Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 21
fasteignir 1. DESEMBER 2008 Fasteignamarkaðurinn ehf. hefur til sölu tveggja hæða einbýli með bílskúr og ósam- þykktri kjallaraíbúð við Ránar- götu 26. H úsið, sem er í góðu ásig-komulagi, er skráð 166,7 fermetrar en er í raun stærra eða um það bil 250 fermetr- ar, þar sem 38 fermetra viðbygg- ingu, 27 fermetra bílskúr og hluta af kjallara vantar. Góð innkeyrsla með plássi fyrir þrjá bíla fylgir. Samþykktir stækkunarmöguleikar að sögn seljanda, en teikningar má nálgast á skrifstofu fasteignasölu. Á miðhæð er flísalögð forstofa, parketlagt herbergi með fataskáp- um, geymsla undir stiga, sjónvarps- hol, tvær samliggjandi stofur, flísa- lagt baðherbergi og parketlagt eld- hús með nýlegum innréttingum, innbyggðri uppþvottavél og plássi fyrir amerískan ísskáp. Lofthæð á miðhæð er 2,95 metrar með rósett- um og listum. Á efri hæð eru tvö samliggjandi barnaherbergi, herbergi og þvotta- herbergi. Þar er útgangur út á 38 fermetra svalir með skjólveggjum. Geymsluris er yfir efri hæðinni. Í kjallara hússins er sér þriggja herbergja íbúð, með sérstökum inn- gangi, sem skiptist í forstofu, tvö herbergi, stofu, eldhús og baðher- bergi. Gólfhiti er í kjallara. Loft- hæð er 2,75 metrar. Íbúðin er í út- leigu. Bílskúr er með gryfju, hita, vatni og rafmagni. Hitaveitulagnir, frá- rennslislagnir, rafmagnslagnir og hluti af neysluvatnslögnum er end- urnýjað að sögn seljanda. Einbýli með möguleika Ránargata 26 er tveggja hæða einbýli með bílskýli og ósamþykktri kjallaraíbúð. Gengið frá greiðslumati Sótt um íbúðalán Sótt um lengingu og styttingu á lánstíma Á ils.is getur þú: Bráðabirgðamat Ýmsar reiknivélar Netsamtal við ráðgjafa Umsókn um rafrænar afborganir lána Önnur þjónusta á ils.is: Fasteignasala :: Lágmúla 7 :: 108 Reykjavík :: sími 535_1000 Hafðu samband og kynntu þér málið! ™ Hefurðu kynnt þér kaup á búseturétti? Með kaupum á búseturétti færðu það sem máli skiptir; heimili Öryggi til framtíðar, frelsi þegar þér hentar Sími: 520 5788 · Veffang: www.buseti. is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.