Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 34
18 1. desember 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is WOODY ALLEN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1935. „Ég er gagnkynhneigður … en óneitanlega tvöfaldar tvíkyn- hneigð möguleikana á stefnu- móti.“ Woody Allen, leikstjóri og leik- ari, leitar innblásturs í bók- menntum, heimspeki, sálfræði, gyðingdómi og New York-borg þar sem hann býr. Hinrik I, konungur Englands, lést þennan dag árið 1835 og sam- kvæmt samkomulagi við aðals- menn átti dóttir hans Matilda eða Matthildur að taka við af honum ef hann eignaðist ekki lögborinn son. Hinrik á reyndar metið í óskilgetn- um afkvæmum meðal Englands- konunga, rúmlega 20 börn, en það er önnur saga. Þegar til kom að Matthildur tæki við sætti Stefán, systursonur Hin- riks, sig ekki við það og hrifsaði völdin. Matthildur sem bjó í Norm- andí og var gift frönskum aðals- manni tók því ekki þegjandi og hljóðalaust og upphófst grimmi- leg borgarastyrjöld. Matthildur vann orrustuna við Lincoln árið 1141 og tókst að handsama Stef- án. Sá sigur var þó skammvinn- ur. Þegar hún hélt til krýningar í Lundúnum nokkrum mánuðum síðar kom hún að lokuðum borg- arhliðum því hún hafði neitað að lækka skatta um helming. Stef- án var látinn laus og Matthildur flúði land. Matthildur varð því aldrei leið- togi Englands í reynd þótt hún væri það samkvæmt lögum. Hennar er því oft ekki getið í annálum um leiðtoga Englands. Sagan endaði þó vel fyrir hana því þegar sonur Stefáns lést var ákveðið að sonur Matthildar, Hin- rik II., tæki við af Stefáni. Hinrik II. tók svo við árið 1154 og Matthildur lifði til að sjá það. Hún bjó þó alla tíð í Normandí og lést 1167. ÞETTA GERÐIST: 1. DESEMBER 1135 Hinrik I deyr og Matilda tekur við Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi verður formlega vígður í dag, en þar með verður hann sá tíundi í röð heilsu- leikskóla á landinu. Stofnandi og hug- myndasmiður Heilsustefnunnar á Ís- landi er Unnur Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri skólasviðs Skóla ehf., sem tekur að sér rekstur leikskóla samkvæmt heilsustefnunni. „Heilsustefnan varð til fyrir tólf árum þegar ég tók við skólastjóra- stöðu í leikskólanum Skólatröð í Kópa- vogi árið 1995. Þá hafði ég lengi kennt hagnýta uppeldisfræði í Fóstruskól- anum og furðað mig á því að flestar stefnur og kenningar sem þar voru kenndar komu erlendis frá og allar frá karlmönnum. Því sá ég gullið tækifæri til að þróa íslenska stefnu frá grunni þegar ég tók við stjórnar- taumum í Skólatröð,“ segir Unnur, sem hefur haft yndi af íþróttum frá unga aldri og vildi setja hreyfingu og heilbrigða lífshætti í forgang nýrrar leikskólastefnu. „Í Skólatröð fékk ég til liðs við mig þrjá leikskólakennara og saman bjuggum við til markmið sem enn eru í fullu gildi, en þau eru að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins og auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og list- sköpun í leik. Hugsunin að baki var sú að fái einstaklingur hollan mat og mikla hreyfingu vakni með honum þörf til að skapa og saman orsaki það almenna vellíðan,“ segir Unnur sem ásamt samstarfsfólki mótaði heilsu- stefnuna í Skólatröð, þar sem nem- endafjöldi fór fljótlega úr þrjátíu upp í 150 börn í þremur húsum, sem síðar hlaut nafnið Urðarhóll. „Á fyrstu árunum sömdum við Heilsubók barnsins, sem er tæki til að mæla hvernig börnum gengur að ná markmiðum skólans og notað er í öllum leikskólum sem aðhyllast heilsustefnuna. Í tímans rás höfum við einnig þróað starf fagstjóra á hverju sviði fyrir sig, en því gegna einstaklingar sem hafa sérmennt- un og víðtæka þekkingu á sínu sviði, en það gerir starf leikskólanna enn markvissara,“ segir Unnur sem síðan á Urðarhóli hefur séð heilsustefnu sína breiðast hratt út í íslensku leik- skólasamfélagi. „Heilsuleikskólinn Krókur í Grinda- vík varð fyrstur á eftir Urðarhóli að taka upp heilsustefnuna og síðan hafa einn til tveir leikskólar á ári tekið upp þessa stefnu; þar af þrír á þessu ári og alls eru sex leikskólar að undirbúa sig undir að verða heilsuleikskólar á næstunni,“ segir Unnur, en til þess að svo megi verða þurfa leikskólarnir að uppfylla ákveðin skilyrði og viðmið heilsustefnunnar. „Í rannsóknum á líðan og útkomu barna sem alist hafa upp samkvæmt heilsustefnunni hefur komið í ljós að börnunum virðist líða mjög vel, og séu þau borin saman við jafnaldra sína úr öðrum leikskólum á grunnskólaaldri, hefur komið í ljós að 93 prósent þeirra stunda íþróttir í samanburði við 50 prósent úr öðrum leikskólum. Börnum líður því almennt vel að fá að hreyfa sig og hér heyrum við á foreldrum að börnin vilji ekki sjá sælgæti heldur kjósi ávexti, grænmeti og hollan kost fram yfir annan mat,“ segir Unnur og bætir við að öll börn ættu að alast upp við að læra að virða heilsu sína og annarra sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir fullnægjandi lífi. „Í heilsuleikskóla er heilsuefling höfð að leiðarljósi í einu og öllu. Mark- mið heilsustefnunnar er að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífs- hætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Áhersluþættir heilsuleikskóla geta verið mismunandi eftir leikskólum en góð næring, góð hreyfing og listsköp- un skal ávallt vera aðalsmerki þeirra. Kjörorð okkar er „Heilbrigð sál í hraustum líkama“.“ thordis@frettabladid.is LEIKSKÓLINN KÓR Í KÓPAVOGI: HLÝTUR VÍGSLU SEM HEILSULEIKSKÓLI Í DAG Heilbrigðir lífshættir framtíðar MEÐ Í LEIKINN ÞRAMMAÐ Unnur Stefánsdóttir með lífsglöðum leikskólabörnum á leikvelli Kórs, sem í dag verður formlega vígður sem heilsu- leikskóli, að viðstöddum Guðlaugi Þóri Þórðarsyni heilbrigðisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MERKISATBURÐIR 1878 Fyrsti viti á Íslandi tekinn í notkun, Reykjanesviti á Valahnúk. 1918 Ísland verður frjálst og fullvalda ríki. 1932 Sjálfvirkar símstöðvar eru teknar í notkun í Reykjavík og Hafnarfirði og missa þá margir tugir símastúlkna vinnu sína. 1974 Hús Jóns Sigurðssonar er formlega vígt í Kaupmannahöfn. 1975 Silfurbergsnáman hjá Helgustöðum í Reyðarfirði er friðlýst sem náttúruvætti. 1983 Ríkisútvarpið hefur útsendingar á FM-bylgju sem Rás 2. 2004 Þórólfur Árnason segir af sér embætti borgarstjóra í Reykjavík. AFMÆLI SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON, landsliðsþjálfari kvenna í fót- bolta, er 35 ára. MARÍA BJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, landsliðsmark- vörður í fótbolta, er 26 ára. EMILY MORTI- MER leikkona er 37 ára. VAIRA VIKE- FREIBERGA, fyrrverandi forseti Lettlands, er 71 árs. Menntaviti verður reistur á Austurvelli í dag til að vekja athygli á mikil- vægi menntunar og högum námsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Menntaviti í formi 60 kílóa skúlptúrs verður reistur á hátíðisdegi stúdenta á Aust- urvelli í dag klukkan 11.00. Samhliða því verður opið bréf lesið til ráðamanna og átta óskir námsmanna til ríkisstjórnar ritaðar á menntavitann. Markmiðið er að vekja athygli á mikil- vægi menntunar og högum stúdenta í ljósi núverandi efnahagsþrenginga. Námsmenn fara meðal annars fram á að LÍN taki upp mánaðarlegar greiðsl- ur. Einnig að háskólar taki upp námskeið og kennslu yfir sumartímann fyrir þá stúdenta sem fá ekki vinnu og vilja bæta við sig í námi. Eins að borgin efli samn- inga varðandi uppbygg- ingu stúdentagarða og að Nýsköpunarsjóður náms- manna verði styrktur. Menntavitinn verð- ur fyrst um sinn hafður á Austurvelli. Svo verð- ur farið með hann milli menntastofnana landsins til að sem flestir geti kynnt sér hann. Eftir athöfnina á Austur- velli er öllum boðið til há- degisverðar á Háskólatorgi þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður á meðal gesta. Um er að ræða sam- starfsverkefni námsmanna Íslands og Félagsstofnun- ar stúdenta, Bandalags há- skólamanna og Happdrætt- is HÍ. Nánari upplýsingar á www.student.is/menntavit- inn. Hagsmunamál stúdenta í öndvegi Hugvitskonurnar Guðrún Guðrúnardóttir og María Ragnarsdóttir hlutu nýlega viðurkenningu Orkuveitu Reykjavíkur og KVENN, fé- lags kvenna í nýsköpun, fyrir framlag sitt til nýsköpunar. Guðrún fann upp gifstappa, nýja lausn til viðgerða á veggjum úr gifsi, steini eða spón og María sem er dokt- or í sjúkraþjálfun vinnur að þróun og sölu á mælitækjum í tengslum við sitt fag. Við þetta sama tækifæri skrifuðu fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur og KVENN undir samstarfssamning um að veita árlega slíkar viður- kenningar og halda sýning- ar á íslenskum uppfinning- um. Það er gert til eflingar og nýsköpunar í íslensku at- vinnulífi. Hugvitskonur heiðraðar Guðlaugur G Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Guð- rún Guðrúnardóttir eigandi Gips-Plug, María Ragnarsdóttir, eigandi REMO, og Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður KVENN.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.