Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 8
8 1. desember 2008 MÁNUDAGUR
Staða efnahags-
og atvinnumála
Dagskrá:
- Helgi Magnússon, formaður SI
- Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI
Almennar umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri: Aðalheiður Héðinsdóttir,
framkvæmdastjóri Kaftárs
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 591-0100 eða
sendið tölvupóst á mottaka@si.is eigi síðar en fyrir hádegi
2. desember.
Þriðjudaginn 2. desember
kl. 16:30 - 18:30 á Grand Hótel Reykjavík,
salur Gullteigur A
Samtök iðnaðarins boða til
almenns félagsfundar
SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR!
Ný
r
Or
ku
lyk
ill
NÝ
JU
NG
5 kr.
afsláttur
þegar þú notar
Orkulykilinn í
fyrsta sinn!
Alltaf
2 kr. afsláttur
af dæluverði
Bensínorkunnar sem
kannanir sýna að er
lægra en hjá
öðrum!
www.orkan.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
STJÓRNSÝSLA Bankaleynd er háð
takmörkunum og lagaramminn
veitir nú þegar ýmsar heimildir til
að aflétta henni. Oddný Mjöll Arn-
ardóttir, prófessor við Háskólann í
Reykjavík, HR, bendir á að upp-
lýsingar um fjárhagsmál séu ekki
skilgreindar sem sérstaklega við-
kvæmar persónuupplýsingar í
lögum um persónuvernd. Mörg
lagasetningin í þjóðfélaginu und-
anfarið höggvi nær réttindum
borgaranna en lög sem væru sett
til að afnema höft á upplýsinga-
gjöf, til dæmis til rannsóknar-
nefndar.
Oddný Mjöll segir að lagasetn-
ing undanfarið sé gjarnan rök-
studd með því að aðstæður séu
sérstakar og því þurfi að veita rík-
inu meira svigrúm en ella til nauð-
synlegra ráðstafana vegna
almannahagsmuna. Þetta sjónar-
mið segir hún að sé gilt en að sama
skapi sé ástæða til að aflétta
bankaleynd innan skynsamlegra
marka, til dæmis með nýrri lög-
gjöf í ljósi aðstæðna.
Ef bankaleynd yrði aflétt með
lagasetningu í þágu rannsóknar
færi fram mat á nýju löggjöfinni
eins og hverri annarri löggjöf
gagnvart meginreglum um vernd
persónuupplýsinga og almanna-
hagsmuna. „Ef rannsókn varðar
öll atvik í aðdraganda bankahruns-
ins í landinu þá er ekkert ólíklegt
að slík löggjöf stæðist slíkt mat,“
segir hún. „Maður skyldi ætla að
það séu ríkir almannahagsmunir
að upplýsa hvað liggur til grund-
vallar bankahruninu og hvaða
starfsemi á sér stað innan bank-
anna sem nú eru ríkisbankar.“
Oddný Mjöll telur mikilvægt að
halda því til haga að réttarstaðan
sé allt önnur í bönkunum nú en
áður. Nú sé verið að höndla með fé
frá ríkinu og þess vegna séu það
ríkir almannahagsmunir að hægt
sé að hafa eftirlit með og rannsaka
atburðarásina. Rannsóknarnefnd-
ir þurfi að hafa heimildir til að
skoða nýju bankana.
Sigurður Tómas Magnússon,
sérfræðingur við HR, segir að það
sé „ekkert sérstakt í sjálfu sér þó
bankaleynd sé mikið flaggað“ í
þjóðfélaginu núna enda takmark-
ist hún af öðrum lagaákvæðum.
Sama gildi um bankaleynd og
trúnaðar- og þagnarskyldu ýmissa
stétta á borð við presta og lækna. Í
opinberu máli geti dómari metið
hvort þagnarskylda heldur miðað
við hagsmuni í málinu eða ekki.
Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjármála-
fyrirtækja, segir að mikilvægt sé
að ekki sé gert lítið úr bankaleynd.
Það grafi undan trúverðugleika
fjármálakerfisins til framtíðar.
ghs@frettabladid.is
Heimild til að aflétta
bankaleynd til staðar
Ástæða er til að aflétta bankaleynd vegna rannsóknar á aðdraganda banka-
hrunsins, að mati prófessors, og því sem er nú að gerast í nýju bönkunum. Sér-
fræðingur segir að sama gildi um bankaleynd og þagnarskyldu ýmissa stétta.
RÉTTARSTAÐAN ALLT ÖNNUR Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskólann í
Reykjavík, telur mikilvægt að halda til haga að réttarstaðan sé allt önnur í bönkunum
nú en áður. Verið sé að höndla með fé frá ríkinu og því séu það ríkir almannahags-
munir að hafa eftirlit með og rannsaka aðdraganda bankahrunsins og það sem er að
gerast í nýju bönkunum.
Maður skyldi ætla að það
séu ríkir almannahags-
munir að upplýsa hvað liggur til
grundvallar bankahruninu.
ODDNÝ MJÖLL ARNARDÓTTIR
PRÓFESSOR VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK
BRUSSEL, AP Lyfjakaupendur í Evr-
ópu þurftu að greiða um þremur
milljörðum evra, andvirði yfir
500 milljarða króna, meira fyrir
lyf á árabilinu 2000-2007 vegna
þess að lyfjafyrirtæki stóðu vís-
vitandi í vegi fyrir sölu ódýrari
samheitalyfja. Að þessari niður-
stöðu hafa samkeppnisyfirvöld
ESB komist.
Niðurstöður rannsóknar sem
samkeppniseftirlit ESB gerði hjá
lyfjarisum - þar á meðal Pfizer,
GlaxoSmithKline og Sanofi-
Aventis – sýna að fyrirtækin
hindruðu eða töfðu fyrir mark-
aðssetningu samheitalyfja til að
þau töpuðu ekki tekjum af arð-
bærari lyfjum, að því er greint
var frá á blaðamannafundi í
Brussel.
Lyfjafyrirtækin beittu dýrum
lagaklækjum og öðrum brögðum
til að tefja fyrir því að samheita-
lyfjafyrirtæki gætu tekið til við
að framleiða samheitalyf þegar
einkaleyfi voru útrunnin.
Neelie Kroes, sem fer með
samkeppnismál í framkvæmda-
stjórn ESB, sagðist vonast til að
lyfjafyrirtækin breyttu um hætti.
„Þetta skiptir miklu því að meiri
nýbreytni og hagkvæmari lyf
þýðir betra líf og sparnað fyrir
sjúklinga – og opinbera sjóði.“
- aa
SJÚKLINGAR SNUÐAÐIR Yfir 500 milljarð-
ar sagðir hafðir af evrópskum lyfjakaup-
endum að óþörfu á árunum 2000-2007.
Rannsókn samkeppniseftirlits Evrópusambandsins á starfsháttum lyfjarisa:
Hindruðu sölu samheitalyfja