. Það átti aöeins að taka myndir af þeim tveimur saman en siðan áttu utanrikis- ráðherrar og aðrir ráögjafar að koma til liðs. Eftir myndatökuna ræddust þeir hins vegar viö I ein- rúmi I heila klukkustund og á meðan biðum viö hinir frammi á gangi. Loks var okkur hleypt inn klukkan 12.35. Nixon bauð Brésnéf að segja álit sitt á sam- skiptum Bandarikjanna og Sovét- rikjanna og sovéski leiðtoginn tók þetta tilboð alltof bókstaflega. Hann talaði 140 minútur. 1 þessari ræðu lagði Brésnéf áherslu á að öll vandamál mætti leysa með samningum en þvi er ekki að leyna að okkur Bandarikjamönn- unum veittist erfitt að festa hug- ann við orð hans. Watergate-mál- ið varð sifellt umfangsmeira og dró úr starfsþreki Nixons, fyrst og fremst var það þó svengdin sem sótti að okkur. Og enn átti Nixon eftir að svara. Brésnéf varð brátt var við eitt- hvert eirðarleysi i okkar her- búðum og fór að lita á úrin sin tvö hvað eftir annað. Það gerði hann, að sögn, til að halda likamlegum sönsum og vita hvenær hann þyrfti að hafa samband við koll- ega sina i Moskvu. Grómýkó og Dóbrýnin sögöu honum i tiunda sinn I minni áheyrn að Moskva væri sjö stundum á undan Washington en þeir virtust von- litlir um að lexian festist I huga Brésnéfs. Þá var Brésnéf æ ofan i æ að spyrja forsetann, Rodgers utanrikisráðherra og mig hvort viö værum orönir þreyttir. Auð- vitaö þvertókum við fyrir það. Er Brésnéf lauk loks máli sinu svar- aði Nixon og guösblessunarlega i styttra máli en Sovétmaðurinn. Er hann minntist á Vletnam tók Brésnéf aftur upp þráöinn. „Vletnam heyri ég,” sagöi hann. „Ég minntist ekki á Viet- nam. En ef þú vilt getum viö talaö um það siðar. Ég man að við töl- uðum um Vietnam i fyrra”. „Viö skemmtum okkur konung- lega”, sagði þá Brésnéf og ég er ekki i vafa um að hann meinti þaö af heilum hug. Hvað gæti verið skemmtilegra én að ógna hug- sjónalegum andstæðingi sem væri i einkaheimsókn i ókunnu landi og þaö án allrar áhættu? Klukkan hálf fjögur komumst við loks I mat. Brésnéf, hvort sem hann var sjö stundum á undan okkur eða eftir, virtist ekki i neinni þörf fyrir næringu. Viðræðurnar sem á eftir fylgdu og fóru fram 1 Camp David voru dæmigerðar fyrir samninga við Sovétmenn. Þeir aflýstu fundum fyrirvaralaust eöa þeir mættu hreinlega ekki á fundina. Svona siði tömdu þeir sér ekki aðeins i Moskvu heldur einnig I Banda- rikjunum. Eitt sinn biðum við I tvær klukkustundir eftir þvi að Brésnéf og félagar hans kæmu á ákveöinn fund, gegnum gluggann sáum við þá sitja og spjalla saman á verönd hússins sem þeir höfðu aösetur i. Og svo fram- vegis. Þann 21. júni flugu sendinefndir beggja rikjanna til San Clemente i flugvél forsetans. Ég haföi kom- iö um borö i einkaflugvél Brésnéfs árið áður og hún var mun glæsilegar innréttuð svo ég velti þvi fyrir mér hvort tiltölu- legur einfaldleiki I innréttingum bæöi I Camp David og flugvélfor- setans myndi ekki sannfæra hina sovésku gesti okkar um að háar stöður gæfu meira i aðra hönd 1 hinu stéttlausa samfélagi en hinu kapitaliska. Við höfðum lagt kúrekahatt og byssubelti meö leikfangabyssu i sæti Brésnéfs. Hann lét sér fátt um hattinn finnast en sóðst ekki byssubeltiö. Er við flugum yfir Grand Canyon þótti Brésnéf við hæfi að herma eftir uppáhalds filmstjörnu sinni, John Wayne, og gerði þaö með miklum tilþrifum, reif meðal annars sexhleypuna úr beltinu og beindi að viðstöddum. I San Clemente var Brésnéf og Kósýgin komið fyrir i kofum þar sem dætur Nixons bjuggu er þær voru á staðnum. Viðræður gengu snurðulitið fyrir sig og ekkert markvert gerðist fyrr en siðasta daginn þann 23. júni. Um há- degisbil ræddust þeir Nixon og Brésnéf við og vorum viö Skúhódrév einir viðstaddir fund- inn. Brésnéf talaði um Kina. Orð hans voru sannlega ekki laus við kynþáttafordóma og sumt sem hann sagði var mjög ankannalegt. Meöal annars þusaöi hann út i Kinverja fyrir aö reka áróður um allan heim meöan þjóðin nyti ekki frelsis heima fyrir! Þaö var eins og hann hefði aldrei heyrt um Gúlagið eöa kúgun sovéskra þegna! En Brésnéf var ekki aöeins að veita hatri sinu á Kinverjum út- rás. Hann sagði að innan tiu ára myndu Klnverjar hafa náð þeirri tækni i kjarnorkuvopnum sem Sovétmenn byggju nú, 1973, yfir og það gætu Sovétrikin ekki sætt sig viö. Hann stakk upp á reglu- legum viðræðum Bandarikjanna og Sovétrikjanna um hættuna sem stafaöi af Kina og skyldu þær viðræður fara leynt. Nixon lét sér ekki bregða og svaraöi aö Kina mætti ræöa á fundum sem hvort sem er yrðu haldnir milli rikj- anna. Hvorki hann né ég vildum tryggja að Bandarikin myndu ekki i framtlðinni taka upp sam- skipti viö Kina. Þannig lauk þess- um fundi án þess aö nokkuö raun- hæft geröist. Það sem eftir var dagsins ræddum viö Grómýkó um ástandiö i Mið-Austurlöndum og kom fátt út úr þeim viðræðum. Undir kvöld dró sóvéska sendi- að reyna að lokka Nixon til ein- hverra samninga meðan hann væri svo að segja milli svefns og vöku og ráðgjafar hans viös fjarri. Þetta var ótrúlega gróft og i rauninni heimskulegt bragö af hálfu Sovétmanna jafnvel þó svo að Brésnéf tækist að gabba Nixon til aö samþykkja eitt eöa annað myndi hann auðvitað aldrei standa við samkomulag sem gert væri undir slikum kringum- stæðum. Ég sagði leyniþjónustumannin- um að bera Sovétmönnum þau boð að fundur leiðtoganna tveggja kæmi ekki til greina nema ég væri viöstaddur. Þvi næst fór ég og vakti Nixon. Hann var mjög syfjaður og spurði undr- andi: „Hvað vakir nú fyrir þeim?” „Ég veit það ekki”, svaraði ég, „en mig grunar að það eigi að endurtaka atburöi frá þvi i fyrra”. Meðan Nixon klæddi sig fór ég aö finna Grómýkó. Hann sagði mér að Brésnéf hefði skyndilega veriö gripinn ómótstæöilegri löngun til að ræða málefni Mið-Austurlanda og á fundinum sem hófst klukkan 10.45 lagöi Brésnéf fram merkilega tillögu. Hann vildi að Bandarikin og Sovétrikin kæmust að samkomu- lagi um frið i Mið-Austurlöndum sem byggðist á þvi að ísraelar drægu sig til baka frá hernumdu svæðunum og striðsátökum yrði hætt án þess þó að formlega yröi samið um frið. Sérstaklega væri mikilvægt að semja um framtlð Palestinu-Araba. Þetta var auðvitað ekki annaö en það sem Arabarikin höfðu alla tið heimtaö og Brésnéf hlýtur aö hafa vitað — og ef hann vissi það ekki þá vissi Grómýkó það að minnsta kosti — að þaö væri óhugsandi að viö myndum fallast á slikt samkomulag á nokkrum klukkustundum. Brésnéf lét það ekki á sig fá en hélt áfram og sagði að þetta samkomulag skyldi ekki gera opinbert, hvernig svo sem hann hefur imyndað sér að friður i Mið-Austurlöndum gæti farið framhjá heiminum! Nixon var að vanda rólegur þegar hann sætti þrýstingi og svaraði að ekkert væri hægt að gera i þessu máli nú, hins vegar yrði um það rætt á fyrirhuguðum fundum. Þá, eins og I „dakha” sinni fyrir ári, greip Brésnéf til hótana. Hann sagði að ef ekki yröi komist að samkomulagi um grundvallaratriöi málsins gæti hann ekki tryggt að ekki kæmi til átaka. Hann var, með öðrum orðum, aö hóta striöi i Miö-Austurlöndum ef við féllumst ekki formálalaust á skilmála hans. Þetta gerðist 24 stundum eftir aö samkomulag haföi náöst um aðgerðir til að reyna að koma i veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Þetta var ruddaleg tilraun til að reyna aö notfæra sér erfiöleika Nixons vegna Watergate-málsins og Dóbrýnin sem var viðstaddur fundinn leiö augsýnilega illa. Hann vissi sem var að fyrir nú ut- an það að þetta var óhugsandi frá diplómatisku sjónarmiöi séö þá gætum við aldrei gengið að svona samkomulagi vegna almennings- álitsins i Bandarikjunum. Grómýkó var heldur ekkert sér- lega hressilegur. Nixon hélt vel á spöðunum. Hann sagöi aö þessar viðræður væru ekki til neins og við gætum ekki fallist á skilmála hans. Hins vegar værum viö reiöubúnir að taka þátt i sérstökum samninga- viðræðum um málið. Rétt eins og árið áður lét Brésnéf undan þegar skarst I odda. En það sat slæmt bragð — með augum Henry Kissingers fjögur ár. Hann lýsti fyrir mér á hjartnæman hátt endurfundum þeirra eftir striðið og hvernig þau hefðu haldið tryggð hvort við annaö. Hver var hinn rétti Brésnéf? Leiðtoginn sem talaði ógnandi um Kina, eða gamli maðurinn sem fjölyrti um friðarást sina? Senni- lega voru báöir raunverulegir. Var friðurinn sem hann talaöi um friöur samkvæmt sovéskum skil- málum, eða raunverulegur friöur og samvinna? Aftur býst ég við aö anna. Þar sem við Nixon vorum i Key Biscayne yfir helgina hringdi ég I Brésnéf til að athuga hvernig honum liöi. Jafnvel þó við not- uðum túlk heyröi ég gegnum simalinuna að hann var mjög ákafur en jafnframt áhyggjufull- ur yfir þvi aö eitthvað gæti farið úrskeiðis. Ég flaug til Camp David þann 17. júni og hitti þar fyrir kátan Brésnéf. Hann kyssti mig — sem hann geröi hvorki fyrr né siöar — og dró slöan upp nýjasta leik- Hann átti við harðoröar skammarræöur sem hann sjálfur, Kósýgin og Podgorny höföu haldið yfir Nixon i „dakha” Brésnéfs 40 milum fyrir utan Moskvu árið 1972. Þessar ræður höfðu verið bæöi ruddalegar og óþarfar, vegna þess að þær höföu verið haldnar til aö koma skoðun- um Sovétleiötoganna á prent þar i landi — praktiskt gildi þeirra var ekkert. „Já”, svaraöi Nixon kurteis- lega. „Viö fórum seint i mat þá”. nefndin sig i hlé undir þvi yfir- skini að þeir ætluöu að hvilast vel fyrir flugferðina til baka næsta morgun. Nixon gekk til hvilu og ég sömuleiðis. Um tiuleytið um kvöldið hringdi siminn. Það var leyni- þjónustumaður sem sagði mér að Brésnéf væri á fótum og heimtaði aö fá að tala viö Nixon sem var sofandi. Þetta var gróft brot á öll- um siðareglum og engin fordæmi fyrir sllkri bón. Enda lá i augum uppi að tilgangurinn var sá einn eftir I munninum á okkur og viö höfðum ekki gleymt orðum Sovét- leiðtogans þegar allt fór i háaloft i Mið-Austurlöndum þremur mánuöum slðar. Engar viðræður voru haldnar. Þegar Nixon kvaddi Brésnéf var það I siðasta sinn sem þeir hittust sem jafningjar. Næsti fundur þeirra fór fram i Moskvu aðeins mánuði áður en Nixon lét af em- bætti. Frjálslega snúið og töluvert sneytt: —ij

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.