Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 24
1 Q ti l' * > '- 4 Hl' » ‘ t 24________________________________________________mmm__________________________ Sunnudagur 28. febrúar 1982 nútfminn I M „Hreint frábært!” „Engu likt!” „Stórkostleg skemmtun!” Þetta eru aðeins örfá sýnishorn þeirra fjölmörgu upphrópana sem heyrðust á skemmtistaðnum Broadway sl. þriðjudagskvöid þegar stjörnuhljómsveitir áranna l!IK2til 1972 sýndu gestum gamla snilldartakta sina við óheyrilegan fögnuð viðstaddra. Það var bein- linis undravert að sjá virðulega broddborgara dagsins i dag, hverfa í huganum aftur um 10 til 20 ár yngjast upp f andlitinu og sveifla séri takt við tónlistina eða bara að syngja hástöfum meö þegar eitthvað valið, gamalt uppáhaldslag hljómaði um sal- inn. Það er vist óhætt að fullyröa að i Broadway hafi þetta kvöld rikt sannkölluð Glaumbæjar- stem mning, enda minntust m arg- ir flytjendanna á gamla góöa Glaumbæ og sögðu að tónlistar- menn gætu miðaö við þann tón- listarsögulega atburð þegar Glaumbær brann, þannig að þeir segðu fyrir og eftir bruna, eins og t.d. Vestmannaeyingar segöu fvrir og eftir gos. „Hit” kvöldsins Fyrsta númer kvöldsins og jafnframt- „hit” kvöldsins voru Hljómar, og höfðu þeir fengið til liðs við sig snillinginn Magnús Kjartansson einn höifuöpaurinn úr Trúbrot þvi Trúbrot kom ekki fram þetta kvöld. Þannig að hljómsveitin hlaut „nafnið Hljómbrot”. 1 fyrsta laginu „Bláu augun þin”, var liðskipan Hljóma á þann veg að Rúnar Júliusson var á bassanum, Gunnar Þórðar- son á gftar, Pétur östlund á trommum, Magnús Kjartansson á pianó og Engilbert Jensen annaðist sönginn. Það var frá- bært að hlusta á gömlu Hljómana — þeir höfðu engu gleymt en margt nýtt lært. Þeir fóru á kost- um og leikgleðin beinlinis ljómaði af þeim. Engilbert getur enn heillað áhorfendur með rödd sinni, Magnús Kjartansson lék við hvern sinn fingur á pianóinu og sömu sögu var að segja um aðra meðlimi hljómsveitarinnar. Fagnaðarlætin voru lika svo gífurleg i salnum eftir fyrsta lagið að þeim ætlaði aldrei að linna. Hljómar gáfu gestum samt ekki langan tima til þess að berja saman rauðum og þrútnum lóf- um, en byrjuðu strax á „Fyrsta kossnum” við jafnvel enn meiri fagnaðarlæti áhorfenda. Það var engu lfkt aö fylgjast með gestun- um i Broadway: ungir menn sennilega velflestir fæddir á ár- unum 1948 til 1950 iðuðu i takt við músikina og rómantiskri sl.ikju slófyriraugu þeirra: ungar kon- ur mjög sennilega fæddará sama timabili, beinlinis hrylltu sig i æsingnum og sögðu sumar ofur- lágt.en aðrar hrópuöu: „Ooo, ég fæ gæsahiíð!” Þegar Hljómar höfðu lokið flutningi sinum, þá var hrópað og klappað f salnum og öskrin voru á þann veg, aö maður átti ekki i neinum erfið- leikum með að rifja upp hvernig öskrin höfðu verið f Austurbæjar- bió fyrir 17 árum, þegar hljóm- sveitin Kinks heillaði fslenska æsku upp Ur skónum. Sennilega voru hér aö miklu leyti sömu raddirnar á ferð aðeins 17 árum eldri, sumar dýpri aðrar skrækari. Þegar i staö var maöur farinn aö vorkenna þeirri hljómsveit sem kæmi til með að troöa upp næst á eftir Hljómum, þvi slikt yröi ekki létt. Persónulega held ég að það hafi verið feill að láta Hljóma hef ja þessa frábæru tón- leika þvi' þeir voru óneitanlega hápunktur kvöldsins og sam- kvæmt dramatiskri hefð þá á drama að heíjsst frcmur rólega i þvi á að vera stööugur stigandi, þar til hápunktinum(cliirags) er náð og siöan að fjara út. En skipuleggjendunum fyrirgefst þetta,þvi það sem þeir voru með i huga, var aö gefa sögulegt yfirlit yfir popphljómsveitir þessa tima- bils f réttri timaröð og er það jú alveg haldbær afsökun. Ekki svo að skilja að næsta hljómsveit, Pops, hafi á nokkurn hátt orðið sér til skammar. - Rúnar Júliusson sló I gegn með Hljómbroti, þegar hann söng „Fyrsta kossinn”, sl. þriðjudagskvöld i Broadway. Mynd —F.H. Sannkölluð Glaumbæjar- stemmning á hátíð FÍH í Broadway Flutningur þeirra var mjög góður og Pétur Kristjánsson og liðs- menn hans stóöu svo sannarlega fyrir si nu. Jórtrafti tygg.jó i gríft og erg Þorgeir Astvaldsson var kynnir kvöldsinsog stóö hann sig meö af- brigðum vel i stykkinu, i forljótri bleikri blúnduskyrtu enn ljótari svörtum og rauðum rósajakka, (tiska áranna skyldi einnig sýnd) og með lifandi framkomu. Aðeins einn hængur var á framkomu Þorgeirs, en það var hvemig hann jórtraði tyggigúmmi eins og hann ætti lifið að leysa á meðan hann var aö kynna eða afkynna hljómsveitir. Sjálfsagt hefur Þor- geir með þessu ætlað aö undir- strika enn frekar hvernig menn voruíháttáþessum árum,en þar hygg ég að hann hafi skotiö yfir markið þvf það hefur aldrei þótt nein prýði af þvi að menn sem koma opinberlega fram, jórtruðu tyggigúmmi í grið og erg, engu gáfulegri en beljur á bás, við sömu iðju. Ekki man ég röðina á hljóm- sveitunum sem fram komu eftir þetta, en ætla aöeins að rif ja upp þaö helsta sem fyrir augu og eyru bar. Lúdó og Stefán komu fram i rauðum bolum, merktum Lúdó — sömu gömlu góðu hljóöfæra- leikararnir en áberandi sverari um mittið en þeir voru á 7. ára- tugnum.Flutningurþeirraá „Þvi ekki aö taka lifiö létt’, sló svo sannarlega í gegn. Diddi fiðla frábær Strákarnir iNáttúru með Didda fiðlu ifararbroddi sýndu og sönn- uðu að þeir hafa engu gleymt. Þeirsem voru Náttúruaðdáendur hér á árum áður fengu i rikum mæli að rif ja upp tónlist Náttúru, flutta á frumlegan og nýstárlegan hátt, þar sem hljóðfæri eins og fiðla og pfanó spiluðu stórt hlut- verk. Diddi fiðla fór á kostum i Grieglaginu „Brúðkaupsdagur i Trollhaugen” á pianóinu og ekki var hann siöri þegar hann lék i næsta lagi á fiðluna sina kinnarn- ar, höfuöiö og allt það sem til féll. Kom kunnuglegheitanna kliður i þéttsetinn salinn á Broadway, þegar Diddi fiðla f upphafi pró- gramms Náttúru kom að hljóð- nemanum og sagði: „Fyrst við erum hér öll saman komin, er ykkur þá ekki sama” og vippaði sér þar með úr bolnum og þar þekkti maður Didda fiðlu eins og hann var á Náttúruárunum, ber i beltisstað og berfættur, dansandi um sviðiö með fiðluna sína að vfsu með heldur meira mittismál en á unglingsárunum, en þó ekki svo að skaði væri af. ..Ekki komið saman siftan þeir fóm i mútur” Þorgeir Astvaldsson undirbjó jarðveginn mætavel þegar hann kynnti hljómsveitina Bravo sem gekk hér á árum áður undir nafn- inu Bravo-Bitlarnir en þeir eru frá Akureyri. Sagði Þorgeir m.a. „Strákarnir hafa ekki komið saman siðan þeir fóru i mútur”. Reyndust þetta eflaust orð af sönnu þvi aðra eins misþyrmingu á Bítlalagi hefur maður varla heyrt þegar bjagaðir tónar og af- skræmdur söngur á Bitlalaginu fræga „Help” bárust um salinn. Fólk var þó ánægjulega um- burðarlynt, brosti í kampinn og klappaði meira að segja svolitið að misþyrmingunni i lokin. Hvað væri lilca varið I þetta ef engir hnökrar væru á flutningnum. Strákarnir í Bravó náðu sér að- eins á strik i seinna laginu sem þeir fhittu „I’m down” enda annaðist annar sönginn en eitt er vist, Bravó verður aldrei nein „super-grúppa”. Þegar litlu sætu strákarnir i Tempó (sem voru að sjálfsögðu) komu fram með Bitlasyrpu sina var allt annað hljóð i strokknum. Röndóttu peysumar voru á sinum stað og auðvelt var aö imynda sér að maður væri kominn á úti- skemmtun t.d. að Jaðri fyrir svona 17 árum siðan. Ekki saikar aö geta þess að söngurinn hjá Halldóri var mun betri núna en hann var þegar Tempó var og hét. Mánar með sveitabassa- stemmninguna að austan fengu ýmsa til þess aö iða i sætum sin- um, þegar þeirfluttu lagstubba af plötu sinni og menn setti hljóða i angurværð, þegar Roof Tops fluttu lagið „Er ég hitti þig”. ., Ævintýri enn gerast” Þá var það i hæsta máta viðeig- andi þegar Ævintýri kom fram og flutti „Ævintýri enn gerast”, þvi þetta kvöld var einmitt ævintýri fyrir marga viðstadda. Björgvin Halldórsson hefur sennilega aldrei sungið betur en einmitt nú, og þegar Ævintýri flutti lagið „Summertime” naut söngur hans sin til fullnustu. Finnur Torfi Stefánsson bassa- leikari Óðmanna haföi orð fyrir þeim þremenningum, þegar þeir komu fram og sagði hann að þeir hefðu haft mjög svo skamman tima tB þess að undirbúa sig, þannig að þeir myndu aðeins leika þau tvö lög sem þeir kynnu af gamla prógramminu sfnu. Þegar flutningur þeirra höfst kom svo i ljós að þessi kynning hafði ekki alveg verið sannleikan- um samkvæmt þvi þegar þeir léku Cream-lögin tvö (Cream var alltaf uppáhaldshl jómsveit þeirra) kom i ljós að enginn við- vaningsbragur var á flutningi þeirra, og eftir þann flutning þá tóku þeir að sjálfsögðu einn þjóð- félagsblúsinn hans Jóhanns G. sem var í rauninni ómissandi þáttur i flutningi þeirra. Pónik sem jafnframt var hljómsveit hússins aðprógrammi loknu kom fram ásamt Einar en eins og kunnugt er hét hljóm- sveitin áður Pónik og Einar. Flutti hljómsveitin Chicago lög, enPónfk átti sér eins og aðrar is- lenskar hljómsveitir erlenda uppáhaldshljómsveit, og var það Chicago. Eins og áður getur, er ekki greint frá fiutningi hljómsveit- anna í réttri timaröö, heldur aö- einsstiklaö á þvisem undirritaðri fannst vera hvað merkilegast á þessu kvöldi sem var i hennar augum, jafn einstakur atburður og það var í augum flestra viðstaddra. Hér skal þvi alls ekki haldið fram, aö viðstaddir hafi verið færirum að leggja hlutlægan dóm á gæöi flutnings hljómsveitanna, því „nostalgian” beinlinis sveif yfir vötnum og brenglaði dóm- greind manna verulega. En slikt er jú algjört aukaatriöi — skemmtunin var frábær, framlag þessara hljómsveita, i tilefni hátiðahalda F.I.H. til fyrirmynd- ar og ég leyfi mér aö fullyrða að 99.9% gesta hússins hafi horfið heim á leið aö skemmtun lokinni i sólskinsskapi. Hafi ótalda prósentubrotið ekki gert sli'kt hið sama þá votta ég þvi hér með samúð mína. —AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.