Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 40
24 1. desember 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Vináttulandsleikur: Þýskaland-Ísland 29-30 (18-17) Mörk Þýskalands: Holger Glandorf 7, Sven Soren Christophersen 6, Dominik Klein 4, Martin Strobel 3, Jens Tidtke 2, Manuel Spatz 1, Christian Schone 1, Lars Kaufmann 1, Oliver Roggisch 1, Michael Muller 1, Sebastian Preiss 1, Torsten Jansen 1/1. Varin skot: Silvio Heinevetter 9, Carsten Lichtlein 5. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 7/3, Logi Geirsson 6, Einar Hólmgeirsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Aron Pálmarsson 3, Vignir Svavarsson 1, Þórir Ólafsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14. Enska úrvalsdeildin: CHELSEA - ARSENAL 1-2 1-0 Johan Djorou, sjm (58.), 1-1 Robin van Persie (58.), 1-2 Robin van Persie (61.). MAN. CITY - MANCHESTER UNITED 0-1 0-1 Wayne Rooney (41.). PORTSMOUTH - BLACKBURN ROVERS 3-2 1-0 Peter Crouch (48.), 2-0 Jermain Defoe (52.), 2-1 Matt Derbyshire (61.), 2-2 Tugay Kerimoglu (66.), 3-2 Sean Davis (78.). TOTTENHAM HOTSPUR - EVERTON 0-1 0-1 Steven Pienaar (50.), 0-1 Steven Pienaar (52.) STAÐAN: Chelsea 14 10 3 1 32-4 33 Liverpool 14 10 3 1 21-8 33 Man. United 14 8 4 2 26-10 28 Aston Villa 15 7 4 4 22-16 25 Arsenal 14 7 2 5 25-18 23 Hull City 15 6 5 4 22-24 23 Everton 15 6 4 5 20-22 22 Portsmouth 15 6 4 5 18-22 22 Bolton 15 6 2 7 18-17 20 Fulham 14 5 4 5 12-11 19 Wigan Athletic 15 5 4 6 18-19 19 Middlesbrough 15 5 4 6 15-21 19 Stoke City 15 5 3 7 15-25 18 Man. City 15 5 2 8 29-23 17 West Ham 14 5 2 7 17-22 17 Tottenham 15 4 3 8 17-21 15 Newcastle 15 3 6 6 17-22 15 Sunderland 15 4 3 8 13-24 15 Blackburn 15 3 4 8 16-28 13 WBA 15 3 2 10 11-27 11 ÚRSLIT Efnilegasti handboltamaður Íslands sýndi og sannaði í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum um helgina að hann er ekki bara efnilegur lengur heldur stórgóður. Hann spilaði mikið á laugardag og átti frábæran leik. Hann spilaði svo nánast allan leikinn í sókninni í gær og stóð sig aftur mjög vel. Skoraði mörk og lagði upp önnur. Hann var að vonum kátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir sigurinn góða í gær. „Þetta var algjör snilld. Það eru ekki öll lið sem vinna Þjóðverja á heimavelli. Ég tala nú ekki um þar sem það vantar fjöldan allan af góðum leikmönnum hjá okkur. Það sýnir að það er nóg til af mannskap á Íslandi,“ sagði Aron sem var sáttur við sína frammistöðu en leikirnir um helgina voru hans fyrstu „alvöru“ A-landsleikir. „Mér fannst ég komast bara nokkuð vel frá þessu. Stýrði leiknum ágætlega að mínu mati og alveg frábært að fá þetta traust frá þjálfaranum. Það er bara unaður,“ sagði Aron sem varð rétt að skokka af velli í smá tíma eftir að hafa fengið vænt kjaftshögg frá harðjaxlinum Oliver Roggisch sem var þess utan brjálaður yfir að það hefði verið dæmt á sig. „Hann horfði bara á mig eins og ég væri að væla. Ég hefði nú samt ekkert farið af velli nema af því dómararnir skipuðu mér að fara út þar sem ég var með blóðnasir eftir höggið frá honum.“ Aron segir það hafa verið frábæra upplifun að taka þátt í þessu verkefni. „Þetta var alveg geðveikt og gerist ekkert mikið stærra. Við vorum að spila við heimsmeistarana.“ Aron kemur ekki strax heim til Íslands heldur fer hann ásamt föður sínum, Pálmari Sigurðssyni, til fundar við Alfreð Gíslason í dag en Alfreð vill klófesta Aron. „Það verður gaman að hitta Alfreð. Það er mikið að gera hjá pabba en hann hitti framkvæmdastjóra Lemgo hérna og þeir vilja bjóða mér út í desember í frekari samningaviðræður. Svo er að sjá hvað gerist hjá Alfreð. Ég mun svo fara yfir þetta í rólegheitum og væntanlega skrifa undir við eitt- hvert félag í desember. Það eru mjög skemmtilegir tímar fram undan og verður líka gaman að koma heim til FH en við erum að fara að rétta skútuna við þar.“ UNGSTIRNIÐ ARON PÁLMARSSON: SPILAÐI VEL GEGN ÞJÓÐVERJUM OG HUNDELTUR AF ÞÝSKUM FÉLAGSLIÐUM Geng væntanlega frá mínum málum í desember HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari getur verið stoltur af strákunum sínum eftir helgina. Landsliðið gerði jafntefli við Þjóðverja á laugardag og vann svo síðari leikinn í gær með einu marki, 30-29. Guðmundur var án sex lykil- manna um helgina og renndi því nokkuð blint í sjóinn með frammi- stöðu liðsins en þeir sem spiluðu svöruðu kallinu með stæl. „Þetta var glæsilegt. Það er ekki hægt að segja annað. Ég er rosa- lega sáttur með þessa leiki og frá- bært að sigra hérna,“ sagði Guð- mundur kátur. „Liðið spilaði frábæra vörn í síðari hálfleik og markvarslan var mögnuð. Það hjálpaði síðan ekki til að margir dómar voru afar skrítnir og alls ekki okkur í vil. Menn lögðust samt ekki niður líkt og áður og sýndu enn og aftur magnaðan kar- akter.“ Leikurinn í gær var nokkuð frá- brugðinn fyrri leiknum. Það var mun meiri hraði í leiknum og menn tókust fastar á. Þjóðverjar komust á köflum upp með nokkuð grófan leik án þess að dómararnir sæju ástæðu til þess að fetta fing- ur út í það. Jafnræði var með lið- unum allan fyrri hálfleikinn og Þjóðverjar leiddu í hálfleik með einu marki líkt og á laugardag, 18- 17. Síðari hálfleikurinn var afar hraður og minnti oft á borðtennis. Spilað endanna á milli af fullu gasi. Íslenska liðið náði forystunni nokkrum sinnum en tapaði henni niður jafnharðan og liðin skiptust í raun á að leiða. Þjóðverjar kom- ust yfir 28-29 en síðustuu tvö mörkin voru íslensk. Fyrst frá- bært mark hjá Einari Hólmgeirs- syni, sem var mjög öflugur, og svo skoraði Róbert sigurmarkið. Þjóðverjar fengu færi á að jafna en hinn ofmetni Lars Kaufmann skaut beint í íslensku hávörnina og var vel við hæfi að íslenska vörnin skyldi klára leikinn endan- lega en hún var mjög sterk í síðari hálfleik. „Ég vissi náttúrlega ekki alveg við hverju átti að búast fyrir þessa helgi enda hafa þessir strák- ar ekkert leikið saman. Ég var því nokkuð hugsi fyrir helgina,“ sagði Guðmundur léttur en hann gat ekki hrósað strákunum nógu mikið. „Ég er alveg hrikalega ánægður með strákana og sérstak- lega gaman að sjá ungu strákana sem virtust aldrei hafa gert annað en að spila með landsliðinu. Það var mjög gott að ná að stilla saman strengi á stuttum tíma og koma með fínt lið til leiks. Ungu strákarnir fengu nauðsyn- lega og frábæra reynslu sem ég er ánægður með,“ sagði Guðmundur en nokkra athygli vakti að hann skyldi treysta hinum 18 ára gamla Aroni Pálmarssyni fyrir miðju- hlutverkinu allan leikinn. „Ég tel að hann sé vel að því trausti kom- inn. Mér finnst hann hafa svarað traustinu með góðum leik og von- andi heldur hann áfram að æfa vel. Hann þarf að passa sig á því að hafa báða fætur á jörðinni. Ég hef í raun ekki áhyggjur af því þar sem hann er mjög jarðbundinn og þarf að vera það áfram. Þannig bætir hann sig og ég hef ekki trú á öðru,“ sagði Guðmundur. Það er ljóst eftir þessa helgi að það verður enn erfiðara fyrir Guð- mund að velja næstu hópa. Aron frábær og Sigurbergur og Rúnar nýttu sín tækifæri líka vel. Einar Hólmgeirsson náði fínum leik í gær sem var ánægjulegt og Logi skoraði einnig góð mörk og var ógnandi. Björgvin Páll var flottur sem og Róbert sem var geysi- sterkur. Guðjón Valur líka alltaf í hæsta klassa. Breiddin í landsliðinu er sífellt að aukast og lykilmenn liðsins á næstu árum allir á flottum aldri og eiga nóg eftir. Það er því ekki hægt að sjá annað en að framtíðin sé afar björt. henry@frettabladid.is Framtíð landsliðsins er mjög björt Íslenska landsliðið vann góðan sigur á Þjóðverjum, 30-29, í síðari vináttuleik liðanna í Koblenz í gær. Frammistaða íslenska liðsins er eftirtektarverð en sex leikmenn úr silfurliðinu spiluðu ekki um helgina. Þeir sem komu inn í staðinn stóðu heldur betur fyrir sínu og breiddin í landsliðinu heldur áfram að aukast. HETJAN Róbert Gunnarsson skoraði sigurmarkið í gær en hann spilaði afar vel í báðum leikjunum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC FÓTBOLTI Roy Keane sagði ekki af sér sem stjóri Sunderland í gær. Hann sagði þó í gær að samninga- viðræður við félagið hefðu verið settar í salt en samningur Keane rennur út í lok tímabilsins. „Það þýðir ekkert að vera í einhverjum samningaviðræðum núna. Stjórnin er eflaust svekkt með gengið og það erum við líka. Staðan er ekki nógu góð og ég býð ekki upp á neinar afsakanir,“ sagði Keane. - hbg Roy Keane: Samningavið- ræður í bið ROY KEANE Framtíð hans hjá Sunder- land er í óvissu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Manchester United vann sterkan og afar mikilvægan sigur á grönnum sínum í Manchester City er liðin mættust á heimavelli City í gær. Það var Wayne Rooney sem skoraði eina mark leiksins en markið var hans hundraðasta fyrir United. Gestirnir léku einum manni færri síðustu 22 mínútur leiksins eftir að Ronaldo fékk rautt spjald fyrir að handleika boltann á einkennilegan hátt. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., var að vonum sáttur við stigin þrjú og sagði að ein- beiting leikmanna hefði skilað sínum mönnum sigri. „Einbeiting var einstaklega góð hjá mínum mönnum í dag. Við höfum átt það til að missa ein- beitinguna í síðari hálfleik í útileikj- um í vetur. Köstuðum frá okkur leikjunum í Liverpool meðal ann- ars. Svo var frammistaðan gegn Aston Villa ekkert sérstök og ég vil meina að það hafi verið út af einbeitingarleysi. Við þurfum þrjú stig hér í dag enda að elta Chelsea og Liverpool. Þetta var afar mikil- vægur sigur og vonandi kveikir það í okkur,“ sagði Ferguson. Ronaldo fékk að líta tvö gul spjöld í leiknum og þar með það rauða. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir að handleika knöttinn. Hann stökk upp í skallabolta en einhverra hluta vegna setti hann báðar hendur fyrir framan andlit sitt og sló boltann. „Ég er búinn að sjá þetta atvik aftur og held að hann hafi verið að verja andlitið á sér. Það má vera að það hafi verið ýtt á hann. Hann taldi sig hafa heyrt í flautu þess utan. Annars ætla ég ekki að tala um dómarann því þá værum við hér í allan dag.“ - hbg Ronaldo fékk að líta rauða spjaldið og Rooney skoraði sitt 100. mark í uppgjöri Manchester-liðanna í gær: Rooney afgreiddi slag Manchester-liðanna HVAÐ ERTU AÐ GERA? Cristiano Ronaldo ver hér boltann með höndunum á hreint óskiljanlegan hátt. Hann fékk að fjúka af velli fyrir þessi tilþrif. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HUNDRAÐASTA MARK- IÐ Wayne Rooney fagnaði líkt og óður væri þegar hann skor- aði sitt hundraðasta mark fyrir United af stuttu færi í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY > Bjarni Ólafur ekki til Álasunds Valsarinn og landsliðsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson er ekki á förum til norska félagsins Álasunds en það kom fram á fótbolti.net í gær. Bakvörðurinn fór til félagsins til reynslu á dögunum en mun ekki fá samningstilboð líkt og ansi margir aðrir íslenskir knattspyrnumenn sem hafa farið til reynslu í Noregi síðustu vikur. Bjarni Ólafur lék með danska liðinu Silkeborg áður en hann kom aftur til Vals þar sem hann er uppalinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.