Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 22
Sunnudagur 28. febrúar 1982 22__________________________________SFrmhm á bókamarkaði ERIC AWLER STORY Unquertionably our oert ttirlller wrtter CUAHAMZBttHl Eric Ambler: Dirty Story Fpntana / Collins 1982 ■ Eric Ambler fæddist driö 1909, byrjaði árib 1937 aö gefa út reyfara svonefnda. Ein af fyrstu bókum hans, Grima Dlmitrlosar, þykir enn vera meistaraverk hans, og raunar meöal hinna bestu I þessari grein en hann hefur núoröiö skrifaö fjölmargar bækur og allar prisaöar af unnendum reyfara. Ambler skrifar öllu fágaöar og betur en gerist og gengur í þessum bransa.per- sónusköpun hans er trúveröug og atburöir ættu allir aö geta staðist. Fyrir bragöiö er fram- vindan I bókum hans heldur hægari en upplagt þykir nútil- dags á hljööfrárri öld. Geta má þess aö Ambler hefur unn- iö til flestra verðlauna sem ritarar tryllara geta hlotiö. Þessi bók hér var skrifuö 1967 en nýjasta bók hans, Care of Time sýnir aö hann er enn i fullu fjöri. Hér segir frá Arth- urSimpson sem ásamt félaga sinum Goutard leiðist út i málaliöavafstur i Afríku. Frá- sögnin framan af er máske hægari en góöu hófi gegnir en ágætlega skrifaöur textinn og litrikar persónur vega upp á móti. Rve Decodes Poems 19251970 PABLO NERUDA Pablo Neruda: Fice Decades: Poems 1925- 1970 Grova Prcss 1977 ■ Mesta skáld aldarinnar segja sumir. Neruda var Chile-búi og fór ungur aö fást við yrkingar, alla sfna ævi var hann óhemju afkastamikill en ekki er aö sjá aö þaöhafi kom- iö niöur á gæöunum. Hann var kannski ekki síst skáld óham- inna tilfinninga frumafla og frumhvata, hann var skáld náttúrunnar og hefur stundum veriö kallaöur arftaki Walt Whitmans. Ljóö hans eru myndræn svo aö til fyrir- myndar er. Jafnframt var Neruda byltingarmaöur hinn mesti og sannur kommunisti alla tiö, tók óhikaö afstöðu i ljóðum sínum enda eru mörg þeirra enn i dag beitt vopn i höndum kúgaörar alþýöu Suö- ur-Ameriku og viöar. Hann var og mikill stuöningsmaöur Allendes og má heita aö hann hafisprungiö af harmi er for- setinn var myrtur i byltingu, hann dó skömmu siöar. Hér er fjöldinn allur af ljóðum sem Ben Belitt hefur þýtt á ensku og oftastnær prýöilega sýnist okkur, þóer mesti kostur bók- arinnar aö ljööin eru jafn- framt birt á spænskunni. Þó maðurskiljikannskiekki ýkja mikiö má horfa á þennan fall- ega texta, hafa hliösjón, læra... RAYMOND CHANDLER l>y Prank MacShane Frank MacShane: The Life of Raymond Chandl- er Penguin 1981 ■ Maðurinn sem hóf aö skrifa leynilögreglusögur sem litt- eratúr. Raymond Chandler fyrirleit Agötu Christie, taldi gátur hennar órökréttar og ekki samboðnar viti bornum mönnum, honum blöskraði vanþekking A. Conan Doyles á viöfangsefni sinu i sögunum um Sherlock Holmes. Aftur á móti dáöist hann aö Dash Hammett enda voru þeir sam- tföarmenn þótt þeir væru aldrei nánir vinir. Hammett og Chandler þóttu færa leyni- lögreglusöguna upp á „hærra plan” en beittu miskunnar- lausu raunsæi - morö var ekki lengur einkamál yfirstéttar- innar. Chandler lagði sitt af mörkum meö uppfinningu á Philip Marlowe og sögum á borö viö Big Sleep, Farewell MyLovely.The Long Goodbye o.fl., hann var einnig afkasta- mikill handritshöfundur. Frank MacShane — átóritet um Ford Madox Ford og J.L. Borges — hefur hér skrifaö á- kaflega skemmtilega ævisögu sem raunar mun hafa átt sinn þátt i aö endurreisa virðingu Chandlers sem farin var aö láta á sjá. THEROYAL HUNT OFTHESUN afe m Peter Shaffer: Tbe Royal Hunt of the Sun Penguin 1982 ■ Shaffer sem skrifaöi Equus og Amadeus. Þetta er ekki nýtt leikrit, þaö var frumsýnt áriö 1964 og varö til þess aö vekja athygli á höfundinum. Enda er hér óneitanlega um magnaö verk aö ræöa en hætt viö aöþaö njótisínekkinema I fullkominni uppfærslu þaö er I ætt viö „tótal” leikhús þar sem allt veröur aö ganga upp — leikur, leikstjórn, leikmynd, ljós eins og venjulega en auk þess búningar, dans, jafnvel söngur, það er ekkert undan- skiliö. Sumir hafa þóst sjá á- hrif frá B.Brecht i þessu verki. Reyndar segir þaö frá þvi er Spánverjar lögöu undir sig Inkariki í Perú, fámennur flokkur Pizzarros vann sigur á Atahualpa kóngi og miklu liöi hans. Atahualpa baröist ekki, þungamiöja þessa verks eru samræöur þeirra Pizzarros þar sem greinilegur er mun- urinn á menningarheimum þeim sem þá ólu. Ritiiöl Inka setja mikinn svip á leikritið, þau veröa auövitaö ekki lesin upp ilr bók. Shaffer er eins og einhver sagöi meistari i aö semja „gáfuleg” leikrit, sum- um finnst þau einhvern veginn köld, fjarlæg þrátt fyrir frá- bærtök áforminu, leiksviöinu. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Samuel Beckett: Three Occasional Pieces Faber & Faber 1982 ■ Godot endaöi: Ekkert hægt aö gera. Gera. Svo langt var gamli gammur, Samuel Beckett, kom- inn fyrir þrjátiu árum siöan. En röddin þagnaöi ekki, timinn hætti ekki aö líöa. Og þvi situr Samuel Beckett enn, nauðugur viljugur lætur hann á sér skilja^ og skrifar. Reynir aö segja þaö osegjanlega þó þaö sé vonlaust. Kannski er hann fyrst og fremst aö teygja lopann, láta timann liöa, þagga niöur I röddinni þó ekki sé nema andartak. Og verkin hafa styst hin sföari ár svo aö mörg þeirra þarf til aö fylla næfurþunna bók, hér eru þrjú „leikverk”, næstum á hverju ári koma aukinheldur út textar af ýmsu tagi, „Mal vu mal dit” á siöasta ári. Þaö er annars eftirtektarvert aö „leikverk” sin skrifar Beckett núoröiö einkum á ensku, textana hins vegar á frönsku sem hann kaus sér annaö móöurmál fyrir margt löngu, og skrifaöi á flest hin frægustu verk, trilógfuna um Molloy, Malone og Hinn ónefnan- lega, leikritin Beöiö eftir Godot, Endatafl etc. Tíu sekúndna andvarp „Leikverk”, en ekki leikrit. Hvers vegna? Þau eru örstutt, hálfþáttúngur í besta falli og varla þaö, dramatisk spenna litil- fjörleg. Þaö gerist nefnilega næstum ekki neitt. Eöa svo viröist okkur, þaö litla sem gerist — ljós dofna, ruggustóll hægir á sér, hendur lagöar á borö — er þó ná- kvæmlega skilgreint i leiöbein- ingum og er áreiöanlega, frá höf- undar hendi, mikilvægt. En aö sönnu ekki gott aö átta sig á þvi mikilvægi, sér I lagi vegna þess aö ekki hefur gefist kostur á aö sjá þessi litlu verk á sviöi. Þótt Samuel Beckett sé nú aö miklu leyti dottinn úr sviösljósi ofur- frægöar á hann enn sitt fólk sem stendur á þvi fastar en fótunum aö hin nýrri dramatisku verk séu engu siöri en hin fyrri, þó minni ■ Samuel Beckett. Nýlega ljósmynd tekin af Christina Burton Fram og aftur blindgötuna? — „Þrjú tækifærisverk” eftir Samuel Beckett séu f sniöum. Og þaö veröur maö- ur aö taka gott og gilt, svo langt sem þaö nær. Litiö, nánast ekkert, sem ger- ist. Þaö er nú einmitt þaö. Beck- ett hefur, en kannski i hálfkær- ingi, lýst yfir áhuga sinum á að semja verk sem flutt yröi á sviöi meö engum leikurum og engum texta, hver veit nema tómt, myrkvaö sviö væri lausnin. Lengst komst kall í þessa leiö meö verkinu Breath þar sem áhorfendur máttu horfa á sviö þakið ýmiss konar rusli I aö giska tiu sekúndur og á meöan and- varpaöi ósýnilegur leikari aö tjaldabaki. Nett? Þessi stuttu leikverk eru sem sé I og meö til- raunir, hversu langt má ganga á leiksviöi og samt heita leikrit. Einræöur mikiö til hreyfingar- lausra leikara eru algengar i þessum verkum, eitt sinn sást aö- eins munnurinn sem malaöi linnulaust. Kannski ekki aö undra þó fólk flykkist ekki beinlinis aö sjá þessar sýningar en textinn getur veriö jafn eftirtektarveröur fyrir þvi. Og i þvi aö semja hnit- miðaðan, mergjaöan, nánast ofsafenginn, texta á Samuel Beckett engan sinn lika. //Fæddist aldrei almenni- lega" Verkin þrjú í þessari bók, sem er heilar 32 blaösiöur og má kalla gott, eru öll ný af nálinni, öll flutt I fyrsta sinn I Bandarikjunum 1980 - 81, en I háskólum Bandarikjanna á Beckett hauka I horni núoröið. Hiö fyrsta, A Piece of Monologue, eöa Eintalsverk, var skrifaö fyrir leikarann David Warrilow og frumsýnt I New York 1980 undir leikstjórn Warrilows sjálfs og Rocky Greenbergs. Næsta verk, Rockaby, var skrifaö fyrir semin- ar I Buffalo áriö 1981, þaö mun fyrst hafa verið leikiö af Irene Worth en fyrstu sýninguna i Buff- aló lék Billie Whitelaw og Alan Schneider leikstýröi. Þau eru bæöi gamlir samstarfsmenn Becketts, Whitelaw hefur leikiö i mörgum leikritum hans, stórum og smáum og Schneider leikstýrt meöal annars kvikmyndinni Film eftir handriti Becketts, en þaö var siöasta kvikmyndin sem kempan Buster Keaton lék I. Þriöja verkiö heitir Ohio Impromtu og var skrifaö fyrir seminar I Ohio háskóla, David Warrilow lék á frumsýningu ásamt Rand Mitc- hell en Schneider var leikstjóri. 1 eintalshlutverki er gamall maöur sem hugleiöir lif sitt, fyrr og nú. Auövitaö er allt einskis vert, ef svo má segja. Upphafiö er á þessa leiö: „Birth was the death of him. Again. Words are few. Dying too. Birth was the death of him”. — „Fæðingin var dauði hans. Aftur. Orö eru fá. Deyjandi. Fæöingin var dauöi hans”, f laus- legri þýöingu. Aö fæöingin sé i rauninni dauöinn er þema sem Beckett hefur drepiö á áöur. Hann heyröi eitt sinn sálfræðing- inn fræga, Carl Jung, lýsa sál- sjúkri stúlku sem „fæddist aldrei almennilega”. Þaö haföi djúp áhrif á hann, enda hefur hann jafnan veriö laginn viö aö nota sér slika frasa og er þá ekki dregiö úr alvörunni undir niöri. En nema hvaö, maöurinn sem talar einn, honum blöskrar allar þær nætur sem hann hefur lifaö, ef „lifaö” er rétta oröiö. Fæöingin jú dauöi hans, er ekki svo? Bókmenntir framtíðar Rockaby: gömul kona. Hún situr i ruggustól, segir fátt en rödd hennar heyrist af segul- bandi, hún hvetur þaö áfram. Segulbandiö talar I takt við ruggustólinn. Textinn er stuttur, en ákaflega magnaöur, og já — fallegur. Konan virðist hafa setið úti I glugga, stööugt setiö I glugga I von um aö sjá aöra lifandi manneskju. Hún geröi sér fulla grein fyrir fánýti þessarar iöju, hvaöa von var? — en hún gat ekki hætt. Þó var timi til kominn. Hún var talin geggjuð, en meinlaus. Verkiö endar I myrkri. Ohio Impromptu, persónur eru hvorki fleiri né færri en tvær en önnur segir aö visu ekki orö. Tveir karlar, eins likir og hægt er. Annar les fyrir hinn, sagan viröist af þeim sjálfum. Upphafssetn- ingin á auövitað prýöilega viö: „Little is left to tell.” „Litiö eftir aö segja.” Og náttúrlega endar þetta alltsaman: „Nothing is left to tell” — „Ekkert eftir aö segja.” Hitt er svo annaö mál aö röddin er varla þögnuö. 1 verkinu segir meöal annars: „In a last attempt to abtain relief.... Og hvaö er svo Beckett aö gera? Er hann á ferö fram og aftur blindgötuna, eins og er álit svo margra, eöa er hann kominn inn I leikhús framtíöar, bók- menntir framtfðar, og eigum viö eftir aö fara sömu leiö? Umfram ailt er Beckett þó aö letta á sjálfum sér tjá sinar eigin hug- renningar, þó hann viti manna best aö þaö er meiningarlaust. Illugi Jökulsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.