Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 12
12 1. desember 2008 MÁNUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR EX P O · w w w .exp o .is ® ÍRAN, AP Hæstiréttur Írans hefur staðfest dauðadóm yfir konu sem verður grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot í borginni Shiraz. Hæstiréttur staðfesti einnig annan dauðadóm yfir konu sem fundin var sek um að láta myrða eiginmann sinn. Vitorðsmaðurinn var dæmdur í 15 ára fangelsi og til að þola 100 svipuhögg fyrir hórdóm en hlaut þó ekki dauðadóm þar sem hann var kvæntur. Algengt var að fólk væri grýtt fyrir hjúskaparbrot á fyrstu árunum eftir byltinguna 1979 en refsing- unni hefur verið beitt mun sjaldnar síðustu ár. Stjórnvöld segja að nú sé dómunum sjaldnast framfylgt. - hs Hæstiréttur Írans: Kona verður grýtt til dauða Neytendur: Um jólamat Íslendinga Hangikjöt er ekki hangikjöt Nú er runninn upp tími hangikjöts- ins. Einar Vilhjálmsson vill benda á að það hangikjöt sem í boði er ætti í raun að heita eitthvað annað. „Þetta er bara reykt kjöt og sprautað með saltpækli inn að beini. Þegar þú tekur belginn og kreistir hann vellur pækillinn út, svo þetta er bara svindl. Kjötiðnaðarmaður sagði mér að það væri um og yfir þrjátíu prósent pækill af heildarþyngdinni.“ Einar segir að hið raunverulega hangikjöt sé það sem hann fékk á æskuárum sínum fyrir austan. „Þá hengu lærin uppi til jóla og svo voru skornir bitar af þeim, ekki ósvipað færeyska skerpukjötinu. Kjötið var reykt með sverði [nf. svörður] og lyngi en ekki með taði, sem mér finnst satt að segja hálfógeðslegt.“ Ég hafði samband við ónafngreindan kjötiðnaðar- mann sem staðfesti sögu Einars. „Kjötið var náttúrlega bara hengt upp í gamla daga af því það voru ekki til aðrar geymsluaðferðir,“ segir hann. „Þetta er reykt og saltað kjöt en heitir hangikjöt af gömlum vana. Sumt af þessu kjöti er saltpækils- sprautað, en alls ekki allt. Í flestum tilfellum er tekið fram á umbúðunum ef það er sprautað.“ Vilji fólk „gamla fílinginn“ er hægt að kaupa svokallað „tvíreykt sauðalæri“, meðal annars í Fjarðarkaupum og Þínum verslunum, og hengja upp. „Það er borðað hrátt og er oft frekar salt,“ segir kjötiðnaðarmaður. „Þótt þetta sé kallað sauðalæri er þetta oftast kjöt af veturgamalli gimbur. Kjöt af gimbur er bragðbetra og laust við hrútabragðið.“ ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is CIA-flug rannsakað Utanríkisráðuneyti Spánar hyggst rannsaka hvort fyrri ríkisstjórn lands- ins hafi veitt heimild fyrir leynilegu fangaflugi bandarísku leyniþjónust- unnar CIA um spænska lofthelgi og flugvelli. El Pais birti um helgina leyni- skjal frá ársbyrjun 2002, sem sagt er sanna að bandarísk yfirvöld hafi beðið spænsk yfirvöld um slíka heimild. SPÁNN Þjóðin hefur glöggt sögulegt minni og hún gleymir ekki góðum gjörningi vinar þegar mikið liggur við. GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA Geir skrifar vinaþjóðum Geir H. Haarde forsætisráðherra ritar opið bréf til þjóða sem styðja við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bréfið birtist í dag- blöðum í viðeigandi ríkjum í dag. Nú gengur yfir heiminn alvarlegasta fjármálakreppa sem um getur í marga áratugi og svo gæti farið að líta verði enn lengra aftur til fortíðar í leit að sambærilegum atburðum. Afleiðingarnar hafa þegar orðið verri á Íslandi en víðast hvar annars staðar og fall þriggja banka í einkaeigu haft í för með sér gríðarlegt fjárhagslegt tjón á Íslandi. Við þessar erfiðu aðstæður neyddist íslenska ríkið til að leita aðstoðar alþjóðastofn- ana og vinaþjóða. Það var gert í þeirri ákveðnu viðleitni að endurreisa fjármálakerfi landsins, standa vörð um velferðarkerfið og aðra innviði samfélagsins og standa við skuldbindingar okkar gagnvart öðrum ríkjum, líkt og við höfum ávallt gert. Þegar náttúruhamfarir hafa dunið á Íslendingum, t.d. í eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973, hafa margar vinaþjóð- ir brugðist við með skjótum og rausnarlegum hætti okkur til stuðnings á sama hátt og við höfum af fremsta megni reynt að rétta öðrum hjálpahönd á ögurstundum. Nú þegar ganga yfir hamfarir af mannavöldum er hughreystandi að viðbrögðin eru ekki síðri en áður. Fjármála- kreppan er hnattræn og Íslendingum er vel kunnugt að það eru víðar erfiðleikar og að stjórnvöldum hvarvetna ber fyrst skylda til að gæta hags- muna og öryggis eigin borgara. Þakklæti Íslendinga fyrir greiðvikni vinaþjóða er einlæg- ara fyrir vikið og eykur bjart- sýni um breiða samstöðu um aðgerðir til að binda enda á heimskreppuna. Engin ábyrg ríkisstjórn sækist eftir að fá að láni háar fjárhæðir að ástæðulausu, einkum þegar loks hefur náðst það langþráða markmið að greiða nánast allar skuldir ríkissjóðs, en því miður varð ekki hjá því komist að leita eftir lánum. Lánveitingar alþjóða- stofnana og vinaþjóða gera okkur kleift að hefja endur- reisnarstarfið og gefa okkur von um að ná árangri fyrr en ella. Auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem Ísland hefur átt aðild frá árinu 1946, hyggjast Færeyjar, Pólland, Noregur, Danmörk, Finnland, Svíþjóð og Rússland lána Íslandi fé, auk þess sem hugsanlegt er að Evrópusambandið taki þátt í sameiginlegu átaki ofangreindra aðila. Tveggja ára fram- kvæmdaáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ekki ráð fyrir að þetta fé renni beint í íslenska hagkerfið, heldur að það verði notað sem varasjóður til að gera Seðla- banka Íslands kleift að koma á eðlilegum gjaldeyrismarkaði sem er forsenda efnahagslegs bata og endurreisnar. Jafnframt er ljóst að með lánsfénu tekst ekki að tryggja óbreytt ástand á Íslandi heldur mun það skapa aðstæður sem gera Íslendingum betur kleift að ráðast í nauðsyn- legar umbætur á stjórnkerfinu og fjármálakerfinu á næstu mánuðum og árum. Hraði og umfang falls íslensku bankanna og mjög áþreifanlegar afleiðingar þess á Íslandi valda því að Íslendingar eru skiljan- lega mjög uggandi yfir eigin hag og alþjóðlegri stöðu og framtíð þjóðarinnar. Ástandið er mjög alvarlegt en með skilvirkum aðgerðum íslenskra stjórnvalda, samstöðu þjóðarinnar og siðferðilegum, pólitískum og fjárhagslegum stuðningi alþjóðastofnana og vinaþjóða verður það einungis tímabundið. Fámennir og fátækir Íslending- ar stofnuðu sjálfstætt lýðveldi og brutust til bjargálna við mjög erfiðar ytri aðstæður og afkomendur þeirra geta því vel unnið bug á núverandi vanda- málum. Það er engin ástæða til að láta hugfallast. Á Íslandi er mannauður og náttúruauðlindir sem geta tryggt áframhaldandi uppbyggingu velferðarsamfé- lags og ábyrga og virka þátttöku lýðveldisins í samfélagi þjóð- anna. Það verður á meðal helstu markmiða ríkisstjórnarinnar að stuðla að framsækinni og sjálfbærri nýtingu sjávarfangs og endurnýjanlegra orkugjafa til að geta stutt við aukna nýsköpun og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, þannig að Íslending- ar nýti áfram menntun sína og þekkingu í þágu uppbyggingar komandi kynslóða á Íslandi. Það hefur ávallt verið rík söguleg vitund á Íslandi. Stundum getur hún villt mönnum sýn í fortíðarhyggju en oftar auðveldað þeim að setja samtímann í víðara samhengi. Þjóðin hefur glöggt sögulegt minni og hún gleymir ekki góðum gjörningi vinar þegar mikið liggur við.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.