Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 26
26________________________ _____________________________________ Sunnudagur, 2g. febrijqr ,1982 undanrenna ■ Þessi mynd er heil stúdia út af fyrir sig. Viö getum ekki aöeins rannsakaö vendilega hárgreiöslu Friðriks og sniöið á buxunum hans, hcldur og vasaklútinn sem stendur upp úr jakkavasanum, ýmisiega hárgrciðslu manna sem hann teflir viö og hattkúfinn sem konan til vinstri ber á höföinu. Viö vitum ekki nákvæmlega hvenær þessi mynd er tekin en alla vega fyrir 1960, hana tók Edward Sigurgeirsson, ljós- myndari á Akureyri. Úr myndasafninu: FRIÐRIK ÓLAFSSON ■ Af kvikindisskap okkar hefj- um við hér nýjan þátt: Úr myndasafninu. Við ætlum að draga fram gamlar myndir af alls konarfrægum mönnum, helst þar sem þeir eru sem púkalegast- ir, og endurbirta þær, sjálfum okkur og ef til vill öðrum til skemmtunar. Það er fylgifiskur frægöar hér á tsilandi að mynda- H Þessi mynd mun vera rúmlega 20 ára gömul, alla vega birtist hún i Timanum 22. ágúst 1961. Takiöeftir þessu fallega bindi. Og ef myndin prentast nógu vel — sem hún gerir likiega ekki — sjá- um viö aö skyrtan er alls ekki hvit. Hún er röndótt. Ennþá stendur vasaklútur uppúr jakka- vasanum en heldur fer minna fyrir honum en áöur... ■ Hér er Friörik súr á svipinn, hvers vegna vitum viö ekki. Félagi hans er auövitáö Ingi R, Jóhannsson, en hann var næststerkasti skák- maöur þjóöarinnar um þaö leyti sem myndin birtist, áriö 1966. Enn er þaö bindistiskan sem viö veitum fyrst athygli, hvaö þau cru mjó! Og jakkinn hans Friöriks er ekkert smáræöi... í' söfn dagblaöannna tútna út af ljósmyndum af viðkomandi fræg- um manni, myndirnar eru ekki birtar nema i hæsta lagi örfá ár, þá er komin ný og betri. Og nú tökum við sem sagt gömlu myndirnar til handargagns. Og hér riðum við á vaðið með myndir af Friðriki Ólafssyni, stórmeistara i skák. Friðrik hefur um áratuga skeið verið lang- fremsti skákmaður þjóðarinnar og sem slikur hefur hann að sjálf- sögðu oft veriö myndaður i bak og fyrir. 1 myndasafni Timans er fjöldinn allur af myndum af Frið- riki, við birtum hér sex þeirra. Með reglulegu millibili munu aðrir sigla i kjölfarið — stjórn- málamenn, listamenn af öllu tagi, blaðamenn, embættismenn etc. Okkur er ekkert heilagt! ■ 1971 — timi hvitu nælonskyrt- anna og lakkrisbinda. Eöa viö sjáum ekki betur. Hins vegar hefur Friörik skipt um gleraugu og þykja okkur þessi ólikt til- komuminni en hin fyrri. ■ llér er Friðrik kominn meö gieraugu — og hvllík gleraugu. Svona væri munur aö eiga nú til dags! Viö giskum á aö þessi mynd sé tekin siðar en hin fyrsta, dagsetninguna eöa ártaliö vitum viö þó ekki. And- stæöingur hans er Tékkinn Pachman. ■ Þessi mynd er siöan áriö 1975 og viö sjáum hvaöa afleiöingar frjálsari tiska hefur haft. Friörik er kominn meö barta og háriö er ólikt siöara en áöur. Jakkinn er hins vegar ennþá köflóttur. Áf ramhaldandi ævintýri Alfreðs — Okkar maður í undirheimum — 15. þáttur ■ Alfreð tókstað lokum að standa á fætur og skreiddist að Bollu- birgðum sinum. Hann kláraði það sem eftir var og þung þoku- ský birtust fyrir augum hans. Næst þegar hann vissi af sér var hann staddur á barnum á Hótel Sögu ogeinhver uppdubbaður deli gerði i'trekaðar tilraunir til að halda uppi samræðum við hann. „... þessi þarna, hann er tón- skáld og ágætur kunningi minn. Já! — það er sitt af hverju sem við höfum upplifað saman. Og þarna, þú þekkir auðvitað Brján Brjánsson, rithöfund. Það er nú ekki lengra siðan en i fyrradag að viö Brjánn vorum að drekka sam- an. Við Brjánn sko, við drekkum hvenær sem okkur dettur i hug, ekki bara um helgar.” Alfreö Alfreösson ropaði. Del- inn leit furðulostinn á hann en hélt svo áfram eins og ekkert hefði i skorist. „Nú, þarna úti horni, þarna við barinn, þetta er stórkritiker þjóð- arinnar.” Alfreð pirði augun og kom auga á mann sem hékk eins og fuglahræða á einum barstóln- um. ,,Ég þekki hann,” sagði delinn. ,,Ég þarf á klóið,” sagði Alfreð. Hann fann Bollurnar velkjast um imaganum ásér.Þaðvafðisthins vegar fyrir honum að finna sal- ernið en loks áttaði hann sig á þvi að karlaklósettið var nú merkt meö beinni linu en kvenna — með hring, likast til af þvi eins og allir vita hugsa konur i hring en karlar ilinu. Alfreð ældi vel og rækilega og þegar hann kom fram aftur var hann öllu hressari. Sér til mikillar gleði sá hann að sessu- nautur hans frá þvi áðan hafði fundiö sér nýtt fórnarlamb svo Alfreð fór á barinnog pantaði sér ákaviti. Stórkritikerinn sat við hlið hans og muldraði eitthvað sem Alfreð skildi ekki. „Kúlaðu það, maöur,” sagöi hann og fékk sér svo sæti úti við vegg. Alfreö þótti daufleg vistin þarna á Sögu og litið við að vera. Hann varð hins vegar sifellt hissari og hissari á þvi hversu neðarlega stórkritikerinn gat sig- ið án þess aö detta út af stólnum. Þegar minnst varði sigldi svo mikil júfferta inn og greip kritik- erinn traustataki. „Þama felurðu þig þá, góði!” sagði hún hátt og snjallt. Svo sneri hún sér að áhugasömum áhorfendum og sagöi: „Hann er sko tengdasonur minn.” Stórkritikerinn virtist lengi að átta sig á þvi aö hann haföi verið gómaöur. Hann hristi höfuöið hvað eftir annað þunglyndur á svip en loksins áttaði hann sig. „Tengdamamma!” hrópaði hann upp yfir sig. Svo greip hann um axlir hennar og skipaði: „Niður!” Alfreð og öðrum viðstöddum til mikillar undrunar lét júffertan fallast á fjóra fætur og stórkritík- erinn settist á bakið á henni með iskyggilegan glampa i augun. „Hott, hott!” skipaði hann ákveðnum rómi. „Afram með þig, bikkja! ” Tengdamóðirin frisaði og prjónaöi litið eitt, svo fdr hún á hröðu brokki út að dyrum. Þar nam hún staðar andartak og hvislaöi til áhorfenda: „Þetta er eina leiðin til að fá hann heim til sia” Svo fór hún á stökki út ganginn. Ekki dugði þetta. Alfreö Al- freðsson las I blöðum að heildsal- an Svarta svipan plumaði sig rétt vel og hyggðist nú flytja inn skemmtikrafta. Fyrstá dagskrá var vinsælasta popphljómsveitin i Efri-Volta, siðan Gary Glitter. , ,Ég næ mér niðri á þér þó siðar verði... Arfur Kelti” tautaði Alfreö þar sem hann sat á Fjarkanum og snæddi hamborg- ara. I blaðinu var mynd af Arfi skælbrosandi og kominn með flókahatt. Það var föstudagur og Alfreð vissi ekki hvað hann átti af sér að gera svo hann ákvað aö fara i rikið. Hann kom við i dótabúð á Skólavörðustignum og sendi af- greiðslustúlkuna á flakk eftir alveg sérstakri tegund af aksjón- man sem hlyti að vera til, á meðan tæmdi Alfreð kassann og smeygði sér þvi næst út. A Lindargötunni birgði hann sig upp af Bollu frá ÁTVR sem hann fór með út i Hljómskálagarð. Þar sat hann lengi dags undir styttunni af Bertil Thorvaldsen og þjóraöi. Undir kvöld heyröi hann raddir aö baki sér. Honum fannst hann kannast við þá sem töluðu svo hann laumaðist nær. Við Hljóm- skálann stóðu nokkrir menn og virtu bygginguna gaumgæfilega fyrir sér. „Já, hann er fallegur.” ,Jívað ætli hann kosti?” „Laufskálinn er alla vega orð- inn alltof litill.” Svei mér þá hugsaði Alfreö Al- freðsson. Voru þarna ekki komnir eigendur og starfsliö heildsöl- unnar Svarta svipan og ætluöu að kaupa Hljómskáiann aö halda i drykkjuveislur sinar. Hann fann æðið renna á sig. „Ósköp er að sjá þig, Alfreð minn,” sagði Arfur Kelti vinsam- lega, þegar Húnbogi og Uxaskalli höfðu yfirbugað Alfreð og skellt honum i jörðina. „Færöu ekki nóg að borða hjá mömmu þinni? Þú býrð þar núna, er það ekki?” Alfreð mátti ekki mæla svo hann tók þann kost aö froöufella, spýta, urra og brjótast um. „Sussubia, Alfreð,” sagði Arfur i umvöndunartón. Svo leit hann á gullúriö sitL „Jæja strákar, við megum ekki vera að þessu slóri. Við erum sko að fara i óperuna,” sagði hann konungi undirheim- anna til skýringar, ,,og viö ætlum að fá okkur bita á Arnarhóli fyrst.” Uxi og Húnbogi slepptu taki sinu á Alfreð, sem var of dasaður til að standa upp. Þeir félagar gengu að svartri limúsinu sem þeir höfðu parkerað upp á gang- stétten áður en Arfur settist inn sneri hann sér aftur að Alfreð. „Heyrðu.Okkurvantarsendil á skrifstofuna. Það mætti kannski bjóða þér það? Kaupið er að visu ekki hátt, ekki svona til að byrja með aö minnsta kosti, en þú hefur alla vega fastar tekjur. Hvernig Ust þér á?” Alfreð tók á öllu sem hann átti til, öskraði: „ALDREI!” Arfur hristi höfuðið og settist aftur i. Húnbogi var bilstjóri og Uxaskalli sat við hlið hans, áður en limúsinan rann af stað haliaði Uxi sér út um gluggann og hróp- aðisærðurtil Alfreðs: „Vanþakk- látur!” Svo spóluðu þeir brott.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.