Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 6
6 1. desember 2008 MÁNUDAGUR Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is edda.is INDLAND, AP Innanríkisráðherra Indlands sagði af sér í gær í kjöl- far þeirrar gagnrýni sem á örygg- isyfirvöldum ríkisins hefur dunið vegna hinna blóðugu árása hryðju- verkamanna í Mumbai sem hófust síðastliðinn miðvikudag en ekki tókst að binda enda á fyrr en á laugardag. 174 létu lífið í árásun- um, sem tíu manna hópur her- skárra múslima frá Pakistan framdi að því er lögregluyfirvöld í Mumbai fullyrða. Í gær var enn verið að bera lík fólks út úr Taj Mahal-glæsihótel- inu, en þar stóð viðureignin við vel vopnaða hryðjuverkamennina lengst, enda héldu þeir fjölda fólks, mikið til erlendum ferða- mönnum, í gíslingu. Innanríkisráðherrann Shivraj Patil lagði inn afsögn sína og for- sætisráðherrann Manmohan Singh féllst á hana í gær, að því er skrifstofa Indlandsforseta greindi frá. „Ráðamenn okkar snúast í kringum sjálfa sig er saklausir láta lífið“, mátti lesa í fyrirsögn dagblaðsins Times of India. Rakesh Maria, háttsettur lög- reglustjóri í Mumbai, greindi frá því í gær að árásarmennirnir hefðu verið herskáir liðsmenn pakistönsku öfgasamtakanna Lashkar-e-Taiba. Samtökin hafa lengi verið álitin búin til af pakistönsku leyniþjón- ustunni til að hjálpa til við að heyja óopinbert stríð við Indverja um yfirráð yfir Kasmír-héraði. Áður hafði bandarískur emb- ættismaður, sérhæfður í hryðju- verkavörnum, sagt að sum ein- kenni Mumbai-árásanna bentu til að Lashkar kynnu að vera að verki, ásamt öðrum hópi sem líka hefur látið að sér kveða í Kasmír. Bæði samtök eru sögð hafa tengst vil al-Kaída-hryðjuverkanetið. Opinber tala látinna í árásunum var leiðrétt úr 195 í 174 í gær. Að sögn talsmanna yfirvalda höfðu sum líkin verið talin tvisvar. Þeir tóku fram að tala látinna gæti hækkað aftur þegar búið væri að fínkemba Taj Mahal-hótelið, þar sem fleiri lík kynnu að finnast. Meðal hinna látnu voru átján útlendingar. Níu af árásarmönn- unum tíu voru drepnir, einn var handtekinn á lífi. audunn@frettabladid.is HARMUR OG REIÐI Íbúar Mumbai minnast fórnarlamba árásanna með kertaljósum í grennd við Taj Mahal-hótelið. Viðstaddir létu líka í ljós reiði sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Indverjar reiðir yfir- völdum öryggismála Innanríkisráðherra Indlands hefur sagt af sér vegna harðrar gagnrýni sem Ind- verjar beina að yfirvöldum vegna þess hvernig þau tóku á hryðjuverkaárásunum í Mumbai sem kostuðu minnst 174 lífið. Pakistanskur öfgahópur sagður ábyrgur. Finnst þér umferð á höfuðborg- arsvæðinu hafa minnkað? JÁ 61,7% NEI 38,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fagnaðir þú upphafi aðvent- unnar í gær? Segðu þína skoðun á visir.is. FUNDUR Borgarahreyfingin fagnar fullveldisdeginum í dag með þjóð- fundi við Arnarhól. Fólk hefur verið hvatt til að leggja niður vinnu til að mæta á fundinn. Fund- arstjórinn á von á þúsundum gesta. Borgarahreyfingin er regnhlíf- arsamtök þeirra hópa og manna sem hafa haft sig í frammi undan- farnar vikur „vegna þess gjörn- ingaveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina“, að því er segir í tilkynningu. „Þemað er fullveldið,“ segir Edward Huijbens fundarstjóri. „Menn vilja meina að fullveldinu hafi verið ógnað með þessum nýj- ustu aðgerðum, meðal annars lán- inu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og við viljum bara undirstrika það að við erum fullvalda þjóð og hvað í því felst,“ segir hann. Edward segist hafa fengið góðar undirtektir, nú síðast frá verka- lýðshreyfingunum, og hann á von á svipuðum fjölda og mætt hefur á mótmælafundi á Austurvelli und- anfarnar helgar, ef ekki fleirum. Frummælendur á fundinum verða Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Margrét Pétursdóttir verkakona, Snærós Sindradóttir nemi og Þorvaldur Gylfason hag- fræðingur. Þá mun Erpur Eyvind- arson rappa um þjóðmál. Fundur- inn hefst klukkan þrjú. - sh Kallað eftir því að fólk leggi niður vinnu til að mæta á fund við Arnarhól í dag: Rætt um fullveldi á þjóðfundi FUNDARSTJÓRINN Edward Huijbens á von á að minnsta kosti jafnmiklum mannfjölda og mætt hefur á Austurvöll liðnar helgar. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA NÁTTÚRUVERND Endurheimt votlendis og viðhald arnarstofns- ins eru meðal fyrirhugaðra verkefna Auðlindar-Náttúrusjóðs, sem stofnaður verður formlega í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 17.00. Um er að ræða sjálfseign- arstofnun sem vinnur að fram- kvæmdum á sviði umhverfis- verndar og er ætlað að standa vörð um auðlindir, lífsgæði og fjölbreytni íslenskrar náttúru, að því er fram kemur í tilkynningu. Meðal aðstandenda sjóðsins eru Vigdís Finnbogadóttir, Orri Vigfússon, Þórólfur Árnason, Andri Snær Magnason og María Ellingsen. - sh Auðlind-Náttúrusjóður á legg: Stofna sjóð um náttúruvernd VINNUMARKAÐUR Stríður straumur hefur verið inn á þjónustuskrif- stofu Vinnumálastofnunar við Engjateig í Reykjavík frá því í byrjun október. Hugrún Jóhannes- dóttir, forstöðumaður skrifstof- unnar, segir að straumurinn hafi verið afskaplega mikill og álagið líka. „Okkur finnst erfitt að það komi svo margir, það gat enginn séð það fyrir. Fólk lendir í röð og þarf að bíða, okkur þykir það afar óþægi- legt,“ segir Hugrún og bendir á að fólk geti skráð sig atvinnulaust rafrænt að heiman og komið svo með gögnin. „Álagið er misjafnt eftir dögum en í fjórar til fimm vikur hefur straumurinn verið ansi mikill. Við erum alltaf að bíða eftir að því fari að linna. Það er oftast mest að gera upp úr mánaðamótum því að uppsagnir taka oft gildi fyrsta hvers mánaðar. Við höfum verið mest hissa hvað traffíkin hefur haldist eftir því sem liðið hefur á mánuðinn.“ Hugrún segir að stór hluti þeirra sem koma að skrá sig séu útlend- ingar og þeir komi fyrst og fremst úr byggingariðnaði sem hafi að stórum hluta verið mannaður útlendingum. Íslendingarnir komi hins vegar úr ýmsum geirum, til dæmis fjármálageiranum og fast- eignasölu. Mörg norsk fyrirtæki hafa aug- lýst eftir starfsmönnum hér á landi undanfarið. - ghs LEITT AÐ RAÐIR MYNDAST Leitt að bið- raðir hafa myndast í atvinnuleysisskrán- ingunni, að sögn Hugrúnar Jóhannes- dóttur forstöðumanns. Ekkert lát er á önnunum á skrifstofu Vinnumálastofnunar við Engjateig: Álag hjá Vinnumálastofnun KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.