Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 2
2 1. desember 2008 MÁNUDAGUR
BJÖRGUN Um 150 björgunarsveit-
armenn leituðu í gær karlmanns
um sjötugt sem saknað hefur
verið frá því á laugardag. Maður-
inn fór ásamt félögum sínum til
rjúpnaveiða á laugardag nærri
Skáldabúðum í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi.
Leit var hætt á níunda tíman-
um í gærkvöldi, en til stendur að
hefja leit að nýju í birtingu í dag.
Ekki stendur til að jafn fjölmennt
lið leiti mannsins í dag.
Björgunarsveitarmenn úr um
30 björgunarsveitum leituðu
mannsins í gær. Hann er reyndur
veiðimaður, og sagður vel búinn.
Svæðið sem leitað var á í gær
er stórt, um það bil 80 ferkíló-
metrar. Leitarskilyrði voru góð í
gær, heiðskírt en mjög kalt, segir
Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg.
„Til leitar er svæðið ekki þægi-
legt, það er mikið um skorninga
og gil sem gerir það af verkum að
það er erfitt að leita,“ segir Jón.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
leitaði mannsins í gær. Þá voru
sporhundar og leitarhundar á
svæðinu. Björgunarsveitarmenn
fóru um á fjór- og sexhjólum. Jón
segir björgunarsveitarmenn haft
allan þann búnað og mannskap
sem þurft hafi til leitar, en gil,
grjót og sprungur hafi torveldað
leitina.
Engar vísbendingar hafa bor-
ist um ferðir mannsins. Leitar-
hópar fundu í gær spor á svæð-
inu, en alls óvíst er að maðurinn
sem leitað er hafi skilið þau eftir
sig.
brjann@frettabladid.is
Leit að rjúpnaskyttu
haldið áfram í dag
Björgunarsveitarmenn hættu leit að rjúpnaskyttu eftir langan leitardag í gær.
Mannsins hefur verið saknað frá því um hádegi á laugardag. Um 150 björgunar-
sveitarmenn leituðu á 80 ferkílómetra svæði í gær með aðstoð þyrlu og hunda.
SPENNANDI OG
SKEMMTILEG!
Sprellfjörug saga efir Gunnstein Ólafsson
með myndum Freydísar Kristjánsdóttur.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Jói fjörkálfur
slettir ærlega úr klaufunum!
EFNAHAGSMÁL Fjallað er um hrun íslenska fjármála-
kerfisins í nýjasta hefti bandaríska viðskiptatíma-
ritsins Fortune. Blaðið gerir mikið úr þætti Davíðs
Oddssonar í hruninu og lýsir honum sem gríðarleg-
um örlagavaldi í íslenskri samtímasögu.
Í blaðinu er Davíð lýst sem skapstyggum og
hæðnum fyrrverandi leikara og stjórnanda
grínþátta í útvarpi sem nánast einn síns liðs breytti
Íslandi úr einu fátækasta landi heims í það ríkasta.
Þá er hann sagður eiga heiðurinn að því að Ísland
varð aðili að EES-samningnum árið 1994, sem
blaðið kallar stærsta skref sem Íslendingar höfðu
þá tekið frá inngöngunni í NATO.
Blaðið hefur eftir heimildarmönnum úr röðum
íslenskra ráðamanna og erlendum seðlabönkum að
Davíð hafi farið kolrangt að fyrr á þessu ári þegar
Seðlabankinn reyndi að tryggja Íslendingum
lánalínur frá öðrum seðlabönkum. Hann hafi ritað
stuttar orðsendingar til bankanna sem yfirmenn
þar hafi alls ekki túlkað sem beiðnir um aðstoð.
Þá er „óútreiknanleg hegðun“ Davíðs í kjölfarið á
yfirlýsingu um yfirtöku ríkisins á Glitni sögð hafa
steypt meira að segja Kaupþingi í glötun, og kynt
undir vanda landsins hvað varðaði bæði efnahags-
mál og milliríkjasamskipti. - sh
Fortune fjallar um efnahag Íslands og beinir spjótunum að seðlabankastjóra:
Mikið gert úr þætti Davíðs
SEÐLABANKASTJÓRI Blaðið segir Davíð hafa farið kolrangt að
þegar hann reyndi að tryggja Íslandi lánalínur fyrr á árinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
TAÍLAND, AP Árásarmenn, sem
virðast fylgja ríkisstjórn Taílands
að málum, vörpuðu sprengjum að
stjórnarandstæðingum sem
þúsundum saman hafa setið um
stjórnarráðsbyggingar í Bangkok
og stöðvað alla umferð um stærstu
flugvelli landsins til að þrýsta á
um afsögn forsætisráðherrans,
Somchai Wongsawat. Fimmtíu og
einn maður særðist af völdum
sprenginganna.
Þá komu þúsundir fylgismanna
stjórnarinnar á fund í miðborg
Bangkok til stuðnings Wongsawat.
Sprengingarnar og stuðningsfund-
urinn hafa hleypt illu blóði í
mótmælendur og virðast til þess
fallin að herða enn þann hnút sem
stjórnmál landsins eru komin í.
- aa
Óöldin í Taílandi:
Sprengt á mót-
mælastöðum
MEÐ OG Á MÓTI Stuðningsfólk Somchai
Wongsawats forsætisráðherra og ríkis-
stjórnar hans á útifundi í Bangkok í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Í kringum tíu fjárfestar
og fyrirtæki hafa sýnt áhuga á
þrotabúi móðurfélags bresku
verslanakeðjunnar Woolworths.
Smásöluhluti Woolworths fór í
greiðslustöðvun á miðvikudag.
Baugur á um tíu prósent í
móðurfélagi Woolworths.
Breska dagblaðið Guardian
segir að á meðal þeirra sem hafi
áhuga á kaupum á þeim hluta
rekstrarins, sem hefur leyfi til
sölu á matvöru, séu matvörukeðj-
an Iceland, sem Baugur á að
mestu, stórmarkaðirnir Tesco og
Asda auk fleiri. - jab
Margir heitir á hliðarlínunni:
Mikill áhugi
á Woolworths
Baldur, hvarflaði aldrei að þér
að láta þig bara hverfa?
„Jú, jú, auðvitað hvarflar það að
manni í þessum sporum.“
Baldur Brjánsson, fyrrverandi töframaður,
kom fjórum bolabítahvolpum á legg.
Hann segir það hafa verið gríðarlega
þolraun.
SPOR Leitarhópar röktu spor sem fundust á svæðinu í gær, en alls óvíst er að maður-
inn sem leitað er hafi skilið þau eftir sig. MYND/SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
FERÐAMENNSKA Ferðamenn tíma
sumir hverjir ekki lengur að fara í
dýrari ferðir innanlands vegna
þess hversu mjög landið hefur
verið markaðssett sem ódýr
áfangastaður. Þetta segir Kristján
Kristjánsson hjá ferðaþjónustunni
Mountain Taxi.
„Við erum að selja dýra vöru,
sem eru þessar jeppaferðir okkar,“
segir Kristján. „Og við finnum
fyrir því að fólk sé hætt að tíma að
fara í þessar dýrari ferðir. Við
höfum lent í því að fólk hefur neit-
að að borga,“ segir hann.
Kristján segir marga ferða-
menn fá hálfgert áfall þegar þeir
átta sig á því hvað ferðirnar kosta.
Þeir eigi flestir von á að hér sé allt
á gjafverði, eftir að hafa margir
hverjir fengið ódýrt far til lands-
ins og séð auglýsingar þar sem
Ísland er kynnt sem afar ódýrt
land vegna kreppunnar.
„Við breyttum okkar verðlagn-
ingu í evrur fyrir hálfu ári,“ segir
Kristján. Þeir hafi hins vegar ekki
lækkað verðið þegar krónan féll.
Hann kallar eftir samráði um
verðlagningu meðal fyrirtækja í
ferðaþjónustu. Ekki verði undan
því vikist fyrir flest fyrirtæki að
hækka sitt verð og best sé að gera
það sem fyrst.
Kristján segist þó bjartsýnn
fyrir hönd ferðaþjónustunnar og
telur ekki að kreppan muni fæla
frá sterkefnaða ferðamenn í leit
að hágæða ferðaþjónustu. - sh
Ferðamenn halda margir hverjir að allt sé á gjafverði á kreppuþjáðu Íslandi:
Ferðamenn hafa neitað að borga
BJARTSÝNN Kristján telur ekki að krepp-
an muni fæla frá sterkefnaða ferða-
menn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SJÁVARÚTVEGUR Íslenskt hvalkjöt
er komið á markað í Japan, að því
er fram kemur í frétt á vef ABC-
fréttaveitunnar. Langreyðarkjöt-
ið, 65 tonn, hefur legið í frysti-
geymslu síðan í byrjun júní á
þessu ári, þegar það var flutt til
Japans. Það var veitt haustið 2006.
Innflutningsleyfi var veitt fyrir
kjötinu fyrir hálfri annarri viku
og nú er búið að afgreiða það úr
tolli og það er komið í umferð á
Japansmarkaði.
ABC hefur eftir japönsku
fréttastofunni Kyodo News að
ákvörðun japanskra yfirvalda sé
líkleg til að kveikja undir
andstæðingum hvalveiða. - sh
Japanir afgreiða hval úr tolli:
Íslenskt hval-
kjöt á markað
BANDARÍKIN, AP Barack Obama,
verðandi forseti Bandaríkjanna,
mun á blaðamannafundi í Chicago
í dag tilkynna hverja hann hyggst
skipa í nokkur helstu embættin í
væntanlegri ríkisstjórn. Fyrir
liggur að þar á meðal verða
fyrrverandi keppinautar á borð
við Hillary Clinton sem ætlað er
að taka við utanríkisráðuneytinu.
Á ráðherralistanum verða bæði
nánir samherjar Obama úr
kosningabaráttunni, en líka
einstaklingar sem koma ekki úr
hans eigin herbúðum. - aa
Stjórnarmyndun Obama:
Kynnir ráð-
herralista í dag
OBAMA OG CLINTON Forsenda fyrir
ráðherradómi Hillarys var að Bill Clinton
opinberaði fjármögnun stofnunar hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Heróínfíklar fái sitt
Öruggur meirihluti svissneskra
kjósenda samþykkti í þjóðaratkvæða-
greiðslu lög sem gera það að varanleg-
um þætti í heilbrigðiskerfi landsins, að
djúpt sokknir heróínfíklar fái heró-
ín skammta í boði kerfisins. Fjórtán
ár eru síðan fyrst voru gerðar tilraunir
með slíkt fyrirkomulag. Tillaga um að
gera neyslu kannabisefna löglega var
hins vegar felld.
SVISS
SPURNING DAGSINS